Morgunblaðið - 29.07.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.07.2019, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Auðvelt að þrífa • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ Pepsi Max-deild karla Grindavík – ÍBV ....................................... 2:1 KA – FH.................................................... 1:0 ÍA – Valur.................................................. 1:2 Fylkir – KR............................................... 1:4 Staðan: KR 14 10 3 1 29:14 33 Breiðablik 13 7 2 4 23:15 23 ÍA 14 6 4 4 20:16 22 Valur 14 6 2 6 25:21 20 Stjarnan 13 5 5 3 21:18 20 Fylkir 14 5 4 5 23:25 19 FH 14 5 4 5 18:21 19 HK 13 5 2 6 17:16 17 Grindavík 14 3 8 3 10:11 17 KA 14 5 1 8 19:22 16 Víkingur R. 13 2 7 4 18:21 13 ÍBV 14 1 2 11 11:34 5 Inkasso-deild karla Magni – Fjölnir ........................................ 1:3 Guðni Sigþórsson 52. – Jón Gísli Ström 56., Guðmundur Karl Guðmundsson 60., Hans Viktor Guðmundsson 86. Staðan: Fjölnir 14 10 2 2 32:13 32 Þór 14 8 3 3 24:14 27 Grótta 14 7 5 2 28:19 26 Leiknir R. 14 8 0 6 25:21 24 Víkingur Ó. 14 6 4 4 15:11 22 Fram 14 6 2 6 20:22 20 Keflavík 14 5 4 5 18:17 19 Þróttur R. 14 5 3 6 27:19 18 Haukar 14 3 5 6 19:26 14 Afturelding 14 4 1 9 17:29 13 Njarðvík 14 3 1 10 15:27 10 Magni 14 2 4 8 15:37 10 2. deild karla Dalvík/Reynir – Þróttur V..................... 4:1 Viktor Daði Sævaldsson 42., Númi Kárason 44., Jóhann Örn Sigurjónsson 63., 74. – Lassana Drame 71.  Þetta var fyrsti leikurinn á nýjum gervi- grasvelli á Dalvík. Völsungur – Kári ..................................... 3:0 Bjarki Baldvinsson 23., Ásgeir Kristjáns- son 37., 63. Vestri – Selfoss ........................................ 2:0 Gunnar Jónas Hauksson 50., Viktor Júl- íusson 74. Tindastóll – Fjarðabyggð....................... 2:2 Arnar Ólafsson 16., Kyen Nicholas 35. – Milos Vasiljevic 19., Gonzalo Bernaldo 80. Staðan: Leiknir F. 13 7 4 2 25:14 25 Vestri 13 8 0 5 17:17 24 Selfoss 13 7 2 4 29:15 23 Dalvík/Reynir 13 5 6 2 20:15 21 Völsungur 13 6 2 5 16:16 20 Víðir 13 6 1 6 20:18 19 Þróttur V. 13 5 4 4 19:21 19 Fjarðabyggð 13 5 3 5 21:19 18 ÍR 13 5 3 5 19:18 18 KFG 13 5 0 8 23:28 15 Kári 13 3 2 8 23:32 11 Tindastóll 13 1 3 9 12:31 6 Belgía Anderlecht – Oostende ........................... 1:2  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende. KNATTSPYRNA Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, byrj- ar vel með sínu nýja félagi, Oostende, í belgísku A- deildinni en liðið vann mjög óvæntan útisigur í fyrstu umferðinni í gær. Oostende sótti stórlið Anderlecht heim til Brussel en þar var Vincent Kompany í byrjunarliði Anderlecht, í sínum fyrsta leik frá því hann tók þar við sem knatt- spyrnustjóri uppeldisfélagsins eftir gæfuríkan feril með Manchester City á Englandi. Þá kom Samir Nasri, fyrr- verandi leikmaður City, inn á sem varamaður í fyrsta leik sínum með Anderlecht. Oostende vann leikinn 2:1, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma, og Fashion Sakala skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Ari lék allan leikinn með Oostende sem endaði í fjórtánda sæti af sextán liðum í deildinni á síðasta tímabili. Astana, lið Rúnars Más Sigurjónssonar, er á toppnum í Kasakstan þegar leiknar hafa verið 20 umferðir af 33. Skagfirðingurinn var í byrjunarliðinu og lagði upp mark þegar Astana vann 4:0 stórsigur á Taraz á heimavelli. Liðið verður á ferðinni í Evrópudeildinni í vikunni. Óvænt úrslit í fyrsta leik Ara Ari Freyr Skúlason ÁRBÆR/AKRANES/ AKUREYRI/GRINDAVÍK Jóhann Ólafsson Jóhann Ingi Hafþórsson Baldvin Kári Magnússon Björn Már Ólafsson KR-ingar eru eflaust farnir að skipuleggja fögnuð á Rauða ljóninu nú þegar fátt virðist geta komið í veg fyrir að liðið verði Íslandsmeistari í knattspyrnu karla. Vesturbæingar sigruðu Fylki 4:1 á útivelli í gær í 14. umferð Pepsi-Max