Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
ar að sér fjölda gesta á hverju ein-
asta sumri ásamt því að vekja
athygli á staðnum, menningunni og
svæðinu í heild,“ segir Bryndís og
bendir á að sýningin auðgi menn-
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Alþjóðlega myndlistarsýningin
Rúllandi snjóbolti/12 verður opnuð
í Bræðslunni á Djúpavogi í dag kl.
15. Alls taka 24 listamenn frá
Íslandi, Evrópu, og Asíu þátt í sýn-
ingunni sem er skipulögð af Chi-
nese European Art Center (CEAC)
eða Kínversk-evrópsku menningar-
miðstöðinni. Sýnendur þetta sum-
arið eru Axis Art project; Eva
Ísleifs; Eygló Harðardóttir; Guð-
rún Benónýsdóttir; Halldór
Ásgeirsson; Hildigunnur Birgis-
dóttir; Jin Jing; Jos Houweling;
Kjartan Ari Pétursson; Kristján
Guðmundsson; Lilja Birgisdóttir;
Liu Yuanyuan; Luuk Schröder;
Marianne Lammersen; Marjan
Teeuwen; Meiya Lin; Nanda
Runge; Nick Renshaw; Örn Alex-
ander Ámundason; Rakel McMa-
hon; Styrmir Örn Guðmundsson;
Twan Janssen; Una Margrét Árna-
dóttir og Yan Jian.
Auðgar menningarlífið
„Sýningin sem er ein stærsta
samtímalistasýning á Íslandi er
samvinnuverkefni Djúpavogs-
hrepps og CEAC. Þessi kínversk-
evrópska menningarmiðstöð er
löngu orðin þekkt í kínverska og
evrópska listaheiminum og hefur
staðið fyrir mörgum, stórum sýn-
ingum í Kína og á Íslandi,“ segir
Bryndís Reynisdóttir, atvinnu- og
menningarmálafulltrúi Djúpavogs-
hrepps. Bendir hún á að Rúllandi
snjóbolti hafi hlotið Menningar-
verðlaun Samband sveitarfélaga á
Austurlandi (SSA) árið 2015 og til-
nefningu til Eyrarrósarinnar árin
2016, 2017 og 2018.
„Sýningin hefur verið haldin ár-
lega á Djúpavogi frá 2014 og við
erum eini staðurinn á Íslandi þar
sem sýningin er sett upp. Við vilj-
um meina að þetta sé eina sýning
sinnar tegundar sem sett er upp á
landinu,“ segir Bryndís og tekur
fram að sýningin hafi mikla þýð-
ingu fyrir Djúpavog. „Sýningin lað-
ingarlífið á staðnum til muna.
CEAC er sjálfseignarstofnun
sem var stofnuð árið 1999 af Ineke
Guðmundsson í Xiamen í Kína með
fjárhagslegum stuðningi eigin-
manns hennar, Sigurðar Guð-
mundssonar listamanns. Þegar
blaðamaður náði tali af Sigurði
voru þau hjónin önnum kafin við að
setja upp sýninguna. „Þetta er allt
að smella. Verkin eru öll komin til
landsins og síðustu listamennirnir
eru á leiðinni til landsins. Í gær
sótti ég út á Egilsstaðaflugvöll
tvær öflugar og flottar listakonur
frá Kína sem lögðu á sig 24
klukkustunda ferðalag frá Kína til
Íslands til að vera með.“
Eins og áhugavert landslag
Spurður hvað stýri valinu á lista-
fólki í ár segir Sigurður að þau
hjónin hafi alltaf lagt áherslu á að
hafa öfluga listamenn. „Stór nöfn í
bland við ungt fólk. Í raun er engin
strategía í valinu heldur rennur
þetta allt svona náttúrulega,“ segir
Sigurður og bendir á að það hafi
hins vegar aldrei hallað á konur í
því vali. Inntur eftir því hvort sjá
megi eitthvert leiðarstef í verkum
sýningarinnar í ár svarar Sigurður
því neitandi. „CEAC hefur alltaf
forðast það að hafa þema, nema
með einni undantekningu í Kína
fyrir um tuttugu árum í sýningunni
She eða Hún þar sem aðeins voru
sýnd verk listakvenna,“ segir Sig-
urður og bendir á að CEAC setji
upp um tíu sýningar í Xiamen á ári
ásamt því að setja upp sýningar
víðs vegar um Evrópu.
„Okkar leiðarljós er að allir lista-
menn eru einstakir, en ekki þekkj-
anlegir vegna tegundarinnar sem
þeir eru kenndir við. Þetta er eins
og að koma inn í grasagarð þar
sem sjá má samansafn af ein-
stökum grösum. Þessi samsetning
býður upp á kemistríu sem ekki er
hægt að líma á neitt sérstakt
þema. Þetta verður fremur eins og
áhugavert landslag, í stað einhvers
konar yfirlýsingar innan nútíma-
listarinnar,“ segir Sigurður um
listafólkið sem sýnir á Rúllandi
snjóbolta þetta sumarið.
„Meðal þeirra sem sýna hjá okk-
ur eru Eygló Harðardóttir, sem er
handhafi Íslensku myndlistarverð-
launanna í ár. Það er skemmtilegt
tilviljun, því við völdum hana áður
en hún hlaut verðlaunin. Hún er
því aðalmanneskjan frá Íslandi í ár.
Svona eru tilviljanir skemmti-
legar.“
Aðspurður segir Sigurður að-
sóknina á sýninguna vera góða.
„Síðustu ár hefur verið stöðugur
straumur af fólki þessar fimm vik-
ur sem sýningin stendur, bæði
íslenskir ferðamenn og erlendir.
Útlendingarnar eru alltaf jafnhissa
að sjá í fiskiþorpi svona harðkjarna
nútímalist, enda er það óvenjulegt
og skemmtilegt,“ segir Sigurður og
tekur fram að nokkuð sé einnig um
það að erlendir listunnendur leggi
leið sína sérstaklega til landsins til
að sjá og upplifa Rúllandi snjó-
bolta.
Þess má að lokum geta að sýn-
ingin stendur til 18. ágúst og er op-
in alla daga vikunnar milli kl. 11 og
16. Að vanda er aðgangur ókeypis.
„Allir listamenn eru einstakir“
Gólfskúlptúr Eygló Harðardóttir, handhafi Íslensku myndlistarverð-
launanna í ár, sýnir gólfskúlptúr frá árinu 2018 á Rúllandi snjóbolta/12.
Ljósmyndir/Bryndís Reynisdóttir
Göng Ónefnd verk eftir hollensku listakonuna Marianne Lammersen.
Alþjóðlega myndlistarsýningin Rúllandi snjóbolti sett upp á Djúpavogi í sjötta sinn 24 listamenn
frá Íslandi, Evrópu og Kína taka þátt Eins og grasagarður með samansafni af einstökum grösum
Litir Transaction of a point eftir
Guðrúnu Benónýsdóttur.
Sýningin Jahérna! verður opnuð í
Safnasafninu í Eyjafirði í dag,
laugardag, klukkan 14. Um er að
ræða norræna sýningu sem á
tveimur árum er sett upp í söfn-
um og sýningasetrum í Finlandi,
Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og
Noregi.
Á sýningunni má sjá verk þar
sem unnið er með hefðbundnar
handverksaðferðir, til dæmis
prjón, hekl og útsaum af ýmsu
tagi, en einnig verk unnin úr
plastpokum, leir og tré. Verkin
voru valin á sýninguna af finnsku
sýningarstýrunum Elina Vuori-
mies og Minna Haveri. Hver sýn-
ingarstaður krefst nýrrar nálg-
unar við uppsetningu verkanna,
en markmiðið með framkvæmd-
inni er að sýna þá fjölbreytni og
leikgleði sem fólgin er í verkum
einfara og hvernig þau nota tækni
og efni á nýstárlegan hátt.
Listafólkið sem á verk á sýning-
unni hefur ólíkan bakgrunn, sum
eru fötluð en önnur ekki. Það sem
sameinar þau er að þau vinna
með hefðbundið handverk út frá
hugkvæmni og hugmyndaflugi
sínu.
Margar nýjar sýningar eru í
Safnasafninu með verkum starf-
andi íslenskra listamanna, auk
verka eftir lista- og handverks-
menn sem fallnir eru frá. Meðal
sýnenda eru Eygló Harðardóttir,
Atli Már Indriðason, Rúna Þor-
kelsdóttir, Steingrímur Eyfjörð og
Auður Lóa Guðnadóttir. Þá eru
sýnd verk eftir Kíkó Korríró og
Valdimar Bjarnfreðsson – Vapen.
Leikgleði Sum verkanna á sýning-
unni eru eftir fatlaða listamenn.
Norræn sýning, Ja-
hérna!, í Safnasafninu
Sýna fjölbreytni í verkum einfara