Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019  Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er í þriðja sæti, tveimur högg- um frá efsta manni, fyrir lokahringinn á Bråviken Open-mótinu í Nordic Golf- mótaröðinni í Noregi. Haraldur lék annan hringinn í gær á sex höggum undir pari og er samanlagt á 13 högg- um undir pari.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst í gær í gegnum niðurskurðinn á Amundi Czech Ladies Challenge- mótinu, en það er hluti af LET Acess- mótaröðinni í golfi sem er sú næst- sterkasta í Evrópu. Guðrún var tveim- ur höggum frá því að missa af niður- skurðinum, en hún er samanlagt á tveimur höggum yfir pari vallarins.  Páll Viðar Gíslason hefur látið af störfum sem þjálfari Magna, sem situr í botnsæti 1. deildar karla í knatt- spyrnu. Páll óskaði eftir því að fá að hætta, en hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2017 og kom því þá upp úr 2. deildinni, en liðið bjargaði sér frá falli í lokaumferð 1. deildarinnar í fyrra.  Enska úrvalsdeildarfélagið New- castle fékk tvo nýja leikmenn til liðs við sig í gær. Annars vegar var gengið frá kaupunum á franska kantmann- inum Allan Saint-Maximin frá Nice fyrir því sem nemur 20 milljónum punda, og hins vegar kom hollenski bakvörðurinn Jetro Willems að láni frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.  Þá fékk Gylfi Þór Sigurðsson nýjan liðsfélaga á miðjuna hjá Everton í gær þegar liðið keypti Jean-Philippe Gbamin, landsliðsmann Fílabeins- strandarinnar, frá Mainz í Þýskalandi.  Körfuboltamaðurinn Ólafur Björn Gunnlaugsson hefur samið við þýska A-deildarfélagið Telekom Bonn. Ólafur er 17 ára gamall og uppalinn hjá Val, en hann lék með ÍR á síðasta tímabili og Tindastóli þar á undan. Ólafur hef- ur leikið með yngri landsliðum Íslands, meðal annars á Norðurlandamóti U16 ára landsliða fyrr í sumar.  Ísland vann glæsilegan 98:93-sigur gegn Hvíta-Rússlandi í B-deild Evr- ópumóts U18-landsliða karla í körfu- knattleik í Rúmeníu í gær. Dúi Þór Jónsson fór á kostum í íslenska liðinu og skoraði 30 stig, en næstur kom Veigar Páll Alexandersson með 22 stig. Ísland keppir nú um 9.-12. sætið og mætir Belgíu klukkan 15.30 í dag.  Stéphanie Frappart mun dæma risaleik Liverpool og Chelsea um Stór- bikar Evrópu sem fram fer 14. ágúst í Istanbúl í Tyrklandi, en þar mætast sigurliðin í Meistara- og Evrópudeild- inni. Frappart verður fyrsta konan til þess að dæma í þessum árlega leik, en hún dæmdi úrslitaleik HM kvenna fyrr í sumar. Þá varð hún í vor fyrsta konan til þess að dæma karlaleik í frönsku 1. deildinni. Eitt ogannað EVRÓPUKEPPNI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ríkjandi Íslands- og bikarmeistar- ar í kvennaliði Breiðabliks leggja land undir fót nú strax eftir versl- unarmannahelgi. Blikar halda þá til Bosníu þar sem liðið leikur í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eins og síð- ustu ár þarf Íslandsmeistaraliðið að fara í gegnum riðlakeppni til þess að komast í 32ja-liða úrslit og verð- ur riðill Blika leikinn í Sarajevó. Breiðablik leikur fyrsta leikinn gegn Ísraelsmeisturum ASA Tel- Aviv á miðvikudag, mæta Norður- Makedóníumeisturum Dragon á laugardag eftir viku og leika síðast 13. ágúst gegn heimaliðinu SFK 2000, sem er sigursælasta kvenna- lið í sögu Bosníu og hefur orðið landsmeistari þar 17 ár í röð. Þrátt fyrir að renna nokkuð blint í sjóinn má búast við því fyrir fram að heimaliðið verði erfiðasti mótherji Blika, en aðeins efsta liðið í riðl- inum kemst áfram í 32ja liða úrslit. „Við í raun vitum ekki neitt, maður hefur reynt að gúggla þessi lið en veit afar lítið. En það er mjög skemmtilegt líka. Það var þannig síðast 2016 og það var ótrú- lega gaman líka að renna alveg blint í sjóinn,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, í samtali við Morgun- blaðið, en Breiðablik fór síðast þessa leið fyrir þremur árum og lék þá í riðlakeppni í Cardiff í Wales. Blikar unnu þá riðilinn og mættu sænska stórliðinu Rosengård í 32ja-liða úrslitum, sem meðal ann- ars skartaði hinni brasilísku Mörtu á þeim tíma, og tapaði einvíginu 1:0 í tveimur leikjum. Í fyrra fór Þór/ KA áfram úr riðlakeppni en komst svo ekki lengra eftir að hafa mætt Söru Björk Gunnarsdóttur og stór- liði Wolfsburg. Stjarnan var nálægt átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum en þangað komst Valur árið 2005 og Breiðablik árið 2006. Þá var fyrirkomulagið á þann hátt að fyrst þurfti að vinna undanriðil og síðan að komast áfram úr milliriðli. Hafa áhyggjur af hitanum Blikarnir spiluðu síðasta deildar- leikinn fyrir ferðina á fimmtudags- kvöldið gegn Þór/KA og gátu þar af leiðandi