Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
✝ Guðrún Bene-diktsdóttir
fæddist á Hríshóli í
Reykhólasveit 8.
október 1924. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
20. júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
rún Ingimund-
ardóttir, f. 14. apríl
1894 í Bæ í Króksfirði, d. 30.
október 1924, og Benedikt
Finnsson, bóndi í Innri-Fagradal
í Saurbæjarhreppi, f. 15. ágúst
1885 í Kálfanesi við Hólmavík,
d. 4. mars 1961. Eftir að Guðrún
missti móður sína gengu Guð-
rún Finnsdóttir, systir Bene-
dikts, og Sigríður Ásgeirsdóttir,
fóstursystir Benedikts, henni og
systkinum hennar í móðurstað.
Fjölskyldan flutti á æskustöðvar
Benedikts á Hólmavík árið 1925.
neytinu, f. 11. ágúst 1957. Mað-
ur hennar er Sigurður
Sigurðsson verkfræðingur. Syn-
ir þeirra eru Þórarinn, Auðunn
og Alexander. 3) Sigrún Edda,
yfirlæknir á Landspítalanum, f.
17. júlí 1959. Dóttir hennar er
Sara Xiao.
Að loknu barnaskólanámi
stundaði Guðrún nám í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni frá
1939-1940 og hálfan vetur var
hún við nám í Húsmæðraskól-
anum Ósk á Ísafirði. Guðrún
vann um tíma í Reykjavík, þar
af tvo vetur í Málleysingjaskól-
anum sem þá hét. Guðrún og
Þórarinn bjuggu lengst af á
Hólmavík, þar sem hún sinnti
húsmóðurstörfum. Eftir að
börnin komust á legg vann hún
við rækjuvinnslu og á prjóna-
stofu á Hólmavík.
Guðrún og Þórarinn fluttu til
Reykjavíkur árið 1985 þegar
Þórarinn fór á eftirlaun og
starfaði Guðrún þá um tíma í
eldhúsi í Kjarvalshúsi sem og í
félagsmiðstöð á Aflagranda.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 29. júlí
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
Systkini Guðrúnar
voru þrjú: 1) Arndís
Stefanía, f. 31.
október 1919, d. 3.
apríl 1994, hennar
maki sr. Andrés
Ólafsson. 2) Finnur,
f. 21. maí 1921, d. 5.
júní 1997, hans
maki er Ólöf Þ. Jó-
hannsdóttir. 3)
Ingimundur Sig-
urkarl, f. 1. júlí
1922, d. 13. febrúar 1989.
Guðrún giftist 14. maí 1955
Þórarni Ólafssyni Reykdal, raf-
veitustjóra frá Siglufirði, f. 28.
mars 1919, d. 4. ágúst 1993. For-
eldrar hans voru hjónin Sæunn
Oddsdóttir og Ólafur Jóhann-
esson Reykdal, trésmiður á
Siglufirði. Börn Guðrúnar og
Þórarins eru: 1) Ólafur, mat-
vælafræðingur hjá Matís, f. 13.
júlí 1955. 2) Guðrún Björk, sér-
fræðingur hjá félagsmálaráðu-
Móðir okkar, Guðrún Bene-
diktsdóttir, andaðist á Droplaug-
arstöðum laugardaginn 20. júlí
síðastliðinn. Mamma var tæplega
95 ára gömul og varð elst ætt-
menna sinna. Hún átti það til að
segja að hún skammaðist sín fyrir
þennan háa aldur og að hún vissi
ekki hvað Guð væri að hugsa að
halda sér hérna megin svona
lengi.
Foreldrar mömmu bjuggu í
Innri-Fagradal í Dalasýslu. Íbúð-
arhúsið í Innri-Fagradal, sem var
hátt og stórt timburhús, fauk síð-
sumars 1924. Þau fengu í fram-
haldi af því ábúð á Hríshóli í
Reykhólasveit til skamms tíma.
Dóttirin Guðrún fæddist á Hrís-
hóli 8. október 1924 og stuttu síð-
ar eða 30. október lést móðir
hennar aðeins 30 ára að aldri.
Guðrún, föðursystir hennar, gerð-
ist bústýra föður hennar. Einnig
naut hann aðstoðar fóstursystur
sinnar og frænku, Sigríðar Ás-
geirsdóttur. Náin tengsl voru
einnig við Ólöfu, móðursystur
mömmu, og fjölskyldu hennar.
Talið er að Óla frænka, þá fimm-
tán ára gömul, hafi bjargað lífi
mömmu nýfæddrar þegar blæddi
frá naflastrengnum.
