Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Einu sinni var stelpa sem
var að gera flotta hluti í
ónefndu Reykjavíkurliði. Stelp-
an er fædd í kringum aldamótin
og er því ung að árum en hún
var að spila reglulega með lið-
inu sem nú er í toppbaráttu í 1.
deild kvenna, Inkasso-deildinni.
Í vetur ákvað hún hins vegar að
söðla um yfir Miklubrautina og
semja við lið í öðru bæjarfélagi
sem leikur í efstu deild.
Þessi efnilega stúlka á að
baki tíu leiki með U19 ára
landsliði Íslands og ellefu leiki
með U17. Alls á hún að baki 45
leiki með ónefnda Reykjavík-
urliðinu og var hún algjör lyk-
ilmaður í liðinu síðasta sumar
þar sem hún var meðal annars
valin í lið ársins af leikmönnum
og þjálfurum deildarinnar, þá
aðeins 18 ára gömul.
Hún hefur ekki ennþá byrjað
leik í deildinni fyrir sitt nýja fé-
lag. Hún hefur komið inn á sem
varamaður í nokkrum leikjum í
sumar þar sem hún hefur feng-
ið svokallaðar ruslmínútur.
Þegar hún hefur spilað hefur
hún lent í ákveðnum vandræð-
um og þegar maður horfir á
hana fær maður það á tilfinn-
inguna að hún sé ekki alveg
tilbúin í efstu deild, enda bara
19 ára gömul.
Nú sel ég það ekki dýrara en
ég keypti það að félagaskiptin
hennar yfir Miklubrautina hefðu
meðal annars verið vegna utan-
aðkomandi áhrifa frá foreldri.
Þetta er ekki fyrsta sagan sem
maður heyrir um unga íslenska
leikmenn sem söðla um og
halda að grasið sé grænna
hinumegin, undir áhrifum frá
veruleikafirrtum foreldrum.
Þegar ég heyri svona sögur
þá hristi ég hausinn. Hvort er
mikilvægara fyrir unga leik-
menn í dag að fá að spila eða
sitja á bekknum?
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
FRJÁLSAR
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Meistaramót Íslands í frjálsum
íþróttum fer fram í 93. sinn um
helgina, en í þetta sinn fer mótið fram
á Laugardalsvelli. Flest okkar besta
frjálsíþróttafólk er skráð til leiks,
með nokkrum undantekningum þó,
en fjölmargir keppendur hafa farið
mikinn það sem af er tímabili og
freista þess að gera enn betur um
helgina þar sem Íslandsmeistaratitl-
arnir eru í húfi.
Ekkert verður af því að sjá vinkon-
urnar Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur
og Tiönu Ósk Whitworth berjast sín á
milli á hlaupabrautinni. Guðbjörg,
sem á fjórða besta tímann í Evrópu í
200 metra hlaupi 20 ára og yngri,
keppir í greininni en hún bætti Ís-
landsmetið á dögunum, 23,45 sek-
úndur. Tiana einbeitir sér hins vegar
að 100 metra hlaupi, en þar á hún átt-
unda besta tímann í Evrópu í ár,
11,57 sekúndur.
Það verður ekki síður spennandi
hlaupakeppni í karlaflokki. Ari Bragi
Kárason og Kolbeinn Höður Gunn-
arsson eru þar skráðir til leiks í 100
og 200 metra hlaupum, en þeir hafa
háð harða baráttu síðustu árin en
voru ekki með í greinunum í fyrra. Þá
vann Jóhann Björn Sigurbjörnsson
báðar greinarnar og er einnig á meðal
keppenda í ár.
Aníta Hinriksdóttir er svo skráð til
leiks í 800 og 1.500 metra hlaupi.
Aníta freistar þess að komast undir
tvær mínúturnar í 800 metrunum í
fyrsta sinn, en Íslandsmet hennar er
2:00,05 frá því fyrir tveimur árum.
Uppgangur í kastgreinum
Það er töluverður uppgangur í
kastgreinum og sérstaklega í kvenna-
flokki að undanförnu. Thelma Lind
Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt
Íslandsmet Guðrúnar Ingólfsdóttur
skömmu eftir Meistaramótið í fyrra
og hún er skráð til leiks bæði í
kringlukasti og kúluvarpi. Hún fékk
þátttökurétt á Evrópumeistaramóti
23 ára og yngri í Svíþjóð um helgina
en hætti við þátttöku vegna meiðsla
svo það er ekki víst að hún geti beitt
sér af fullum krafti. Í kúluvarpinu
keppir einnig Erna Sóley Gunn-
arsdóttir en hún kastaði 16,13 metra í
apríl, sló tvö aldursflokkamet og á
þriðja besta árangurinn í Evrópu af
keppendum 20 ára og yngri á árinu.