ekki byrjað undirbúning almennilega fyrr en í gær. Liðið fer svo út aðfaranótt mánudags og þarf að millilenda tvisvar á leiðinni, en Berglind á ekki von á því að ferða- lagið geri liðinu erfitt fyrir. Mark- miðið er svo að sjálfsögðu að taka fyrsta sætið í riðlinum og fara áfram. „Það er klárlega markmiðið. Eina sem við höfum áhyggjur af er hvað verður mikill hiti þarna. En við höldum okkur frá sólinni á milli,“ sagði Berglind, en lang- tímaspá gerir ráð fyrir um 30 stiga hita í Sarajevó þegar mest verður á daginn. Ef litið er yfir byrjunarlið Blika sem lék gegn Rosengård fyrir þremur árum er Berglind ein af þremur leikmönnum sem enn eru í liðinu. Hinir eru markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir og miðju- maðurinn Hildur Antonsdóttir. Þá voru á bekknum Kristín Dís Árna- dóttir og Selma Sól Magnúsdóttir, sem eru jafnan byrjunarliðsmenn í dag, auk Fjollu Shala sem er tæp vegna meiðsla. Ásta Eir Árnadóttir var ekki með 2016 en spilaði hins vegar með liðinu árið 2010 þegar viðlíka riðill var spilaður á Kópa- vogsvelli og Blikar fóru áfram. En það eru því fjölmargir leikmenn í liðinu í dag sem ekki hafa kynnst því að taka þátt í svona verkefni. Frábært fyrir liðsandann Berglind er sjálf að taka þátt í þriðja sinn, eftir að hafa einnig ver- ið með 2010, og ítrekar að það sé undir henni og öðrum eldri leik- mönnum liðsins komið að stíga upp og hjálpa þeim yngri sem eru að upplifa svona verkefni í fyrsta sinn. Þá gerir svona ferð mikið fyrir liðs- andann sem Berglind telur að hjálpi einnig þegar heim verður komið aftur þar sem hnífjafnt kapphlaup um Íslandsmeistaratit- ilinn stendur sem hæst við Val. „Já, algjörlega. Við erum saman núna á hóteli í einhverja tíu daga og gerum allt saman. Það er bara jákvætt fyrir liðið. Það er hægt að líta á þetta líka sem hálfgerða æf- ingaferð þar sem við getum stillt okkur enn betur af og unnið í því sem við erum góðar í. Þetta mun hafa mjög góð áhrif,“ sagði Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir við Morgunblaðið. Blikar stefna langt í Bosníu  Breiðablik á leið út í undankeppni Meistaradeildarinnar  Mæta meisturum Bosníu, Ísrael og Norður-Makedóníu í Sarajevó  Sæti í 32ja liða úrslitum í húfi Morgunblaðið/Ómar Reynsla Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur leikið fjölmarga Evrópuleiki og er hér í leik gegn Juvisy frá Frakklandi á Kópavogsvelli árið 2010. Góðgerðarmótið Einvígið á Nesinu er sérlega vel mannað í ár. Eins og áður fer mótið fram á frídegi verslunar- manna og er haldið af Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Kylfingar sem náð hafa hvað mestum árangri í atvinnu- mennsku, eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Birgir Leifur Haf- þórsson, hafa bæði þegið boð um að vera með. Núverandi Íslandsmeist- arar, Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, verða með. Guð- mundur Ágúst Kristjánsson og Har- aldur Franklín Magnús sem leikið hafa vel á Nordic-mótaröðinni eru á meðal keppenda. Heimamenn sem gerþekkja völlinn, Ólafur Björn Loftsson og Nökkvi Gunnarsson, eru til alls líklegir en Ólafur hefur aldrei sigrað á mótinu þrátt fyrir ágætar til- raunir. Þá krydda gamlar kempur og fyrrverandi sigurvegarar á mótinu, Ragnhildur Sigurðardóttir og Björg- vin Sigurbergsson, keppendalistann. Björgvin glímir við dóttur sína Guð- rúnu á mótinu en það hefur einu sinni gerst áður á Nesinu eða árið 2012. Einvígið á Nesinu er nú haldið í 23. sinn á Nesvellinum en í ár er leikið í þágu Barnaspítala Hringsins og styrkja Frumherji og KEA hótel mótið. Einvígið verður með örlítið breyttu sniði að þessu sinni. Höggleiks- keppnin fellur niður og kylfingarnir mæta beint í einvígið sjálft sem hefst klukkan 13. Þar fellur eins og áður einn kylfingur út á hverri holu, þar til tveir standa eftir og berjast um sig- urinn á 9. braut. Keppendalistinn ætti að trekkja að áhorfendur en alla jafna er vel mætt á mótið. Verði veður gott standa vonir Seltirninga til þess að áhorfendur verði fleiri en nokkru sinni áður. Keppendur: Axel Bóasson, GK Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Björgvin Sigurbergsson, GK Guðmundur Ágúst Kristjánsson Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Haraldur Franklín Magnús, GR Nökkvi Gunnarsson, NK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Ólafur Björn Loftsson, GKG Ragnhildur Sigurðardóttir, GR Morgunblaðið/Styrmir Kári Á Nesinu Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kapp- klædd á mótinu árið 2013 en þau eru á meðal keppenda í ár. Feðgin mætast á Nesvellinum  Geysilega sterkir keppendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.