Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
✝ Jón LíndalBóasson vél-
stjóri fæddist 10.
júlí 1942. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 24. júlí
2019.
Kjörforeldrar:
Bóas Albert Páls-
son járnsmiður, f.
8. okt. 1913 á
Eskifirði, d. 22.
des. 1962, og kona hans Ást-
ríður Runólfsdóttir, f. 16. júlí
1904, d. 28. jan. 1962. For-
eldrar Jóns Líndal til 6 ára
aldurs voru hjónin Jón Helgi
Líndal Arnfinnsson, f. 15. maí
1912 á Ísafirði, d. 4. nóvember
1948, og Emma Ragnheiður
Halldórsdóttir, f. 21. október
1915, í Skálavík, d. 13. októ-
ber 1989.
Jón Líndal kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Sigrúnu
Karlsdóttur fulltrúa, f. 30.
sept. 1943, þann 7. desember
1963. For. Karl Jóhannesson,
kjötiðnaðarmaður í Reykjavík,
f. 30. september 1910, d. 12.
júlí 2004, og k.h. Guðbjörg
Fanney Sigurjónsdóttir, f. 20.
sept. 1917, d. 2. maí 1991.
Systkini Jóns eru Hafdís, f.
1936, Sævar, f. 1939, d. 2011,
Sædís, f. 1946, Hafþór, f. 1947,
d. 2004, Sæþór, f. 1947. Hálf-
eitt barnabarnabarn. Þau hófu
búskap á Hofteigi en bjuggu
síðan á Urðarstíg til ársins
1969 þaðan sem þau fluttu í
Safamýri sama ár og bjuggu
þar til ársins 1974 þegar þau
fluttu í Viðjugerði í Reykjavík.
Jón lauk vélvirkjanámi í
Vélsmiðjunni Héðni 1959-1962
og vélstjóraprófi frá Vélskóla
Íslands 1965. Jón lærði járn-
smíði í Vélsmiðjunni Héðni á
námsárunum og lauk sveins-
prófi vorið 1962 og fór síðan í
Vélskóla Íslands um haustið.
Árið 1966 var Jón vélstjóri á
Sigurvon frá Reykjavík. Hann
var vélstjóri á aflaskipinu
Kristjáni Valgeiri sem gerður
var út frá Vopnafirði á ár-
unum 1967 til 1969 og síðan
varð aflaskipið Grindvíkingur.
Þessi fiskveiðiskip voru við
þorskveiðar og loðnuveiðar á
Íslandsmiðum og síldveiðar í
Norðursjó á árunum 1967 til
1977. Frá janúar 1978 til októ-
ber sama ár starfaði hann hjá
Vinnueftirlitinu. Á árunum
1978-1982 var Jón vélstjóri á
skuttogaranum Ögra sem var
mikið aflaskip. Frá árinu 1982
til 1992 var hann vélstjóri á
strandflutningaskipunum
Heklu, Öskju og Esju sem
fluttu vörur til allra hafna í
kringum Ísland. Frá árinu
1992 til2009 starfaði Jón sem
umsjónarmaður Odda, há-
skólabyggingar í Háskóla Ís-
lands. Undanfarin 10 ár stund-
aði hann strandveiðar á
strandveiðibátnum Teistunni.
Útför Jóns hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
systir Jóns Líndal
sammæðra er
Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 1933.
Börn Jóns og
Sigrúnar eru: 1)
Albert Þór, f. 18.
maí 1962, við-
skiptafræðingur,
maki: Elín Þórð-
ardóttir, f. 6. júlí
1963, rekstrarhag-
fræðingur. Börn
þeirra eru Aron Þórður, f. 27.
júní 1996, og Agla María, f. 5.
