Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10mg töflur -10, 30 og 100 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is King’s Point. AFP. | Ferðamennirnir horfa dolfallnir á stóra borgarísjaka brotna niður í ljósaskiptunum eftir langa ferð jakanna frá Grænlandi til austurstrandar Kanada sem er nú kjörinn staður fyrir þá sem vilja sjá bráðnun hafíssins á norðurslóðum með eigin augum. Á sama tíma og heimsbyggðin hefur áhyggjur af hlýn- un jarðar og afleiðingum hennar hef- ur hröð bráðnun Grænlandsjökuls og fjölgun ísjaka vegna framrásar skrið- jökla blásið nýju lífi í afskekkt sjávar- þorp á eyjunni Nýfundnalandi og austurhluta Labradorskaga. Fylkið var áður miðstöð þorskveiða í Kanada en tekur nú á móti stórum hópum ljósmyndara og annarra ferðamanna sem vonast eftir því að ná stórfenglegum myndum af bráðnun- inni. Þegar vetrinum lýkur hefjast ís- jakaferðirnar. „Þetta heldur áfram að batna með hverju árinu,“ segir Barry Strickland, 58 ára sjómaður sem stundaði áður þorskveiðar en fer nú í skoðunarferðir með ferðamenn á báti sínum í grennd við þorpið King’s Point í norðurhluta fylkisins. „Við höfum fengið 135, 140 rútur sem koma með eldri borgara í bæinn á hverju sumri, þannig að þetta er frábært fyrir efnahagslífið.“ Borgarísjakarnir geta verið tugir metra á hæð og vegið hundruð þús- unda tonna. Vindar og hafstraumar bera þá þúsundir kílómetra frá norð- vesturhluta Grænlands að ströndum Kanada. Þúsunda ára gamall ís getur bráðnað þar og horfið í sjóinn á örfá- um vikum. Vegur upp hrun í sjávarútvegi Strickland hefur boðið upp á ísjaka- siglingar síðustu fjögur ár og þær hafa oft verið fullbókaðar á aðalferða- mannatímanum, frá maí til júlí. „Það er ekki margt sem heldur fólki hér í sjávarbæjunum núorðið, þannig að ferðaþjónustan er stór þátt- ur í efnahagslífinu,“ segir Devon Chaulk, afgreiðslumaður minjagripa- verslunar í þorpinu Elliston. „Ég hef búið hér alla ævina og fjölgun ferða- mannanna síðustu tíu til tólf árin hef- ur verið ótrúleg. Það kæmi ekki á óvart að sjá þúsundir ferðamanna hér næstu tvo mánuðina.“ Um hálf milljón ferðamanna kom til Nýfundnalands og Labradors á síðasta ári og eyddi alls nær 570 millj- ónum kanadadala, jafnvirði 53 millj- arða króna, samkvæmt opinberum tölum. Íbúar þorpanna vita þó að ekki er á vísan að róa því að dæmi eru um að ferðamönnunum hafi fækkað þeg- ar lítið er af borgarísjökum á svæð- inu. Vöxturinn í ferðaþjónustunni hefur vegið upp á móti samdrætti í sjávar- útvegi vegna ofveiði sem leiddi til hruns fiskistofna í lok aldarinnar sem leið. Enn fremur hafa nokkur fyrir- tæki markaðssett „ísjakavatn“ sem þau segja að sé hreinasta vatn á jörð- inni. Það hefur verið notað í vodka, bjór og snyrtivörur. Þénar vel á „hvítagullinu“ Á meðal þeirra sem njóta góðs af aukinni eftirspurn eftir ísjakavatni er kanadíski sjómaðurinn Edward Kean. Síðustu tuttugu árin hefur hann dreg- ið „hvítagullið“ úr sjó til að selja fyrir- tækjunum vatn úr ísjökunum með góðum ágóða. Bátur hans, með fjög- urra manna áhöfn, getur fengið um 800.000 lítra af vatni úr ísjökunum frá maí til júlí og selt fyrirtækjunum það fyrir einn dal (tæpar 93 krónur) á lítr- ann. Laurent Lucazeau, 34 ára franskur ferðamaður, segir að það hafi í senn verið stórfenglegt og ógnvekjandi að sjá ísjakana bráðna og verða þannig vitni að áhrifum hlýnunar jarðar. „Það er eitthvað dularfullt og áhrifa- mikið við þetta, en vitneskjan um að þeir ættu ekki að vera hérna vekur mann til umhugsunar og er nokkuð ógnvekjandi.