Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
✝ KristínTryggvadóttir
fæddist í Reykjavík
11. júní 1943 og
ólst upp í foreldra-
húsum, fyrstu árin
á Guðrúnargötu og
síðan í Melgerði og
Búðagerði í hinu
nýja smáíbúða-
hverfi. Hún and-
aðist 9. júlí 2019.
Foreldrar Krist-
ínar voru Tryggvi Sigurðsson,
f. 6. ágúst 1913, d. 27. apríl
1963, og Jósefína Kristjáns-
dóttir, f. 10. ágúst 1917, d. 23.
ágúst 2004. Bróðir Kristínar
var Jóhannes Tryggvason, f. 5.
des. 1945, d. 4. mars 2017, og
uppeldisbróðir Jón Jónsson, f.
11. maí 1957.
Hinn 11. nóvember 1962 gift-
ist Kristín Þorsteini Víði Þórð-
arsyni, f. 6. ágúst 1943. For-
eldrar hans voru Þórður Ágúst
Þórðarson, f. 7.
ágúst 1907, d. 6.
ágúst 1985, og
Aðalheiður Þor-
steinsdóttir, f. 2.
nóv. 1917, d. 7.
mars. 2008.
Börn þeirra eru
Tryggvi, f. 8. júlí
1962, og Aðal-
heiður, f. 18. jan-
úar 1964. Barna-
börn eru fjögur og
barnabarnabörn fjögur.
Kristín stundaði nám í hár-
greiðslu og lauk meistaraprófi í
þeirri grein. Auk starfa við
hárgreiðslu starfaði Kristín við
sölumennsku og bankastörf hjá
ýmsum bönkum. Hún fór í Toll-
skólann og starfaði hjá Toll-
stjóranum í Reykjavík, m.a. við
móttöku tollskjala og síðar í
lögfræðideild.
Útför Kristínar fór fram í
kyrrþey.
Elsku Stína mín, þú hefur nú
kvatt mig og ástvini okkar í
hinsta sinn. Þú varst svo mikill
hluti af lífi mínu, varst mér svo
góður vinur og félagi að ég veit
ekki hvernig ég á að takast við líf-
ið án þín. Einmanaleikinn og við-
brigðin að hafa þig ekki mér við
hlið í hinu daglega amstri er hluti
af staðreyndum lífsins, en ég á
erfitt með að venjast því og sætta
mig við það.
Eftir að þú greindist fyrst með
þennan skelfilega sjúkdóm sem
krabbamein er, og greindist
nokkrum sinnum eftir það, en
hafðir sigur í þau skipti, vissi ég,
án þess að þú talaðir nokkurn
tíma um það, að það mátti alltaf
eiga von á að þetta tæki sig upp
eina ferðina enn. Í hvert sinn er
einhver pest gekk sá ég á þér
hvað hugurinn var bundinn við
óvininn. Það skilur enginn, fyrr
en á reynir, hvað þetta tekur á
andlega hlið sjúklings.
Við elskuðum hvort annað svo
mikið. Þrátt fyrir löng og erfið
veikindi hugsaðir þú alltaf fyrst
um aðra. Þú varst ekki að bera
þín veikindi á annarra borð.
Við höfum átt yndislegt líf
saman, baslað mikið, unnum tvö-
falda og þrefalda vinnu til að
komast í okkar fyrsta eigin hús-
næði og komum undir okkur fót-
unum af eigin rammleik. Við elsk-
uðum landið okkar og ferðuðumst
mikið um það með börnin, til að
þau fengju að njóta þess með okk-
ur. Fyrst í tjaldi, síðan í fellhýsi
og loks kom húsbíllinn. En utan-
landsferðirnar heilluðu líka, og
var farið í fjölda slíkra nú síðustu
ár. Við áttum samleið í frístund-
um, stunduðum saman badmin-
ton til fjölda ára, hestamennsku í
tuttugu ár og nú síðast golfið sem
átti hug þinn allan síðustu árin.
Golfferðin okkar til Flórída í
október var slegin af.
En það sem ég ætla að muna
eru gleðistundirnar með þér, og
þær voru margar. Það er margt
sem yljar manni er litið er til
baka. Húmorinn í góðu lagi og
stundum smá saklausir hrekkir,
sem hlegið var að. Ferðalögin
með börnum og vinum, hestaferð-
ir um hálendið, golf hér heima og
erlendis og það sem mér fannst
best, nándin, bara vita af þér ná-
lægt.