Vigdís Jónsdóttir mun freista þess
að endurheimta Íslandsmet sitt í
sleggjukasti, en Elísabet Rut Rún-
arsdóttir sló metið í vor með kasti
upp á 62,16 metra. Elísabet er ekki
skráð á meðal keppenda um helgina
en Vigdís, sem áður var búin að fjór-
bæta Íslandsmetið, vann á mótsmeti í
fyrra með kasti upp á 58,59 metra.
Í karlaflokki keppir Hilmar Örn
Jónsson í sleggjukasti eins og síðustu
ár, en hann er í hörkuformi og bætti
Íslandsmetið í vor með kasti upp á
75,26 metra. Ólympíufarinn Guðni
Valur Guðnason keppir í kringlu-
kasti, sinni sterkustu grein, og í kúlu-
varpi. Þá mun Sindri Hrafn Guð-
mundsson keppa í spjótkasti, en hann
á þriðja lengsta kast íslenskra spjót-
kastara upp á 80,91 metra frá því í
fyrra. Hann keppti á sínu fyrsta stór-
móti fullorðinna síðasta sumar þegar
hann hafnaði í 20. sæti á EM í Berlín.
María mætir eftir bronsið
Sjöþrautarkonan María Rún
Gunnlaugsdóttir er skráð til leiks í
fimm greinum, en hún fékk brons-
verðlaun í sjöþraut í Evrópubik-
arkeppni um síðustu helgi. Þá keppir
langhlauparinn Arnar Pétursson í
þremur greinum. Birna Kristín
Kristjánsdóttir, sem á sjöunda
lengsta langstökkið 18 ára og yngri í
Evrópu upp á 6,12 metra, gæti svo
mætt Íslandsmethafanum Hafdísi
Sigurðardóttur í gryfjunni og yrði
gaman að fylgjast með þeirra keppni.
Þá eru fjölmargir aðrir keppendur
ótaldir sem munu gera atlögu að met-
um.
Það vantar nokkra sterka kepp-
endur á mótið um helgina. Spjótkast-
arinn Ásdís Hjálmsdóttir missir af
sínu fyrsta meistaramóti í níu ár. Hún
er skráð í félag í Svíþjóð og má því
ekki keppa um Íslandsmeistaratitil.
Þá eru þau Andrea Kolbeinsdóttir,
Dagbjartur Daði Jónsson og Irma
Gunnarsdóttir í eldlínunni á EM U23
í Svíþjóð, en Dagbjartur mun þar
meðal annars keppa í úrslitum spjót-
kasts í dag.
Markið er sett á met og
meistaratitla í Laugardal
Meistaramót Íslands trekkir að flest okkar besta frjálsíþróttafólk um helgina
Ljósmynd/Frjálsíþróttasamband Íslands
Á spretti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (22) og Tiana Ósk Whitworth (57) eru sigurstranglegar á hlaupabrautinni.
Spænska meistaraliðið Barcelona
staðfesti loks í gær það sem legið
hefur í loftinu varðandi komu
franska landsliðsmannsins Antoine
Griezmann til félagsins. Barcelona
sagðist hafa borgað Atlético Ma-
drid 120 milljónir evra, sem jafn-
gildir 17 milljörðum íslenskra
króna, og borgað þannig upp
samning hans. Við það eru for-
ráðamenn Atlético hins vegar ekki
sáttir.
Í samningi Griezmann sagði að
klásúla væri upp á 200 milljónir
evra til 1. júlí, en eftir það lækkaði
hún í 120 milljónir evra. For-
ráðamenn Atlético vilja hins vegar
meina að Griezmann hafi sam-
þykkt að ganga til liðs við Barcelona fyrir 1. júlí, og telja sig því eiga
rétt á 80 milljónum til viðbótar. Málið gæti verið útkljáð fyrir spænsk-
um dómstólum.
Griezmann er 28 ára gamall og hefur verið hjá Atlético Madrid í
fimm ár, eða síðan hann kom frá Real Sociedad árið 2014. Hann skor-
aði 133 mörk í 256 leikjum með Atlético og var markahæsti leikmaður
liðsins öll fimm árin. Þá á hann að baki 72 leiki með Frökkum og 29
mörk.
Hvað mun Griezmann kosta?
Barcelona Antoine Griezmann.
ERTU AÐ FARA Í HESTAFERÐ ?
Þú færð hestavörurnar hjá okkur !
Sendum um allt land
www.fodur.is
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn