Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vilji íbúa erekki í há-vegum
hafður hjá þeim,
sem ráða ferðinni
í Reykjavík-
urborg. Nýjasta dæmið um
það er að finna við Skúlagöt-
una.
Borgarráð ákvað fyrir
nokkru að reist yrði átta hæða
hús á reit við Frakkastíg 1. Í
upphafi átti húsið að vera átta
hæðir, en síðar var samþykkt
að það yrði sjö hæðir. Á þess-
um reit er samkvæmt skipu-
lagi leyfilegt að reisa allt að
sjö hæða hús að því tilskildu
að efstu tvær hæðirnar séu
inndregnar. Vel þurfi að rök-
styðja undanþágu frá þessu
skilyrði.
Í fyrirhuguðu húsi eru efstu
tvær hæðirnar ekki inn-
dregnar og nú hefur úrskurð-
arnefnd umhverfis- og auð-
lindamála komist að þeirri
niðurstöðu að röksemdum fyr-
ir því hafi verið ábótavant og
fellt úr gildi ákvörðun borg-
arráðs um að gera þessa
breytingu á deiliskipulaginu.
Þessi niðurstaða er meðal
annars afrakstur baráttu íbúa
við Skúlagötu 20. Þar eru
íbúðir fyrir aldraða og vildu
íbúarnir gæta réttinda sinna.
Greint var frá þessu máli í
Morgunblaðinu í gær og rætt
við Sólveigu Jónsdóttur, einn
íbúanna, sem barist hafa gegn
fyrirhugaðri byggingu. „Við
vorum ekki svo bjartsýn að
við ættum von á þessu,“ sagði
hún og bætti við: „Við erum
voða glöð, en við bara treyst-
um engu.“
Ætla hefði mátt
eftir þessa nið-
urstöðu að borgin
myndi láta gott
heita og falla frá
því að fara gegn
skipulaginu. Almennum borg-
urum er gert að fara eftir
þeim reglum sem settar eru í
borginni og því ekki fráleitt
að ætlast til þess að þeir, sem
fara með valdið, geri það líka,
ekki síst þegar þeir hafa verið
gerðir afturreka með tilraunir
sínar til að fara út fyrir mörk,
sem borgin vel að merkja
setti sjálf.
Tortryggni Sólveigar er
hins vegar ekki að ástæðu-
lausu því að í blaðinu í gær
segir Sigurborg Ósk Haralds-
dóttir, formaður umhverfis-
og skipulagsráðs
Reykjavíkurborgar, að borgin
muni fara lengra með málið.
Sólveig segir að íbúar við
Skúlagötuna muni áfram
standa vörð um sín réttindi.
Svo virðist sem ekki muni
veita af.
Enn safnast í drjúgan sarp
dæma um að borgin láti sér
fátt um athugasemdir borg-
aranna finnast. Umboðsmaður
borgarbúa hefur ítrekað gert
því skil hvað erindi borgar-
anna geta velkst um í borg-
arkerfinu án þess að þeir fái
nokkra lausn mála sinna. Þeg-
ar það síðan gerist og borgin
fær meira að segja högg á
puttana er auðmýktin gagn-
vart borgurunum ekki meiri
en svo að áfram skal haldið
með málið, í stað þess að
kyngja einfaldlega niðurstöð-
unni.
Borgin tapar orrustu
en ætlar að halda
stríðinu áfram }
Borgararnir hafa betur
Þótt svo eigi aðheita að nú
verði hætt að
heimta okurvexti
af smálánum eftir
yfirlýsingu þess
efnis frá fyrirtækinu Kredia
Group er áfram full ástæða til
að hafa varann á sér gagnvart
slíkum lánum. Leyfilegir vext-
ir eru nefnilega rúmlega 50% á
ári og það háir að full ástæða
er til að velta fyrir sér skil-
greiningunni á orðinu ok-
urvextir.
Þá var sagt frá því að Al-
menn innheimta væri hætt að
innheimta lán með hærri vexti
en 53,75%.
Verulega margir hafa lent í
vandræðum vegna smálána og
átti það við um meira en helm-
ing þeirra, sem í fyrra leituðu
til umboðsmanns skuldara.
Þá greindu Neytenda-
samtökin frá því fyrr í vikunni
að enn streymdu inn ábend-
ingar vegna innheimtu á ólög-
legum smálánum.
Ekki væri að sjá að
Almenn innheimta
hefði látið af inn-
heimtu slíkra lána
þrátt fyrir yfirlýs-
ingar um annað.
Þar við bætist að þeir, sem
hafa ofgreitt vexti, virðast ekki
fá leiðréttingu mála sinna.
