Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
Öryggissvæði fyrir hættulegan
farm, svokallaðan „hot cargo“, á
Keflavíkurflugvelli verður stækkað
í framkvæmdum sem fyrirhugaðar
eru á flugvellinum á vegum Banda-
ríkjahers og Atlantshafsbandalags-
ins. Þetta kom fram á mbl.is í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá ut-
anríkisráðuneytinu er svæðið eink-
um ætlað herflugvélum, til dæmis
ef flytja þarf vopn, en gæti þó nýst
fyrir borgaraleg loftför þurfi af
einhverjum ástæðum að einangra
þau, svo sem ef upp kemur bráð-
smitandi veirusýking um borð eða
annars konar hættuástand. Kefla-
víkurflugvöllur er óvenjulegur að
því leytinu til að þar fer bæði fram
borgaralegt flug og flug vopnaðra
herflugvéla, og því nauðsynlegt að
halda slíku aðgreindu. Stækkun
svæðisins er í takt við aukin um-
svif Bandaríkjahers á svæðinu
undanfarin ár, einkum þegar kem-
ur að kafbátaeftirliti, að því er
fram kemur í svari utanríkisráðu-
neytisins við fyrirspurn mbl.is.
Svæðið sem áður hefur nýst
undir þessa starfsemi er flugskýli
831, austanmegin á vellinum, en
það er æ meira undirlagt almennu
millilandaflugi og er það hluti
ástæðunnar fyrir stækkun svæð-
isins.
Ekki er þó útlit fyrir neina sér-
staka breytingu á vopnaflutningum
um flugvöllinn eftir stækkun, og í
samtali við mbl.is útilokar upplýs-
ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins
að til greina komi að flytja kjarn-
orkuvopn um íslenska lofthelgi.
Samrýmist það enda ekki íslenskri
þjóðaröryggisstefnu.
Öryggissvæðið stækkað
Svæði fyrir hættulegan farm á Keflavíkurflugvelli aukið
í tengslum við framkvæmdir Bandaríkjahers og NATO
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varnarmál Frá heræfingu Banda-
ríkjamanna á Keflavíkurflugvelli.
Tæplega helmingur rekstraraðila í
miðborg Reykjavíkur er mjög and-
vígur göngugötum allt árið og 62%
eru þeim ýmist
mjög eða frekar
andvíg, sam-
kvæmt könnun
sem Zenter
framkvæmdi fyr-
ir Miðborgina
okkar í maí-
mánuði. 29,9%
rekstraraðila eru
mjög eða frekar
hlynnt göngugöt-
um í miðborg
Reykjavíkur allt árið, en alls bárust
svör frá 191 rekstraraðila. Frá
þessu var skýrt á mbl.is í gær.
Zenter framkvæmdi sambærilega
könnun meðal viðhorfshóps síns,
1.800 einstaklinga 18 ára og eldri
búsettra á höfuðborgarsvæðinu.
Tæplega helmingur svarenda, sem
voru 923, var mjög eða frekar
hlynntur göngugötum í miðborg
Reykjavíkur allt árið, en 32,7%
voru því mjög eða frekar andvíg.
Íbúar í póstnúmeri 101 voru líkleg-
astir til að vera hlynntir göngugöt-
um allt árið, sem og þeir sem nýttu
sér þjónustu í miðborginni vikulega
eða oftar. Þeir sem aldrei kváðust
nýta sér þjónustu í miðborginni
voru andvígastir göngugötum allt
árið.
Mikil and-
staða við
göngugötur
Rekstraraðilar vilja
ekki loka allt árið
Laugavegur Deilt
er um lokunina.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Bæði bæjarráð Kópavogsbæjar og
bæjarráð Garðabæjar hafa hafnað
beiðni Golfklúbbs Kópavogs og
Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbs-
ins Odds (GO) um fjárstuðning
vegna Íslandsmóts golfklúbba í 1.
deild sem haldið verður á völlum
beggja klúbba um næstu helgi. Var
það von klúbbanna að hvort sveitar-
félag styrkti framkvæmd mótsins
um 500.000 krónur að því er kemur
fram í beiðninni. Var það meðal
annars vegna þess að keppt verður
á báðum völlum samtímis og þannig
tryggt að mótsumgjörð sé hin sama
hjá körlum og konum.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Þorvaldur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri GO, að ekki hafi bor-
ist rökstuðningur með höfnuninni,
en reyndar hafi styrkbeiðnirnar
verið sendar út tiltölulega seint.
