Morgunblaðið - 29.07.2019, Síða 10
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flak þýska „gullskipsins“ SS Minden,
sæfjöll og eldstöðvar voru á meðal
þess sem sást þegar leiðangursmenn
á hafrannsóknaskipinu Árna Frið-
rikssyni kortlögðu alls um 47 þúsund
ferkílómetra hafsbotnsins suður af
landinu í júní sl. Dýptarbilið sem
mælt var á var frá 1.700 til 2.600
metrar.
Svæðið sem nú var mælt var það
stærsta sem nokkru sinni hefur verið
kortlagt með fjölgeislamælingum í
einum leiðangri í íslenskri efnahags-
lögsögu, samkvæmt frétt Hafrann-
sóknastofnunar. Þar með er búið að
kortleggja nærri þriðjung hafsbotns-
ins innan efnahagslögsögunnar. Leið-
angurinn stóð frá 4. til 28. júní og var
hann hluti af átaksverkefni Hafrann-
sóknastofnunar um kortlagningu
hafsbotnsins í efnahagslögsögu Ís-
lands. Það er m.a. forsenda frekari
vísindarannsókna.
Stærsti hluti rannsóknarsvæðisins
er þakinn seti sem hefur safnast fyrir
með ýmsu móti í tímans rás. Í mæl-
ingunum nú og mælingum í fyrra-
sumar fékkst samfelld mynd af tveim-
ur aðalfarvegum frá landgrunnsbrún
og að lögsögumörgum í suðri. Þeir
eru kenndir við Reynisdjúp og Mýr-
dalsjökul. „Leiðir þeirra og fleiri far-
vega sameinast í meginfarvegi Norð-
ur-Atlantshafsins,
Maury-farveginum, syðst á mælinga-
svæðinu. Víða sjást merki um neðan-
sjávarskriður,“ segir í fréttinni.
„Í rótum Íslands-Færeyjahryggs-
ins komu í ljós misgengissprungur,
sæfjöll eða eldstöðvar sem í sumum
tilvikum var ekki vitað um áður. Þar
koma fram ýmis setform, svo sem set-
öldur, hryggir og stallar.“
Samhliða fjölgeislamælingunum
voru gerðar jarðlagamælingar (set-
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Finnur Arnar Arnarson myndlist-
armaður varð ásamt fleirum vitni að
heldur ófallegri atburðarás þegar
hann var á veiðum í síðustu viku í
Húseyjarkvísl í Skagafirði. Fyrst sá
hann álftahjón og hálfstálpaðan unga
þeirra, þó ófleygan, fljóta í rólegheit-
um í ánni. Klukkan var að ganga tólf
á hádegi mánudags.
Tveir svartir hundar nálgast eftir
árbakkanum og annar þeirra fer að
gelta þegar hann sér álftirnar. Hann
greikkar sporið
þar til hann tekur
beinlínis á rás á
undan félaga sín-
um. Hann þýtur í
áttina að fugl-
unum og endar á
að stökkva út í
ána. Hann syndir
eins og óður
hundur í áttina að
þeim, foreldr-
unum tekst með naumindum að tak-
ast á loft og færa sig frá en eftir situr
unginn sem virðist rétt eiga eftir að
ná tökum á fluginu. Honum eru því
allar bjargir bannaðar, lýsir Finnur.
Hundurinn króar ungann svo af í
átt að bakkanum þar sem hinn hund-
urinn bíður. Unginn er kominn á
land, hundarnir tryllast og tæta hann
í sig. Hann liggur svo í valnum, blóð-
ugt fiður á víð og dreif um bakkann.
Hundarnir skilja hræið eftir og
skokka á brott.
Skipulögð aftaka
„Þá voru þeir ekki ósvipaðir sléttu-
úlfum, það var svo skrítin ró yfir
þeim,“ segir Finnur en lýsingarnar að
ofan eru allar hans. Hann var við
veiðar ásamt þremur félögum sínum
á silungasvæðinu neðarlega í
Húseyjarkvísl þegar þeir urðu varir
við þessar aðfarir hundanna. „Þetta
var bara skipulögð aftaka. Þeir voru
ekki að éta neitt, heldur bara drepa.
Aðeins fiðrið lá eftir,“ segir Finnur.
Hann hefur sjaldan ef nokkurn tím-
ann séð annað eins.
„Svo vorum við þarna rétt hjá
áfram að veiða og foreldrarnir urðu
eftir grenjandi og kvakandi tímum
saman, unginn þeirra dauður, einka-
sonurinn,“ segir hann. Finnur segir
að það sem hann hafi orðið vitni að
hafi honum ekki þótt eðlileg hegðun,
svona grimmd sé hann ekki vanur að
sjá í hundum. „Maður veit samt að
hundar eiga þetta til, að þeir geta orð-
ið trylltir. Manni leið eins og þessir
tveir hafi alveg gert þetta áður og
væru líklegir til að drepa eitthvað
stærra, jafnvel lömb,“ segir hann.
„Þeir virtust helst vera úlfar.“
Finnur var hálfpartinn eftir sig eft-
ir að hafa fylgst með aðförunum og
hringdi í lögregluna á Sauðárkróki og
benti henni á málið. Ekki lá fyrir hver
var eigandi hundanna eða hverrar
tegundar þeir væru, þótt þeir virtust
vera fjárhundar einhvers konar.
