Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
HEIMA
-5,65%
1,17
ICEAIR
+3,26%
9,19
S&P 500 NASDAQ
+0,29%
8.262,328
+0,21%
3.009,83
+2,11%
7.646,77
FTSE 100 NIKKEI 225
31.1.‘19 31.1.‘1930.7.‘19
1.700
80
1.812,35
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
64,18
-0,22%
21.709,31
61,89
40
2.100
30.7.‘19
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
1.909,85
FJÁRFESTINGAR
Engar fjárfestingar liggja fyrir hjá
bandarísku athafnakonunni Michele
Ballarin í íslensku fyrirtækjunum
Sóley Organics og Omnom. Þetta
herma heimildir ViðskiptaMoggans
en enn er þó ekki loku fyrir það skot-
ið að af fjárfestingunum verði. Allt
sé óljóst í þeim efnum. Í ítarlegu við-
tali við ViðskiptaMoggann í síðustu
viku opinberaði Ballarin áhuga sinn
á að fjárfesta í húðvörunum frá Sól-
ey Organics og súkkulaðiframleið-
andanum Omnom. Í viðtalinu taldi
hún þær vörur eiga mikla möguleika
á Bandaríkjamarkaði, með þátttöku
fyrirtækja sem hún tengist sjálf þar
í landi. Líkt og fram hefur komið í
fjölmiðlum hefur kaupum Ballarin á
eignum úr þrotabúi WOW air verið
rift. Ástæðan mun vera að síendur-
tekið hafi dregist að inna af hendi
fyrstu greiðslu samkvæmt kaup-
samningi. peturh@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjárfestirinn Michele Ballarin hefur
áhuga á Omnom og Sóley Organics.
Óvíst hvort
verði af fjár-
festingum
„Ég get staðfest að ég nýtti, ásamt
eiginmanni mínum, fjárfestingarleið
Seðlabanka Íslands þann 15. febrúar
2012. Það var hins vegar áður en ég
kom til starfa í bankanum. Það gerði
ég ekki fyrr en 20.
apríl þetta sama ár
og tók þá við öllum
verkefnum fram-
kvæmdastjóra
fjármálastöð-
ugleikasviðs.“
Þetta segir Sigríð-
ur Benedikts-
dóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri
hjá Seðlabanka Íslands. Hún og eig-
inmaður hennar fluttu 15 þúsund evr-
ur til landsins fyrrnefndan febrúardag
á grundvelli sérstakra reglna sem
gerðu fólki kleift að flytja erlendan
gjaldeyri til landsins og kaupa fyrir
hann krónur á verulegum afslætti.
Morgunblaðið greindi frá því á
mánudag að 7. febrúar 2012 hafi Már
Guðmundsson seðlabankastjóri sett
reglur sem lögðu bann við því að til-
greindur hópur starfsmanna bank-
ans, ásamt mökum og börnum þeirra,
nýttu sér fjárfestingarleiðina. Í þeim
hópi var tilgreind staða sú sem Sig-
ríður gegndi á þeim tíma þegar hún
nýtti sér fjárfestingarleiðina. Það
gerðist átta dögum eftir að reglurnar
voru settar.
Skipuð frá 1. janúar 2012
Þrátt fyrir að Sigríður hafi ekki
komið til starfa í Seðlabankanum fyrr
en í síðari hluta aprílmánaðar gilti
skipun hennar samkvæmt upplýs-
ingum Seðlabankans frá 1. janúar
2012 eða rúmum einum og hálfum
mánuði áður en hún tók þátt í útboð-
inu. Á síðustu dögum hefur Morg-
unblaðið kallað eftir upplýsingum um
hvort einhverjir starfsmenn Seðla-
bankans, sem féllu undir fyrrnefndar
reglur seðlabankastjóra, hefðu nýtt
sér fjárfestingarleið bankans. Tvíveg-
is hefur það komið fram í svörum
bankans að ekki séu „dæmi um að
starfsmönnum bankans hafi verið
heimiluð þátttaka í fjárfestingarleið
Seðlabankans sem höfðu eða gátu
haft upplýsingar um áætlun um losun
fjármagnshafta eða upplýsingar um
útfærslu og framkvæmd gjaldeyr-
isútboða og fjárfestingarleiðar bank-
ans“.
