Morgunblaðið - 24.07.2019, Page 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
70 ára Elísabet er
fædd á Stokkseyri og
alin þar upp. Hún flutti
á Selfoss árið 1969 og
hefur búið þar síðan.
Hún var ræstingastjóri
á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi í 36 ár. Þar lét
hún af störfum nú um áramótin.
Eiginmaður: Elísabet giftist Sigurði Sig-
urjónssyni árið 1970. Hann er bifreiðar-
stjóri, f. 1943 í Gaulverjabæjarhreppi og
er enn við störf.
Börn: Gunnar sölumaður, f. 1970, Sólrún
kennari, f. 1976, og Marta Rut, f. 1979,
vinnur hjá Selfossveitum.
Foreldrar: Hjónin Guðmundur Þórðar-
son, f. 1918, d. 1995, verkamaður á
Stokkseyri, og Marta Þórðarson, f. 1917,
d. 1984. Marta er færeysk.
Elísabet
Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Aðdráttarafl þitt er í hámarki og
þú þarft að banda vonbiðlum frá þér.
Einhver býður þér í bústað.
20. apríl - 20. maí
Naut Börn og leikir fylla daginn. Þér
vefst tunga um tönn þegar þú ert beð-
in/n um álit.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dagurinn í dag er kjörinn til
þess að gera við það sem er bilað á
heimilinu. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og
leggðu til hliðar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Kannaðu fjárhaginn og sjáðu
hvað þú getur gert. Kaflaskipti verða í
ástamálunum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Daður við þann sem þú hefur ný-
lega kynnst gæti þróast út í ástaræv-
intýri. Hlustaðu án þess að dæma og
segðu þínum innri gagnrýnanda að fara í
frí.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver þér nákominn mun skýra
frá leyndarmáli sem kemur þér verulega
á óvart. Oft er flagð undir fögru skinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur lagt hart að þér og ert nú
að undirbúa að kynna eigin hugmyndir
um lausn mála. Ræddu málin því alltaf
má eitthvað læra af öðrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Leggðu þig alla/n fram um
að ná því marki sem þú hefur sett þér.
Njóttu frístundanna með þínum nánustu.
Ástarævintýri er í uppsiglingu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nákvæmni þín og þolinmæði
er meiri nú en ella, vegna þess að þú
hefur unnið heimavinnuna þína. Ekki
gera veður út af einhverju sem engu
skiptir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einvera í fallegu umhverfi mun
koma friði á hugann. Þér verður stillt
upp við vegg í einhverju máli en þú lætur
ekki bjóða þér það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekki rétt að taka þýð-
ingarmiklar ákvarðanir án þess að afla
allra staðreynda og gera sér grein fyrir
afleiðingunum. Metnaður þinn eykst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki einhver smáatriði
trufla einbeitingu þína. Hafðu vit fyrir
unglingnum. Skemmtilegur tími er fram-
undan.
Norðurlandameistari yngri spilara í
sveitakeppni 2001, Íslandsmeistari í
sveitakeppni opnum flokki 2017 og
bikarmeistari í opnum flokki 2014 og
2018. Hann varð Íslandsmeistari í
allt í senn“, eins og hann segir. „Það
er gott sport fyrir fólk á öllum aldri.“
Og hann hefur spilað það frá unga
aldri sjálfur og situr nú í stjórn
Bridgesambands Íslands. Hann var
B
irkir Jón Jónsson fædd-
ist 24. júlí 1979 á Siglu-
firði og ólst þar upp.
Lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra á Sauðárkróki, var
þar forseti nemendafélagsins 1998-
1999, stundaði svo nám í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands. Lauk
MBA-prófi þaðan árið 2009. Á ung-
lingsárunum starfaði Birkir m.a. á
bensínstöð á Siglufirði og síðar starf-
aði hann við Sparisjóð Siglufjarðar.
Varaformaður Sambands ungra
framsóknarmanna 1998-2000.
Birkir var aðstoðarmaður Páls
Péturssonar félagsmálaráðherra árin
2000-2003. Alþingismaður Norðaust-
urkjördæmis 2003 og sat á þingi til
2013. Varaformaður Framsókn-
arflokksins árin 2009-2013. Frá árinu
2014 hefur Birkir verið bæjarfulltrúi
í Kópavogi fyrir Framsóknarflokk-
inn og er þar formaður bæjarráðs.
