Morgunblaðið - 24.07.2019, Page 24

Morgunblaðið - 24.07.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 HLÍÐARENDI/SMÁRINN/ EYJAR/ÁRBÆR/VÍKIN Bjarni Helgason Stefán Stefánsson Arnar Gauti Grettisson Jóhann Ingi Hafþórsson Björn Már Ólafsson Valskonur unnu öruggan og þægi- legan sigur gegn KR í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Origo- vellinum á Hlíðarenda í gær en leiknum lauk með 3:0-sigri Vals. Elín Metta Jensen kom Valslið- inu yfir um miðjan fyrri hálfleikinn eftir varnarmistök Vesturbæinga og Hlín Eiríksdóttir bætti við öðru marki liðsins sjö mínútum síðar. Hlín var svo aftur á ferðinni á 79. mínútu þegar hún skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Hallberu Guð- nýjar. Sigur Valsara var afar þægilegur í gær. Maður fékk það á tilfinn- inguna að liðið væri hálfparinn á lullinu í þriðja gír allan tímann. Valsliðið hélt boltanum vel innan liðsins og þegar liðið fór inn á vall- arhelming Vesturbæinga skapaðist iðulega hætta. Margrét Lára Við- arsdóttir stýrði sóknarleik Valsliðs- ins af mikilli yfirvegun og Hallbera Guðný átti góðan leik í vinstri bak- verðinum og lagði upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína. Vesturbæingar gerðu vel í að drepa niður hraðann í leiknum en eftir að liðið lenti undir á 14. mínútu var aldrei spurning hvorumegin sig- urinn myndi lenda. Laufey Björns- dóttir gerði sig seka um slæm mis- tök í varnarlínu KR og Valsliðið refsaði grimmilega. Það vantaði ákveðið bit í sóknarleik liðsins og færslurnar hjá liðinu voru of hægar. Þar af leiðandi voru of fáir leik- menn í svörtum og hvítum teyjum mættir inn í teig þegar KR-ingar sóttu. Það er erfitt að sjá eitthvert lið stoppa Valsliðið á þessari leiktíð. Þær vinna alla leiki sína sannfær- andi og frammistaða liðsins á tíma- bilinu verðskuldar Íslandsmeist- aratitil. KR hefur náð í góð úrslit í undanförnum leikjum og það var liðinu til happs að Bojana Besic er ekki lengur við stjórnvölinn. Það er loksins leikplan í gangi í Vest- urbænum og ætti að duga liðinu til að halda sér í deildinni. bjarnih@mbl.is Tæpur sigur Blikakvenna Blikar nær og fjær geta fagnað 2:1 sigri sinna kvenna á Selfossi þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Stigin skipta öllu máli en það mátti ekki miklu muna þeg- ar Selfoss, sem var á góðu skriði, tók völdin og herjaði á Íslands- og bikarmeistarana eftir hlé. Blikakonur spiluðu vel um völl- inn, héldu boltanum og reyndu að finna glufur í vörn mótherja sinna en það gekk ekki nógu vel, þær fengu að vísu ágæt skot en tókst sjaldan að spila sig í gegn. Gestirnir frá Selfossi voru skynsamir, fóru aftarlega í vörnina og reyndu svo að spretta fram en það skilaði einu sinni marki og nokkrum sinnum ágætu færi. Eins og svo oft gerist, alltof oft, fóru Blikakonur að færa sig aftar til að halda fengnum hlut en Blikakonur þvertóku fyrir það, sögðust ekki eiga annarra kosta völ. „Ég er ekki sátt við að leikurinn skyldi fara 2:1 en samt sátt með sigurinn,“ sagði Sonný Lára Þráins- dóttir, fyrirliði og markvörður Breiðabliks, eftir leikinn. „Við hefð- um viljað halda hreinu en hleyptum þessu upp í óþarfa spennu. Við gáf- um eftir en málið er að Selfoss er hörkulið, sem kom sterkt inn í seinni hálfleik en við hefðum getað gefið í líka. Þetta voru einfaldlega tvö góð lið og við sigruðum í dag. Við vitum að það er nóg eftir af deildinni en tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvernig þetta endar.