Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
VELKOMIN Á NÝJU VEFSÍÐUNA OKKAR
Uppgötvaðu vörurnar okkar og kosti þess að versla á netinu
Af þeim hrein-
dýrum sem felld voru
í fyrra höfðu á fjórða
tug gömul skotsár.
Það er ekki hátt hlut-
fall af heildarfjölda
felldra dýra en það
sýnir samt að hrein-
dýraveiðum – eins og
öllum veiðum – fylgir
heiftarlegt dýraníð.
Öll þessi dýr höfðu
lifað af fyrri skotárásir veiðimanna.
Kannski bækluð og limlest, þótt
þau hafi tórt, til þess eins að vera
skotin aftur.
En hvað með öll þau dýr sem
voru skotin án þess að lifa af; kom-
ust undan veiðimanni til þess eins
að deyja drottni sínum í sárum og
kvölum? Blýkúlur valda oft ígerð í
sárum og svo drepi og blóðeitrun;
langvinnum og heiftarlegum dauð-
daga.
Kannski ráfa særð dýr um með
brotinn fót, splundraða mjöðm eða
sundurskotið trýni – ófær um að
ná sér í næringu – dögum eða vik-
um saman. Þar til dauðinn loks
líknar.
Yfirkeyrð lýsing? Nei, því miður,
þetta er raunveruleikinn; skugga-
hlið og skelfing hreindýraveiða.
Hræðileg meðferð á saklausum og
varnarlausum dýrum sem ekkert
hafa til saka unnið.
Og áhugi veiðimanna er slíkur að
aðeins helmingur
þeirra sem vilja kom-
ast í drápið kemst að.
Kostar þó 150.000 kr.
að fá að drepa tarf og
86.000 kr. kostar
drápið á kú.
Veiðimenn virðast
hafa af þessu mikla
gleði og unun og
verða þá þessir fjár-
munir óverulegir og
smáir, alla vega miðað
við þá drápsgleði og
fróun sem drápið virð-
ist veita. Til eru þeir líka sem virð-
ast telja svona dráp saklausra og
varnarlausra dýra til stórvirkja og
hetjudáða.
Hvers konar menn eru þetta?
Alls konar menn, líka flottir og fín-
ir, alla vega á ytra borði, en það
hlýtur að vera blindur blettur í
þeim; einhvers staðar í sálinni.
Sumir veiðimenn, líka konur,
tala um „kikkið“ sem það veitir að
sjá fallegt og tignarlegt – en sak-
laust og varnarlaust – dýrið falla í
valinn, ef drápstilraunin tekst þá,
og skiptir þá litlu máli þó að eftir
standi 8-10 vikna móðurlaus og
hjálparvana kálfur. Ekkert stórmál
það! Þetta er bara skepna.
Lengi vel var skylda við dráp á
hreindýrskúm að drepa kálf með,
því vitað var að hann myndi eiga
erfitt uppdráttar – burðalítið og
ósjálfbjarga ungviðið, enn á spena
og það til margra mánaða ef móður
ætti.
Þá kom í ljós, að í stað þess að
skjóta kálf felldrar kýr skutu veiði-
menn bara stærsta kálfinn í hjörð-
inni – meira kjöt, meira fyrir pen-
inginn – og sköpuðu þar með enn
meiri angist, vansæld, hörmungar
og ringulreið í hjörðinni.
Einhverjum ráðherra fannst
þetta ekki nógu gott, skildi kannski
að hreindýr eru líka háþróuð spen-
dýr með margvíslegt skyn og til-
finningar og var þá ákveðið að
skjóta bara kýr.
Skyldu kálfar lifa áfram – þótt
sumir væru rétt átta vikna þegar
kúadráp hefst – í þeirri von að ein-
hverjar eftirlifandi kýr myndu taka
þá að sér – þótt ónáttúrulegt væri,
vetur yrði mildur og að kálfar
myndu tóra veturinn af; kannski
þyrstir, svangir, magrir og heift-
arlega hrjáðir, en hvað með það.
Þetta eru bara skepnur.
Í ár ákvað umhverfisráðherra,
Guðmundur Ingi, að drepa mætti
1.451 hreindýr. Fleiri dýr en
nokkru sinni fyrr; 1.043 kýr og 408
tarfa. Hann á þó að vera grænn.
Dráp á törfum hófst 15. júlí og
kýr hefur mátt byrja að drepa 1.
ágúst, en þar sem kálfar fæðast
flestir um mánaðamótin maí/júní
eru þeir þá rétt átta vikna. Standa
rétt í fæturna.
