Morgunblaðið - 24.07.2019, Page 25
tímabilið í heild er að breytast í
mikil vonbrigði fyrir Akureyringa.
johanningi@mbl.is
Stíflan brast með
leiftrandi hvelli
Markaþurrð getur sest á sálina á
jafnvel eitruðustu framherjum, án
þess að ég þekki það af eigin raun.
Sjálfur skoraði ég aldrei nógu mikið
til að markalausu leikirnir mínir
gætu talist markaþurrð. En Stjarn-
an hafði fyrir leik gærkvöldsins við
HK/Víking í Fossvogi ekki skorað í
deildarkeppni frá því í lok maí og
aðeins skorað 5 mörk í 10 deildar-
leikjum. Það breyttist í gær því
fremstu leikmenn liðsins skoruðu
mörk og lögðu upp hver fyrir aðra
eins og þær hefðu aldrei gert annað
um ævina. Hildigunnur Ýr Bene-
diktsdóttir skoraði þrennu og Jas-
mín Erla Ingadóttir hin tvö mörkin
og lokatölur urðu 5:2. Með sigrinum
er fargi af Stjörnunni létt og liðið
heldur áfram í miðjubaráttunni líkt
og stefndi í fyrir mót.
Andstæðingar þeirra í gær eru í
verri málum. Með tapinu er HK/
Víkingur nú komið í neðsta sætið
þar sem botnlið Fylkis tók sig til og
burstaði Þór/KA. Liðið hefur verið í
basli í sumar en þrátt fyrir breyt-
ingar á liðinu og fína kafla inná
milli í gær þá var frammistaðan í
heild ekki nægilega góð. Slæmu
kaflarnir voru einfaldlega of langir
og þeim tókst ekki að nýta sér góðu
kaflana betur.
bjornmarolafs@gmail.com
Morgunblaðið/Hari
Hlíðarendi Betsy
Hassett, nýsjálenska
landsliðskonan í liði KR,
og Ásgerður Stefanía
Baldursdóttir úr Val í
baráttu á miðjunni.
Morgunblaðið/Hari
Árbær Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir úr Þór/
KA og Stefanía Ragn-
arsdóttir úr Fylki í
baráttu um boltann.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Eitt sinn sat frændi minn í sóf-
anum fyrir framan sjónvarpið
ásamt foreldrum sínum og
horfði á þegar kjöri íþrótta-
manns ársins var lýst. Móðir Eiðs
Smára Guðjohnsens fór á svið og
tók við styttunni fyrir hönd Eiðs
en eins og þekkt er hefur sam-
koman þróast út í eins konar for-
eldrasamkomu í seinni tíð.
Frændi minn er ýmsum hæfi-
leikum prýddur en þeir eru þó
ekki á íþróttasviðinu. Hefur hann
á veturna stundað innanhúss-
knattspyrnu með vinum sínum
sér til ánægju. Ef til vill gefur það
einhverja vísbendingu um getu
þeirra að þeir kalla félagsskap-
inn: b-liðið.
Faðir hans, og einnig frændi
minn, er sjálfur þekktari fyrir
margt annað en hæfileika á
íþróttasviðinu. Þegar kemur að
ensku knattspyrnunni slær
hjarta hans með Colchester
United.
Kaldhæðni örlaganna hefur
þó hagað því þannig að hann
hefur ratað inn á frægar frétta-
myndir þegar íþróttaviðburðir
sem hreyfa við íslensku þjóðar-
sálinni eru í gangi.
Annars vegar voru það sjón-
varpsmyndir af fólki sem fylgdist
með undanúrslitaleik Íslands og
Spánar á Ólympíuleikunum í
Peking árið 2008 á sjónvarps-
skjá og hins vegar ljósmynd af
fólki sem horfði á leik Íslands og
Argentínu á HM í Rússlandi 2018
á sjónvarpsskjá.
Þegar fjölskyldan fylgdist með
Ólöfu, móður Eiðs, handfjatla
styttuna á sviðinu þá hallaði fað-
irinn sér að syninum og spurði
hann spurningar sem vitaskuld
var mjög aðkallandi:
„Ef þú yrðir kjörinn íþrótta-
maður ársins, hvort myndir þú
senda mig eða mömmu þína?“
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
HB frá Þórshöfn, lið Heimis Guð-
jónssonar og Brynjars Hlöðvers-
sonar, á möguleika á að komast í 3.
umferð Evrópudeildar UEFA. Liðið
gerði í gær 2:2 jafntefli gegn Lin-
field frá N-Írlandi í fyrri leik lið-
anna í 2. umferðinni. Brynjar lék á
miðjunni hjá HB fyrstu 85 mín-
úturnar. Símun Samuelsen, fyrrv.
leikmaður Keflavíkur, lagði upp
jöfnunarmark HB á 89. mínútu.
Rúnar Már Sigurjónsson lék
fyrstu 64 mínúturnar með Astana
frá Kasakstan sem gerði jafntefli
0:0 gegn Santa Coloma á útivelli.
Jafntefli hjá HB í
Evrópudeildinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þjálfarinn Heimir Guðjónsson
stendur í stórræðum.