Ekki stutt nógu vel við golfið
„En við erum samt ekkert sér-
staklega kát með þetta. Við hefðum
viljað fá einhvern smá styrk í
þetta,“ segir Þorvaldur. „Við erum
að reyna að gera meira úr þessu
móti en hefur verið gert hingað til.
Þetta er liðakeppni, Íslandsmót
golfklúbba, en ekki höggleikur ein-
staklinga. Við erum að halda þetta
sameiginlega, þ.e. 1. deild karla og
kvenna á sama tíma, svo þetta verð-
ur svolítið meira um sig. Ástæðan
fyrir styrkbeiðninni er líka að við
vildum hafa aðeins hátíðlegri um-
gjörð í kringum þetta, eins og loka-
hóf. Við erum að reyna að setja
þetta mót á þann stall sem það á
skilið.“ Aðspurður segir Þorvaldur
að ekki sé þó útlit fyrir að hætta
þurfi við einhver áform sökum þess
að styrkurinn fékkst ekki.
„Það er hins vegar ekkert laun-
ungarmál að almennt finnst okkur
sveitarfélög ekki styðja nægilega
vel við bakið á golfíþróttinni,“ bætir
Þorvaldur við og segir: „Ég held að
sveitarfélög átti sig ekki almenni-
lega á mikilvægi golfklúbba í sínum
sveitarfélögum. Ekki bara á höfuð-
borgarsvæðinu heldur sérstaklega
úti á landi. Menn horfa oft ekki á
þetta sem lýðheilsuíþrótt, eins og
þetta er. Meðalaldur kylfinga er um
fimmtugt, og fólk sem spilar golf er
almennt í betra formi en annað fólk
því það fær sína hreyfingu.“
Samningar þegar í gildi
Í samtali við Morgunblaðið segir
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, spurður um ástæðu
þess að styrkbeiðninni var hafnað,
að á milli Garðabæjar og golfklúbb-
anna séu þegar samningar um
rekstur og framkvæmdir. „Við lítum
bara svo á að það sé ákvörðun
klúbbanna að halda svona mót og að
þá haldi þeir það bara innan þess
fjárhagsramma sem þeir hafa.“
Styrkbeiðnum golfklúbba hafnað
„Ekkert sérstaklega sátt,“ segir framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds Mót karla og kvenna verð-
ur haldið samtímis á tveimur völlum um næstu helgi Hátíðlegri umgjörð en hefur verið er á áætlun
Morgunblaðið/Kristinn
Högg Íslandsmót golfklúbba fer
fram á tveimur völlum um helgina.
Stóran hluta mánaðarins hefur orðið vart við
svífandi fræ á höfuðborgarsvæðinu, en öspin
felldi fræ óvenju snemma þetta árið að því er
fram kom í viðtali blaðsins við Jóhann Pálsson,
grasafræðing 8. júlí sl.
Ljósmyndari var á ferðinni í Laugardal í gær
þar sem fræin mátti sjá á gangstéttum og gras-
flötum, en Laugardalurinn er meðal grænustu
svæða borgarinnar og fjölbreytta flóru er þar að
finna, meðal annars í Grasagarðinum. Þar kunna
margir vel við sig í grænni náttúru og góðu
veðri, en í dag er von á hægt vaxandi norð-
austlægri átt, 8.15 m/s upp úr miðnætti og
hvassast verður á annesjum. Skýjað verður með
köflum og skúrir sunnanlands fram á kvöld.
Víða verður rigning, en úrkomulítið norðvestan-
lands og birtir til á Suðurlandi. Hiti verður 10-18
stig, hlýjast fyrir sunnan.
Fræin lenda og lita stéttir og flatir hvítar
Morgunblaðið/Ómar