Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ríkisstjórnin hyggst gera átak í frið-
lýsingu svæða, eins og fram hefur
komið í fréttum. Á Íslandi eru 115
friðlýst svæði og búið er að friðlýsa
21,6% af flatarmáli Íslands eða rúm-
lega 22.000 ferkílómetra.
En hver er munurinn á friðlýstu
svæði og svæði sem ekki er friðlýst?
Þeirri spurningu svarar Sigrún
Ágústsdóttir, lögfræðingur og sviðs-
stjóri hjá Umhverfisstofnun.
„Friðlýst svæði nýtur sérstakrar
verndar með lög-
um meðan önnur
svæði gera það
ekki. Á frið-
lýstum svæðum
eru staðbundnir
skilmálar um
hvað megi og
megi ekki gera.
Mjög misjafnt er
hversu ítarlegir
og strangir skil-
málarnir eru milli
svæða. Það fer fyrst og fremst eftir
því hvers er þörf til að tryggja
verndargildi og sérstöðu svæðisins,“
segir Sigrún.
Mikilvægur munur á friðlýstum
og ófriðlýstum svæðum felst í um-
sjón og stuðningi hins opinbera við
friðlýst svæði, segir Sigrún.
Ríki og stundum sveitarfélög
leggja til fjármuni til verndar svæð-
unum. Umhverfisstofnun er til
dæmis með fastráðna starfsmenn á
níu stöðum á landinu sem sinna frið-
lýstum svæðum árið um kring. Þá
eru einnig fjölmargir starfsmenn
sem vinna við Þjóðgarðinn á Þing-
völlum og í Vatnajökulsþjóðgarði.
Fjöldi landvarða er einnig ráðinn
tímabundið, aðallega á sumrin, til að
veita fræðslu til ferðamanna sem og
sinna öðrum verkefnum á svæð-
unum. Með vaxandi fjölda ferða-
manna hefur uppbygging innviða á
friðlýstum svæðum aukist gífurlega
á síðastliðnum árum. Á friðlýstum
svæðum er einnig aukin fræðsla í
formi skilta, fræðslugangna eða
jafnvel sýninga. Þá er mikið efni um
friðlýst svæði aðgengilegt á vefnum
sem og í gegnum samfélagsmiðla.
„Lykilatriðið er að tryggja að sú
sérstaða vegna lífríkis, jarðfræði eða
landslags spillist ekki en á sama
tíma leyfa almenningi að njóta nátt-
úrunnar eins og kostur er,“ segir
Sigrún.
Merkileg svæði hafa glatast
Merkileg svæði á Íslandi hafi glat-
ast eða látið verulega á sjá vegna
ágangs mannsins. Ágætt dæmi eru
Rauðhólarnir í nágrenni Reykjavík-
ur þar sem um 80 gervigígar mynd-
uðust fyrir um 5.200 árum en flestir
þeirra eru nú horfnir vegna efnis-
töku, aðallega á tímum seinni heims-
styrjaldarinnar. Svæðið var friðlýst
árið 1961 og er í dag vinsælt útivist-
ar- og ferðamannasvæði.
Dæmi eru um friðlýst svæði þar
sem öll umferð er bönnuð sem og
framkvæmdir og nýting nema í al-
gjörum undantekningatilfellum s.s.
Surtsey, Viðey í Þjórsá og tilteknir
viðkvæmir hellar (sem eru jafnvel
teknir af kortum).
Á flestum svæðum eru skilmál-
arnir hins vegar ekki eins strangir,
heldur fela í sér takmörkun á til-
teknum atriðum jafnvel á afmörk-
uðum stöðum innan svæðanna. Til
dæmis er jarðrask bannað í Reykja-
nesfólkvangi en öllum er frjálst að
ferðast um svæðið. Það er því alls
ekki þannig að friðlýsing feli alltaf í
sér takmarkanir á nýtingu til ferða-
mennsku, útivistar eða auðlindanýt-
ingar.
Sigrún nefnir Gullfoss sem dæmi
um friðlýst svæði sem mjög margir
ferðamenn sækja heim árlega og
veitt er þjónusta í næsta nágrenni
við.
„Oft felur friðlýsing í sér aukin
tækifæri með því að draga athygli að
sérstöðu svæðisins sem og með því
að njóta stuðnings hins opinbera,“
segir Sigrún Ágústsdóttir.
Friðlýst svæði njóta
sérstakrar verndar
Umhverfisstofnun með fastráðna starfsmenn á 9 stöðum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gullfoss Friðlýstur árið 1979. Markmiðið var að friða fossinn og gljúfrið
neðan hans og leyfa fólki að njóta náttúruundra á heimsmælikvarða.
Sigrún
Ágústsdóttir
Grill hafa selst mun betur í sumar en
í fyrrasumar að sögn nokkurra versl-
unareigenda, þökk sé blíðviðrinu í
sumar.
