Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 1

Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  172. tölublað  107. árgangur  FYRST KVENNA TIL AÐ SYNDA Í LAND FRÁ EYJUM FERNIR TÓNLEIKAR ÞEFA YNGRA FÓLK UPPI Í KANNANIR REYKHOLTSHÁTÍÐ 28 VIÐSKIPTAMOGGINNEYJASUNDIÐ 11 Þóroddur Bjarnason Stefán E. Stefánsson Enn hefur greiðsla fyrir flugrekstr- areignir úr þrotabúi WOW air ekki borist. Þetta herma heimildir Við- skiptaMoggans. Hinn 12. júlí síðast- liðinn var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins að viðskiptin væru frágengin en enn á eftir að hnýta lausa enda. Mikla athygli vakti þegar upplýst var að þrotabúið hefði náð skuldbindandi samkomulagi við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin um kaupin á eignunum og að hún hygðist endurreisa WOW air sem varð gjaldþrota 28. mars síðast- liðinn. Í ítarlegu einkaviðtali í Við- skiptaMogganum í dag ræðir hún um fyrirætlanir sínar um endurreisn fé- lagsins og segir að ásamt fjárfestum sé hún búin að tryggja allt að 100 milljónir dollara til rekstursins. „Fyrstu sex mánuðina gerum við ráð fyrir 25 milljóna dala framlagi til félagsins, eða rúmum þremur millj- örðum króna. Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé.“ Þrátt fyrir talsverð umsvif í bandarísku athafnalífi og ótrúleg tengsl inn í stjórnmálalíf í Sómalíu hefur Ballarin afar sjaldan veitt við- töl af þessu tagi. En að þessu sinni ræðir hún þau tækifæri sem hún sér í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig endurreist flugfélag geti styrkt ís- lenskt samfélag til frambúðar. Á síðustu mánuðum hefur hún átt samtöl við áhrifafólk í íslensku sam- félagi og sest niður með lykilfólki sem kom að rekstri WOW air. Meðal annars hefur hún átt samtöl við Skúla Mogensen, stofnanda og for- stjóra hins fallna félags. Spurð út í þær skorður sem settar eru við eign- arhaldi fjárfesta utan Evrópska efnahagssvæðisins á flugfélögum segir hún að félagið utan um „WOW 2“ verði að meirihluta í eigu íslensks fyrirtækis en 49% hlutur í banda- rískri eigu. „Við munum uppfylla öll skilyrði þannig að WOW verði að meirihluta í íslenskri eigu,“ segir Ballarin. Kaupin enn ófrágengin  Michele Ballarin hyggst enn kaupa eignir úr þrotabúi WOW air  Greiðsla fyrir eignirnar hefur dregist  Framtíðaráform um endurreisn útlistuð í ítarlegu viðtali Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þruma úr heiðskíru lofti Það var á síðasta ári sem Michele Ballarin fékk augastað á WOW air. Hún átti pantað flug með vél félagsins sem kyrrsett var í Baltimore 27. mars. Hún hefur átt samtöl og fundi með fjölda fólks hér á landi sem tengist með einu eða öðru móti flugrekstri og flugtengdri starfsemi. M »ViðskiptaMogginn Ursula von der Leyen, verðandi for- seti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, óskaði í gær Boris Johnson til hamingju með sigur hans í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi en varaði við því að nýi leiðtoginn og forystumenn ESB ættu „erfiðan tíma fyrir höndum“ vegna deilna um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Boris Johnson til hamingju með sigurinn, fyrstur erlendra leiðtoga, og sagði að hann yrði „frábær“ forsætisráð- herra. Mikil óvissa ríkir um hvort John- son geti staðið við loforð sitt um að tryggja að Bretland gangi úr ESB 31. október vegna óeiningar meðal þingmanna Íhaldsflokksins um hvort landið eigi að ganga úr sam- bandinu án samnings náist ekki samkomulag um skilmála útgöng- unnar. »12-14 og ViðskiptaMogginn Spáir „erfiðum tíma“ AFP Nýr leiðtogi Boris Johnson við höfuðstöðvar Íhaldsflokksins í Lundúnum.  ESB býr sig undir deilur við Johnson Miklatorg, sem á og rekur IKEA á Íslandi, hagnaðist um 528 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn dróst verulega saman frá fyrra ári þegar hann nam 982 milljón- um króna. Stjórn félagsins lagði fyrir aðalfund tillögu um greiðslu 500 milljóna króna arðs út úr félaginu. Er það annað árið í röð sem tillaga um slíka arðgreiðslu er borin upp og samþykkt. Árið 2016 nam arðgreiðsla út úr félaginu 900 milljónum króna. Síðasta áratuginn nema arð- greiðslur Miklatorgs til eigenda sinna tæpum 3,5 milljörðum króna. Bræð- urnir Jón og Sigurður Gísli Pálma- synir eiga IKEA á Íslandi. Á undan- förnum árum hafa þeir einnig byggt upp mikil umsvif í tengslum við sömu starfsemi í Eystrasaltsríkjunum. IKEA á Íslandi var opnað árið 1981 og var þá deild í Hagkaupum. Frá árinu 2006 hefur félagið verið með starfsemi í ríflega 20 þúsund fermetra verslun í Kauptúni í Garðabæ. »ViðskiptaMogginn Hálfur milljarð- ur í arð  IKEA hagnast um 3,4 milljarða á áratug IKEA Mikill hagn- aður af rekstri.  „Það er al- menn regla hjá Þjóðminjasafn- inu að ásælast aldrei gripi, hvorki kirkju- gripi né aðra muni. Söfn met- ast heldur ekki um gripi. Það er löngu liðin tíð,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Hún sagði að ummæli Óskars Magn- ússonar í blaðinu í gær um að safna- menn og söfn hefðu ásælst kirkju- gripi og viljað hafa þá í sinni vörslu tilheyrðu löngu liðnum tíma. »4 Margrét Hallgrímsdóttir Þjóðminjasafnið ásælist ekki gripi  Hlutfall innflytjenda og annarrar kynslóðar innflytjenda af íbúafjöld- anum á Norðurlöndum hefur breyst mikið á þessari öld. Í Svíþjóð bjuggu í fyrra tvöfalt fleiri innflytj- endur en árið 2000. Árið 2000 voru þeir um milljón en um tvær millj- ónir í fyrra. Við það bætast innflytj- endur af annarri kynslóð. Innflytj- endum hefur einnig fjölgað mikið hér á landi. Samkvæmt gögnum frá hagstofum ríkjanna bjuggu um 3,7 milljónir innflytjenda á Norður- löndunum árið 2018. »10 Innflytjendum fjölg- ar á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.