Þegar ViðskiptaMogginn bar fyr-
irspurn undir Seðlabankann þess efn-
is hvort Sigríður Benediktsdóttir, þá
framkvæmdastjóri fjármálastöð-
ugleikasviðs bankans, hafi tekið þátt í
fjárfestingarleiðinni, bar bankinn við
ákvæðum laga um þagnarskyldu sem
finna má í lögum um Seðlabanka Ís-
lands.
Launatekjur erlendis frá
Í samtali við ViðskiptaMoggann í
gær sagði Sigríður mikilvægt að fram
kæmi að fjármagnið sem hún hefði
flutt til landsins á grundvelli fjárfest-
ingarleiðarinnar hefði átt uppruna
sinn erlendis.
„Þetta voru sannarlega launa-
tekjur mínar og eiginmanns míns
enda höfðum við búið erlendis frá því
sumarið 1998.“ Ítrekar hún einnig að
tekjur sem hún hafði af stunda-
kennslu við HR og störf í þágu rann-
sóknarnefndar Alþingis, sem stofnað
var til í kjölfar bankahrunsins, hafi
aldrei verið fluttar úr landi.
„Þá finnst mér einnig mikilvægt að
komi fram að við seldum heimili okk-
ar í Bandaríkjunum sumarið 2013 og
fluttum þá peninga heim með sam-
þykki regluvarðar Seðlabanka Ís-
lands gegnum innlendan gjaldeyr-
ismarkað í fullu samræmi við reglur
bankans. Þeir fjármunir og þeir sem
við fluttum inn í febrúar 2012 eru enn
uppistaðan í eigin fé í heimili fjöl-
skyldunnar á Íslandi.“
Nýtti fjárfestingarleiðina
eftir að reglur tóku gildi
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Átta dögum eftir að reglur,
sem settu hömlur á þátt-
töku starfsmanna Seðla-
bankans í hinni svokölluðu
fjárfestingarleið tóku gildi,
nýtti nýskipaður fram-
kvæmdastjóri fjármála-
stöðugleikasviðs bankans
sér leiðina.
Morgunblaðið/Ómar
Fjárfestingarleið Seðlabankans var virk frá ársbyrjun 2012 til febrúar 2015.
Sigríður
Benediktsdóttir
VEITINGAGEIRINN
Hagnaður veitingastaðanna Local og
Serrano dróst verulega saman milli
ára. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingum fyrirtækjanna fyrir árið 2018.
Þrátt fyrir minni hagnað jukust
rekstrartekjur beggja veitingastaða
á árinu.
Hjá Serrano var hagnaður af
rekstri ársins ríflega 11 milljónir
króna samanborið við ríflega 38
milljónir króna árið 2017.
Rekstrartekjur jukust um ríflega
23 milljónir króna milli ára og námu
943.965.306 kr. í fyrra. Árið áður
höfðu tekjurnar verið 920.453.695 kr.
Fyrirtækið jók þar að auki framlegð
sína um ríflega 30 milljónir króna
milli ára. Gríðarleg aukning launa og
launatengdra gjalda varð þó til þess
að hagnaður Serrano dróst saman.
Eigið fé félagsins í lok árs var
rúmar 55 milljónir og lækkaði um
tæplega 30 milljónir króna milli ára.
Það má rekja til greiðslu arðs upp á
40 milljónir króna. Samtals hefur
fyrirtækið nú greitt 167 milljónir
króna í arð til hluthafa á síðustu fjór-
um árum.
Rekstur Local svipar mjög til þess
sem uppi er á teningnum hjá Serr-
ano þó að fyrirtækið sé talsvert
smærra í sniðum. Rekstrartekjur
ársins jukust um nær 20 milljónir
króna milli ára og námu 369.566.358
kr. í fyrra. Þá skilaði fyrirtækið
hagnaði upp á 5.754.092 kr. á síðasta
ári og dróst hann saman um rétt
tæpar þrjár milljónir króna. Eins og
hjá Serrano munaði þar mestu um
aukin útgjöld vegna launa og launa-
tengdra gjalda.
Að því er fram kemur í ársreikn-
ingnum var eigið fé Local neikvætt
um 12.323.234 kr. í fyrra.
Þyngri rekstur hjá
Local og Serrano
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rekstur Serrano gekk ekki eins vel
á síðasta ári og árin þar á undan.