Morgunblaðið - 29.07.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Platinum
Litur: Magma red, svartur að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque.
FX4 off-road pakki, upphituð/loftkæld sæti,
heithúðaður pallur, fjarstart, trappa í hlera, airbag í
belti í aftursæti
VERÐ
11.390.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000
pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki.
35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 Ford F-350 Lariat 35”
Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan.
6-manna bíll. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque.
35” dekk. Með FX4 off-road pakka, quad beam
headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall,
fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera
system og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
10.990.000 m.vsk
2019 F-350 Limited 35” breyttur
Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450
Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20”
felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top-
pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð-
aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper
eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
»Kvartett djass-
söngkonunnar Re-
bekku Blöndal skemmti
gestum á hinum sívin-
sælu sumartónleikum
Jómfrúarinnar við
Lækjargötu á laugar-
dag. Með henni léku Ás-
geir Ásgeirsson á gítar,
Sigmar Þór Matthías-
son á bassa og Þórdís
Classen á trommur.
Kvartett Rebekku Blöndal lék djass á Jómfrúartónleikum
Morgunblaðið/Hari
Augnablik Ljósmyndarinn fangaði mynd af félögum vistaða í minni síma.
Hlusta Gestir á ólíkum aldri mættu á laugardagstónleika Jómfrúarinnar og
nutu djassins. Rebekka og félagar fluttu standarda með sínum hætti.
Í sveiflu Rebekka Blöndal og meðleikarar hennar, Ásgeir Ásgeirsson, Þórdís Classen og Sigmar Þór Matthíasson.
Spennusagan Líkið í kirkju-garðinum eftir Fritz MáJörgensson er að sumuleyti óvenjuleg glæpasaga,
þar sem húmor og guðdómur bland-
ast alvarlegum glæpum.
Prestar eru sjaldan í hringiðu
glæpa en höfundur bókarinnar til-
heyrir stéttinni
og því er hann á
heimavelli. Hann
er samt ekki
fastur í kirkj-
unnar störfum og
lætur ýmislegt
flakka sem vart
heyrist á vinnu-
staðnum.
Sagan hefst á
morði og hægt og
sígandi vindur það upp á sig. Sig-
rún Jóhannesdóttir prestur hefur á
tilfinningunni að fylgst sé með
henni, Guðrún Björk Sturlaugs-
dóttir er mikilvægt vitni, sem ekki
næst í þegar á þarf að halda, en
leiðir þeirra liggja saman, þegar
spennan nær hámarki.
Sigrún er miðpunktur frásagn-
arinnar. Ekki aðeins á hún við elti-
hrelli að stríða heldur á hún í mikilli
innri baráttu. Óafvitandi stendur
hún frammi fyrir baráttu um líf eða
dauða en hennar er að taka ákvörð-
un um framhald á sambandi við
Sigurð háskólakennara.
Guð svífur yfir vötnunum og ró
fylgir atburðarásinni, þrátt fyrir al-
varleika málsins. Það rignir jafnt
yfir réttláta sem rangláta og því til
sönnunar eru Sigrún og öfugugginn
bæði í liði með Guði.
Þegar málið fer loks almennilega
af stað eykst hraðinn og allt í einu
virðist sem presturinn og vitnið séu
að ganga út í opinn dauðann. Þá er
hætt við að einhver missi slag.
Þrátt fyrir að sagan sé lengi hæg
og lesa megi á milli línanna hver sé
sökudólgurinn áður en komið er inn
í miðju frásagnarinnar eru nokkrir
góðir sprettir. Á þeim getur höf-
undur byggt í framhaldinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óvenjuleg Spennusagan Líkið í kirkjugarðinum eftir Fritz Má Jörgensson
er að sumu leyti óvenjuleg glæpasaga, þar sem húmor og guðdómur bland-
ast alvarlegum glæpum, segir í rýni um bók Fritz Más.
Treyst á guð og lukkuna
Spennusaga
Líkið í kirkjugarðinum bbbnn
Eftir Fritz Má Jörgensson.
Ugla, 2019. Kilja, 267 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Rithöfundurinn George R.R. Mart-
in hyggst ekki breyta endi Krúnu-
leikanna (Game of Thrones) þrátt
fyrir skriflega áskorun þess efnis
frá 1,5 milljón aðdáenda. Þetta
kemur fram í viðtali við Martin í
Entertainment Weekly.
Sjónvarpsþáttaröðin rann sitt
skeið í maí og féllu lokin ekki að
smekk allra. Vonsviknir aðdá-
endur hófu undirskriftasöfnuð á
netinu í von um að fá Martin til að
breyta endinum í væntanlegum
bókum sínum. Sjónvarps-
þáttaröðin byggist á vinsælum
bókaflokki Martin, en tók fram úr
bókunum sem þýðir að hann á eft-
ir að skrifa síð-
ustu tvær bækur
flokksins sem
verða samhljóða
sjónvarps-
þáttaröðinni.
„Það hefði
verið freistandi
[að breyta fram-
vindunni], en
jafnframt rangt.
Ég ætla að
skrifa bækurnar sem ávallt stóð
til og þegar þær koma út verður
fólki bara að finnast það sem það
vill um þær.“
Átta ár eru síðan Martin sendi
frá sér síðustu bók sína sem nefn-
ist Dansað með drekum, en hún er
fimmta bókin af sjö í flokknum um
Krúnuleikana. Bókin kom út
stuttu áður en samnefnd sjón-
varpsþáttaröð hóf göngu sína á
HBO. Í viðtalinu segist hann árum
saman hafa fundið fyrir pressu
um að klára síðustu tvær bæk-
urnar og sífellt verið í kapphlaupi
við sjónvarpsútgáfuna. „Nú er
engin pressa lengur og ég þarf
ekki að keppast við að klára skrif-
in sem fyrst, heldur get ég vandað
til verka. Serían er búin. Ég
skrifa bækurnar og þegar þær eru
tilbúnar þá eru þær tilbúnar.“
Hyggst ekki breyta endinum
George R. R.
Martin