Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á sumarhusavorn.is
Mér finnst nú vera
tímabært að Íslend-
ingar finni leið til að
horfast í augu við
vinnuþrælkunar-fortíð
sína til að ánetjast
ekki slíku óþarflega
mikið í framtíðinni.
Vitundarvakning
Það var góðs viti er
verkalýðsfélagið Efl-
ing nefndi í síðustu kjarabaráttu
sinni að nú væri í senn kominn
tími til að stytta vinnutíma sem og
yfirvinnu. Og að viðurkenna að við
erum að vinna okkur burt frá erf-
iðisvinnunni með því að ýta henni
yfir á farandverkafólkið frá út-
löndum! Samt er það svo að Ís-
lendingar eru kannski flestir
ennþá að vinna meira en lífsstíls-
sálfræðingar myndu mæla með.
Flestir eru þó kannski meðvitaðir
um að of mikil vinna getur hleypt
sálarlífinu í dróma, jafnvel skemmt
það, að ekki sé talað um skerðingu
á valfrelsi, menningarlífi og frí-
tíma.
Þó komast t.d. foreldrar barna-
fjölskyldna líkast fæstir undan því
að vinna yfirvinnu til að kaupa sér
íbúð.
Erfiðara menntaskólanám
Það skýtur því skökku við að
menntaskólar landsins eru allir
farnir að breyta námi
sínu í þriggja ára
hraðbraut. Og þar
með neyða nemendur
sína til að nálgast
nám sitt sem nauð-
ungarvinnu í stað þess
að gera það að menn-
ingaruppeldi í rólegu
félagsmálaumhverfi,
líkt og áður tíðkaðist.
Skólarnir virðast
þannig vera að reyna
að breyta öllum í
verkafólk í hagnýtum
menningargreinum á tíma þegar
meira rúm er þó fyrir óhagnýtu
háskólagreinarnar og minna liggur
á að koma fólki út í atvinnulífið
vegna tilkomu farandverkafólks
sem og lengingar vinnuævinnar.
Þó getur yfirvinna hentað sum-
um; jafnvel sumum verðandi pró-
fessorum. Enda krefjast fram-
haldsgráður í háskóla eftir þá
fyrstu einatt fórnfúsrar vinnusemi
eða sérlega vinnusamra náms-
manna að upplagi.
Námskeið um vinnuböl?
Flestir þurfa að vinna óhóflega
mikið einhvern tíma. Þó væri nú
ráð að hafa námskeið í mennta-
skólum fyrir nemana um hverju
þeir gætu verið að missa af. Og
segja þeim þar frá vinnufólki fyrri
alda á Íslandi sem þurfti að vera
sívinnandi bara til að lifa af. Og
frá formlega þrælahaldinu sem
tíðkaðist á Íslandi fram á tólftu öld
á þrælum keyptum frá Noregi og
Bretlandi. Spyrja þá síðan hver
hafi þá verið munurinn á þrældómi
þessum og vinnuþrælkun síðari
tíma? (Ef ég væri enn að kenna
sögu og félagsfræði í menntaskóla
myndi ég svo vitna hér í tímaritið
Sögu frá 1977!)
Þannig mætti hvetja efasemda-
mennina til að skipta yfir í fjöl-
brautaskóla sem leyfa enn fjög-
urra ára stúdentsnám; sérstaklega
ef þeir eru að upplagi efni í t.d.
einnar gráðu háskólanám í minna
hagnýtum greinum svo sem heim-
speki, bókmenntafræði, sögu eða
mannfræði og hyggjast svo finna
sér sínar persónubundnu leiðir í
atvinnulífinu eftir þann tíma.
Skuldum við ekki börnum okkar
slíka valkosti?
Í ljóði mínu Námsárin í baksýn
lýsi ég m.a. tilfinningu minni af að
vera þá valfrjáls nýnemi í háskóla-
lífinu með þessum hætti:
Hef ekki lengur neina skoðun,
vil bara ná mér í nýja kærustu
og búa mér til fræðimannaframtíð
heima á Fróninu þjóðtungunnar.
Allir vita nú betur hér en ég
um hvað hæfir hispurssveinum
og ég velkist hér í fjölmörgum vögg-
um
er skulu henta
miðstéttar-menningarbörnum.
Viðurkennum skaðsemi
vinnuþrælkunar
Eftir Tryggva
V. Líndal » Og að spyrja þá síð-
an hver hafi þá verið
munurinn á þrældómi
þessum og vinnuþrælk-
un síðari tíma?
Tryggvi V Líndal
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
Í júlí 2016 voru
lengstu járnbraut-
argöng í heiminum
formlega opnuð í Sviss
tæpum sjö áratugum
eftir að fyrstu teikn-
ingarnar af þeim voru
lagðar fram. Vand-
kvæði á fjármögnun
ganganna ollu því að
framkvæmdir við
þetta samgöngu-
mannvirki hófust ekki
fyrr en árið 1999.
