Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Nýjasta dæmið um afleiðingar afstefnu Reykjavíkurborgar er
að borgin er eina sveitarfélagið á
höfuðborgarsvæðinu þar sem Ís-
lendingum fækkar. Í Reykjavík
fækkaði Íslendingum um eitt þús-
und á árunum 2016 til 2019, en
vegna aðflutnings útlendinga var
nokkur fjölgun í borginni.
Þessu er ólíkt farið annars staðará landinu en á landinu í heild
fjölgaði Íslendingum um vel á sjö-
unda þúsund á þessum árum.
Og eins og áður segir er þessueinnig ólíkt farið í nágranna-
sveitarfélögum Reykjavíkur þar
sem Íslendingum heldur áfram að
fjölga.
Hvernig ætli standi á því að þeirsem best þekkja til eru farnir
að flýja borgina?
Getur verið að það hafi eitthvaðmeð stefnu borgaryfirvalda að
gera?
Getur verið að þetta sé sláandidæmi um þá röngu stefnu sem
borgaryfirvöld hafa fylgt í ýmsum
málaflokkum?
Getur verið að stefnan í skipu-lagsmálum, samgöngumálum,
skólamálum og svo framvegis hafi
orðið til þess að þeir sem helst geta
lagt mat á aðra kosti velji þá?
Eða er þetta bara allt saman ámisskilningi byggt hjá þeim
Íslendingum sem nú flýja höfuð-
borgina?
Íslendingar
flýja borgina
STAKSTEINAR
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun
• Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum
• Afkastamikið og öflugt
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan það er í notkun
• Auðvelt að þrífa
• Má fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Mikið úrval aukahluta
STÓRSNIÐUGT GRILL
Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Flugsveit úr bandaríska flughern-
um, sem mun sinna loftrýmisgæslu
Atlantshafsbandalagsins við Ísland,
kemur til landsins á morgun,
fimmtudag. Þetta staðfestir Sveinn
Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, í samtali við
Morgunblaðið.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardag munu allt að 110
liðsmenn bandaríska flughersins, og
fimm F-16 orrustuþotur, mæta til
landsins. Samkvæmt upplýsingum
frá utanríkisráðuneytinu verður
verkefnið framkvæmt með sama fyr-
irkomulagi og fyrri ár. Í fyrra var
flokkur Bandaríkjamanna þó nokk-
uð stærri, þegar um 300 liðsmenn
komu hingað til lands með fimmtán
orrustuþotur með sér.
Bandaríkjamenn koma á morgun
110 bandarískir hermenn úr flug-
hernum með fimm F-16 orrustuþotur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugtak F-15 orrustuþota tekst á loft á Keflavíkurflugvelli í fyrra.
Hið íslenska reðasafn við Laugaveg í
Reykjavík hefur falast eftir því að fá
reður eða reði af grindhvalatörfum
sem strönduðu á Löngufjörum á
Snæfellsnesi á dögunum.
„Við eigum tvo reði af grindhvölum
en við erum safn og erum alltaf að
safna. Við notum hvert tækifæri sem
gefst til að nálgast nýja limi,“ sagði
Hjörtur Gísli Sigurðsson safnstjóri.
Þeir höfðu samband við Hafrann-
sóknastofnun sem sendi fólk á
Löngufjörur í gær og ætlaði það að
hafa safnið í huga. Marsvínatyppin
eru lítil miðað við stærsta grip safns-
ins sem er limur af búrhval en sá er
um 75 kg og 170 sentimetra langur.
Hið íslenska reðasafn á nú um 300
safngripi af meira en 90 tegundum.
„Við höfum bætt miklu við af er-
lendum eintökum undanfarin ár. Við
vorum komin með eiginlega allt af
þessu íslenska og höfum bætt við
fleiri eintökum. En það er alltaf að
bætast við útlenskar tegundir. Við
fengum til dæmis lim af gíraffa í
fyrra og alls konar antílópum frá Ís-
lendingi sem hefur veitt í Namibíu.
Þetta er hirt í staðinn fyrir að henda
því,“ sagði Hjörtur.
Yfir 80.000 gestir komu á Reða-
safnið í fyrra. Hjörtur segir að þau
finni fyrir einhverjum samdrætti í
komum erlendra ferðamanna sem
hafa verið 99% gestanna. „En við er-
um hæstánægð og þetta gengur bara
vel,“ sagði Hjörtur.
Konur hafa allt frá upphafi verið í
miklum meirihluta gesta Reðasafns-
ins eða um 2⁄3 þeirra.
„Karlarnir virðast vera feimnari
við þetta en konurnar og bíða jafnvel
úti á meðan þær taka rúntinn,“ sagði
Hjörtur. „Ég veit ekki hvað veldur,
hvort það er minnimáttarkennd sem
heldur körlunum frá þessu?“
gudni@mbl.is
Vilja fá fleiri mar-
svínalimi í safnið
Konur eru mikill
meirihluti gesta
Reðasafnsins
Ljósmynd/Hið íslenska reðasafn
Búrhvalstyppi Stærsti gripurinn.