Rekstrarstjóri BYKO, Íris Sig-
tryggsdóttir, segir að grill og al-
mennar sumarvörur seljist betur í ár
en í fyrra.
„Það selst bara allt betur í sumar
en síðasta sumar. Allt sem tengist
sumrinu í rauninni; garðhúsgögnin,
grillin, blómin, ferðalagið. Það er bú-
in að vera mikil og góð sala hjá okkur
hérna á þessum árstíðatengdu
vörum,“ sagði Íris.
Spurð hvort sala hafi minnkað á
„vetrarvörum“ að sumri til svaraði
hún neitandi.
„Þegar svona viðrar þá er bara
góð sala í öllum deildum,“ sagði hún
og bætti við að sölutölur hefðu sér-
staklega hækkað í málningardeild
frá því seinasta sumar. „Það eru allir
að bera á pallana sína og mála húsin
sín og allt sem því tengist,“ sagði
hún.
Gasgrill hafa selst betur en kola-
grill undanfarin ár en kolagrillin
hafa þó verið að sækja í sig veðrið.
Íris segir að þar sé um ákveðna
tískubylgju að ræða.
Kristinn Einarsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs Húsa-
smiðjunnar, sagði að grill hefðu þar
selst mun betur í sumar en fyrra-
sumar.
„Það helgast áreiðanlega af því
hve veðrið hefur verið frábært hérna
á syðri hluta landsins,“ sagði hann.
Hann segir að gasgrill séu jafnan
vinsælust en kolagrillin seljist lítil-
lega betur nú en áður. „Það eru ein-
hverjir sem trúa því að kolagrillin
gefi sterkara grillbragð,“ sagði hann.
Grill seljast betur
í sumar en í fyrra
Sumarvörur seljast
vel í sumar Kola-
grill vaxa í vinsældum
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Ljúfmeti Landinn er duglegri að
grilla í sumar en í fyrra.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Sjósundskappinn Sigrún Þuríður
Geirsdóttir varð í fyrrinótt fyrsta
konan til að synda Eyjasundið svo-
kallaða, milli Vestmannaeyja og
Landeyjasands. Sigrún hafði ekki
tilkynnt opinberlega að hún myndi
reyna við sundið og segir í samtali
við Morgunblaðið ástæðuna fyrir því
meðal annars vera að hún sé nokkuð
feimin að eðlisfari, svo og að aldrei
sé hægt að vita „hvernig sundið end-
ar“.
Sigrún er enginn nýgræðingur
þegar kemur að sjósundi en árið
2015 varð hún fyrsta íslenska konan
til að synda Ermarsundið milli Eng-
lands og Frakklands. Mun sjósunds-
reynslan hafa nýst Sigrúnu vel á
leiðinni milli Eyja og lands en á
tímabili varð henni flökurt og þurfti
að kasta upp í miðju sundi.
Höfrungar fylgdu Sigrúnu
„Mér líður bara vel. Svolítið
þreytt,“ sagði Sigrún þegar blaða-
maður sló á þráðinn til hennar laust
eftir hádegi í gær, um tólf klukku-
stundum eftir að hún lagði af stað
frá Eyjum. „Það gekk allt bara mjög
vel. Þetta voru alveg kjöraðstæður.“
sagði hún spurð um sundið. Naut
hún liðsinnis dýra á svæðinu en auk
sjófugla er fylgdust með henni
fylgdu höfrungar henni eftir fyrstu
tvo klukkutíma sundsins. Spurð
hvort það sé einfaldlega hluti af sjó-
sundi að kasta upp í miðju sundi
sagði Sigrún: „Nei nei. Það er auð-
vitað hundfúlt að kasta upp. Austur-
fallið var svolítið að stríða mér. Sjór-
inn var nokkuð mikið á iði og þá varð
mér flökurt. Þá kastaði ég bara upp
nokkrum sinnum. Auðvitað er það
ömurlegt og tekur frá manni orku en
eftir að maður kemur í land er það
bara gleymt. Þá er bara gleði.“
Í september mun Sigrún þreyta
sundið yfir Ermarsundið á ný, þó nú
í boðsundi, með hópi kvenna sem
kalla sig Marglytturnar.
Hreystimennið Sigrún kát er hún kemur upp úr sjónum í dagrenningu í
gær. Að baki eru kílómetrarnir ellefu frá Eyjum og að Landeyjasandi.
Fyrsta konan til að
synda Eyjasundið
Afrek Sigrúnar
» Sigrún synti rúma 11 kíló-
metra leið milli Vestmannaeyja
og Landeyjasands á 4 klukku-
stundum og 31 mínútu.
» Árið 2015 varð Sigrún fyrsta
íslenska konan til að synda
Ermarsundið milli Englands og
Frakklands. Það gerði hún á 22
klukkustundum.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Útsalan
heldur áfram
30 - 50%
afsláttur