Um ókomin ár tengjast hin 57 km
löngu Gotthard Basistunnel-göng
neti nýrra ganga undir Ölpunum.
Þau liggja mun lægra en hin gömlu
og eru næstum jafnlöng. Nú þeys-
ast lestirnar milli Norður- og Suð-
ur-Evrópu á allt að 250 km hraða á
klukkustund.
Í desember 2016 áttu fyrstu lest-
irnar að þjóta í gegnum hin 57 km
löngu Gotthard Basistunnel-göng.
Talið er að gerð þeirra hafi gengið
vel án þess að vandamál hafi komið
upp. Um langt skeið höfðu risavaxin
tæki borað sig í gegnum fjallið. Árið
2016 var unnið við að leggja loka-
hönd á verkið sem var langt á und-
an áætlun þegar lagðir voru teinar
og rafmagnsleiðslum komið fyrir.
Fyrir 8 árum var 16 km prufuleið í
göngunum tekin í notkun, og þegar
þau valda byltingu í lestarsam-
göngum um Alpana geta þessar far-
þegalestir náð 250 km hraða á klst.
Á þessum hraða getur ferð í gegn-
um göngin tekið innan við 15 mín-
útur.
Þessi tenging er talin mikilvæg
skammleið fyrir fjölmargar aðrar
flutningalestir, sem flytja vörur
milli norður- og suðurhluta Evrópu.
Til að byrja með fara flutningalest-
irnar á aðeins 160 km hraða í gegn-
um lengstu göng síðari tíma, sem
vitað er um í nýju neti svonefndra
Basistunnela í Ölpunum. Öll þessi
göng eiga það sameiginlegt að þau
liggja mun lægra við fjallsrætur og
eru þess vegna nefnd Basistunnel,
það gæti þýtt grunngöng.
Ölpunum hefur ævinlega verið
lýst sem ókleifum vegg milli Norð-
ur- og Suður-Evrópu. Einn þeirra
fáu staða þar sem hægt var að klífa
múrinn var Gotthard-skarðið í 2.108
m hæð yfir sjávarmáli. Áður tók
heilan dag að komast þar yfir, en á
vetrum var skarðið algjörlega ófært
vegna snjóþyngsla og illviðris. Leið-
in styttist um 45 km
eins og við þekkjum
milli Vesturlands og
höfuðborgarsvæðisins,
með tilkomu Hval-
fjarðarganganna.
Lítið er vitað um
hvar og hvenær hug-
myndir um jarð-
gangagerð í heiminum
komu fyrst fram og í
hvaða landi svona sam-
göngumannvirki varð
að veruleika í fyrsta
sinn. Í tímaritinu Lif-
andi vísindum kom fram árið 2012
að hugmyndir um járnbrautargöng
hefðu verið snemma á ferðinni.
Fram kom í þessu tímariti að eftir
10 ára erfiðisvinnu hefði fyrstu
járnbrautargöngin í gegnum St.
Gotthard-skarðið verið opnuð árið
1882. Hér skal ósagt látið hvort
þetta geti staðist. Engar heimildir
eru til um hvort þessi járnbraut-
argöng séu 136 ára gömul. Fullyrt
er í Lifandi vísindum að þetta hafi
þá verið lengstu göng heims með
sína fyrstu 15 km og séu ennþá mik-
ið notuð. En aðkoman að þeim er
löng og torfær. Lestirnar mjakast
hægt að göngunum og á leiðinni
fara þær næstum í hnút á þröngri
og snúinni leið. Á hvern km er
hækkunin heilir 26 metrar, sem
þýðir að venjulega er nauðsynlegt
að koma lestinni upp í 1.150 m hæð
að gangamunnanum. Nýju Basis-
tunnel-göngin liggja 600 metrum
neðar en hin gömlu. Hæsti punkt-
urinn er 549 metrar yfir sjávarmáli,
þarna er leiðin að gangamunnanum
mun auðveldari yfirferðar. Á hvern
kílómetra er mesta hæðarhækkun
utan ganganna 12,5 metrar. Inni í
göngunum hækka teinarnir mest
eða lækka um 8 metra á hvern kíló-
metra. Það þýðir að lestirnar spara
mikla orku að hluta til, þar sem þær
þurfa ekki lengur að mjaka sér hátt
upp á milli fjallanna, og einnig þar
sem nýju göngin hafa langtum
beinni tengingar, og stytta ferðina
um heila 40 km. En bein eru þau
samt ekki
Lengstu járnbraut-
argöng heims
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
»Nú þeysast lestirnar
milli Norður- og
Suður-Evrópu á allt að
250 km hraða á klukku-
stund.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar
allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
SMARTLAND
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is