Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 46
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu fór upp um fimm sæti og í það
17. á nýjum styrkleikalista FIFA sem
gefinn var út í gær. Ísland hefur ekki
komist hærra síðan 2012, þegar það
var í 15. sæti, sem er besti árangur
liðsins. Heimsmeistarar Bandaríkj-
anna halda toppsætinu en Holland,
silfurlið HM, fór upp í þriðja sætið.
Holland og Ísland fóru bæði upp um
fimm sæti og engin önnur lið á meðal
50 efstu fóru upp um fleiri.
Stjarnan hefur náð sér í frekari
liðsauka fyrir kvennalið sitt í knatt-
spyrnu, en bandaríski framherjinn Ca-
mille Bassett fékk leikheimild með
liðinu í gær. Hún er 22 ára og á að
baki góðan feril í háskólafótboltanum
ásamt því að spila með So Cal Union í
bandarísku B-deildinni. Stjarnan, sem
hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð,
er einnig komin með enska framherj-
ann Shameeku Fishley sem lék með
ÍBV í fyrra.
Ítalskir fjölmiðlar
greindu frá því í gær
að meistaralið Juven-
tus væri búið að gef-
ast upp á að
reyna að fá
franska miðju-
manninn Paul
Pogba til sín á
ný frá Manchest-
er United. Ole
Gunnar Sol-
skjær vill halda
Pogba hjá United
en Real Madrid
er nú talið eina
félagið sem
gæti náð hon-
um í sínar raðir
í sumar.
Eitt
ogannað
FÓTBOLTI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Það liggur vel á Skagamanninum
Arnóri Sigurðssyni, leikmanni
CSKA Moskvu, þegar Morgun-
blaðið heyrir í honum hljóðið.
Keppni á nýju tímabili í rússnesku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu er haf-
in og CSKA flýgur í dag austur til
borgarinnar Samara, þar sem liðs-
ins bíður fyrsti deildarleikurinn á
morgun.
„Við erum búnir að spila fjóra
leiki á undirbúningstímabilinu, tapa
þremur en vinna einn. Það eru ekki
úrslitin sem skipta öllu máli en það
var gott að ná að enda þetta með
sigri áður en við förum inn í mótið,“
segir Arnór, sem gerði sér lítið fyrir
og skoraði þrennu í síðasta æfinga-
leiknum fyrir tímabilið á þriðjudag.
Hann segir það muna miklu að hafa
náð öllum undirbúningi liðsins í
sumar, en í fyrra var deildin hafin
þegar CSKA keypti hann frá Norr-
köping í Svíþjóð í lok ágúst.
„Þetta er allt annað. Það voru
fimm eða sex leikir búnir í deildinni
þegar ég kom inn í fyrra. Það skiptir
máli að ná öllu undirbúnings-
tímabilinu ofan á það að vera búinn
með eitt tímabil. Nú kem ég inn af
enn meiri krafti,“ segir Arnór, sem
hefur fengið þau skilaboð að hann
verði í stærra hlutverki hjá liðinu í
vetur eftir að hafa slegið í gegn á
sínu fyrsta tímabili í fyrra.
Hann var þá tilnefndur leikmaður
ársins og mörk gegn Roma og Real
Madrid í Meistaradeildinni fóru þar
ekki framhjá neinum. „Stærra hlut-
verk kemur með góðri frammistöðu
og það er bara spennandi tímabil
fram undan hérna í Moskvu.“
Aðdáendurnir eru rosalegir
Arnór er tvítugur og hefur fallið
vel inn í lið CSKA, sem hefur marga
unga leikmenn í burðarhlutverkum.
Hörður Björgvin Magnússon er 26
ára og meðal elstu manna, en liðið
hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í
fyrra, sem var aðeins undir vænt-
ingum. Liðið spilar í riðlakeppni
Evrópudeildarinnar í vetur.
„Við stefnum hærra í ár og stefnd-
um líka hærra í fyrra þó að liðið hafi
verið enn yngra þá. Við erum með
helling af flottum leikmönnum en
þurfum bara að finna stöðugleika og
ekki tapa stigum á móti liðum sem
við eigum að vinna. Það er stór plús
að vera í Evrópukeppni þó að við
hefðum allir frekar viljað vera í
Meistaradeildinni eftir að hafa próf-
að það. En Evrópudeildin er líka
risastór og við erum mjög spenntir
og ákveðnir að ná langt þar,“ segir
Arnór.
Hann segir að rússneska deildin
sé jafn sterk og hann bjóst við. Þar
séu leikirnir frekar lokaðir og mikið
um líkamlega baráttu. En helsti
munurinn frá Svíþjóð, þar sem hann
var áður, liggur í umgjörð og áhuga.
„Aðdáendurnir hérna eru rosa-
legir, og okkar eru alveg geggjaðir.
