Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 2

Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Erum á facebook Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veðurhorfur næstu daga og um verslunarmannahelgina eru góðar samkvæmt nýjustu spám. Útlit er fyrir áframhaldandi hlýtt veður á landinu frá fimmtudegi til laug- ardags. Þá verður austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt á landinu öllu. Hitamet féll í Ásbyrgi í gær en þar fór hitinn upp í 25,9 gráður. Hitabylgja sem geisar í Evrópu um þessar mundir hefur þegar gert vart við sig á Íslandi og eru líkur á að hún muni ná yfir landið á næstu dögum. Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að miðað við hve ört spáin hafi breyst á undanförnum dögum sé erfitt að fullyrða um veð- urhorfur yfir verslunarmannahelg- ina. Fyrir stuttu var spáð rigningu í Vestmannaeyjum um þjóðhátíð- arhelgina en nú er útlit fyrir þurr- ara veður. „En þetta lítur að mörgu leyti ágætlega út. Það er engin stórviðri að sjá og enga úrkomu og það er ekki mjög kalt eða neitt svoleiðis, þannig að þetta lítur allt saman þokkalega út,“ segir Óli. Hann segir að eftir fimmtudag sé útlit fyrir að mestu hlýindin verði gengin yfir en þó verði ágætlega milt loft yfir landinu. Gæti hitinn einhvers staðar náð 20 stigum. „Það er ekki alveg víst að það verði þurrt um landið, með suður- ströndinni,“ segir Óli en tekur fram að veðurhorfur séu almennt góðar um verslunarmannahelgina. Spáin um verslunar- mannahelgi lítur vel út Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásbyrgi Þar mældist mestur hiti sumarsins í gær, eða 25,9 stig.  Hitamet sum- arsins féll í gær Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Frá því Már Guðmundsson seðla- bankastjóri setti sérstakar reglur sem bönnuðu tilteknum starfsmönn- um bankans að taka þátt í gjaldeyr- isútboðum bankans, vegna hinnar svokölluðu fjárfestingarleiðar, veitti bankinn engum starfsmönnum sem undir reglurnar féllu heimild til þátt- töku í leiðinni. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Morgunblaðsins þar um. Þann 7. febrúar 2012 undirritaði Már sérákvæði við reglur Seðla- bankans um meðferð trúnaðarupp- lýsinga og verðbréfa- og gjaldeyris- viðskipti starfsmanna nr. 831/2002. Það gerði hann rúmu hálfu ári eftir að bankinn hélt fyrsta útboð sitt á gjaldeyri á grundvelli fjárfestingar- leiðarinnar. Með henni gafst lang- tímafjárfestum tækifæri til þess að kaupa krónur fyrir erlendan gjald- eyri að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Þannig tókst Seðlabankan- um að leiða saman aðila sem tilbúnir voru að skipta gjaldeyri í krónur og hleypa eigendum svokallaðra aflandskróna út úr hagkerfinu án þess að það ylli miklum óstöðugleika í íslensku hagkerfi sem á þessum tíma barðist við eftirhreytur banka- hrunsins. Þeir sem þátt tóku fengu því að kaupa íslenskar krónur á verulegum afslætti m.v. skráð gengi gjaldmiðilsins á þeim tíma. Áttu að girða fyrir misnotkun Fyrrnefndar reglur setti seðla- bankastjóri í því skyni að koma í veg fyrir að starfsmenn bankans sem „höfðu eða gátu haft upplýsingar um áætlun um losun fjármagnshafta eða upplýsingar um útfærslu og fram- kvæmd gjaldeyrisútboða og fjárfest- ingarleiðar bankans,“ eins og það er orðað í svari bankans við fyrirspurn Morgunblaðsins. Í svarinu segir enn fremur: „Þeir starfsmenn sem nefndir voru í breytingareglunum voru þeir sem vegna stöðu sinnar gátu haft upplýsingar um eða gátu hafa tekið þátt í mótun áætlunar um losun fjármagnshafta eða regluverks fjárfestingarleiðar Seðlabankans.