Ég og okkar yndislegu börn og
afkomendur þeirra eigum minn-
inguna um bestu manneskju í
heimi í hjörtum okkar. Þú munt
aldrei hverfa úr huga okkar.
Í erfiðleikum mínum varst þú
mín sterkasta stoð, sem ég mun
aldrei gleyma. Ég mun hugsa til
þín, vitandi að þú munt vaka yfir
okkur. Ég er svo innilega þakk-
látur fyrir að hafa fengið að deila
lífinu með þér og veit satt að
segja ekkert hvað verður án þín.
Kannski sagði ég aldrei
allt sem átti ég að segja,
kannski þagði ég stundum,
þegar ekki mátti þegja.
Hversdagsþys og heimsins glys
hafa stundum villt mér sýn,
en þú varst allaf elskan mín,
þú varst alltaf elskan mín.
(Jónas Friðrik)
Takk fyrir allt, ástin mín – ég
elska þig.
Þinn elskandi
Þorsteinn (Steini).
Elsku mamma.
Það er sárt að kveðja þig, en á
slíkum stundum fer maður í
minningabankann og hlýjar sér.
Þú varst ákveðin kona en hugs-
aðir fyrst og fremst um fjölskyld-
una. Ég man að það voru alltaf
ákveðnar grunnreglur á okkar
heimili. Það var góð regla að allir
borðuðu alltaf saman kvöldmat.
Þitt markmið var að koma okkur
krökkunum til manns.
Ég fór ekki til rakara fyrr en
eftir þrítugt í fyrsta sinn því þú
klipptir mig alltaf. Stundum
gerðum við smá tilraunir, t.d. vor-
um við frumkvöðlar í strípum fyr-
ir karlmenn, og krullur sem
minntu á afró, fjólublátt skol o.fl.
Það var mjög flott. Reyndar var
ég einu sinni eins og mávur hefði
dritað á hausinn á mér.
Vinir mínir voru alltaf vel-
komnir á heimilið og voru sem
heimalningar. Stundum komu
þeir í mat án þess að ég væri
heima enda alltaf velkomnir. Þeg-
ar þeir komu í heimsókn um helg-
ar voru þeir oft meira hjá ykkur
en niðri með okkur krökkunum.
Við fjölskyldan fórum mjög
gjarnan í útilegur á sumrin. Ég
man eitt sinn er við fórum á Þing-
velli. Mamma, pabbi, Nonni og
við systkinin. Við vorum á Bjöll-
unni og pabbi að keyra, rétt kom-
in fram hjá Skálafellsafleggjar-
anum. Mamma var að græja liðið
og gefa okkur kók og prins. Það
var þröngt í bílnum og mig minnir
að hún hafi verið með kassa af lít-
illi kók undir fótunum. Bíllinn
troðfullur. Fyrst gaf hún pabba,
síðan snéri hún sér aftur í og gaf
okkur krökkunum líka. Þá fór bíl-
stjórinn að umla og reyna að tjá
sig með kók í hendi og fullan
munn af prins. „Hvað er að?“ seg-
ir mamma – og hann umlar
áfram. Í ljós kom að þegar
mamma snéri sér að okkur fór
fóturinn á henni yfir á bensíngjöf-
ina. Pabbi var á fullu að reyna að
stjórna bílnum á fullri gjöf með
fullan munn. Brú, beygja og
brekka framundan. Allaf fjör hjá
okkur. Eftir að ég stofnaði mína
eigin fjölskyldu var alltaf gaman
að elta ykkur í útilegur. Þá var
ekkert kynslóðabil, við vorum
góðir vinir.
Mamma og pabbi hafa alltaf
verið mjög samrýnd og gerðu
allt saman. Mamma var góð
íþróttakona, spilaði badminton
þegar ég var að alast upp. Hún
varð Íslandsmeistari í tvenndar-
leik með pabba eitt árið. Geri
aðrir betur. Við stunduðum líka
saman hestamennsku í mörg ár,
þar sem „Bliki minn“ var hennar
uppáhald. Við spiluðum líka oft
saman golf. Mamma og pabbi
ferðuðust mikið og spiluðu golf
bæði á Íslandi, í Ameríku og á
Spáni.