Við erum með risastóran völl og
fleiri lið eru með mjög flotta velli svo
það skapast alvöru stemning í stóru
leikjunum. Þá er allt frá 20 og upp í
60-70 þúsund manns á leikjum.“
Napoli og fleiri að fylgjast með
Eftir gott gengi á fyrsta tímabili
sínu var Arnór strax orðaður burt
frá CSKA. Fullyrt var jafnvel að
hann væri búinn að semja við ítalska
félagið Napoli. Hann segir það aldr-
ei hafa verið komið jafn langt og
rætt var í fjölmiðlum, en staðfestir
að félagið sé áhugasamt. Eins séu
fleiri lið að fylgjast með.
„Það hefur ekkert alvarlegt verið í
gangi og félagaskiptaglugginn er
þannig séð bara nýopnaður. En eins
og ég hef alltaf sagt um þetta hugsa
ég ekkert út í svona fyrr en þess
þarf. Það eru nokkur lið sem eru að
fylgjast með. En öll einbeiting mín
er á fyrsta leik. Á meðan ég er leik-
maður CSKA er ég bara að hugsa
um það,“ segir Arnór.
Rússneski veturinn engu líkur
Þrátt fyrir að hafa sannað sig
gegn sterkum liðum í Meistara-
deildinni síðasta vetur hefur Arnór
aðeins leikið fjóra A-landsleiki.
Hann spilaði í fyrsta sinn á Laugar-
dalsvelli í júní þegar hann kom inn á
sem varamaður, sem hann sagði
hafa verið skemmtilega stund. Hann
er þó lítið að kippa sér upp við það
þó að umræðan hafi verið á þá leið að
hann eigi að fá stærra hlutverk í
landsliðinu.
„Það er erfitt að segja þegar liðið
er að spila svona vel, sérstaklega
fyrst við náðum í sex stig úr tveimur
erfiðum leikjum júní. En það var
mjög góð tilfinning að spila í fyrsta
sinn á Laugardalsvelli,“ segir Arnór,
sem aðeins fékk vikufrí eftir lands-
leikina áður en hann þurfti að vera
mættur aftur til CSKA. Deildin tek-
ur hins vegar í staðinn langt vetr-
arfrí frá desember og fram í mars.
Það er að skilja á Arnóri að það sé
gott fyrirkomulag.
„Jú, annað er bara ekkert hægt
miðað við hvernig veðrið er. Frostið
fer alveg niður í -20 gráður, sem
maður hefur aldrei séð áður,“ segir
Arnór Sigurðsson.
„Nú kem ég
inn af enn
meiri krafti“
Vel fylgst með Arnóri Sigurðssyni
Finnur fyrir auknu trausti í Moskvu
AFP
CSKA Arnór Sigurðsson fagnar marki í Meistaradeildinni síðasta vetur.
Deildarkeppnin í Rússlandi hófst á
ný í gær, aðeins sjö vikum eftir að
hún kláraðist í vor. Fyrirkomulagið
er þannig að deildin fer í lengra
vetrarfrí en sumarfrí þar sem ekk-
ert er leikið frá miðjum desember
og alveg fram í mars þegar mestu
vetrarhörkurnar ríkja í Rússlandi.
Alls eru nú sex íslenskir knatt-
spyrnumenn á mála hjá rúss-
neskum félagsliðum og hvergi eru
þeir fleiri hjá úrvalsdeildarliðum í
atvinnumennsku utan Norður-
landa. Flestir eru þeir hjá Rostov
en þar hafa Björn Bergmann Sig-
urðarson og Ragnar Sigurðsson
verið í eitt og hálft ár og voru í
burðarhlutverkum í fyrra þegar
liðið hafnaði í níunda sæti. Viðar
Örn Kjartansson er einnig samn-
ingsbundinn Rostov og snýr aftur
úr láni frá Hammarby í Svíþjóð eft-
ir helgi. Í samtali við Morgunblaðið
á dögunum útilokaði hann ekki að
vera áfram hjá félaginu.
Hjá CSKA Moskvu leika þeir
Arnór Sigurðsson og Hörður Björg-
vin Magnússon sitt annað tímabil og
verða í stórum hlutverkum eins og í
fyrra, en liðið verður einnig í riðla-
keppni Evrópudeildarinnar næsta
vetur eftir að hafa hafnað í fjórða
sæti í deildinni. Þá er Jón Guðni
Fjóluson sömuleiðis að leika sitt
annað tímabil í Rússlandi með
Krasnodar. Hann spilaði þó lítið í
fyrra þegar Krasnodar hafnaði í
þriðja sæti á og komst í 16-liða úr-
slit í Evrópudeildinni. Liðið kemur
nú inn í 3. umferð forkeppni Meist-
aradeildarinnar og freistar þess að
komast í riðlakeppnina í vetur.
Bíða verður fram þangað til 21.
september eftir fyrsta Íslend-
ingaslagnum þegar CSKA tekur á
móti Krasnodar. Rostov kemur svo
í heimsókn til Moskvu 5. október.
yrkill@mbl.is
Sex í sjöttu sterk-
ustu deild Evrópu
Morgunblaðið/Eggert
Rostov Björn Bergmann Sigurð-
arson og Ragnar Sigurðsson.