Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Inkasso-deild kvenna
Þróttur R. – Fjölnir ................................. 5:1
Rakel Sunna Hjartardóttir 9., Linda Líf
Boama 31., 61., Lauren Wade 64., Margrét
Sveinsdóttir 79. – Eva María Jónsdóttir 78.
Haukar – Grindavík ................................ 4:0
Heiða Rakel Guðmundsdóttir 11., Dagrún
Birta Karlsdóttir 56., Hildur Karítas Gunn-
arsdóttir 89., 90.
Afturelding – ÍA ...................................... 1:0
Samira Suleman 39.
Tindastóll – ÍR ......................................... 6:1
Murielle Tiernan 18., 48., Vigdís Edda
Friðriksdóttir 33., 52., Jacqueline Altsc-
huld 75., María Dögg Jóhannesdóttir 90. –
Sigrún Erla Lárusdóttir 89.
Staðan:
FH 8 6 1 1 21:9 19
Þróttur R. 8 6 0 2 28:7 18
Tindastóll 8 5 0 3 25:18 15
Afturelding 8 4 1 3 10:9 13
ÍA 7 3 2 2 8:6 11
Grindavík 8 3 2 3 11:13 11
Haukar 8 3 0 5 12:9 9
Augnablik 7 3 0 4 6:7 9
Fjölnir 8 2 2 4 11:18 8
ÍR 8 0 0 8 3:39 0
2. deild karla
KFG – ÍR ................................................... 2:3
Kristófer Konráðsson 9. (víti), Pétur Árni
Hauksson 54. – Axel Kári Vignisson 6.,
Ágúst Freyr Hallsson 37., Gunnar Óli
Björgvinsson 77.
Staðan:
Leiknir F. 11 6 4 1 22:11 22
Selfoss 11 6 2 3 26:12 20
Vestri 10 6 0 4 13:15 18
Fjarðabyggð 11 5 2 4 18:14 17
Völsungur 10 5 2 3 13:13 17
Víðir 10 5 1 4 17:14 16
ÍR 11 4 3 4 16:15 15
Þróttur V. 10 3 4 3 12:14 13
Dalvík/Reynir 10 2 6 2 13:13 12
KFG 11 4 0 7 19:25 12
Kári 11 3 2 6 20:25 11
Tindastóll 10 0 2 8 8:26 2
Danmörk
Midtjylland – Esbjerg ............................. 1:0
Mikael Anderson kom inná hjá Midt-
jylland á 85. mínútu og skoraði sigurmarkið
í uppbótartíma leiksins.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Íslenska U21 árs landslið karla í
handknattleik heldur á morgun út til
keppni á heimsmeistaramótinu sem
haldið er á Spáni. Liðið stoppar stutt
í Hollandi áður en það heldur áfram
til Spánar, en liðið á að vera komið á
áfangastað um klukkan 22 á mánu-
dag. Aðeins 12 tímum síðar er svo
komið að fyrsta leik í riðlinum, gegn
Síle.
„Markmiðið er í það minnsta að ná
besta árangrinum í nokkur ár. Það
hefur ekkert U21 árs lið Íslands
komist í átta liða úrslit, svo það er
fyrsta markmið þó að stefnan sé allt-
af sett á að fara alla leið,“ segir Elliði
Snær Viðarsson, fyrirliði íslenska
liðsins, í samtali við Morgunblaðið á
æfingu landsliðsins þar sem það
undirbjó sig fyrir mótið.
Ísland er í ógnarsterkum riðli, en
auk Síle eru þar Argentína og Evr-
ópuliðin Danmörk, Noregur og
Þýskaland. Ísland leikur fimm leiki á
sjö dögum og verða einu frídagarnir
í riðlinum á fimmtudag og á sunnu-
dag eftir viku. Lokaleikurinn í riðl-
inum verður gegn Þýskalandi mánu-
daginn 20. júlí, en efstu fjögur liðin í
riðlinum komast áfram í 16 liða úr-
slit.
Fyrir tveimur árum komst Ísland
upp úr riðlinum en tapaði í 16 liða
úrslitum fyrir Túnis og hafnaði að
lokum í 12. sæti.
Eru í erfiðasta riðlinum
„Við erum líklega í erfiðasta riðl-
inum. Við höfum keppt við þessi lið
áður og bæði unnið og tapað fyrir
Þýskalandi til dæmis. Við þekkjum
því flest liðin vel, spiluðum við Arg-
entínu um daginn svo það er kannski
helst Síle sem við þekkjum minnst,“
segir Elliði, en telur jákvætt að
byrja á þeim andstæðingi sem
minnst er vitað um.
„Maður gerir ráð fyrir að þeir séu
ekki jafn sterkir og hin liðin, en samt
má ekki vanmeta þá neitt því þeir
munu koma inn af fullum krafti. Það
hefur verið uppgangur í Suður-
Ameríku og Argentínumenn komu
okkur virkilega á óvart þegar við
kepptum við þá um daginn,“ segir
Elliði, en íslenska liðið mætti Arg-
entínu á fjögurra þjóða móti í Portú-
gal í lok síðasta mánaðar og vann
þriggja marka sigur, 23:20.
Fjórir gáfu ekki kost á sér
Það verða skörð í íslenska liðinu á
mótinu, en A-landsliðsmennirnir
Haukur Þrastarson úr Íslandsmeist-
araliði Selfoss og Teitur Örn Einars-
son, leikmaður Kristianstad í Sví-
þjóð, gáfu ekki kost á sér. Það gerðu
ÍR-ingarnir Sveinn Andri Sveinsson
og Arnar Freyr Guðmundsson ekki
heldur.
