Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 51

Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir allt að 2.000.000 kr. Aðrir styrkir allt að 1.000.000 kr. M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leiðbeiningar má finna á vefsíðu myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í septembermánuði. Um er að ræða síðari úthlutun úr sjóðnum árið 2019. Umsóknarfrestur er til miðnættis 20.ágúst 2019 Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð » Helga Steffensenhefur í tæp fjörutíu ár stýrt Brúðubílnum við miklar vinældir yngstu áhorfenda. Sýn- ingarnar fara fram víðs vegar um borgina í júní og júlí, en allar nánari upplýsingar um sýningarstaði og -tíma má nálgast á vefnum brudubillinn.is. Aðgang- ur er ávallt ókeypis. Brúðubíllinn á ferð og flugi um höfuðborgina út júlímánuð Morgunblaðið/Hari Vinsæl Brúðubíllinn sýndi á Árbæjarsafni í vikunni. Næsta sýning er við Sundlaug Vesturbæjar á mánudag kl. 14. Gleði Eftirvænting og gleði skein úr augum áhorfenda á öllum aldri á sýningu Brúðubílsins fyrr í vikunni. Samfylgd Lilli er ein þekktasta brúðan úr smiðju Helgu Steffensen. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Aðdáendur myndasagna geta glaðst því nú hafa í fyrsta sinn komið út Marvel-myndasögubækur á íslensku. Fyrir útgáfunni stendur Bjarni Gautur Eydal Tómasson en hann hefur stofnað útgáfufyrirtækið DP-in og samið við Marvel um íslensku þýðinguna. „Ég hafði bara samband við þá og þeir voru rosa til í þetta,“ segir Bjarni. Fyrstu tvær bækurnar sem hann gefur út eru um Hulk og X-Men. Aðalþýðandi bókanna er Hrafn Jóhann ásamt Ír- isi Árnadóttur og grafísk hönnun er í höndum Gísla Dan. „Ég ólst upp í Svíþjóð og las rosa- lega mikið af myndasögum þar. Sví- ar gáfu eiginlega bara allt út á sænsku, þar á meðal Marvel- bækurnar. Mér fannst það vanta þegar ég kom til Íslands. Hér er ekki nógu mikið úrval af þýddum myndasögum.“ Auðvitað fyrir alla aldurshópa Bjarni segir að þörfin fyrir slíkar bækur sé mikil meðal íslenskra barna og ungmenna. „Ég á lítinn frænda sem var alltaf að kaupa sér myndasögur á ensku en skoðaði bara myndirnar og fannst mjög leið- inlegt að geta ekki lesið. Svo var ég að vinna á frístundaheimili og þá tók ég eftir því að krakkarnir vildu vera að æfa sig að lesa og fannst það mjög gaman.“ Hann segir krakkana frekar hafa gripið til Andrésar And- ar en bóka með meiri texta. „Ég hugsaði að það væri gaman að hafa eitthvert millistig eins og Marvel- bækurnar fyrir þessa krakka. Það var svona aðalhugmyndin en sög- urnar eru auðvitað fyrir alla aldurs- hópa,“ segir Bjarni. „Marvel hefur alltaf verið rosa vinsælt. Þeir hafa alltaf verið með bestu sögurnar og núna eftir að myndirnar komu út held ég að það sé rosa mikill vilji hjá fólki á öllum aldri að sjá svona hvernig þetta byrjaði allt og lesa sögurnar í réttri röð.“ Bjarni nefnir að ensku útgáfur Marvel-bókanna séu ekki merktar eftir tímaröð og það geti valdið rugl- ingi. „Mér fannst spennandi að gefa sögurnar út í réttri tímaröð og hafa röðina mjög skýra.“ Vinna að fleiri þýðingum Bjarni segir aðdáendur Marvel- kvikmyndanna geta öðlast innsýn í forsögu persónanna með því að lesa bækurnar. „Það er gaman að núna er sýningum á Avengers: Endgame, sem er svona lokasagan, að ljúka í bíó. Þá er skemmtilegt að lesa fyrstu ævintýri Hulks og sjá hvern- ig þetta byrjaði allt saman.“ Bjarni segir að stefnan sé að gefa út að minnsta kosti tvær bækur í viðbót í ár. „Við erum að þýða Spider-Man og Þór núna, við erum að vinna að bók tvö um X-Men og við erum að reyna að púsla saman hvernig næsta bók um Hulk myndi vera. Eins lengi og fólk hefur áhuga á þessu munum við halda áfram að gefa út.“ Haldið verður útgáfuhóf í Spila- vinum í dag kl. 12 og segir Bjarni alla vera velkomna þangað. Þar verður hægt að næla sér í eintak af Hulk og X-Men. „Við ætlum að hafa teiknimyndasamkeppni, svo krakk- ar geta komið og t.d. teiknað sína eigin ofurhetju eða eitthvað Marvel- tengt,“ segir Bjarni. Nýju bæk- urnar tvær verða í verðlaun fyrir þann sem teiknar flottustu mynd- ina. Halda áfram á meðan áhugi er Myndasögur Nú geta aðdáendur lesið Marvel-sögurnar í íslenskri þýðingu. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Útgáfa Haukur Jóhann þýðandi, Bjarni Gautur útgefandi og ritstjóri og Gísli Dan, grafískur hönnuður, með afrakstur samvinnu sinnar.  Myndasögubækur Marvel gefnar út í fyrsta sinn á íslensku  Ritstjóri segir ekki vera nóg úrval af þýddum myndasögum hér á landi  Útgáfuhóf og teiknimyndasamkeppni í Spilavinum í dag kl. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.