Mamma og systkini hennar,
Adda, Finnur og Mundi voru alla
tíð mjög náin. Í Reykjavíkurferð-
um á bernskuárunum var gist hjá
Finni og Ollu í Ljósheimum og
þegar mamma þurfti að dvelja á
sjúkrahúsi í Reykjavík þótti það
ekki tiltökumál að við systkinin,
pabbi og Sigga Ásgeirs færum í
hádegis- og kvöldmat til Öddu.
Alltaf var Mundi tilbúinn að rétta
hjálparhönd ef eitthvað þurfti að
framkvæma. Mamma var, eins og
þau öll systkinin, uppteknari af
því að liðsinna öðrum en að gera
kröfur til annarra. Fram undir
það síðasta þótti henni miður ef
einhver var með fyrirhöfn hennar
vegna.
Mamma og pabbi voru mjög
samhent þó þau væru ólík. Vegna
starfa sinna átti pabbi daglegar
ferðir upp í rafstöð, m.a. á kvöldin
og fór mamma þá gjarnan með
honum. Oft fórum við systkinin
með í þessar kvöldferðir. Alla tíð
síðan höfum við miðað vegalendir
við þessa fimm kílómetra upp í
Stöð. Tengsl mömmu við gömlu
heimaslóðirnar voru sterk og kom
hún þangað síðast sumarið 2017.
Mamma var hlý og brosmild og
alltaf svo glöð að hitta fólkið sitt.
Barnabörnin nutu hlýju ömmu
sinnar, hún passaði þau öll og
voru þau mjög tengd henni. Hún
var mikil handavinnukona, bæði
saumaði og prjónaði ófáar peys-
urnar, sokkana og vettlingana
sem við öll nutum góðs af.
Frá 2013 bjó mamma á Drop-
laugarstöðum. Hún talaði oft um
að sér liði vel þar og í sumar naut
hún veðurblíðunnar í garðinum.
Starfsfólki Droplaugarstaða eru
færðar þakkir fyrir hlýju og góða
aðstoð á liðnum árum.
Mamma kveið ekki dauðanum
og sagðist hlakka til að hitta fólkið
sitt sem væri farið. Við systkinin
erum alveg sannfærð um það að
faðir okkar hefur verið búinn að
undirbúa komu hennar vel og
þess fullviss að við eigum eftir að
hittast aftur í nýjum heimkynn-
um.
Sigrún Edda, Guðrún Björk
og Ólafur Reykdal.
Elsku amma, þú horfir núna til
mín frá himnaríki með afa og ætt-
ingjunum sem mér þykir svo
vænt um. Það er erfitt að hugsa
um að þú sért ekki lengur hjá okk-
ur og mér finnst erfitt að kveðja
þig. Ég mun alltaf muna eftir
pönnukökunum þínum sem þú
leyfðir mér alltaf að setja alltof
mikinn sykur á, hvernig þú varst
hetjan mín og þegar þú kallaðir
mig yndislegu veruna þína.
Núna hef ég misst eina af ynd-
islegu verunum mínum sem mér
mun þykja vænt um og elska
þangað til allt verður að engu og
örugglega smá eftir það. Ég
kvaddi hana ömmu mína alltaf
með „ég elska þig“ því ég vildi að
þetta yrðu síðustu orðin sem ég
segði henni og er stolt að segja að
það voru þau síðustu.
Fyrir nokkrum árum þegar ég
og mamma mín vorum á Þingvöll-
um óskaði ég mér að amma mín
myndi komast í ferminguna mína
og bað oft til Guðs að taka hana
ekki í burtu. Þessi ósk rættist og
það er núna liðið ár síðan hún kom
í ferminguna.
Amma hafði fallegasta brosið
sem hafði svo góð áhrif á alla í
kringum hana. Hún var sterk,
ákveðin og ekki er hægt að lýsa
hversu góð og gjafmild hún var.
Ég á fullt af minningum um hana
sem eru allar geymdar nálægt
hjarta mínu. Ég veit að henni líð-
ur vel núna og það er friður með
henni.
Svo amma „ég elska þig“.
Sara Xiao Reykdal.
Amma sagðist hafa átt ágætis
uppvaxtarár. Hún sagði að sig
hefði aldrei skort neitt og hún
hefði átt góða ævi. Hún ólst upp á
tímum þar sem kröfurnar á heim-
ilinu voru meiri, börn voru látin
vinna meira en það kom ekki að
sök, henni og systkinum hennar
fannst gaman að hjálpa til, sagði
amma, og hún upplifði ekki neina
vinnuhörku.
Við bræðurnir þekktum ömmu
okkar sem manneskju sem settist
ekki niður við eldhúsborðið fyrr
en allir höfðu borðað sig sadda.
