Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019SJÓNARHÓLL
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
STIMPILPRESSUR
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
Mikið úrval af aukahlutum
ARNÞÓR BIRKISSON
10.
gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 leggur
bann við því að fyrirtæki geri með sér
samninga eða samþykktir sem hafa að
markmiði eða af þeim leiðir að samkeppni sé raskað.
Undir þetta bann falla samkeppnishamlandi upplýs-
ingaskipti milli fyrirtækja. Hafa ber í huga að sam-
keppnislög gera ekki kröfu til þess að formlegir samn-
ingar liggi fyrir um samkeppnishamlandi háttsemi.
Samstilltar aðgerðir milli fyrirtækja nægja til þess að
bannreglan eigi við, að því tilskildu að aðgerðirnar hafi
að markmiði að raska samkeppni eða séu til þess fallnar.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að upplýsinga-
skipti af ýmsu tagi milli fyrir-
tækja geta haft mjög jákvæð
áhrif á samkeppni og þar með
hagsmuni keppinauta og neyt-
enda. Aðgengi fyrirtækja að
ýmiss konar upplýsingum ger-
ir þeim betur kleift að taka
skynsamlegar rekstrarákvarð-
anir sem samrýmist vel mark-
miði samkeppnislaga um hag-
kvæma nýtingu framleiðslu-
þátta samfélagsins. Á hinn
bóginn kunna upplýsinga-
skipti að gera fyrirtækjum
kleift að samstilla samkeppn-
ishegðun sína og/eða loka
mörkuðum gagnvart öðrum
keppinautum. Banni sam-
keppnislaga er einkum beint
að slíkum tilvikum.
Úr réttarframkvæmd sam-
keppnismála, bæði hérlendis
og af vettvangi Evrópusam-
bandsins, má sjá ýmis dæmi um upplýsingaskipti sem
farið hafa í bága við framangreinda bannreglu. Hvers
kyns samskipti um verð eru vitaskuld varhugaverð, eink-
um framtíðaráform um verðlagningu. Það getur dugað
til brots að móttaka upplýsingar frá keppinaut um verð,
verðbreytingar, tilboð, afslætti og þess háttar þótt engu
sé ef til vill lofað um samstillta verðhækkun eða önnur
viðbrögð. Það eitt að þekkja áform keppinauta hvað
þessi atriði varðar er talið hafa samkeppnishamlandi
áhrif. Sama gildir um upplýsingaskipti varðandi for-
sendur verðákvarðana. Sé slíkum upplýsingum deilt
milli keppinauta er dregið úr þeirri óvissu sem nauðsyn-
legt er að ríki milli þeirra til þess að virk samkeppni fái
vel þrifist.
Gerð þess markaðar sem fyrirtæki starfa á getur skipt
máli við mat á því hvort upplýsingaskipti eru líkleg til að
raska samkeppni eður ei. Markaðir sem einkennast af
gagnsæi, samþjöppun og stöðugleika eru viðkvæmari
fyrir upplýsingaskiptum. Ástæðan er sú að víðtæk upp-
lýsingaskipti milli keppinauta á slík-
um mörkuðum eru líklegri til að
leiða af sér samstillingu milli fyrir-
tækja.
Við mat á því hvort skipti á til-
teknum upplýsingum (hvort sem slík
upplýsingaskipti eru gagnkvæm eða
ekki) eru varhugaverð má hafa
nokkrar þumalputtareglur í huga að
því er varðar upplýsingarnar sjálfar.
Að öllu jöfnu ættu fyrirtæki ekki að
deila upplýsingum sem þau sjálf
telja til trúnaðarupplýsinga eða við-
kvæmra viðskiptaupplýsinga. Hér
undir falla að sjálfsögðu upplýsingar
um verð, framleiðslumagn og kostn-
að af ýmsu tagi. Önnur atriði sem
máli skipta eru hversu sundur-
liðaðar upplýsingar eru, aldur þeirra
og tíðni upplýsingaskipta.
Telji fyrirtæki að tiltekin upplýs-
ingaskipti séu þýðingarmikil og hafi
jákvæð fremur en neikvæð áhrif á
samkeppni en vafi leikur á hvort þau samrýmist ákvæði
10. gr. samkeppnislaga er sú leið fær að óska undanþágu
frá banni 10. gr. með hliðsjón af ákvæði 15. gr. sam-
keppnislaga. Beiðni um slíka undanþágu þarf að senda
Samkeppniseftirlitinu sem getur heimilað upplýsinga-
skiptin, eftir atvikum að uppfylltum málefnalegum skil-
yrðum til verndar virkri samkeppni.
LÖGFRÆÐI
Heimir Örn Herbertsson
lögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR
Upplýsingaskipti
milli fyrirtækja
”
Úr réttarframkvæmd
samkeppnismála, bæði
hérlendis og af vett-
vangi Evrópusam-
bandsins, má sjá ýmis
dæmi um upplýsinga-
skipti sem farið hafa í
bága við framangreinda
bannreglu. Hvers kyns
samskipti um verð eru
vitaskuld varhugaverð,
einkum framtíðaráform
um verðlagningu.
FORRITIÐ
Hingað til hefur það þótt kalla á
mikið næmi, fimi í mannlegum sam-
skiptum, stjórnunarhæfileika og
áralanga reynslu að geta haft góða
tilfinningu fyrir menningu vinnu-
staðar.
Forritið Bunch.ai styttir stjórn-
endum leið og freistar þess, með
hjálp gervigreindar, að greina sam-
skipti starfsmanna í spjallforrit-
unum Slack og MS Teams til að sjá
hvar skórinn kreppir.
Gervigreind kortleggur orðaval
og setningar og rýnir í samtölin á
vinnustaðnum byggt á nýjustu kenn-
ingum og fræðum um æskilega
menningu á vinnustað. Bunch skoð-
ar þó aðeins það sem sagt er í opnum
hópum og lætur einkaskilaboð á
milli starfsmanna og samtöl við við-
skiptavini í friði.
Greiningin endar með einkunna-
gjöf sem dreifist á nokkra undir-
flokka, s.s. hvort starfsmenn eru
lærdómsfúsir, hvort þeir séu
óhræddir við að tjá sig, hversu vel
þeim gengur að starfa saman og
hvort andinn í hópnum sé góður.
Í stjórnborði Bunch má sjá þró-
unina skýrt og vel, nánast í raun-
tíma, og koma auga á hvar hallað
hefur undan fæti eða tekist að bæta
árangurinn frá degi til dags eða frá
viku til viku. ai@mbl.is
Tölvan greinir menn-
ingu vinnustaðarins