Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Dásamlegur þvottur
- einfalt, íslenskt
stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn
í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Þvottavél 134.990 kr.
Þurrkari 164.990 kr.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Lögregluyfirvöld lyfjamála í Banda-
ríkjunum (e. Drug Enforcement Ad-
ministration, DEA) báðu Actavis um
að draga úr framleiðslu ópíóíðalyfja
sem fyrirtækið seldi í Bandaríkjunum
um 30 til 40 prósent árið 2012, þegar
ópíóíðafaraldur geisaði í landinu, að
því er fram kemur í umfjöllun Wash-
ington Post.
Actavis er sagt eitt þriggja fyrir-
tækja sem seldu hvað mest af slíkum
lyfjum í Bandaríkjunum árin 2006 til
2012. Lyfin voru markaðssett sem
óávanabindandi verkjalyf, en reynsl-
an hefur sýnt annað.
Washington Post vísar til dóms-
skjala úr málum sem voru höfðuð til
þess að draga lyfjafyrirtæki til
ábyrgðar vegna ópíóíðafaraldursins.
Snýr málið sérstaklega að lyfinu Ox-
ycodone sem sem Purdue þróaði, en
fram kemur að samheitalyfjafyrir-
tæki voru stærstu framleiðendur og
söluaðilar lyfjanna. Mallinckrodt
Pharmaceuticals var stærsti framleið-
andinn, en Actavis og Par Pharma-
ceutical eru einnig nefnd.
Róbert Wessman var forstjóri Act-
avis þegar útrás þess hófst og eign-
aðist Björgólfur Thor Björgólfsson
fyrirtækið árið 2007, en það fór í hend-
ur Deutsche Bank í efnahagshruninu.
Actavis var selt árið 2012 og hefur
eignarhald breyst margsinnis frá
þeim tíma. Einnig hafa eignir Actavis
skipt um eigendur, en Coripharma
keypti verksmiðju fyrirtækisins í
Hafnarfirði af ísraelska fyrirtækinu
Teva.
Ópíóðafaraldurinn og Actavis
Nefnt í umfjöllum um dómsmál gegn lyfjafyrirtækjum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Formaður Félags atvinnurekenda
(FA) kveðst ekki átta sig á auknu
framboði á lambahryggjum sem virð-
ist hafa orðið til frá því fyrr í sumar.
Talsmenn stórra afurðastöðva segja
enga þörf á að flytja inn lamba-
hryggi. Heimild til innflutnings á
lambahryggjum hefur ekki verið gef-
in.
„Það komu ábendingar fyrir
nokkru um að það yrði viðvarandi
skortur á lambahryggjum alveg fram
að sláturtíð,“ sagði Magnús Óli Ólafs-
son, stjórnarformaður FA. „Ég átta
mig ekki á því hvaða breytingar urðu
og hvernig það kom til að þegar hálf-
ur til einn mánuður er í sláturtíð er
ekki lengur þörf á innflutningi. Ég
kann ekki heldur að útskýra hvaðan
þessar birgðir af hryggjum komu
sem menn töldu sig ekki geta gengið í
á sínum tíma.“
FA hefur óskað eftir því að Sam-
keppniseftirlitið skoði háttsemi af-
urðastöðva, sem leitt hafi til fyrir-
sjáanlegs skorts á lambahryggjum í
verslunum, og viðbrögð stjórnvalda
við fyrirsjáanlegum skorti.
Magnús kvaðst ekki muna til þess
áður að talað hafi verið um yfirvof-
andi skort á vöru og það síðan dregið
til baka. Þau hjá FA ætla að hittast í
vikunni og fara yfir málið.
Afgreiða hryggi alla daga
„SS á nóg af hryggjum fram til
sláturtíðar fyrir allar SS-vörur og þá
viðskiptavini sem hafa keypt
hryggjavörur af okkur,“ sagði Stein-
þór Skúlason, forstjóri SS. „Við erum
að afgreiða hryggi alla daga. Þú munt
sjá þær vörur sem við erum með á
markaði fram að sláturtíð, frosnar og
ferskar kótilettur, marineraðar og
annað slíkt.“ Hann sagði að SS ætti
ekki umframbirgðir ef aðra en fasta
viðskiptavini vanti hryggi. Slíkar fyr-
irspurnir hafi þó borist.
Fyrirtækið gæti þess að eiga hæfi-
legt magn af hverjum hluta skrokks-
ins. Enginn liggi með umframbirgðir
af tilteknum parti í von um að ein-
hver kynni vilja kaupa það. Steinþór
kvaðst hafa heyrt að fleiri af-
urðastöðvar en SS séu að afgreiða
lambahryggi.
Þrýstingur frá innflytjendum
„Við erum að afgreiða lamba-
hryggi,“ sagði Ágúst Andrésson, for-
stöðumaður Kjötafurðastöðvar KS.
Hann sagði dæmi um það upp á síð-
kastið að stórir viðskiptavinir hefðu
afþakkað að kaupa heila lamba-
hryggi. „Þeir eru að búast við inn-
flutningi. Kannski sjá þeir einhverja
möguleika á að fá ódýrari vöru er-
lendis frá,“ sagði Ágúst. Hann taldi
að innflytjendur væru að þrýsta á um
innflutning.
Ágúst sagði enga þörf á að flytja
inn lambahryggi eða hryggjar-
sneiðar. Vörur á borð við fille, kór-
ónur, lundir og aðrar hryggjafurðir
séu til. Flestir sláturleyfishafar eigi
nóg af þessum vörum fyrir sína við-
skiptavini. Hann sagði sláturtíð hefj-
ast 15. ágúst og birgðir myndu end-
ast fram að því.
Offramleiðsla og birgðasöfnun hafi
verið mikið vandamál íslenskra sauð-
fjárbænda og afurðastöðva, að sögn
Ágústs. Tekist hafi að ná tökum á
þessum vanda. „Það væri glatað ef
ráðherra tæki ákvörðun um að leyfa
innflutning á lambakjöti loksins þeg-
ar okkur hefur tekist að koma bönd-
um á birgðavanda í sauðfjárrækt.
Þetta er það sem hefur mest áhrif á
afkomu sauðfjárbænda í dag,“ sagði
Ágúst.
Ekki skortur á
lambahryggjum
Boðaður var skortur á vörunni
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Lambakjöt Lítið virðist hafa ræst úr boðuðum skorti á lambahryggjum.