Jafnframt rauk hún á fætur þegar
til hennar kom gestur svo hún
gæti boðið honum besta sætið í
húsinu. Hér skipti ekki máli að
hún var á tíræðisaldri og gestur
hennar tvítugur. Hún lagði meiri
áherslu á að hlusta en tala og
sagði aldrei ósatt eða talaði illa
um annað fólk. Aðspurð um til-
ganginn í lífinu sagði amma að
hann væri bara að lifa lífinu og
vera heiðarleg manneskja.
Í stuttu máli þá var hún amma
okkar vinnusöm og heiðarleg
kona sem kunni því betur að gefa
en þiggja. Fyrir þessar gjafir
hennar eru allir sem hittu hana á
lífsleiðinni þakklátir. Með því að
sýna gott fordæmi kenndi hún
okkur gildi sem við munum lifa
eftir og með því heiðra minningu
hennar.
Þórarinn, Auðunn og
Alexander Sigurðssynir.
Guðrún
Benediktsdóttir
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA M. HELGADÓTTIR,
Þrúðvangi 24,
Hellu,
lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu
föstudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Oddakirkju
fimmtudaginn 1. ágúst og hefst klukkan 14.
Þórhallur Jón Svavarsson Agnes Ólöf Thorarensen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ÓLÍNA MARINÓSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum
þriðjudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju fimmtudaginn 1. ágúst
klukkan 14.
Marinó F. Einarsson Valgerður Jakobsdóttir
Hansína Ásta Jóhannsdóttir
Guðbjörg Jóhannsdóttir Sigdór Vilhjálmsson
G. Rúnar Jóhannsson Sigrún Þórðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær og yndislegur eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi okkar,
SIGURÐUR H. DAGSSON,
Asparhvarfi 17b, Kópavogi,
lést á Landakoti fimmtudaginn 25. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 6. ágúst klukkan 13.
Ragnheiður Lárusdóttir
Bjarki Sigurðsson Kolbrún Franklín
Dagur Sigurðsson Ingibjörg Pálmadóttir
Lárus Bl. Sigurðsson Anna María Ragnarsdóttir
og afabörnin
Hjartkær eiginmaður minn,
SVAVAR ÞÓR SIGURÐSSON
bóndi,
Birningsstöðum, Ljósavatnsskarði,
lést á Skógarbrekku, Húsavík, föstudaginn
26. júlí sl. Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þórhalla Bragadóttir
Ástkær dóttir, systir, móðir okkar og amma,
SIGURHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR
listakona frá Húsavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 12. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju
föstudaginn 2. ágúst klukkan 14.
Vilhjálmur Bessi Kristinsson
Kristinn Vilhjálmsson Elfa Vilhjálmsdóttir
Bessý Hólmgeirsdóttir
Sigrún Björg Steinþórsdóttir
og barnabörn
Þá er elsku Jófý
mín farin frá okkur,
farin að hitta Bóa
sinn, foreldra, systur sínar og
bróður. Ég veit að það hafa orðið
miklir fagnaðarfundir. Ég er glöð
að hún hefur fundið frið en mikið
sakna ég þess að tala við hana,
ræða við hana um heimsins mál-
efni, heyra hennar innilega hlát-
ur og hlusta á sögur úr Lauga-
hlíð.
Jófý var besta frænka frá því
áður en ég man eftir mér, elskaði
mig frá fyrsta degi. Við kölluðum
hvor aðra alltaf BFH, besta
frænka í heimi. Þær eru ófáar
lexíurnar sem hún kenndi mér.
Aldrei ganga í götóttum sokkum,
alltaf setja andlitskremið á upp í
móti (af því þyngdaraflið þarf
ekki aðstoð), vertu þú sjálf, njóttu
lífsins, sjáðu kostina, ekki ein-
blína á gallana. Hún sýndi mér
Jófríður
Björnsdóttir
✝ JófríðurBjörnsdóttir
fæddist 29. október
1944.
Hún lést 8. júlí
2019.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey.
alltaf að ég er mikils
virði. Jófý var
dásamleg fyrir-
mynd fyrir stelpu
sem var að alast upp
á áttunda og níunda
áratugnum. Hún
var sjálfstæð,
óhrædd, vinaleg við
alla og hafði gaman
af lífinu. Jófý hafði
gaman af manna-
mótum og fór gjarn-
an með ræður, flutti ljóð, söng
eða jafnvel rappaði ef því var að
skipta. Hún hafði lag á orðum og
henni fórst vel úr hendi að setja
saman tækifærisræður og semja
texta.