Finnur og félagar skimuðu eftir
hundunum aftur á ferðum sínum um
svæðið en fundu þá ekki aftur. Þeir
höfðu farið annað, hugsanlega á frek-
ari veiðar.
Hundar rifu í sig
ófleygan álftarunga
Króuðu lítinn unga af og tættu í sig Eftir lá fiður við
árbakkann „Eins og sléttuúlfar,“ segir veiðimaður
„Þetta er þekkt dæmi. Þegar hundar fá að koma saman
tveir til þrír og leika lausum hala. Þá kemur upp eitt-
hvert hjarðeðli í þeim,“ segir Guðbjörg Þorvarðardóttir
dýralæknir. Hún segir að rólegustu hundar geti umturn-
ast, þegar þeir fara af stað í svona leiðangra með öðr-
um hundum. Því sé varhugavert að leyfa þeim að leika
lausum hala saman og fara á flakk, því sömu hundar
leika ekki sama leik þegar þeir eru í fylgd fólks og held-
ur ekki einsamlir.
„Þeir eru bara að drepa. Þeir eru svona eiginlega að
taka bráðina en eru síðan ekkert svangir, bíta hana bara
og skilja hana eftir. Þegar þeir drepa fé fara þeir stundum með það í ár og
drekkja því eftir að hafa bitið það,“ segir hún. Hún segir þá hegðun
þekkta en að venjulega sé hundum lógað sem hafa gerst uppvísir að því
að taka þátt í slíku drápi. „Þá er þeim bara ekki treystandi í kringum fé,“
segir Guðbjörg, sem þekkir fleiri dæmi um að hundar fari í fé en að þeir
fari í fugla, þótt það þekkist líka. Eðlilega er bændum ekki vel við það að
hundar þeirra fari á flakk og allra síst í félagsskap annarra hunda.
Guðbjörg segir að þessi úlfslega hegðun þekkist meðal ýmissa teg-
unda. Hún þekki mál af hundum af tegundinni border collie, íslenskum
fjárhundum, husky-hundum og blendingum sem hafa gerst sekir um
svona hegðun. Svona er ekki líklegt að komi upp hjá minni tegundum.
DÝRALÆKNIR KANNAST VIÐ SVIPUÐ ATVIK
Guðbjörg
Þorvarðardóttir
Varhugavert ef hundar
leika lausum hala
Ljósmynd/Colourbox
Hundur Talið er að hundarnir hafi
verið af tegundinni border collie.
Morgunblaðið/Ómar
Álftir Álft með ungum sínum, mynd-
in er tekin úr myndasafni blaðsins.
Finnur Arnar
Arnarson
þykktarmælingar) sem sýna afstöðu
setlaga nokkra tugi metra niður fyrir
hafsbotninn.
Á heimleiðinni var einnig farið yfir
tvo þekkta jarðhitastaði við Eldey á
Reykjaneshrygg og staðfest að þar er
virkt uppstreymi.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Rannsóknir Árni Friðriksson mældi stórt svæði á hafsbotni lögsögunnar.
Stór kortlagning
á hafsbotninum
Árni Friðriksson kortlagði 47.000 km2
SS Minden sökk í september
1939 djúpt suðaustur af Íslandi.
Flak skipsins birtist í fjölgeisla-
mælingum Árna Friðrikssonar
sem boglaga þústir á 120 metra
löngum kafla á 2.275 metra
dýpi.
Sem kunnugt er leyfðu ís-
lensk stjórnvöld fyrirtæki í Eng-
landi, Advanced Marine Servi-
ces, að leita að verðmætum í
skipsflakinu í fyrrasumar. Talið
var að þar leyndust allt að fjög-
ur tonn af gulli og var fyrirtækið
á höttunum eftir gulli eða silfri.
Leitin bar ekki árangur að því er
fréttir hermdu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umhverfisstofnun í gær hefur
ekki borist umsókn um leyfi til
frekari leitar að verðmætum í
flaki SS Minden.
Ekki sótt um
frekari leit
„GULLSKIPIГ SS MINDEN
Skip Porta, systurskip SS Minden.
Einar Bárðarson
hefur verið ráð-
inn fram-
kvæmdastjóri
Votlendissjóðs-
ins.
Markmið
sjóðsins er að
draga úr losun
gróðurhúsa-
lofttegunda úr
náttúru Íslands með endurheimt
votlendis í samstarfi landeigenda,
ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, fé-
lagasamtaka og einstaklinga.
Einar hefur á síðustu árum starf-
að sem stjórnandi í ferðaþjónustu
og almannatengslum. Á árunum
2012 til 2015 gegndi hann starfi
forstöðumanns Höfuðborgarstofu. Í
framhaldi af því var hann rekstr-
arstjóri hjá Reykjavík Excursions
og svo síðast í tímabundinni ráðn-
ingu sem samskiptastjóri Hafn-
arfjarðarbæjar. Einar er með
meistaragráðu í viðskiptum og
stjórnun frá Háskólanum í Reykja-
vík frá árinu 2012.
Einar Bárðar til
Votlendissjóðsins
Einar Bárðarson