“ Gögn sem Morgunblaðið hefur undir höndum sýna hins vegar að hópurinn sem undir reglurnar féll var ítarlegri en gefið er til kynna í svari bankans. Þeir sem undir þær féllu voru auk seðlabankstjóra og aðstoðarseðla- bankastjóra, aðalhagfræðingur og aðallögfræðingur, framkvæmda- stjórar á vettvangi bankans, nefnd- armenn peningastefnunefndar, starfsmenn sem sátu í framkvæmda- nefnd um fjárfestingarleið, starfs- menn lánamála ríkissjóðs, starfs- menn gjaldeyrieftirlitsins og aðrir starfsmenn sem tóku þátt í að móta sérgreindar reglur og skilmála í tengslum við áætlun um afnám haft- anna, meta áhrif áætlunarinnar á stöðugleika í peninga- og gengismál- um og sá að öðru leyti um fram- kvæmd á gjaldeyrisútboðum og fjár- festingarleið. Átti ekki aðeins við um sjálfa starfsmenn Seðlabankans Auk þessara starfsmanna bank- ans féllu einnig undir reglurnar makar, makar í staðfestri samvist og sambúðarmakar, ófjárráða börn, kjörbörn og stjúpbörn á heimili við- komandi starfsmanna, önnur skyld- menni sem bjuggu á heimili með starfsmönnum og höfðu búið á heim- ili viðkomandi starfsmanna í a.m.k. eitt ár. Þá var lögaðilum sem tengd- ust þeim starfsmönnum bankans sem féllu undir reglurnar einnig óheimil þátttaka. Settu reglur um þátttöku í fjárfestingarleið  Seðlabankinn veitti engum sem undir reglurnar heyrði heimild til þátttöku Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Annaðist framkvæmd fjárfestingarleiðarinnar 2011-2015. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Flugmaður flugvélar sem hlekktist á við flugtak á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum síðdegis á laugardag var úrskurðaður látinn á vettvangi. Flugslysið á laugardaginn er ann- að slysið sem verður á þessum flug- velli á skömmum tíma. Síðastliðinn fimmtudag hlekktist annarri flugvél þar á í lendingu. Í samtali við mbl.is um helgina sagði Ragnar Guðmundsson, rann- sakandi hjá flugsviði rannsóknar- nefndar samgönguslysa, ekki vera til athugunar hvort flugvöllurinn hefði eitthvað með slysin að gera á þessu stigi málsins. 33 mál til rannsóknar Þyrla var send af stað vegna slyss- ins en var síðan snúið við. Björgun- arsveitir voru einnig kallaðar á vett- vang að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það hafa orðið óvenjumörg flug- slys á skömmum tíma,“ segir Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Nú hafa fleiri týnt lífum í flugslys- um hérlendis á árinu en bílslysum. Þrír létust í flugslysi fyrr í sumar en það var fyrsta banaslysið í flugi frá árinu 2015. Tala látinna er því komin upp í fjóra. Þrír hafa látið lífið í bíl- slysum á þessu ári. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með 33 mál á flugsviði opin, 31 mál hafa komið inn á borð sviðsins þetta árið og eru 13 þeirra enn opin. „Það er búið að vera mun meira að gera undanfarið í slysa- og atvika- rannsóknum en vant er,“ segir Ragnar. Hann segir ótímabært að fullyrða um ástæður þess að meira sé um flugslys nú en vant er. „Þar sem þessar rannsóknir eru ekki komnar á það stig að hægt sé að segja eitthvað.“ Sömuleiðis kýs Ragnar að tjá sig ekki um það hvort rannsóknarnefnd samgönguslysa þurfi á auknum mannafla að halda til þess að bregð- ast við þessu aukna álagi. Ekki hafa fleiri látist í flugslysum hérlendis síðan árið 2000 þegar sex manns létust í einu banaslysi. Þá hrapaði flugvél á vegum Leiguflugs Ísleifs Ottensen í sjóinn í Skerjafirði. Í fyrra var ekkert mál skráð sem flugslys. Rannsókn á flakinu bíður Spurður um stöðuna á rannsókn banaslyssins á Haukadalsflugvelli segir Ragnar: „Ég lauk vettvangsrannsókn eld- snemma á sunnudagsmorgun. Flak- ið er komið í geymslu sem rannsókn- arnefndin er með til umráða. Vinna við að rannsaka flakið frekar er ekki hafin.“ Morgunblaðið/Hari Rannsókn Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna slyssins lauk snemma í gærmorgun. Óvenjumörg flugslys á skömmum tíma  Einn lést í flugslysi á laugardag  Ekki fleiri látist í 19 ár Flugmaðurinn sem lést í slys- inu hét Sigur- vin Bjarnason. Hann var 64 ára gamall. Sigurvin lætur eftir sig eig- inkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Sigurvin var þjálfunarflugstjóri hjá Icelandair og hafði yfir 40 ára reynslu sem flugmaður og flugstjóri. Nafn flug- mannsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.