Morgunblaðið - 31.07.2019, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019 11
Snagabretti frá kr. 980
Snagar frá kr. 260
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
L
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
MIKIÐ ÚRVAL AF SNÖGUM
OG SNAGABRETTUM
Stjórnendum norsk-færeyska lax-
eldisfyrirtækisins Mowi var vandi
á höndum. Þeir sáu að brýnt væri
að bæta kælingu við slátrun, en
með fiskeldið dreift á nokkra staði
í Færeyjum
myndi ekki vera
hagkvæmt að
koma upp full-
komnu slát-
urhúsi og kæl-
ingarbúnaði í
hverju sundi og
firði. Thor Ice
reyndist vera
með lausnina:
færanlegan kælibúnað sem rúmast
í 20 feta gámi og hægt er að nota
nánast hvar sem er. Gáminn má
flytja þangað sem hans er þörf,
ásamt litlu húsi þar sem laxinn er
blóðgaður. Eina sem þarf er að
tengja gáminn við rafmagn, og
leggja slöngu niður í næstu fjöru
til að dæla sjó inn á ískrapavél-
arnar.
Thor Ice er ungt fyrirtæki,
stofnað 2002, en er í dag í fremstu
röð á sviði krapakælitækni fyrir
sjávarútveg og fiskeldi. Þá hefur
fyrirtækið þróað fullkomna kæli-
lausn fyrir kjúklingaframleiðslu,
þar sem ís er skotið á fuglinn eftir
slátrun svo hann kælist mun hrað-
ar en með hefðbundnum aðferðum.
Lokað kerfi
Með því að hafa tekist að koma
krapakælivél fyrir í gámi opnast
ný tækifæri fyrir Thor Ice og ætti
þessi lausn að henta fiskeldi víða
um heim. „Í gáminum er stór
tankur sem Formax smíðaði fyrir
okkur, og tvær stórar vélar sem
framleiða ískrapa. Gættum við
þess sérstaklega við hönnunina að
kerfið myndi þurfa litla orku, og
hægt væri að stýra notkuninni og
eiginleikum ískrapans af mikilli ná-
kvæmni,“ útskýrir Þorsteinn Ingi
Víglundsson, framkvæmdastjóri
Thor Ice Chilling Solutions.
Um lokað kerfi er að ræða þar
sem gámurinn tekur inn sjó og
rafmagn og dælir út ískrapa. Gám-
urinn er því alveg þurr að innan
og til að þrífa kælibúnaðinn nægir
að setja hreinsiefni inn um vatns-
inntakið og láta það fara sína leið í
gegnum leiðslurnar. „Krapanum er
dælt út úr gámnum ofan í plastker
þar sem hann umlykur laxinn og
kælir hann hratt. Þegar kar er
orðið fullt er það sett upp á flutn-
ingabíl og heldur fiskurinn áfram
að kólna á leiðinn til vinnsluhúss-
ins.“
Auðveldur í umgengni
Eins og gefur að skilja bætir
það gæði vörunnar að geta kælt
laxinn vel strax eftir blóðgun en
með þessu fyrirkomulagi er líka
verið að koma í veg fyrir að úr-
gangur frá slátruninni fari út í líf-
ríkið næst kvíunum. „Ekkert spilli-
vatn berst frá þessu skrefi í
slátrunar- og vinnsluferlinu. Þegar
laxinn kemur á áfangastað eru
kerin síðan tæmd, fiskurinn verk-
aður eins og þarf, og krapi og
blóðvatn hreinsuð þar,“ segir Þor-
steinn.
Þrátt fyrir að það hafi sett Thor
Ice þröngar skorður að verða að
láta búnaðinn rúmast í 20 feta
gámi segir Þorsteinn að nóg pláss
sé fyrir starfsmenn að athafna sig
ef eiga þarf við tækin eða sinna
viðhaldi og öll umgengni tiltölulega
einföld. Kælibúnaðurinn er sterk-
byggður, rétt eins og gámurinn
sjálfur, svo að hann þolir það vel
að vera fluttur á milli staða. „Við
getum síðan þjónustað búnaðinn
yfir netið og hjálpað notandanum
með stillingar,“ segir hann. „Og
þar sem gámurinn þarf ekki mikla
orku er hægt að setja hann upp
nánast hvar sem er.“
Búnaðurinn rúmast í tuttugu feta gámi
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Thor Ice hefur smíðað
færanlegt kælikerfi fyrir
Mowi, stærsta laxeldis-
fyrirtæki heims. Kerfið
verður notað í Færeyjum
og má flytja blóðgunarhús
og kælibúnað milli eldis-
svæða. Laxinn er svo
sendur kældur til verkunar
í öðrum landshluta.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Varkárir starfsmenn Thor Ice flytja nýja krapavél út af verkstæði fyrirtækisins, til að setja upp inni í gámi.
Þorsteinn Ingi
Víglundsson
Þessi tölvuteikning sýnir
vel hvernig krapavélunum
hefur verið komið fyrir innan
í mjög smáum gáminum.
Afurðaverð á markaði
30. júlí 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 336,71
Þorskur, slægður 355,45
Ýsa, óslægð 351,94
Ýsa, slægð 274,38
Ufsi, óslægður 114,24
Ufsi, slægður 139,46
Gullkarfi 320,95
Langa, óslægð 174,57
Langa, slægð 261,27
Keila, óslægð 70,86
Keila, slægð 84,02
Steinbítur, óslægður 186,55
Steinbítur, slægður 212,55
Skötuselur, slægður 602,00
Grálúða, slægð 105,81
Skarkoli, slægður 393,58
Þykkvalúra, slægð 530,00
Bleikja, flök 1.719,80
Gellur 1.162,00
Hlýri, óslægður 245,00
Hlýri, slægður 198,48
Lúða, slægð 710,08
Náskata, slægð 39,00
Undirmálsýsa, óslægð 103,04
Undirmálsþorskur, óslægður 181,18
Undirmálsþorskur, slægður 113,00
AFLABRÖGÐ
Gullver NS lagði að bryggju á Seyð-
isfirði í gærdag með fullfermi. Ís-
fisktogarinn hafði þá dregið 102
tonn af blönduðum afla, þorski, ýsu,
ufsa og karfa. Á Facebook-síðu Síld-
arvinnslunnar sagði Rúnar L. Gunn-
arsson skipstjóri að vel hefði gengið
að fiska. „Það aflaðist ágætlega en
túrinn var fjórir dagar höfn í höfn.
Við vorum mest í Berufjarðarál,
Lónsdýpi og á Papagrunni en end-
uðum á Herðablaðinu í þorski. Þetta
er annar túrinn eftir að skipið kom
úr slipp og það hefur bara gengið vel
í þeim. Við getum varla kvartað.“
Gert er ráð fyrir að Gullver haldi að
nýju til veiða í kvöld.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Vel hefur gengið hjá Gullveri frá því
að það kom úr slipp fyrir skemmstu.
Fullfermi
hjá Gullveri