Það má með sanni segja að
orðið kvenskörungur hafi alla tíð
átt mjög vel við hana. Hún var
þessi manneskja sem lét verkin
tala. Eitt sinn langaði hana að
fara í þessar innkaupferðir til út-
landa sem voru svo vinsælar.
Lengd ferðarinnar hentaði henni
ekki því hún vildi fara út að
morgni og koma heim um kvöld-
ið. Það var ekki í boði – allar ferð-
ir með næturgistingu. Þá skipu-
lagði hún sjálf ferð með fulla
tæplega 200 manna flugvél, að-
stöðu á hóteli fyrir töskur og far-
ið heim um kvöldið. Þvílíkur
skörungur sem hún var.
Elsku mamma mín, þú munt
Kristín
Tryggvadóttir
✝ Auður Skúla-dóttir fæddist í
Reykjavík 28. jan-
úar 1936. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 12.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Þuríður
Auðunsdóttir, f.
6.6. 1900 á Eyvind-
armúla í Fljóts-
hlíð, d. 27.6. 1995,
og Skúli Jón Magnússon, f.
21.1. 1904 frá Fossi í Seyð-
isfirði, d. 13.9. 1963. Systkini
Auðar eru Sigríður, f. 4.6.
1930, d. 21.7. 2016, Hallfríður
Birna, f. 25.12. 1932, Hrafn-
kell, f. 5.12. 1939, og Helga
Dóra, f. 23.9. 1941, d. 26.11.
2011.
Auður giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum Gunnari
1997, og Rebekka, f. 2003.
Auður ólst upp og bjó í
Reykjavík uns hún fluttist til
Karlsruhe í Þýskalandi ásamt
Gunnari eiginmanni sínum ár-
ið 1964. Þuríður dóttir þeirra
fæddist þar. Þau hjónin fluttu
aftur til Íslands árið 1968 og
bjuggu fyrstu árin í Reykjavík
en fluttust í Hafnarfjörð árið
1972 og eiga þar enn heimili.
Auður vann framan af ýmis
skrifstofustörf, meðal annars
hjá Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins, og í Þýskalandi starf-
aði hún í banka. Hún lærði
tækniteiknun í Iðnskóla Hafn-
arfjarðar á árunum 1977-1979
og starfaði sem slík í nokkur
ár hjá Skipasmíðastöðinni
Stálvík. Eftir það vann hún
sem læknaritari á Heilsu-
gæslustöðinni í Fossvogi, síðar
Efstaleiti, fram að starfs-
lokum.
Útför Auðar fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 24. júlí 2019, kl. 13.
Ámundasyni, f.
30.10. 1934, hinn
5.10. 1963. For-
eldrar Gunnars
voru Ámundi Eyj-
ólfsson, f. 29.9.
1906, d. 2.9. 1994,
og Helga Ingv-
arsdóttir, f. 3.9.
1910, d. 21.4. 1986.
Gunnar og Auð-
ur eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1)
Drengur, f. andvana 29.1.
1964. 2) Þuríður Edda, f. 11.2.
1968, maki Gunnar Beinteins-
son, f. 1966. Börn þeirra eru
Ásta Björk, f. 1994, sambýlis-
maður hennar er Steinn Þor-
kelsson, Auður Ýr, f. 1997, og
Helga Sif, f. 2005. 3) Auður
Erla, f. 1970, maki Jón Reykja-
lín Björnsson, f. 1968. Börn
þeirra eru Andrea Helga, f.
Elsku besta tengdamamma,
takk fyrir þann yndislega tíma
sem við áttum saman. Það var
renglulegur handboltastrákur
sem gerði sig heimavanan hjá
þér á Miðvangi 79 í byrjun árs
1990. Þú hafðir búið til einstak-
lega fallegt heimili og matar-
gerð þín var einstök. Það var
eins og að koma inn á fyrsta
flokks ítalskan veitingastað í
hvert sinn sem við borðuðum
saman.
Þau ár sem þú og Gunnar
áttuð saman í Þýskalandi höfðu
mótað þig mikið og þau áhrif
leyndu sér ekki í mat og drykk.