“ Ferðafólk flykkist til Ný- fundnalands vegna ísjaka  Borgarísjökum frá Grænlandi fjölgar vegna hlýnunar AFP „Hvítagull“ Barry Strickland, fyrrverandi trillukarl, siglir með ferðamenn á báti sínum að borgarísjaka við strönd Nýfundnalands í Kanada. Ferðir ísjaka 400 km KANADA BANDARÍKIN ÍSLAND Nýfundnaland ATLANTSHAF Hvarf Baffin-eyja Baffin- flói Hudson- flói Davis- sund GRÆNLAND Ísjakasundið Heimild: Stjórnvöld í Kanada Hafstraumar Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sérfræðingar í afvopnunarmálum óttast að nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjist eftir að stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Rússlandi riftu í gær formlega INF-samningi ríkjanna um bann við meðaldrægum eldflaugum. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði að aðildarríki þess vildu koma í veg fyrir nýtt vígbúnaðarkapphlaup og NATO hygðist ekki koma kjarn- orkueldflaugum fyrir í Evrópu. INF-samningurinn bannar eld- flaugar sem draga 500 til 5.500 kíló- metra, meðal annars flaugar sem geta borið kjarnavopn. Ronald Reagan, þáverandi forseti Banda- ríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov, síð- asti leiðtogi Sovétríkjanna, undirrit- uðu hann árið 1987. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir árið 2007 að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum landsins. George W. Bush, þáverandi forseti, hafði ákveðið fimm árum áður að segja upp ABM-sáttmála ríkjanna um tak- markanir á eldflaugavörnum. Sakaðir um samningsbrot Barack Obama, eftirmaður Bush, sakaði Rússa um að hafa brotið INF- samninginn árið 2014 með því að þróa meðaldræga stýriflaug. Hermt er að hann hafi ákveðið að segja ekki samningnum upp vegna þrýstings frá leiðtogum Evrópuríkja sem hafi varað hann við því að það gæti leitt til nýs vígbúnaðarkapphlaups. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti síðan í febrúar að hann hygðist rifta INF-samningnum eftir sex mánuði vegna brota Rússa á honum. Atlantshafsbandalagið hefur tekið undir ásakanir Bandaríkja- manna um að Rússar hafi brotið samninginn með því að framleiða eldflaugar af nýrri gerð, 9M729, sem dragi um 1.500 kílómetra. Rússar neita þessu og segja að eldflaugarn- ar dragi aðeins 480 kílómetra og falli því ekki undir INF-samninginn. Stoltenberg sagði í viðtali við BBC í síðasta mánuði að nýju rússnesku eldflaugarnar gætu borið kjarna- vopn, mjög erfitt yrði að finna þær væri þeim beitt og það myndi aðeins taka mínútur að skjóta þeim á borgir á meginlandi Evrópu. Eiga 90% kjarnaoddanna Trump og Pútín hafa einnig fundið INF-samningnum það til foráttu að önnur lönd eru ekki bundin af honum og a.m.k. tíu ríki hafa þróað meðal- drægar eldflaugar sem geta borið kjarnavopn, þ. á m. Kína. Kínverjar hafa sagt að krafa Trumps um að þeir fallist á kjarnorkuafvopnun sé undarleg í ljósi þess að þeir eigi miklu færri kjarnavopn en Banda- ríkjamenn. Talið er að Bandaríkin og Rúss- land eigi um 90% allra kjarnaodda í heiminum, Rússland 6.500 og Bandaríkin 6.185. Frakkland er talið eiga 300 kjarnaodda og Kína 290, að sögn samtaka bandarískra vísinda- manna, FAS, sem beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í heiminum. 5.500 km 500 km Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi hafa formlega sagt upp INF-samningnum um bann við eldflaugum sem draga 500 til 5.500 kílómetra Drægi eldflauga sem INF- samningurinn bannaði INF-samningnum formlega sagt upp MOSKVA RÚSSLAND BANDA- RÍKIN Heimildir: CC0, Khartis Hætta á vígbún- aðarkapphlaupi  INF-samningnum sagt upp formlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.