Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 22

Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 22
Jökulsárgljúfur Sigríður og Erlingur ásamt börnum sínum á göngu. sveitarfélaga til 2007. Árin 2007- 2008 var hún skrifstofustjóri Ráð- húss Akureyrarbæjar og 2009-2014 var hún samskiptastjóri bæjarins á innlendum og erlendum vettvangi. Árin 2014-2016 var Sigríður fram- kvæmdastjóri samfélags- og mann- réttindasviðs Akureyrarbæjar og hafði jafnframt umsjón með und- irbúningi fyrir móttöku flóttafólks frá Sýrlandi, mál sem hún fylgdi eft- ir til 2017. meðan á þeim stóð en þessi störf voru að mestu leyti mikið lán. Fyrir mig var þetta frábær skóli, þótt stundum hafi maður þurft að vera harður af sér,“ segir hún. Árið sem Sigríður hætti í bæjarstjórn,1998, varð hún sviðsstjóri þjónustusviðs hjá Akureyrarbæ og var til 2003. Þá varð hún deildarstjóri atvinnu-, kynningar- og markaðsmála og jafn- framt verkefnisstjóri í Evrópuverk- efninu Brandr um markaðssetningu S igríður Stefánsdóttir er fædd á Ísafirði 29. júlí 1949. Hún ólst samt upp í Hlíðahverfinu í Reykja- vík, þó að hún hafi í æsku jafnan dvalið sumarlangt á Ísafirði hjá ömmu sinni og afa. Í Reykjavík var hún líka oft hjá föðurömmu og -afa á Laugarhvoli í Laugarásnum og í dyravarðarhúsinu á lóð Stjórn- arráðsins. Hún tók verslunarpróf í Reykjavík árið 1968 og stúdentspróf í framhaldi af því 1970. Sigríður var meðal fyrstu nemenda í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla Ís- lands og fékk BA-próf þaðan 1975 og síðar próf í uppeldis- og kennslu- fræðum 1982. Árið 1978 flutti hún til Akureyrar ásamt manni sínum Er- lingi Sigurðarsyni heitnum. Ak- ureyrardvölin átti að vera „til reynslu,“ en „reynslan var bara það góð að ég hef aldrei viljað fara héð- an,“ segir Sigríður, sem hefur búið þar síðan. Sigríður kenndi fyrst um sinn við framhaldsdeildir gagnfræðaskólans og á sama tíma félagsfræði og stjórnmálafræði við Menntaskólann á Akureyri. Frá 1980 kenndi hún við MA og var kennari þar til 1990, þeg- ar hún lét þar af störfum vegna anna í sveitarstjórnarmálunum. „Fyrst voru sveitarstjórnarmálin hliðar- grein en þetta hlóð svo utan á sig, að það var engin leið að vera með kennslu með,“ segir hún. Sigríður var atkvæðamikil í stjórnmálastarfi Alþýðubandalagsins á Akureyri allt frá 1982, þegar hún bauð sig fyrst fram í bæjarstjórn. Hún fór þá inn sem varafulltrúi en frá 1984 sem að- alfulltrúi flokksins í bæjarstjórn og átti eftir að sitja samfleytt í sveit- arstjórn til 1998. Árið 1990 fór Al- þýðubandalagið í meirihluta í bæn- um og tók Sigríður þá við embætti forseta bæjarstjórnar um tveggja ára skeið en sat að öðru leyti í ýms- um nefndum, stjórnum og ráðum. Hún sat frá 1990 til 1998 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga. Sigríður hugsar síður en svo með kala til stjórnmálaáranna. „Auðvitað voru stundirnar mismunandi í póli- tíkinni og ekkert allar skemmtilegar Sigríður hefur komið víða við á löngum ferli og lítur ánægð um öxl. „Meðal þess sem ég hef verið að reyna að gera upp við mig á þessum tímamótum er til dæmis hvaðan ég er. Fólk spyr mann að þessu en ég er eiginlega alveg hætt að spá í það,“ segir Sigríður, sem er fædd á Ísa- firði, alin upp í Reykjavík, giftist Mývetningi, eignaðist þannig hlut í þeirri sveit, dvaldist síðan lang- dvölum í Þýskalandi en bjó alla tíð á Akureyri. „Ég held að þetta hljóti að vera mikil hamingja, að eiga alls staðar fólk að. Það mótar mig sem manneskju að þykja svona vænt um alla þessa staði,“ segir hún en þegar hún og Erlingur eiginmaður hennar fóru ásamt sonum sínum í námsleyfi til Tübingen í Suður-Þýskalandi árin 1991 tóku þau ástfóstri við há- skólabæinn. Enn er samgangur á milli heimilis hennar og vina þeirra hjóna frá árunum í Þýskalandi, en þau sneru aftur til Tübingen barn- laus 2008-2009. „Eftir starfslok hef ég meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum og áhugamálum eins og lestri, garðyrkju, hreyfingu og nátt- úruvernd, auk þess sem ég er vara- formaður öldungaráðs bæjarins. Við Erlingur og fjölskyldan ferðuðumst alltaf mikið innanlands og erlendis og ég held því áfram,“ segir Sigríð- ur. Fjölskylda Sigríður var gift Erlingi Sigurð- arsyni, menntaskólakennara, ljóð- skáldi og forstöðumanni Húss skáldsins á Akureyri. Erlingur var fæddur 26. júní 1948 og lést 12. nóv- ember 2018. Foreldrar Erlings