Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 36

Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 ✝ Vegna mistakavið vinnslu greina um Elísa- betu birtist röng mynd með ævi- ágripi. Greinarnar eru því birtar aftur og beðist er velvirð- ingar á mistök- unum. Elísabet Jóns- dóttir (Lilla) fædd- ist á Miðhúsum, Álftaneshreppi í Mýrasýslu 7. maí 1938. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2019. Lilla var dóttir hjónanna Jóns H. Jónssonar frá Syðri-Rauðamel í Eyjahreppi, f. 13. september 1898, d. 28. febrúar 1989, og Nel- lýjar Pétursdóttir frá Eyrar- bakka, f. 3. júlí 1903, d. 29. apríl 1981. Þau voru ábúendur á Mið- húsum. Lilla var í miðjunni í röð sjö systkina, en systkini hennar eru Pétur Valberg, f. 4. maí 1933, Helga, f. 18. júní 1935, Baldur, f. eiga þrjú börn, Leif Örn, Ara Pál og Ingibjörgu. Lilla ólst upp við almenn sveitastörf, gekk í farskóla og fór í húsmæðraskólann á Varmalandi og útskrifaðist þaðan árið 1959. Lilla fór að heiman á veturna að vinna, til að mynda í Iðnó í Reykjavík, í sláturhúsi og bakaríi í Borgarnesi, á vertíð í Vest- mannaeyjum og í Ólafsvík, í síld á Raufarhöfn og í Barnaskólanum á Varmalandi. Á sumrin kom hún heim að Miðhúsum í heyskapinn, en vann einnig um tíma sem kaupakona í Sólheimatungu í Stafholtstungum. Eftir að Lilla var alfarin til Reykjavíkur vann hún hjá Reykjavíkurborg, fyrst á Lauf- ásborg, svo á Vesturvallaróló í Vesturbæ Reykjavíkur og síðar á róló í Fellunum í Breiðholti. Hún vann svo frá 1982, eða þar um bil, í mötuneyti hjá embætti Borgar- verkfræðings í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Lillu. 1. febrúar 1938, d. 18. september 2013, Jón Atli, f. 1. janúar 1940, Gylfi, f. 29. ágúst 1941, og Ásta, f. 15. nóvember 1943. Hinn 23. janúar 1965 giftist Lilla Leifi Hólmari Jó- hannessyni, f. 24. maí 1939. Þau slitu sambúð þann 29. mars 1994. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann- es Kristinn Sigurðsson, f. 4. júlí 1910, d. 14. september 1998, og Laufey Sigurpálsdóttir, f. 23. desember 1913, d. 12. maí 1999. Lilla og Leifur eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Sævar Leifsson, f. 18. janúar 1964, giftur Svein- björgu Þóru Gunnarsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Elísabetu Ester, Sigurð Gunnar og Viktoríu Sól, og tvö barnabörn. 2) Hlynur Leifsson, f. 16. janúar 1970, gift- ur Ernu Guðlaugsdóttur. Þau Móðir mín, hún Lilla, var blíð og góð en líka ákveðin þegar þurfti. Hún var góð fyrirmynd, lagði sig alla fram í því sem hún tók sér fyrir hendur, það var ekk- ert gert af hálfum hug. En gleðin var samt alltaf höfð í fyrirrúmi, ekki að velta sér upp úr því sem miður fór heldur læra af því. Hún var mikill grínari og stríðnispúki og ekkert var skemmtilegra en að setjast niður og spila, fíflast, stríða og grínast. Hógværð var líka einkenni hennar, hún hafði til dæmis gefið þau fyrirmæli að ekki yrði gert mikið úr brott- hvarfi hennar úr þessum heimi og höfum við reynt að fara eftir þeim tilmælum en jafnframt gæta þess að henni sé sýndur sá sómi sem hún á svo mikið skilið. Helsta áhugamál mömmu var fjölskyldan og allt sem henni við- kom. Mamma studdi okkur bræð- urna og síðar fjölskyldur okkar af heilum hug í því sem við tókum okkur fyrir hendur og sýndi því mikinn áhuga, hvort sem var um að ræða íþróttir, nám eða annað. Hún var alltaf mætt þegar leikur fór fram þótt stundum þyrfti að fara um langan veg. Það var ekki sjálfgefið, sérstaklega ekki hér áður fyrr. Svo var hún mikil keppnismanneskja þó að hún hafi ekki stundað skipulagðar íþrótt- ir. Hún var alltaf tilbúin að sinna barnabörnunum og átti alltaf ís eða annað góðgæti handa þeim. Tómstundir átti móðir mín margar og ýmiss konar handa- vinna lá vel fyrir henni, t.d. hann- aði hún og prjónaði fallegar KR- lopapeysur á okkur bræðurna sem vöktu mikla athygli. Eftir hana liggja meðal annars margar