Með tilliti til þess að kálfar eru á
spena minnst í 5-6 mánuði ef móðir
lifir er auðvitað óheyrilegt að
drepa mæður frá þeim átta vikna.
Við í Jarðarvinum höfum síðustu
mánuði og misseri lagt hart að
stjórnvöldum, einkum umhverfis-
ráðherra sem síðasta orðið hefur í
þessum málum, að griðatími hrein-
dýrakálfa verði lengdur með afger-
andi hætti til að auka velferð
þeirra, líka, og ekki síst, til að
byrjað væri að fara að lögum nr.
55/2013 um dýravelferð – sem eru
góð og veita ungviði og öðrum dýr-
um vernd – en ráðherrar hafa ein-
faldlega hunsað.
Það eru bara tvær villtar hrein-
dýrahjarðir eftir í Vestur-Evrópu; í
Noregi og hér. Í Noregi gildir
griðatími hreindýrakálfa til 20.
ágúst. Þá fyrst má byrja að drepa
kýr þar. Fæðast þó kálfar í Noregi
nokkru fyrr en hér. Norskir hrein-
dýrakálfar njóta því verndar a.m.k.
fyrstu þrjá mánuði ævi sinnar en
íslenskir bara tvo mánuði. Norð-
menn vitna í veiðisiðfræði, en hún
virðist lítt kunn í okkar blessaða
landi.
Flestir sem eitthvað þekkja til
dýra vita að ekkert átta vikna
spendýr hefur þroska eða burði til
að standa á eigin fótum og komast
af eitt sér og móðurlaust. Á sama
hátt vita kunnugir að spen-
dýraungviði fer verulega fram
þriðja mánuð ævi sinnar og að geta
þess til að spjara sig í lífsbarátt-
unni – komast af án algjörra hörm-
unga – er eftir það orðin meiri.
Umhverfisráðherra er hins vegar
ekki á þeim buxunum. Vinstri-
grænir þar með, en hann er auðvit-
að fulltrúi þeirra í ríkisstjórn. 1.
ágúst skal gilda fyrir byrjun kúa-
dráps og átta vikna griðatími fyrir
kálfa er alveg nóg. Þetta eru bara
skepnur.
Hér gildir engin veiðisiðfræði,
bara drápsgleði og veiðiþægindi
veiðimanna – það er auðvitað
óþægilegt að liggja í dýradrápi upp
til fjalla í haustnepjunni – og
Vinstri-grænir eru löngu orðnir
Vinstri-gráir. Það verður brátt um
margt stefnumálið þegar stólar
bjóðast. Andskoti erum við eitt-
hvað léleg!
Andskoti erum við eitthvað léleg
Eftir Ole Anton
Bieltvedt »Hér gildir engin
veiðisiðfræði, bara
drápsgleði og veiðiþæg-
indi veiðimanna – og
Vinstri-grænir eru
löngu orðnir Vinstri-
gráir.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
Allt um sjávarútveg
Velvakandi Svarað í síma 569-
1100 frá kl. 10-12.
Til sjós
og lands
Ef það skyldi verulega syrta í álinn
í efnahagsmálum á næstunni, þá
mætti kannski, að breyttu breyt-
anda og okkur til huggunar, hafa
ráð Viktoríu drottningar til kvenna
þeirrar tíðar á brúðkaupsnóttina:
„Lokaðu augunum og hugsaðu um
England.“ Sem sagt láta það óum-
flýjanlega hafa sinn gang og æðrast
ekki.
Efnahagslægðir koma alltaf með
misjafnlega löngu millibili og það er
sama þótt hagspekingar séu að spá
einhverju öðru, þá eru það loðnan
og ferðamennirnir sem eiga síðasta
orðið en ekki þeir um hag okkar.
En þó að Seðlabankinn og grein-
ingardeildirnar fari á rassinn með
sínar spár, af því að fiskurinn í
sjónum passar ekki í excel-skjölin,
má alltaf finna gáfulega eftirávisku-
kenningu um hvers vegna dæmið
gekk ekki upp.
Þannig hafa hvorir tveggja nokk-
uð að iðja; þeir sem spáðu sam-
drætti og hinir sem héldu sig við
viðvarandi góðæri.
En mikið eigum við gott, Íslend-
ingar, að eiga krónuna okkar
sveigjanlegu til að taka af okkur
sjóriðuna þegar of hratt hefur verið
siglt.
Sunnlendingur.
Morgunblaðið/Kristinn
Krónan Hefur komið okkur til
bjargar oftar en einu sinni.