Þegar þingstörf spilltu
afmælisveislunni
Að snúa aftur inn á hið háa Alþingi
Íslendinga er að sögn Birkis ekki
ráðgert. „Það er ekki á stefnu-
skránni,“ segir hann og hlær. Hann
unir sér vel í Kópavoginum eins og er
og lítur ánægður um öxl á fertugs-
afmælinu. „Lífið leikur bara við
mann, það er ekki hægt að segja ann-
að.“
Birkir er staddur ásamt konu sinni
og tveimur dætrum á Tenerife í af-
mælisferð. „Þetta er fyrsta utan-
landsferð stelpnanna og þær eru
komnar á áttunda ár og þetta er því
heilmikil upplifun!“ segir Birkir.
Birkir afréð að fara þessa ferð nú, og
sleppa stórhátíðarhöldum, því hann
er brenndur eftir tilraun til slíks á
þrítugsafmælinu 2009. „Þá ætlaði ég
að halda upp á stórafmælið en þurfti
að aflýsa því á seinustu stundu því
þingið var enn að störfum. Ég tók því
ekki sénsinn í þetta skiptið,“ segir
hann.
Bridge er gott sport
Birkir er mikill bridgemaður, hel-
tekinn af þeirri „geysilega skemmti-
legu íþrótt, sem byggist á líkinda-
reikningi, sálfræði og dálítilli heppni,
tvímenningi 2016 og hefur keppt
með íslenska landsliðinu í bridge á
Ólympíu- og Evrópumótunum.
Birkir er formaður stjórnar RA-
RIK og stjórnar Sorpu. Hann var í
stjórn Íbúðalánasjóðs 2003-2007.
Hann sat í stjórn hússjóðs Öryrkja-
bandalagsins 2000-2003 og var bæj-
arfulltrúi í Fjallabyggð meðfram
Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi alþingismaður – 40 ára
Lundúnir Birkir ásamt konu sinni og dætrum á toppnum í London Eye í fyrstu utanlandsferð tvíburanna.
Lífið leikur bara við mann
Framsókn Birkir með flokkssystkinum sínum Helgu Hauksdóttur, sem
skipaði 2. sæti í Kópavogi síðasta vor, og Willum Þór Þórssyni þingmanni.
Bridge Birkir og Jón Baldursson
félagi hans lentu í öðru sæti á
bridgehátíð í Hörpu í febrúar.
40 ára Helga er fædd
og uppalin í Reykjavík
og á ættir að rekja á
Barðaströnd. Hún er
sjávarútvegsfræð-
ingur frá HA 2004 og
er með MA í alþjóða-
viðskiptum frá Lond-
on. Hún var aðstoðarmaður Sigurðar
Inga Jóhannssonar í embætti sjávar-
útvegsráðherra og er nú viðskiptastjóri á
fyrirtækjasviði hjá Arion banka.
Maki: Eiginmaður Helgu er Ævar Rafn
Björnsson, f. 1976, lögmaður úr Reykja-
vík.
Börn: Embla María, f. 2008, og Katla
Herborg, f. 2012.
Foreldrar: Margrét Ásdís Bjarnadóttir, f.
1956 á Barðaströnd, ljósmóðir, Valgeir
Bjarnason, f. 1957 í Reykjavík, skipstjóri.
Helga Sigurrós
Valgeirsdóttir
Til hamingju með daginn
Systurnar Jóhanna Laufey og Þórhild-
ur Inga Hreiðarsdætur ásamt Láru
Ingvarsdóttur stóðu fyrir tombólu á
Vopnafirði nú á dögunum.
Þær Jóhönnu Laufeyju og Láru langaði
að halda tombólu en voru í vafa um
hvaða málefni ætti að styrkja. Eftir að
hafa fengið uppástungur þá ákváðu
þær að styrkja Rauða kross Íslands.
Leyfi fékkst fyrir tombólunni hjá for-
eldrum með þeim tilmælum að eldri
systirin, Þórhildur Inga, yrði með og
gekk þetta vel hjá þeim stöllum.
Þær söfnuðu rúmum 8.300 kr. og á
meðfylgjandi mynd má sjá þær afhenda
afraksturinn þeim Berglindi Sveins-
dóttur, formanni Múlasýsludeildar
Rauða krossins og Málfríði Björns-
dóttur, gjaldkera deildarinnar.
Hlutavelta