“ Þar sem eingöngu markamunur skilur að Breiðablik og Val í efstu sætunum, hlýtur að vera markmið leynt og ljóst að skora sem mest af mörkum en allir ættu að vita að það getur komið í bakið á liði að sækja of villt – alltaf möguleiki á að fá mark í bakið. ste@mbl.is Sú nýja skoraði strax ÍBV vann sterkan 3:2 sigur á Keflavík í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi. Brenna Lovera, nýr framherji Eyjakvenna, opnaði markareikning sinn eftir aðeins 27 mínútur þegar hún kom ÍBV yfir. Sophie Groff jafnaði hinsvegar metin þvert gegn gangi leiksins á 38. mínútu. Það voru hinsvegar Sigríður Lára og Cloé Lacasse sem skoruðu næstu tvö mörk leiksins fyrir ÍBV áður en Sophie Groff minnkaði muninn með sínu öðru marki í leiknum. Eyjakonur spiluðu hreint út sagt frábæran fótbolta á löngum köflum í fyrri hálfleik og er með hreinum ólíkindum að liðið skoraði bara eitt mark í hálfleiknum en undirritaður hefur hreinlega ekki tölu á því hversu oft leikmenn ÍBV klúðruðu algjöru dauðafæri í hálfleiknum. Það er hinsvegar ljóst að Brenna Lovera er mikil styrking fyrir sókn- arlínu ÍBV og sérstaklega í ljósi þess að Cloé Lacasse er á förum frá félaginu til Portúgals. Sigur ÍBV var mjög mikilvægur í ljósi þess að þær voru búnar að tapa þremur leikjum í röð í deild- inni og var sigurinn afar kærkom- inn fyrir Jón Ólaf Daníelsson og hans stelpur en með sigrinum lyfta Eyjakonur sér í 6. sæti deildarinnar og komast uppfyrir Keflavík sem er í 7. sæti. arnargauti@gmail.com Langþráður sigur Fylkis Fylkir vann sinn fyrsta sigur í deildinni síðan í þriðju umferð eða síðan 13. maí. Fylkiskonur höfðu þá betur gegn Þór/KA á heimavelli, 3:0. Sigurinn var eins sannfærandi og lokatölurnar gefa til kynna. Fylkiskonur voru mikið betri allan leikinn og hefðu mörkin getað orðið fleiri. Lið Þórs/KA var vægast sagt vængbrotið í leiknum. Sex byrj- unarliðsmenn voru ekki með vegna landsliðsverkefna eða meiðsla og það réðu gestirnir illa við. Miðju- maðurinn Lára Kristín Pedersen lék t.d. í miðverðinum og áttu Fylk- iskonur ekki í erfiðleikum með að spila sig í færi gegn óöruggum leik- mönnum gestanna sem voru að spila út úr stöðu. Ída María og Thelma Lóa Her- mannsdætur voru mjög sterkar framarlega á vellinum og Hulda Hrund Arnarsdóttir var spræk. Berglind Rós Ágústsdóttir og Kyra Taylor lokuðu vörninni og Cecilía Rán Rúnarsdóttir var örugg í markinu. Margir spiluðu vel hjá Fylki og sigurinn var liðsheild- arinnar. Fylkir er enn í fallsæti, en útlitið er bjartara eftir einn sigur. Þór/KA vinnur ekki marga leiki eins og liðið var skipað í gær og Hreyfing á liðum í neðri hlutanum  Fylkir, ÍBV og Stjarnan með dýr- mæta sigra  Toppliðin unnu sína leiki Anton Sveinn McKee setti sitt þriðja Íslandsmet á HM í sundi í 50 m laug í Gwangju í Suður-Kóreu í gærmorg- un þegar hann synti 50 m bringu- sund á 27,46 sekúndum. Hann bætti met sitt frá því á sunnudag um 20/ 100 úr sekúndu. Hann endaði í 20. sæti í greininni og var 13/100 úr sekúndu frá því að komast áfram. Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppti í 200 metra skriðsundi og tími hennar var 2:07,43 mínútur, sem er nokkuð frá hennar besta. Ís- landsmet hennar er 2:01,82 mínútur. Hún hafnaði í 41. sæti. Þriðja metið hjá Antoni á HM Ljósmynd/Simone Castrovillari HM Anton Sveinn McKee á fullri ferð í Gwangju í gærmorgun. Knattspyrnumaðurinn Theódór Elm- ar Bjarnason hefur flutt sig um set í Tyrklandi en hann er genginn til liðs við Akhisarspor eftir að hafa leikið með Gazesehir á síðasta tímabili. Elmar tók þátt í að koma Gazesehir upp í úrvalsdeildina en sagði í viðtali við mbl.is að vegna mikilla innkaupa félagsins hefði verið ljóst að hann fengi lítið að spila. Akhisarspor féll úr úrvalsdeildinni í vor en Elmar sagði liðið líklegt til að fara beint upp aftur. Hann flytur þvert yfir landið, frá Gazesehir við landamærin að Sýr- landi yfir til Izmir á vesturströndinni. Elmar flytur þvert yfir Tyrkland AFP Tyrkland Theódór Elmar Bjarnason er kominn til Akhisarspor. 