voru hjónin Sigurður Þórisson, f. 5. maí 1919, d. 14. mars 2001, bóndi og odd- viti, og Þorgerður Benediktsdóttir, f. 5. apríl 1916, d. 8. október 2009, kennari og húsfreyja. Þau bjuggu á Grænavatni í Mývatnssveit. Börn Sigríðar og Erlings eru 1) Erna Erlingsdóttir, f. 24. janúar 1975, íslenskufræðingur, búsett í Reykjavík, 2) Sigurður Erlingsson, f. 11. september 1977, landvörður, búsettur í Mývatnssveit, kærasta hans Regina Christine Vogt uppeld- isfræðingur, búsett í Tübingen í Sigríður Stefánsdóttir, fv. kennari, bæjarfulltrúi og stjórnandi hjá Akureyrarbæ – 70 ára Ísafjörður Sigríður ásamt systkinum í heimsókn hjá ömmu og afa forðum. Af dreifðum rótum spratt hamingja 22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 50 ára Þórgunnur er fædd og uppalin á Dal- vík. Hún er grunnskóla- kennari að mennt og með meistarapróf í stjórnun mennta- og menningarstofnana frá Bifröst 2011. Þórgunnur hefur verið skólastjóri í 20 ár, nú síðustu níu ár á Húsavík en þar á undan á Ólafs- firði. Eiginmaður: Arnar Guðmundsson, f. 1972 á Ólafsfirði, ráðgjafi hjá Sjóvá. Börn: Andrea Sif Hilmarsdóttir, f. 1991, Arna Dögg Arnarsdóttir, f. 1996, og Vigfús William Arnarsson, f. 2007. Foreldrar: Hjónin Vigfús R. Jóhannesson, skipstjóri á Dalvík, f. 1943, og Svanhildur Árnadóttir, fv. hárgreiðslumeistari og bæj- arfulltrúi, f. 1948. Þau búa á Dalvík. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú mátt í engu slaka á viljirðu búa við áframhaldandi velgengni. Forðastu að setja fólk á stall, það er svo sárt þegar það fellur af honum. 20. apríl - 20. maí  Naut Tölvuvandræði gera vart við sig í dag. Þú ferð ekki alltaf hefðbundnar leiðir og stýrir lífi þínu meira af innsæi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú megir ekki vanrækja skyldur þínar í vinnunni ættirðu að reyna að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Vertu þér meðvitandi um hvað þú gerir og segir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skapandi hugmyndir þínar um úr- bætur á vinnustað eru eftirtektarverðar. Gættu hagsmuna þinna en vertu sann- gjarn/gjörn. Með góðri skipulagningu er allt hægt 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að lofa ekki upp í ermina í ákafa þínum til þess að leggja vini lið. Vand- aðu valið og kauptu frekar gæði en magn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ljónið er orðið svo vant því að fá sí- fellt nýjar hugmyndir að það er engin leið að hætta. Nú hefur þú komið ár þinni vel fyrir borð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að komast eitthvað í burtu, skemmta þér og lenda í ævintýrum. Sýndu þinn innri mann af og til. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eyddu tíma í að skrifa niður það sem þig langar í – sama hversu yfir- gengilegt og óhugsandi það kann að virð- ast. Vertu sjálfum þér samkvæm/ur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Flanaðu ekki að neinu, heldur tékkaðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þegar þú grípur til aðgerða. Hafðu ekki áhyggjur því tíminn vinnur með þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leitaðu leiða til að auka skilning þinn á heiminum. Hvernig þú setur mál þitt fram ræður úrslitum um hvort vel tekst til eða ekki. Leyfðu vinum þínum að umvefja þig kærleika. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Nú er tími til að nota þekkinguna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið en samt getur endirinn aðeins orðið á einn veg. Reyndu að komast frá í frí. 50 ára Björgvin er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Hann býr nú í Hafnarfirði. Hann starfar sem blikk- smiður hjá Blikkási- Funa og hefur gert í 5 ár. Áður vann hann hjá Blikksmiðnum. Björgvin er mennt- aður blikksmiður. Eiginkona: Jóhanna Stefánsdóttir húsmóðir, f. 1968 á Siglufirði. Börn: Birgir Snær Björgvinsson, f. 2005, og tvö stjúpbörn, Hulda og Jóhann. Foreldrar: Birgir Hannesson vörubíl- stjóri og bóndi frá Hækingsstað í Kjós, f. 1930, d. 2014, og Svava Magn- úsdóttir, iðnverkakona frá Írafelli í Kjós, f. 1931, d. 2006. Björgvin Birgisson Til hamingju með daginn Þorsteinn Elfar Hróbjartsson fæddist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík, 23.12.2018 kl. 22.21. Hann vóg 3.820 gr og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hróbjartur Arn- finnsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.