Það gengur ekki að smá-
lánafyrirtæki fari sínu fram án
eftirlits og aðhalds. Markhóp-
ur þessara fyrirtækja er ein-
staklingar með naum fjárráð,
sem reynt er að freista til að
bjarga sér fyrir horn með láni
þótt ljóst megi vera að getan til
að endurgreiða það sé ekki fyr-
ir hendi. Áður en varir eru þeir
orðnir líkt og leiguliðar hjá
smálánafyrirtækjunum, fastir
í vítahring, sem þeir komast
ekki út úr. Full ástæða er til að
þessi fyrirtæki verði háð sams
konar eftirliti og fjármálafyr-
irtæki almennt og böndum
verði komið á starfsemi þeirra.
Enn er varað við
smálánafyrir-
tækjunum}
Smálánavandinn
F
élag atvinnurekenda (FA) hefur
barist fyrir því að fluttir séu inn
lambahryggir. Reyndar hafa ein-
hverjir félagsmanna FA nú þegar
flutt inn erlenda lambahryggi
sem virðast af myndum vera komnir frá Nýja-
Sjálandi, hinum megin á hnettinum, eða um
17.000 km í beinni fluglínu, og settir í frost árið
2017.
Það er sérkennilegt að fylgjast með mál-
flutningnum því ég veit ekki betur en að inn-
flutningsaðilar hafi yfir að ráða um 100 tonnum
af sk. WTO-innflutningskvóta og því hefði verið
hægt að flytja inn hryggi eða annað lambakjöt
áður en FA fór af stað með sínar ásakanir.
Ólíkt FA efast ég ekki um að bændur og
afurðastöðvar fari að lögum en það má spyrja
sig hvort ástæða þess að svona umræða, um
vöntun á einstaka pörtum af lambakjöti, komi upp sé ein-
mitt það lagaumhverfi sem framleiðendur búa við. Þeim er
óheimilt að hafa samstarf um framleiðsluna, sem er líkleg-
asta leiðin til að tryggja framboð á okkar litla markaði af
innlendri framleiðslu. Í dag er hver og einn að selja innan-
lands og utan, sem þýðir vitanlega litla yfirsýn. Mín skoð-
un er að í kjötframleiðslu eigi að taka upp sama fyrir-
komulag og í mjólkinni, þ.e. að heimila afurðastöðvum
ákveðið samstarf gegn því að vörur séu tryggðar fyrir ís-
lenskan markað með það að markmiði að halda niðri
kostnaði. Um þetta hef ég flutt þingmál.
Það hefur sýnt sig í mjólkinni að með þessu fyrirkomu-
lagi er hægt að stuðla að ýmsum jákvæðum þáttum, t.d.
geta neytendur gengið að ákveðnum gæða
vörum vísum, hagkvæmni við framleiðslu
tryggir sanngjarnt vöruverð, bændum er
tryggð ákveðin afkoma, fæðuöryggi lands-
manna eykst og öllum er tryggður aðgangur að
hráefni svo eitthvað sé nefnt.
Flestar verslanir hafa verið með íslenska
hryggi í sölu þótt eðlilega hafi dregið úr birgð-
um afurðastöðva rétt fyrir sláturtíð.
Bændur og afurðastöðvar hafa brugðist við
því og ætla að flýta slátrun svo að neytendur
geti sem fyrst fengið íslenskar gæðavörur.
Félagsmenn FA eru vitanlega ekki í neinni
góðgerðastarfsemi, þeir hafa það eitt markmið
að hámarka gróða sinn. Það gera þeir m.a. með
álagningu og þá virðist skipta litlu máli hvert
kolefnisspor vörunnar er eða hvort innlend
vara er betri. Neytendur koma alltaf á eftir
gróðanum. Málflutningur forsvarsmanns FA um að hann
sé að gæta hagsmuna neytenda er því alltaf jafn broslegur.
Við ættum því að leitast við að treysta innlenda mat-
vælaframleiðslu og tryggja að neytendur séu upplýstir um
hvaðan þær vörur koma sem þeim standa til boða, hvort
sem er í verslun eða veitingastöðum, hvert kolefnissporið
er, notkun lyfja við framleiðsluna o.s.frv. Það er lítil von til
þess að FA hafi frumkvæði að slíkri neytendavernd og því
þarf ríkisvaldið eða Alþingi að taka frumkvæðið.
gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Hryggir
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis
og varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Vitað er til þess að bleiklaxsem tilheyrir ætt kyrra-hafslaxa hafi fyrst veriðveiddur í Hítará á Mýrum
1960. Bleiklaxinn er oftast kallaður
hnúðlax hér á landi vegna þess að á
baki hænganna myndast hnúður
þegar nær dregur hrygningu,“ segir
Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri
ferskvatnslífríkis hjá Hafrann-
sóknastofnun. Hann segir nýgeng-
inn hnúðlax mjög
bragðgóðan.
Gæði hans minnki
mjög þegar nær
dragi hrygningu
og hnúðar eru
komnir á bak
hans. Þannig hafi
indíánar notað
hrygndan hnúð-
lax sem æti fyrir
hunda.