1:0 Elín Metta Jensen 14. 2:0 Hlín Eiríksdóttir 21. 3:0 Hlín Eiríksdóttir 79. I Rauð spjöldEngin I Gul spjöldEngin Dómari: Gunnar O. Hafliðason, 8. Áhorfendur: 418. VALUR – KR 3:0 MM Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Hlín Eiríkdóttir (Val) M Margrét Lára Viðarsdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Ingunn Haraldsdóttir (KR) Kristín Erla Johnson (KR) Betsy Hassett (KR) Gloria Douglas (KR) Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Keflavík .......................................... 3:2 Fylkir – Þór/KA........................................ 3:0 Valur – KR ................................................ 3:0 Breiðablik – Selfoss.................................. 2:1 HK/Víkingur – Stjarnan.......................... 2:5 Staðan: Valur 11 10 1 0 39:7 31 Breiðablik 11 10 1 0 38:10 31 Þór/KA 11 5 2 4 19:19 17 Selfoss 11 5 1 5 13:15 16 Stjarnan 11 4 1 6 10:19 13 ÍBV 10 4 0 6 18:23 12 Keflavík 11 3 1 7 19:21 10 KR 11 3 1 7 12:23 10 Fylkir 10 3 1 6 10:23 10 HK/Víkingur 11 2 1 8 10:28 7 Meistaradeild karla 2. umferð, fyrri leikir: Viktoria Plzen – Olympiacos ................... 0:0 Saburtalo Tbilisi – Dinamo Zagreb ........ 0:2 PSV Eindhoven – Basel........................... 3:2 The New Saints – Köbenhavn................. 0:2 Sutjeska Niksic – APOEL Nikosia ........ 0:1 Evrópudeild karla 2. umferð, fyrri leikir: HB Þórshöfn – Linfield........................... 2:2  Brynjar Hlöðversson lék fyrstu 85 mín- úturnar fyrir HB. Heimir Guðjónsson þjálfar liðið. Santa Coloma – Astana........................... 0:0  Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 64 mínúturnar með Astana. Ararat Armenia – Lincoln Red Imps ..... 2:0 Shkëndija – Dudelange............................ 1:2 Tre Penne Galazzano – Suduva............... 0:5 KNATTSPYRNA HANDBOLTI Ólympíuhátíð æskunnar U17 karla í Bakú: Frakkland – Króatía ............................ 27:26 Slóvenía – Ísland .................................. 21:21 Kristófer Máni Jónasson skoraði 6 mörk, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3 og Arnór Viðarsson 3. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 8 skot, þar af tvö vítaköst.  Ísland 3 stig, Slóvenía 2, Frakkland 1 og Króatía 1.  Ísland mætir Króatíu í síðasta leik riðla- keppninnar í dag. KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – Afturelding .... 19.15 Hertz-völlur: ÍR – Þróttur R............... 19.15 3. deild karla: Framvöllur: Kórdrengir – Vængir J ....... 20 Í KVÖLD!  ÍBV tilkynnti í gærkvöld að samn- ingur fyrirliðans Esterar Óskardóttur við handknattleiksdeild félagsins hefði verið framlengdur til tveggja ára. Est- er er 31 árs og hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og verið fyrirliði liðsins um árabil. Á síðasta tímabili var hún næstmarkahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með 112 mörk í 23 leikjum.  Brasilíski knattspyrnumaðurinn Jo- elinton varð í gær dýrasti leikmað- urinn í sögu enska félagsins New- castle sem keypti hann af þýska félaginu Hoffenheim fyrir 40 milljónir punda. Joelinton er 22 ára framherji og samdi til sex ára. Hann skoraði 7 mörk í 26 leikjum í efstu deild Þýska- lands síðasta vetur.  Átta leikmenn úr úrvalsdeild karla fengu í gær eins leiks bann vegna gulra spjalda og verða ekki með í 14. umferðinni um næstu helgi. Það eru Cédric D’Ulivo og Pétur Viðarsson úr FH, Hörður Ingi Gunnarsson og Mar- cus Johansson úr ÍA, Elfar Árni Aðal- steinsson og Ýmir Már Geirsson úr KA, Marinó Axel Helgason úr Grinda- vík og Lasse Petry úr Val. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.