fallegar veggmyndir, glæsilegir stólar með ísaumi og skemmti- legt dúkkudót. Okkur þykir vænt um þessa hluti og verða þeir vel varðveittir. Fyrst og fremst ligg- ur samt eftir mömmu fjöldi fal- legra og góðra minninga sem verða einnig vel varðveittar. Móðir mín var ávallt dugleg að hreyfa sig. Þar var sund áberandi framan af en síðar göngutúrar sem voru ófáir. Mamma gat verið sælkeri á mat og var lamba- hryggur það besta sem hún fékk. Mamma hélt alltaf góðu sam- bandi við heimahagana og þar var alltaf gott að koma. Hún hélt líka góðu sambandi við systkini sín og gamla skólafélaga og þótti ávallt vænt um að heyra í þeim eða hitta. Mamma, þín er sárt saknað. Hlynur Leifsson. Elsku besta mamma, tengda- mamma, amma og langamma, El- ísabet Jónsdóttir, alltaf kölluð Lilla, er dáin. Við munum sakna hennar mikið. Hún var okkar trausti vinur og fyrirmynd alla tíð, það væri gott að vera jafn góð manneskja og hún var. Lilla vildi alltaf vita hvernig öllum gekk og var ávallt tilbúin að styðja okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þrátt fyrir að Lilla sé farin frá okkur er gott að vita af henni og geta spurt sig hvað hún hefði gert. Andlát hennar bar brátt að og það var ánægjulegt að hún lifði góðu lífi alveg undir það síðasta þar sem hún var í góðum samskiptum við sína nánustu allt fram á síðustu stundu, hún mat það mikils. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa átt hana að, hún var kona með hjarta úr gulli og vegna hennar erum við öll betri manneskjur. Að lokum vilj- um við þakka heilbrigðisstarfs- fólki fyrir veitta umönnun þar sem allir gerðu sitt besta þrátt fyrir erfið vinnuskilyrði. Takk fyrir allt, elsku Lilla, við elskum þig ævinlega og alltaf. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Sævar, Þóra, Elísabet Ester, Sigurður Gunnar, Viktoría Sól og tengdaömmu- og barnabarnabörn. Henni Lillu kynntist ég þegar við Hlynur fórum að rugla saman reytum. Það kom fljótt í ljós hve hrein og bein hún var. Það var ekkert verið að tala í kringum hlutina heldur voru málin bara rædd. Hún var ákaflega traust og raungóð manneskja. Alltaf til í að aðstoða á þann hátt sem hún gat í hvert sinn. Þótt heilsan væri ekki eins góð undir það síðasta vildi hún alltaf brjóta saman þvottinn hjá mér. Hún gat brotið þvottinn saman svo það mætti halda að hún hefði straujað hann. Það fór líka alltaf miklu minna fyrir tauinu þegar hún braut hann saman. Lilla hafði gaman af því að spila og höfum við gert mikið af því frá því við kynntumst. Hún var mikill stríðnispúki og kom það oft í ljós við spilaborðið. Lilla var stór hluti af kjarnafjölskyld- unni okkar. Alltaf var hringt í ömmu Lillu ef það þurfti að segja frá einhverju áföngum í lífinu eða einhverju spennandi sem var gert. Lilla var einstaklega dugleg að hringja líka í barnabörnin og spyrja frétta. Við fórum til Ak- ureyrar á fótboltamót í lok júní og það var skrítin tilhugsun á heimleiðinni að geta ekki hringt í Lillu og sagt frá því hvernig gekk þar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Lillu í spil og spjall. Börnin bæði stór og smá gátu gengið að því vísu að það væri til ís í ísskápnum hjá henni og stundum eitthvað meira líka. Ég á eftir að sakna hennar tengda- mömmu mikið en er jafnframt þakklát fyrir allar samveru- stundirnar og góðu minningarnar sem við sköpuðum saman. Erna Guðlaugsdóttir. Amma mín var sæt og fín, elskaði að gera grín. Tók alltaf inn sín vítamín og drakk appelsín. Hún amma Lilla var sérstök manneskja í mínum huga. Hún var bæði góð og skemmtileg amma. Þegar ég átti afmæli eða eitthvað annað var um að vera hjá mér hringdi hún alltaf í mig. Mér fannst það notalegt. Hún var góð í að spila en líka tapsár ef illa gekk, ekki ólíkt mér sjálfum. Mér fannst gaman að horfa á Dr. Phil með ömmu Lillu. Hún var mjög dugleg að gefa mér ís og mjög gjafmild yfir höfuð. Ég á margar góðar minningar