Fyrir mig var það mikil upp-
lifun að kynnast nýrri tegund
matargerðar og því hvernig
bjór og léttvín voru notuð á
réttan hátt, jafnt virka daga
sem um helgar.
Mér er minnisstætt þegar við
Þura bönkuðum upp á rétt fyrir
ein jólin með óvænta jólagjöf.
Þú opnaðir dyrnar með skúr-
ingamoppuna á lofti, stórt bros
því þú varst nýbúin með jóla-
hreingerninguna. Við Þura
horfðum hvort á annað og var-
lega réttum við fram körfu með
litlum hvolpi með rauðri jóla-
slaufu. Það kom smá hik á þig
en þú hélst kúlinu og brostir
áfram. Frá fyrsta degi var
Tinna litla velkomin inn á heim-
ilið, það var bara skúrað aðeins
oftar.
Næstu þrjár stóru gjafirnar
voru ömmustelpurnar þínar
þrjár sem þér þótti svo undur
vænt um. Þær sakna þín allar
mikið.
Síðustu ár hefur hluti af fjöl-
skyldunni búið í Sviss, það var
alltaf gaman að fá þig í heim-
sókn og í eitt skiptið héldum við
upp á 80 ára afmælið hans
Gunnars í Zürich. Ég fann hvað
þessar heimsóknir skiptu þig
miklu máli, þær hjálpuðu þér að
rifja upp góða Þýskalandstíma.
Tæknin æðir áfram og þú til-
einkaðir þér hana vel. Það var
gaman að senda þér daglega
snapchat-myndir, þú sást hvað
við vorum að gera og svaraðir
alltaf um hæl. Það er skrýtið að
senda ekki fleir snöpp á „Auð-
urSkúla“.
Um kvöldið 11. júlí kom ég í
heimsókn til þín á spítalann,
þegar ég kyssti þig bless sagðir
þú: „Voðalega er góð lykt af þér
Gunnar minn.“ Ég knúsaði og
kyssti þig aftur, þú dróst djúpt
andann til að finna lyktina bet-
ur. Lyktin heitir „Fucking
Fabulous“. Það lýsir þér svo vel
því þú varst „algjörlega frá-
bær“. Takk fyrir allt elsku
besta tengdamamma.
Gunnar Ágúst Beinteinsson.
Elsku yndislega amma Auð-
ur. Nú er komið að kveðjustund
sem er bæði sárt og erfitt.
Okkur hlýnar þó í hjartanu
þegar við hugsum um allar þær
góðu og skemmtilegu stundir
sem við áttum með þér og hvað
það var ótrúlega dýrmætt að
eiga ömmu eins og þig.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann þegar við
horfum til baka. Ein af okkar
uppáhaldsminningum er frá 17.
Auður Skúladóttir HINSTA KVEÐJA
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þínar dætur
Auður og Þuríður.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín .
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Hafi æviá-
grip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á net-
fangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minning-
argreina vita.
Minningargreinar
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
HELGI ÞÓR GUÐMUNDSSON
rafeindavirki,
Stakkhömrum 9, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 17. júlí.
Salóme Guðný Guðmundsdóttir
Auður Helgadóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT HERMANNSSON
húsgagnasmíðameistari,
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést á heimili sínu, Dvalarheimilinu
Lögmannshlíð, laugardaginn 20. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Lóa Sigurjónsdóttir
Sævar Benediktsson Ólöf Kristín Ólafsdóttir
Hermann Benediktsson Þórunn Ósk Kristjánsdóttir
Rannveig Benediktsdóttir Ómar Garðarsson
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁLFHEIÐUR UNNARSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum
í Mosfellsbæ mánudaginn 22. júlí.
Ingólfur Jóhannsson
Unnur V. Ingólfsdóttir Guðjón Magnússon
Jóhann Ingólfsson Jónína Daníelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR GEIRSSON,
andaðist 6. júlí. Bálför fór fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki í þjónustuíbúðum við
Dalbraut, hjúkrunardeild aldraðra á
Akranesi og hjúkrunarheimilinu Seltjörn
ágæta umönnun.
Helga Björk Ólafsdóttir
Styrmir Geir Ólafsson Anna Margrét Þorbjarnardóttir
Geir Ólafsson Kristín Edda Óskarsdóttir
og barnabörn