Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 32

Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 32
Finnska söngkonan Mirja Klippel og danski gítarleikarinn Alex Jøns- son halda tónleika í Norræna hús- inu á miðvikudag kl. 21. Klippel vann til verðlauna fyrir lagasmið ársins á dönsku tónlistarverðlaun- unum 2016. „Það er ekki hægt að mæla nógu mikið með Mirju Klip- pel!“ skrifaði rýnir danska net- tímaritsins Diskant um söngkon- una. Klippel og Jønsson í Norræna húsinu MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KR-ingar halda sínu striki í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu og unnu öruggan sigur á Fylki í Árbæn- um í gær 4:1. Eftir fjórtán leiki er útlitið afar gott hjá KR sem aðeins hefur tapað einum leik og hefur nú tíu stiga forskot á toppi deild- arinnar á Breiðablik sem þó á leik til góða. KR varð síðast meistari ár- ið 2013 eða fyrir sex árum. »26-27 KR heldur sínu striki og forskotið 10 stig ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Fylkiskonum hefur tekist að slíta sig frá fallsvæðinu, í bili að minnsta kosti, með tveimur sigrum í röð í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu. KR og Fylkir mættust í mikilvægum leik í neðri hluta deildarinnar á KR- vellinum í gær. Fylkir hafði betur, 2:0, og er nú þremur stigum fyrir ofan KR og Keflavík. Keflvíkingar heim- sóttu Íslandsmeist- arana í Breiðablik og töpuðu 5:2. Þór/KA burstaði ÍBV 5:1 á Ak- ureyri. »24 Tveir sigrar í röð hjá Fylkiskonum Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Alheimsmót skáta fer nú fram í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum og þar eru um 170 íslenskir skátar staddir. Þróunaraðstoð, sýndarveru- leiki, forritun, köfun og adrena- línferðir með tveggja kílómetra ap- arólu er meðal þess sem skátarnir hafa tekið þátt í að undanförnu, en samtals taka 55 þúsund skátar frá öllum heimshornum þátt í mótinu. Fékk að tala við geimfara Íslenskur skáti, hinn 15 ára Guð- jón Ingi Gerlach Jonathansson, fékk að spjalla við geimfarann Andrew Morgan, sem staddur er í Alþjóð- legu geimstöðinni. Nafn hans og tíu annarra skáta var dregið úr potti og fengu þeir að tala við Morgan, sem er fyrrverandi aðstoðarskátahöfð- ingi á skátasvæði Houston. Mátti hver um sig spyrja einnar spurn- ingar og spurði Ingi Morgan hvort hann þyrfti að drekka jafnmikið vatn í geimnum eins og á jörðinni. Þá svaraði Morgan að hann þyrfti að drekka um tvo lítra af vatni á dag og hann þyrfti að skrá niður hversu mikinn vökva hann drykki og hve- nær. Hinn 16 ára Ernir Jónsson úr skátafélaginu Kópum er staddur á mótinu og er hæstánægður. „Það er frábært að mæta hérna með Kópum og kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimnum. Svo er mjög gaman að sjá hvað er í boði hérna í Bandaríkjunum, þetta er bara frá- bær staður,“ sagði hann. Spurður hvað hafi staðið upp úr á mótinu, enn sem komið er, segir hann: „Stóra aparólan sem við tókum. Síðan klifr- uðum við og fórum í langa fjall- göngu,“ sagði hann. Íslendingum á svæðinu er skipt upp í hóp starfsmanna og fjóra hópa þátttakenda, sem eru á aldrinum 14 til 18 ára; Hugin, Munin, Garm og Sleipni. „Við erum ekki endilega öll saman alltaf en öðru hverju hittumst við saman sem hópar og tölum um mót- ið,“ sagði Ernir. Allir skátarnir gista í tveggja manna tjöldum á stóru tjaldsvæði, sem er skipt upp í nokkur svæði. „Þetta er allt risastórt tjaldsvæði. Við erum svo lítill hópur hérna í Muninn, svo að við deilum svæði með nágrönnum okkar frá Svíþjóð,“ sagði Ernir. Mótið var sett í 24. sinn 21. júlí síðastliðinn og stendur yfir þar til næsta föstudag. Að sögn Guðjóns Rúnars Sveinssonar fararstjóra er gleðin í fyrirrúmi á mótinu, skátar sýni og sanni að þjóðerni skipti ekki máli og allir geti skemmt sér og not- ið lífsins við leik og störf. „Þetta gekk framar vonum og menn hafa verið að skemmta sér al- veg gífurlega,“ sagði Guðjón. Hann segir að tekið sé á öllum hliðum mannlífsins á mótinu, sér í lagi umhverfismálum. Alheimsmót Um 55 þúsund skátar frá 152 þjóðum taka þátt í alheimsmóti skáta, þar af um 170 frá Íslandi. Skátar hvaðanæva  Alheimsmót skáta í Bandaríkjunum  Íslenskur skáti datt í lukkupottinn og fékk að spjalla við geimfara Skáti Guðjón Ingi Gerlach Jona- thansson fékk að tala við geimfara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.