frá því að við spiluðum ólsen ólsen og laumu. Ég á eftir að sakna hennar en hennar tími var kominn. Hún lifði góðu lífi og ég vona að hún hafi náð að uppfylla alla drauma sína. Ari Páll. Lilla, amma, sem alltaf átti ís, missti ekki af Dr. Phil þætti, lét sig aldrei vanta í afmælisveislur, gaf manni alltaf tíma, vildi alltaf spjalla, spila, grínast og hlæja, getur með sanni gengið sátt, stolt og ánægð frá lífsins báti. Ég efast ekki um í eina sekúndu að hún hafi gert nákvæmlega það. Gildin, lífsgleðin og öll sú arf- leifð sem hún skildi eftir sig mun ávallt vera stór hluti af lífi mínu og fylgja mér. Endalaust gæti ég rifjað upp góðar minningar af ömmu Lillu, eins og reglulegu ferðirnar okkar til Miðhúsa þar sem hún ólst upp og öll jólin sem hún var hjá okkur. Alltaf þurftum við að kaupa gullgos á áramót- unum sérstaklega fyrir hana því henni fannst gullituðu gosin fal- legri en nokkur annar flugeldur og ómissandi hluti af góðum ára- mótum. Hún mætti alltaf lang- fyrst í öll afmæli og sat sallaróleg á meðan allir hinir gestirnir tínd- ust inn smátt og smátt. Allar Bónusferðirnar sem Lilla fór með mann í þar sem hún kom alltaf með plastpoka að heiman og aldr- ei mátti gleyma að kaupa stórar rúsínur og ís. Að lokum má nefna þau ófáu skipti sem Lilla sendi mann eftir plaströri ofan í Elep- hant-bjórinn sinn, enda drakk hún ekki sopa af honum nema rör væri í. Já, hægt væri að rifja og telja upp góðar minningar af ömmu Lillu svo dögum skipti og er ég ásamt öllum sem Lillu þekktu einstaklega heppinn að búa yfir þessum minningum. Án þeirra væri tilveran eflaust ekki jafn björt og hún er. Leifur Örn. Elsku kæra systir mín Elísa- bet, kölluð Lilla, hefur kvatt okk- ur. Höggið kom óvænt. Hún var að vísu búin að glíma við veikindi og ýmis áföll, en reis alltaf upp aftur okkur til mikillar gleði og ánægju. Í þetta sinn laut hún í lægra haldi fyrir þeim er öllu ræður. Við fráfall hennar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana sem systur og samferða- mann í lífinu. Hún hafði ríka rétt- lætiskennd, var úrræða- og raun- góð, alltaf til í að rétta hjálpar- hönd ef til hennar var leitað. Við höfum gert svo ótal marga hluti saman um ævina, bæði sem einstaklingar og seinna með fjöl- skyldum okkar. Við unnum sam- an í sláturhúsi hjá KB, fórum á vertíð í Ólafsvík, síld á Siglufirði og unnum svo saman í Laufás- borg, sem þá var dagheimili. Þegar Lilla eignaðist Sævar bjó hún í sömu götu og Laufás- borg er og í hverju hádegi skrapp ég yfir til þeirra til að vita hvern- ig gengi með prinsinn okkar. Þarna var lagður grunnurinn að innilegu sambandi og vináttu okkar systra sem varði alla tíð. Seinna þegar ég eignaðist mín börn var Lilla mín alltaf til stað- ar, ef á þurfti að halda. Var það ómetanlegt fyrir mig. Þegar Sævar fór að æfa og keppa í fót- bolta með KR þá var mætt á völl- inn til að hvetja og hafa gaman. Það leiddi til þess að við gengum báðar í KR-konur, félag stofnað af eiginkonum og mæðrum iðk- enda í KR. Ekki átti ég þá neinn afkomanda sem var í KR, en fylgdi auðvitað með sem móður- systir og stuðningsmaður Sæv- ars. Störfuðum við í þessu félagi um árabil og höfðum gaman af. Áfram héldum við systur að hvetja, styðja og fylgjast með börnum okkar við þeirra íþrótta- iðkanir. Var það bæði gefandi fyrir þau sem einstaklinga og styrkti og efldi fjölskyldutengsl- in. Útilegur og ferðalög voru hluti af lífinu á þessum árum og er margs að minnast frá þeim, sem ekki verður rakið hér, en geymt í minningabankanum. Þegar halda átti veislu, var ómetanlegt að hafa Lillu í sínu liði, alltaf hvetjandi og hrósandi. Einhverju sinni þegar ég var að vandræðast með eitthvað, sem ég var ekki viss um að væri nógu flott sagði hún við mig: Ásta mín, ef þú vilt hafa þetta svona og finnst það flott, þá er það flott. Alltaf að hvetja og styrkja. Marg- ar veislur undirbjuggum við sam- an og þá var gaman hjá okkur. Lilla var afar flink við að skreyta bæði brauðtertur og kökur. Svo var hún líka svo skipulögð að auð- velt var að aðstoða hana. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Vertu kært kvödd, elsku syst- ir, hafðu þökk fyrir þau áhrif sem þú hafðir á líf mitt. Megir þú lifa í ljósi Drottins. Þín systir, Ásta. Elsku Lilla frænka. Það er komið að kveðjustund í þessu jarðlífi, sem kom allt of snöggt og öllum að óvörum. Þú varst loksins komin inn á Hrafnistu og varst dugleg að taka þátt í starfinu þar. Loksins komin í eitthvað almennilegt fjör! Alexandra Ásta hafði hitt þig á föstudeginum, þegar að hún var á vakt, og boðið þér í útskriftar- veisluna sína 22. júní. Þú stefndir á að koma og vissi ég að þú hlakk- aðir mikið til. Ég sagði alltaf að þú værir uppáhaldsfrænkan mín, og þú vissir það. Þú hefur verið hluti af mínu lífi frá því ég fædd- ist þar sem þú ert systir hennar mömmu minnar og var alla tíð mikill samgangur á milli þessara fjölskyldna. Það var hist t.d. á gamlársdag/kvöld, jóladag, af- mælum, farið í útilegur, kíkt í kaffi eða bara hringt. Þegar ég komst á fullorðinsár og hætt var að bjóða í afmæli ár hvert fékk ég alltaf afmælissímalið frá Lillu frænku. Það var gaman að tala við og umgangast Lillu frænku. Hún var hreinskilin, hreinskiptin, réttlát, húmoristi, góð, ljúf, bein- skeytt og ákveðin en umfram allt á ég margar góðar og skemmti- legar minningar um og með henni. Ég vann t.d. með Lillu í eld- húsinu í Skúlatúni og sá þá með eigin augum hvað hún var mikils metin og allir í húsinu vissu hver Lilla var. Hún var alltaf viljug að passa dóttur mína ef á þurfti að halda og svo eru ófáar veislurnar sem hún aðstoðaði okkur við, t.d. með laxatertum, sem hún var snilling- ur að gera. Ég sakna hennar mikið og finnst þetta allt svo óraunveru- legt, en þannig er víst gangur lífsins. Elsku Lilla frænka, takk fyrir samfylgdina, takk fyrir að vera frænka mín, takk fyrir allar góðu minningarnar og takk fyrir að vera þú, alltaf. Ég kveð þig í bili og þakka fyr- ir allar góðu samverustundirnar og minningarnar. Elsku Sævar, Hlynur og fjöl- skyldur og allir sem elskuðu Lillu frænku, ég sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þín frænka, Nellý Pálsdóttir. Elísabet Jónsdóttir (Lilla) HINSTA KVEÐJA Kæra amma. Þú ert búin að vera svo góð við okkur. Þú varst besta amma í heimi. Það besta sem mér fannst við gera saman var að spila. Þú áttir alltaf ís handa okkur. Þú saumaðir margt flott sem ég mátti leika mér með. Við elskuðum þig heitt. Þú leyfðir okkur svo margt og svo varstu dugleg að hringja í okkur. Mér fannst gaman að geta líka hringt í þig eftir að ég fékk síma. Ég á eftir að sakna þín, elsku amma Lilla. Þín Ingibjörg. Við vinkonurnar vorum saman í bridsklúbbi, nánast frá aldamótum, þar var keppt á tveimur borðum annan hvern miðvikudag árið um kring. Nú söknum við Kristínar úr hópnum. Kristín Jónasar var hún kölluð, lágvax- in, ljóshærð, bláeyg og bros- mild. En hún var engin puntu- dúkka og lét sér fátt fyrir brjósti brenna um ævina. Við kynntumst henni í Lellunum, leikfimis-, dans- og ferðahópn- um okkar, þar tók hún fullan Kristín Jónasdóttir ✝ Kristín Jón-asdóttir fædd- ist 24. apríl 1933. Hún lést 17. júní 2019. Útför Kristínar fór fram 5. júlí 2019. þátt. Hún virtist alltaf hafa nægan tíma, róleg og fum- laus og kát. Hún tók þátt í fé- lagsstarfi í mörg- um félögum. Hún var í hópi fyrstu flugfreyja landsins, stýrði seinna fé- lagsmiðstöð aldr- aðra samhliða eril- sömu fjölskyldulífi. Þau hjónin Kristín og Valde- mar voru með frumherjum skíðastarfsins í Kerlingarfjöll- um. Kristín annaðist birgða- flutninga þangað; hún ók um vegleysur og óbrúuð vatnsföll með þrjá unga syni sína við það verkefni. Við sendum fjölskyldu Kristínar innilegar samúðar- kveðjur. Ester Kaldalóns og Dóra Hafsteinsdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.