Mbl.is leitaði viðbragða hjá þeim
Hauki og Teiti um hvers vegna þeir
hefðu ekki gefið kost á sér. Haukur
sagðist hafa þurft að taka ákvörðun
um að sitja hjá eftir að hafa verið
undir miklu álagi í vetur. Hann er
enn gjaldgengur í U19 ára liðið og
útilokaði ekki að taka slaginn með
því á HM í ágúst. Teitur sagði að
það hefði verið sameiginleg ákvörð-
un sín og forráðamanna Kristians-
tad að hann færi ekki. Hann hefði
meiðst undir lok síðasta tímabils og
liðið kæmi aftur saman til undir-
búnings fyrir það næsta nú á mánu-
dag.
Landsliðsþjálfarinn Einar Andri
Einarsson sagði það að sjálfsögðu
vonbrigði að missa tvo af sterkustu
leikmönnum sem gjaldgengir eru í
liðið, en að aðrir fengju þá bara gott
tækifæri til að sanna sig.
Fyrirliðinn Elliði Snær, sem spil-
aði alla deildarleiki ÍBV á síðasta
tímabili, er spenntur að fara fyrir ís-
lenska liðinu á mótinu. „Þetta er
mjög flottur hópur. Við erum flest-
allir búnir að vera mjög lengi saman
og við þekkjumst allir mjög vel. Það
er mjög jákvætt,“ segir Elliði Snær
Viðarsson við Morgunblaðið.
Stefnan er
alltaf sett á að
fara alla leið
21-árs landsliðið í handbolta mætir
Síle í fyrsta leik á HM á þriðjudag
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson er bjartsýnn á gott gengi íslenska liðsins á
heimsmeistaramótinu þó sterkir leikmenn verði ekki með.
Knattspyrnumaðurinn Mikael And-
ersen skoraði sitt fyrsta mark fyrir
danska úrvalsdeildarfélagið Midt-
jylland í gær þegar hann tryggði
liðinu 1:0-sigur gegn Esbjerg í
fyrsta leik tímabilsins í deildinni
þar í landi. Mikael byrjaði á bekkn-
um í leiknum en kom inn á sem
varamaður á 85. mínútu og skoraði
sigurmark leiksins á 90. mínútu.
Þessi 21 árs gamli miðjumaður á
að baki einn A-landsleik og 10 leiki
fyrir U21 árs landslið Íslands en
hann er uppalinn hjá Midtjylland í
Danmörku.
Fyrsta markið var
sigurmark
Morgunblaðið/Eggert
Sigurmark Mikael Anderson
tryggði Midtjylland sigur.
Eva Björk Davíðsdóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, gekk í gær til
liðs við Skuru, eitt besta kvennalið
Svíþjóðar, sem varð deildarmeist-
ari og endaði í öðru sæti í úrslita-
keppninni um meistaratitilinn þar í
landi í vor. Hún kemur þangað eftir
að hafa leikið með Ajax í dönsku úr-
valsdeildinni undanfarin tvö tíma-
bil og áður eitt ár með Sola í Nor-
egi.
Ítarlegt viðtal við Evu um
skiptin og atvinnumennskuna er að
finna á mbl.is/sport/handbolti.
bjarnih@mbl.is
Eva komin í eitt
besta lið Svía
Morgunblaðið/Eggert
Svíþjóð Eva Björk Davíðsdóttir fer
frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms.
EM U18 kvenna
B-deild í Norður-Makedóníu:
Keppni um sæti 9-16:
Slóvenía – Ísland .................................. 72:45
Ísland mætir Úkraínu í dag í keppni um
sæti 13 til 16.
EM U20 karla
B-deild í Portúgal:
Hvíta-Rússland – Ísland...................... 79:74
Ísland mætir Írlandi í dag, Rússlandi á
morgun og Ungverjalandi á miðvikudag.
Jón Daði Böðv-
arsson, landsliðs-
maður í knatt-
spyrnu, er
kominn til liðs
við þriðja félag
sitt í ensku B-
deildinni á
þremur árum,
en hann gekk í
gær til liðs við
Lundúnafélagið
Millwall. Samningur hans er til
„langs tíma“ eins og það er orðað
á vef Millwall.
Jón Daði lék með Wolves tíma-
bilið 2016-17, var keyptur þangað
frá Kaiserslautern í Þýskalandi,
en hefur síðan leikið með Reading
undanfarin tvö tímabil. Á þessum
þremur tímabilum hefur hann
leikið 95 leiki í deildinni og skorað
í þeim 17 mörk.
Millwall hafnaði í 21. sæti af 24
liðum síðasta vetur, fjórum stigum
fyrir ofan fallsæti og þremur stig-
um á eftir Reading, sem endaði í
20. sætinu. Millwall er frá
Bermondsey-hverfinu í Suður-
London og hefur lengst af flakkað
á milli B- og C-deilda, kom síðast
upp 2018, en lék þó í efstu deild
árin 1988 til 1990.
Jón Daði er fyrsti Íslending-
urinn sem spilar með Millwall.
Hann fór beint til Portúgals með
liðinu í æfingaferð síðdegis í gær,
en fyrsti leikur tímabilsins 2019-20
er á heimavelli gegn Preston
laugardaginn 3. ágúst. vs@mbl.is
Jón fyrstur Íslend-
inga með Millwall
Jón Daði
Böðvarsson
ÞJÓNUSTA FYRIR
ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