Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Illa farið með eldra fólk“  Skoða mögulega málsókn á hendur Félagi eldri borgara  Verð hækkar um 5-7 milljónir  Kaupverðið fast í kaupsamningi og því verðaukning á ábyrgð seljanda Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tengdasonur hjóna sem keypt höfðu íbúð á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, íhugar að auglýsa eftir þátttöku í hópmál- sókn á hendur félaginu vegna um og yfir 10% hækkunar á verði íbúðanna við afhendingu. „Það er í skoðun. Ég er búinn að tala við lögmann sem ætlar að fara yfir þetta og athuga hvort hann sé til í að taka þetta að sér,“ segir tengda- sonurinn, Georg Andri Guðlaugsson, sem jafnframt er lögfræðingur og fasteignasali. Georg telur að FEB eigi að taka á sig hækkað verð, sem er til komið vegna ófyrirséðs kostnaðarauka og getur hlaupið á fimm til sjö milljón- um fyrir hverja íbúð. „Þetta er allt unnið með afturlöpp- unum finnst manni. Þau áttu að fá af- hent núna 30. júlí en það hafði enginn samband fyrr en fréttatilkynning um málið kom í gærkvöldi. Tengdafor- eldrar mínir eru til dæmis bara flutt- ir inn til mín þar sem þau seldu sína gömlu íbúð og þurftu að afhenda hana fyrir einhverju síðan. Það eru alveg ábyggilega fleiri í slíkri stöðu,“ segir Georg. Smáa letrið víðfrægt Sigurður Helgi Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Húseigendafélagsins sem jafnframt er lögmaður, segir það velta á því hvers eðlis kaupsamning- urinn er hvort hærri kostnaður eigi að falla á seljendur eða kaupendur. Sé kaupsamningurinn á þann veg að verð sé fast og ákveðið eigi seljandi að bera kostnaðaraukann. „Smáa letrið er víðfrægt og þar geta verið einhverjar gildrur, fyrir- varar, verðhækkanir og fleira sem getur komið fólki á óvart,“ segir Sig- urður. Að sögn Georgs er verðið fast í kaupsamningnum og ekkert rætt um mögulega kostnaðarauka. „Ef kostnaðurinn er fastur þá ber seljandinn ábyrgðina,“ segir Sigurð- ur. Auka baðherbergi juku kostnað Georg bendir á að fólk eigi á hættu að verða heimilislaust gangist það ekki við hærra kaupverði. „Þetta er bara svo illa farið með eldra fólk sem er á bilinu 65-85 ára. Því er stillt upp við vegg því annars verður það heimilislaust, fólki eru settir tveir kostir, að kaupa á hærra verði eða að fallið verði frá kaupunum. ardaginn bara líða án þess að segja neitt. Það er ekki hægt að ná í neinn og allir í sumarfríi.“ Heimildir Morgunblaðsins herma að kostnaðaraukinn skýrist meðal annars af því að auka baðherbergjum hafi verið bætt inn í einhverjar íbúð- anna á seinni stigum byggingarinnar og þær íbúðir því með tvö baðher- bergi en ekki eitt eins og gert var ráð fyrir til að byrja með. Sigríður Snæ- björnsdóttir talsmaður FEB stað- festir það. „Bygginganefndin hefur ábyggi- lega tekið þessa ákvörðun í samráði við verktakann en þetta hefur ekki komið beint inn á stjórnarborð til okkar nema bara að okkur var til- kynnt um þetta á sínum tíma.“ Sigríður segir að málið sé unnið í miklum samskiptum við lögfræðinga. „Þetta mál hefur algjörlega verið unnið með lögfræðingum og við hlít- um þeirra ráðum.“ Spurð hvort FEB ætti ekki að taka á sig kostnaðaraukann segir Sigríð- ur: „Þetta er rosalega þröng staða og kemur mikið aftan að okkur í stjórn- inni og við erum náttúrulega miður okkar yfir þessu og erum að gera allt sem við getum til að auðvelda fólki að takast á við þetta.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Árskógar Blokkin sem um ræðir samanstendur af 68 íbúðum fyrir eldri borgara. FEB ætlar að funda með hverjum og einum kaupanda en einhverjir hafa gengist við hærra verði. Hinn kosturinn í stöðunni er að falla frá kaupunum. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að bregðast við álagi á þremur við- kvæmum náttúruperlum í Mývatns- sveit með aðgerðum sem leiða munu til betri stýringar umferðar fólks um svæðin en verið hefur. Hefur þegar verið hafist handa um það. Svæðin eru Hverir, Leirhnjúkur og Stóra- Víti, öll í landi Reykjahlíðar. Land- eigandi í Reykjahlíð óskaði eftir því að Umhverfisstofnun takmarkaði að- gengi ferðamanna að svæðunum, að því er segir í tilkynningu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir at- hugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir. Í ljósi vernd- argildis svæðanna telur Umhverfis- stofnun rétt að bregðast við með því að loka hringleið umverfis Stóra- Víti. Til fleiri ráðstafana verður grip- ið s.s. með því að fjölga göngustikum á öllum svæðunum þremur, skerpa með því á leyfilegum gönguleiðum og setja upp skilti sem banna ferðafólki umferð utan þeirra,“ segir í tilkynn- ingunni. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga. Auk þess mun daglegt eftirlit næstu vikur fara fram til að fylgja því eftir að reglur verði virtar. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum von- umst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir um- ferð ferðafólks,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, staðgengill forstjóra Umhverfisstofnunar. Aðgengi takmarkað að nátt- úruperlum í Mývatnssveit  Um er að ræða Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti Ljósmynd/Umhverfisstofnun. Mývatnssveit Landverðir bregðast við ágangi ferðamanna. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu á eldsvoðanum í atvinnu- húsnæðinu í Fornubúðum í Hafnar- firði aðfaranótt miðvikudags miðar vel. Ekki er talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan hef- ur sent frá sér vegna málsins. „Áfram hefur verið unnið við að yfirfara myndefni frá svæðinu, auk þess sem rætt hefur verið við vitni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Ekki er að vænta frekari upplýsinga um málið fyrr en eftir verslunarmannahelgina,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Lög- reglan hefur afhent tryggingafélagi hússins vettvanginn en rannsókn heldur áfram á þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu með það að markmiði að varpa ljósi á elds- upptök. Ekki talið að kveikt hafi verið í Bruni Hluti Fornubúða er nú rústir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 6. ágúst. Frétta- þjónusta verður um verslunar- mannahelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin laugardaginn 3. ágúst frá 8-12, lokað er sunnudaginn 4. ágúst og mánudaginn 5. ágúst en opnað aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 7. Símanúmer áskrif- endaþjónustunnar er 569-1122 og netfangið er askrift@mbl.is. Auglýsingadeildin er lokuð og verður opnuð aftur þriðju- daginn 6. ágúst kl. 8. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Netfang auglýsinga- deildar er augl@mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um helgina „Í framhaldi af þessari kostnaðaraukningu munum við afnema kvaðir sem settar voru inn í fyrsta samning sem voru þess efnis að fólk geti ekki selt íbúðir sínar á mark- aðsverði,“ segir Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. „Það verður liðkað til og eitt og annað sem við mynd- um koma til móts við fólk sem er búið að leggja í það að kaupa íbúðir. Það var sagt af okkar hálfu að þetta hafi verið verðið og því var úthlutað á þeim forsendum. Þetta er spurning um það hvernig við tökumst á við þetta.“ Ellert segir engan möguleika á því að láta íbúðirnar af hendi nema kaupendur gangist við hærra verði. „Við getum ekki afhent íbúðirnar nema þetta sé útkljáð.“ Samkvæmt Ellert er verið að vinna að bestu mögulegu niðurstöðu. „Það byggist náttúrulega á því að fólk þurfi að borga meira en búið var að tala um en fólk getur bara daginn eftir selt þessa íbúð á hvaða verði sem er.“ Afnema kvaðir um endursölu GETA EKKI AFHENT ÁN ÞESS AÐ HÆKKA VERÐ Ellert B. Schram FEB ætlar væntanlega að nýta sér kvaðir um kauprétt í þeim efnum. Ég held að margir kaupendanna hefðu ekki ákveðið að selja sína eign ef þeir hefðu vitað af því að verðið myndi hækka svona mikið,“ segir Georg sem furðar sig á framgöngu FEB. „Tengdaforeldrar mínir kaupa þarna venjulega þriggja herbergja íbúð. Í kauptilboðinu átti að afhenda í júní en svo þegar þau fengu kaup- samninginn þá var það í júlí. Þegar líður á júlí fást engin svör. Þeir eru ekki búnir að koma vel fram, þeir hefðu átt að láta vita af þessu fyrr í júlí í staðinn fyrir að láta afhending-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.