,,Fjölgun
hnúðlaxa kemur ekki á óvart enda
hafa veiðimenn séð hrygndar hrygn-
ur í ám. Hnúðlaxinn er sérstakur að
því leyti að tveir stofnar geta verið
samtímis í sömu á og á oddatölu-
árum veiðast fleiri hnúðlaxar en á
sléttum ártölum. 2017-seiðin ganga
niður 2018 og koma upp 2019. Eftir
fyrstu og einu hrygninguna drepast
bæði hrygna og hængur. Það er allt
lagt í hrygninguna og tvo þarf til í
verkið því hrygnan sleppir ekki
hrognunum ef hængurinn er ekki
nærri,“ segir Guðni, sem bætir við að
hnúðlaxinn sé hafbeitarfiskur frá
Kólaskaganum en finnist nú víða í
ám á Atlantshafi. Í fyrstu hafi magn-
ið ekki verið meira en níu til tíu laxar
á ári. 2017 hafi hins verið skráðir yfir
70 hnúðlaxar alls staðar á landinu en
fáir hnúðlaxar hafi verið skráðir árið
2018.
Engar líkur á blöndun stofna
Guðni segir hnúðlaxinn einnig
veiðast við vesturströnd Noregs, á
Bretlandseyjum, í Frakklandi, Sví-
þjóð, Finnlandi og á Spáni. Í bígerð
sé að koma á laggirnar samræmdu
verkefni milli þessara landa við
Norður-Atlantshaf. Til standi að
taka vatnasýni og mæla svokallað
umhverfis-DNA til þess að fylgjast
með hvort hnúðlaxi fjölgi á svæðinu.
Engar líkur eru á því að sögn
Guðna að hnúðlaxinn blandist öðrum
laxastofnum en hann getur verið
ágeng tegund og spurningar vakna
um hvort hann geti hugsanlega yf-
irtekið árnar. Hvort það er gott eða
slæmt kemur í ljós í fyllingu tímans.
Guðni segir Kanadamenn hafa
orðið vara við að rotnandi hnúðlaxar
sem drápust eftir hrygningu séu
góður áburður í ám og gott æti fyrir
næstu kynslóð. Hvort hnúðlaxinn
verði viðbót við lax, sjóbleikju og sjó-
birting eða skáki einhverju af þeim í
burtu sé óvitað en festi hann rætur í
ám hér á landi geti það allt eins verið
góð viðbót í fánu laxastofnsins og
góð búbót fyrir veiðimenn. Það eigi
allt eftir að koma í ljós.
Að sögn Guðna líkist hnúðlaxinn
bleikju þegar hann er nýgenginn,
sérstaklega hrygnurnar. Þegar nær
dregur hrygningu koma hnúðarnir í
ljós og hnúðlaxinn verða auðþekkj-
anlegur. Einnig er hægt að þekkja
hnúðlax á hvössum tönnum, sem eru
fleiri en hjá bleikjunni. Hreistur
hnúðlaxa er fíngert og hringlaga
dökkar doppur sjást á sporðinum.
Á vísindavefnum kemur fram að
náttúruleg heimkynni hnúðlaxa séu
við strendur norðanverðs Kyrrahafs
og Norður-Íshafsins en stofninn hef-
ur m.a. verið alinn í vötnunum miklu
á landamærum Bandaríkjanna og
Kanada og í vestanverðu Rússlandi
og Íran.
Afleiðingar af fjölgun
hnúðlaxa ekki þekktar
Ljósmynd/Óskar Páll Sveinsson
Nýbúi Hér hafa hnúðlaxar náðst á land, hængur sá neðri og hrygna að ofan.
Þessum löxum fjölgar hér, kynþroska eru þeir 1,75-2,5 kg og 45-60 cm.
Guðni
Guðbergsson
„Við vitum af þeim hnúðlöxum
sem veiðast en ekki þeim sem
veiðast ekki,“ segir Guðni Guð-
bergsson, sérfræðingur í fersk-
vatnsfiskum. Hann segir að ekki
liggi fyrir upplýsingar um fjölda
hnúðlaxa í íslenskum ám fyrr en
í haust þegar veiðibækur verði
teknar saman. Hann viti til þess
að fjórir eða fimm hnúðlaxar
hafi veiðst í Ölfusá, þrír í Þjórsá,
fjórir í Fögruhlíðarósi og tveir í
Breiðdalsá. Í Sporðaköstum á
mbl.is kom fram að í lok júlí
höfðu sex hnúðlaxar veiðst í
Selá, tveir í Soginu og einn í
Blöndu og Víðidalsá.
Guðni segir að hugsanlega
séu tveir stofnar sem gangi upp
árnar hér á landi. Eftir hrygn-
ingu drepist bæði hrygna og
hængur. Það sé allt lagt í þetta
eina skipti. Guðni segir mikil-
vægt að veiðimenn láti vita af
hrygndum hrygnum, hrygnu-
blettum og hnúðlaxi. Hvort sem
hann sé ætur eður ei.
Hnúðlax
veiðist víða
NÝR ÁRNEMI