Leikmannahópur Bandaríkjanna
fyrir heimsmeistaramót karla í
körfuknattleik hefur veikst tölu-
vert á undanförnum dögum. Í gær
var greint frá því að Damian Lill-
ard hefði dregið sig út úr hópnum
og á mánudag varð ljóst að James
Harden yrði ekki með. Lillard skor-
aði 26 stig að meðaltali fyrir Port-
land á síðasta tímabili og Harden 36
að metaltali fyrir Houston. Veikir
þetta lið ríkjandi heimsmeistara
umtalsvert og áður hafði Anthony
Davis hætt við. HM hefst í Kína í lok
ágúst. sport@mbl.is
Forföll í liði
meistaranna
AFP
Brosmildur Damian Lillard verður
ekki með á HM í Kína.
0:1 Hildigunnur Ýr Benediktsd. 6.
1:1 Arna Eiríksdóttir 17.
1:2 Hildigunnur Ýr Benediktsd. 31.
1:3 Jasmín Erla Ingadóttir 37.
2:3 Brynhildur Vala Björnsd. 48.
2:4 Jasmín Erla Ingadóttir 61.(v)
2:5 Hildigunnur Ýr Benediktsd. 74.
I Gul spjöldTinna Óðinsdóttir, Fatma
Kara og Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/
Víkingi)
Dómari: Gunnar F. Róbertsson, 8.
Áhorfendur: Um 150.
HK/VÍKINGUR – STJARNAN 2:5
MM
Hildigunnur Ýr Benediktsd. (Stj.)
M
Birna Jóhannsdóttir (Stjörnunni)
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörn.)
Edda María Birgisdóttir (Stjörn.)
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörn.)
Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjörn.)
Audrey Baldwin (HK/Víkingi)
Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingi)
Simone Kolander (HK/Víkingi)
1:0 Ída Marín Hermannsdóttir 11.
2:0 Hulda Hrund Arnarsdóttir 44.
3:0 Margrét B. Ástvaldsdóttir 72.
I Gul spjöldBerglind Rós Ágústsdóttir
(Fylki), Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
(Þór/KA).
Dómari: Sini Hakala, 7.
Áhorfendur: 183.
FYLKIR – ÞÓR/KA 3:0
M
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki)
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki)
Kyra Taylor (Fylki)
Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki)
Thelma L. Hermannsdóttir (Fylki)
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylki)
María C. Ólafs. Gros (Þór/KA)
Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
1:0 Brenna Lovera 27.
1:1 Sophie Groff 38.
2:1 Sigríður Lára Garðarsdóttir 52.
3:1 Cloé Lacasse 79.
3:2 Sophie Groff 83.
I Gul spjöldCaroline Van Slambrouck
(ÍBV), Kristrún Ýr Holm og Íris Una
Þórðardóttir (Keflavík)
Dómari: Atli Haukur Arnarsson, 5.
Áhorfendur: Um 120.
ÍBV – KEFLAVÍK 3:2
M
Caroline Van Slambrouck (ÍBV)
Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Helena Jónsdóttir (ÍBV)
Brenna Lovera (ÍBV)
Emma Kelly (ÍBV)
Cloé Lacasse (ÍBV)
Natasha Anasi (Keflavík)
Aytac Sharifova (Keflavík)
Sveindís Jane Jónsdóttir (Kefl.)
Sophie Groff (Keflavík)
Fyrirliði ÍR, Sig-
urkarl Róbert Jó-
hannesson, ætlar
að taka sér frí frá
körfuknattleiks-
iðkun og verður
því væntanlega
ekki með ÍR á
næsta keppnis-
tímabili. Karf-
an.is greindi frá
þessu í gær.
Sigurkarl skoraði 5,6 stig og tók
2,6 fráköst að meðaltali fyrir ÍR.
Sigurkarl lék vel í úrslitakeppninni.
Skoraði til að mynda 15 stig í odda-
leik Njarðvíkur og ÍR í Njarðvík í 8-
liða úrslitunum. Auk þess skoraði
hann fræga sigurkörfu gegn KR í
þriðja leiknum í úrslitarimmunni.
Hann er aðeins 21 árs og hefði vænt-
anlega fengið enn stærra hlutverk
hjá ÍR næsta vetur en liðið hefur
þurft að sjá á eftir lykilmönnum í
sumar: Mattíasi Orra Sigurðarsyni,
Sigurði Þorsteinssyni og Hákoni
Erni Hjálmarssyni.
Davíð Páll Hermannsson er aftur
kominn til Grindavíkur frá Keflavík.
Davíð gerði tveggja ára samning við
Grindavík sem fyrr í sumar tryggði
sér krafta Björgvins Hafþórs Rík-
harðssonar. Davíð hefur einnig leik-
ið með Haukum en er uppalinn í
Grindavík. Lið Grindavíkur féll úr
keppni í 8-liða úrslitum Íslandsmóts-
ins síðasta vetur.
Fyrirliði ÍR
tekur sér frí
frá körfunni
Sigurkarl Róbert
Jóhannesson
1:0 Berglind Baldursdóttir 21.
2:0 Alexandra Jóhannsdóttir 43.
2:1 Magdalena A. Reimus 69.
I Gul spjöldHeiðdís Lillýjardóttir og
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki),
Hólmfríður Magnúsdóttir og Karítas
Tómasdóttir (Selfossi)
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson, 8.
Áhorfendur: 317.
BREIÐABLIK – SELFOSS 2:1
M
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðab.)
Agla María Albertsdóttir (Brei.)
Berglind B. Þorvaldsdóttir (Breið.)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Hildur Þóra Hákonardóttir (Breið.)
Kelsey Wys (Selfossi)
Cassie Lee Boren (Selfossi)
Brynja Valgeirsdóttir (Selfossi)