deildarinnar og eru með tíu stiga forskot á Breiða- blik, sem mætir Víkingi í kvöld. Leikurinn á rennblautum gervi- grasvellinum í Árbænum í gærkvöld var hálf furðulegur. KR-ingar voru með 3:0-forystu að loknum fyrri hálfleik en samt var mikið jafnræði með liðunum en gestirnir nýttu sínar sóknir afar vel. Fyrri hálfleikurinn kristallar kannski gengi KR í sumar. Oft hefur verið sagt eftir leiki að þeir hafi ekki spilað neitt sérstaklega vel en þeir vinna flesta leiki og virðast vita upp á hár hvernig á að spila gegn mót- herjum sínum hverju sinni. Kristinn Jónsson var þeirra sprækastur en bakvörðurinn knái skoraði mark og lagði upp. Hann minnir óneitanlega á Guðmund Reyni „Messi“ Gunnarsson þegar þessi hamur er á honum. Síðustu leikir KR og Fylkis hafa verið hálfgerð stríð og þessi leikur var engin undantekning. Það væri gaman að sjá hversu mikið boltinn var í leik fyrstu 45 mínúturnar en leikmenn liðanna lágu til skiptis í grasinu eftir nokkuð hressilegar tæklingar. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, gerði vel í að halda stjórn á leiknum en óreyndur dóm- ari hefði auðveldlega getað misst öll tök. Erlendur veifaði gula spjaldinu tíu sinnum en það er í raun ákveðið rannsóknarefni að hann hafi ekki þurft að veifa gula spjaldinu tvívegis í átt að einhverjum leikmannanna. Fylkismenn misstu af tækifæri til að komast upp fyrir Stjörnuna og FH og gera sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Kolbeinn Birgir Finnsson var þeirra sprækastur en þetta var síðasti leikur hans í Ár- bænum áður en hann heldur aftur til Brentford, þaðan sem hann kom á láni. johann@mbl.is Valur upp í fjórða sæti Valur fór upp fyrir þrjú lið með 2:1-sigri á ÍA í jöfnum og spennandi leik á Akranesi. Það er löngu búið að sanna hversu mikilvægur Patrck Pedersen er Valsmönnum og hann sýndi það enn og aftur í gær. Daninn náði í vítaspyrnu í seinni hálfleik og skoraði sigurmarkið sjálfur af punktinum. Fram af því hafði hann ekki verið áberandi, en bestu fram- herjarnir skora sigurmörk, líka þeg- ar blæs á móti. Eins og oft áður í sumar, bökkuðu Valsmenn töluvert í góðri stöðu und- ir lokin. Með smá heppni hefði ÍA getað skorað jöfnunarmark, en það vantaði örlítið meiri gæði fyrir fram- an markið, einhvern eins og Patrick Pedersen. Skagamenn voru hund- svekktir eftir leikinn, enda mjög lítið sem skildi liðin af í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Enn nær titlinum eftir furðuleik  KR var 3:0 yfir eftir jafnan fyrri hálf- leik í Árbæ og forystan er orðin 10 stig 0:1 Sigurður Egill Lárusson 16. 1:1 Hallur Flosason 25. 1:2 Patrick Pedersen 69. I Gul spjöldAlbert Hafsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Arnar Már Guð- jónsson og Viktor Jónsson (ÍA), Bjarni Ólafur Eiríksson (Val). Dómari: Helgi M. Jónasson, 7. Áhorfendur: 852. ÍA – VALUR 1:2 M Einar Logi Einarsson (ÍA) Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Hallur Flosason (ÍA) Hannes Þór Halldórsson (Val) Sebastian Hedlund (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Patrick Pedersen (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Orri Sigurður Ómarsson (Val) 0:1 Pablo Punyed 5. 0:2 Arnþór Ingi Kristinsson 35. 0:3 Kristinn Jónsson 39. 1:3 Orri Sveinn Stefánsson 66. 1:4 Tobias Thomsen 90. I Gul spjöldDaði Ólafsson, Geoffrey Ca- stillion, Ólafur Ingi Skúlason, Orri Sveinn og Kolbeinn Finnsson (Fylki), Beitir Ólafsson, Tobias Thomsen, Pablo Punyed, Arnór S. Að- alsteinsson og Arnþór Ingi Krist- insson (KR). Dómari: Erlendur Eiríksson, 8. FYLKIR – KR 1:4 Áhorfendur: 1.787. MM Kristinn Jónsson (KR) M Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylki) Sam Hewson (Fylki) Óskar Örn Hauksson (KR) Finnur Tómas Pálmason (KR) Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Pablo Punyed (KR) Tobias Thomsen (KR)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.