Alltaf, alltaf átti ég samastað
hjá BFH og Bóa og þær voru ófá-
ar frænkuheimsóknirnar. Hún
lék við litlu frænku endalaust,
klæddi mig upp í sínar bestu
slæður og skart og fór sjálf í bún-
inga til að leika í búðarleik. Meira
að segja að þvo og þurrka þvott
varð að leik hjá Jófý. Þegar ég
komst á fullorðinsaldur og flutti
til Reykjavíkur til að fara í há-
skóla bjó ég hjá henni og Bóa
fyrst um sinn áður en ég fékk
húsnæði. Jófý sá til þess að
frænka hennar nærðist og að við
hittumst reglulega með því að
bjóða í vikulegan hádegismat.
Þegar unga konan ég átti í vand-
ræðum með að fóta mig í lífinu
var BFH alltaf til staðar til að
styðja mig. Faðmlög, ástrík orð
og uppbúið rúm beið mín alltaf ef
ég þurfti á að halda.
Þegar ég útskrifaðist árið 2014
gaf Jófý mér netta gullfesti með
einni perlu og einum demanti af
því að, eins og hún sagði, ég var
perla og demanturinn hennar.
Þannig litum við hvor á aðra.
Mikið hefði líf mitt verið fátæk-
legra ef ég hefði ekki átt bestu
frænku í heimi.
Takk elsku hjartans BFH mín
fyrir allt sem þú kenndir og gafst
mér, það verður geymt en ekki
gleymt.
Ingu Rún og öllum aðstand-
endum votta ég samúð mína.
Snjólaug Ólafsdóttir
(Snjósa BFH).
Mín ástkæra besta vinkona er
látin. Alzheimersjúkdómurinn
hremmdi þessa yndislegu konu.
Hann sleppir ekki takinu fyrr
en yfir lýkur. Það er eins og að
lifa sjálfan sig að fá þennan sjúk-
dóm.
Það var í fréttum fyrir stuttu
að Íslensk erfðagreining væri
hætt að þróa lyf við Alzheimer
vegna slæmra aukaverkana. Það
voru ekki góð tíðindi.
Við Jófý vorum starfssystur,
byrjuðum sem flugfreyjur hjá
Loftleiðum sem urðu Flugleiðir
og enduðum ferilinn hjá Ice-
landair.
Hún kom úr stórri fjölskyldu,
átti átta systkini og elskaði þau
öll takmarkalaust. Vinahópurinn
var líka stór og hún passaði vel
upp á vini sína. Jófý var mjög fé-
lagslega sinnuð og vann mikið og
gott starf hjá Flugfreyjufélagi Ís-
lands, sat í stjórnum og nefndum
og var formaður félagsins um
tíma.
Tvítug lagði hún leið sína til
Frakklands þar sem hún dvaldi í
eitt ár og kom til baka mælandi á
franska tungu sem kom sér sann-
arlega vel í fluginu.
Flugfreyjustarfið varð ævi-
starf sem átti vel við hana. Hún
hafði mjög gaman af að ferðast og
kynnast nýju fólki og hvar gerist
það ef ekki í fluginu? Hún vann
við ýmis verkefni úti um allan
heim, m.a. í flugi með pílagríma,
þar sem oft reyndi mikið á. Þá var
gott að vera í áhöfn með Jófý.
Jófý og maðurinn hennar, Bói,
skoðuðu heiminn saman, sigldu
um heimsins höf og nutu lífsins.
Ótaldar eru þær ánægjustund-
ir sem við vinkonurnar, Sérrí-
systur, áttum saman, bæði utan-
lands og innan. Það voru ætíð
hinar menningarlegustu sam-
komur. Þær voru ýmist haldnar á
fimm stjörnu hótelum eða í sum-
arhúsum. Allar lögðu sitt af
mörkum og oftar en ekki flutti
Jófý frumsaminn kveðskap sem
alls ekki mátti kalla ljóð. Aldrei
var drukkið sérrí.
Í síðustu heimsókn minni til
Jófýjar sátum við saman og ég las
fyrir hana ljóð eftir Þórarin Eld-
járn. Hún naut þess. Viku síðar
var hún komin í líknandi meðferð.
Vinátta okkar hefur varað í
hálfa öld og aldrei borið skugga á.
Eftir því sem árin hafa færst yfir
höfum við vinkonurnar kvatt
marga, staðið hlið við hlið og
sungið „Allt eins og blómstrið
eina“.
Elsku vinkona, ég veit þú ótt-
aðist ekki dauðann og legg þér
orð Hallgríms Péturssonar í
munn: „Kom þú sæll, þá þú vilt.“
Guð blessi minningu elsku
hjartans Jófýjar.
Samúðarkveðjur til Ingu Rún-
ar, dóttur hennar, og fjölskyld-
unnar allrar.
Margrét
Guðmundsdóttir.