ágúst 1999. Fyrir átti Albert
Þór Söru Margréti, f. 11. maí
1986, maki: Kolbeinn Skag-
fjörð Jósteinsson. Barn þeirra
er Rakel Skagfjörð. 2) Hörður,
f. 23.4. 1967, viðskiptafræð-
ingur, maki: Solveig Helga
Gísladóttir, f. 28. júlí 1967,
bókasafnsfræðingur. Börn
þeirra eru Karitas Ósk Harð-
ardóttir, f. 24. ágúst 1993, og
Róbert Gísli, f. 4. júní 1997. 3)
Linda, f. 9. janúar 1978, við-
skiptafræðingur, maki: Yngvi
Halldórsson, f. 30. júlí 1977,
viðskiptafræðingur. Börn
þeirra eru Birgitta Rún, f. 15.
september 2007, Tómas Ari, f.
9. janúar 2012, og Björgvin
Jón, f. 10. apríl 2013. Jón og
Sigrún hófu ung búskap árið
1962 og eignuðust þrjú börn
og eiga nú átta barnabörn og
Ég horfi ein
Í dag skein sól á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá
og skipið lagði landi frá.
Hvað mundi fremur farmann gleðja?
Það syrtir að, er sumir kveðja.
Ég horfi ein á eftir þér
og skipið ber
þig burt frá mér.
Ég horfi ein við yztu sker.
Því hugur minn er hjá þér bundinn,
og löng er nótt við lokuð sundin.
En ég skal biðja, og bíða þín
uns nóttin dvín
og dagur skín.
Þó aldrei rætist óskin mín
til hinsta dags ég hrópa og kalla,
svo heyrast skal um heima alla.
(Davíð Stefánsson)
Hvíl í friði elsku Nonni minn.
Þín
Sigrún.
Ég er þakklátur föður mínum
fyrir góðar stundir og góðar
minningar; samverustundir á
sjónum þegar ég var ungur að
árum, veiðitúra og skemmtileg
verkefni sem við unnum í sam-
einingu. Skemmtilega tíma í
byggingarvinnu við uppbygg-
ingu á framtíðarheimili þeirra
mömmu og að opna augu mín
fyrir því að allt sé mögulegt ef
vinnusemi er fyrir hendi. Takk
fyrir að vera góð fyrirmynd við
að leysa hin ýmsu mál með því
að ganga í hlutina. Takk fyrir
alla hvatninguna að ganga
menntaveginn og nýta hæfileika
mína. Pabbi hafði mjög gaman
af góðri tónlist og var upp á sitt
besta ef taka þurfti fram dans-
skóna og láta til sín taka á
dansgólfinu en þá naut hann sín
best. Það kemur margt upp í
hugann þegar ég minnist föður
míns en vinnusemi, dugnaður,
athafnasemi og ósérhlífni við öll
verkefni voru honum eðlislæg.
Hann var góð fyrirmynd á
mörgum sviðum og kenndi mér
margt varðandi verklega hluti
en hann hafði unun af því að
gera við og byggja upp og
snyrtimennska var honum í blóð
borin. Einbýlishúsið í Viðjugerði
og sumarbústaðurinn Sólheiði í
Grímsnesi sem foreldrar mínir
reistu bera vitni verkvits, vinnu-
semi, dugnaðar og snyrti-
mennsku. Foreldrar mínir nutu
þess að ferðast um Ísland í
tjaldvagni og húsbíl og ófáar
ferðirnar sem þau fóru um Ís-
land. Íslensk náttúra og at-
hafnasemi á landsbyggðinni var
pabba hugleikin en hann hafði
tekið þátt í uppbygginu síld-
arverksmiðjanna á Austfjörðum
eftir að hann útskrifaðist úr
Vélskóla Íslands. Undanfarin 10
ár stundaði pabbi útgerð á
strandveiðibátnum Teistunni og
naut þess að fara á sjóinn þar
sem hann fékk útrás fyrir at-
hafnasemi sína og áhugamál.
Pabbi var mikill fjölskyldumað-
ur þrátt fyrir mikla fjarveru frá
fjölskyldu vegna vinnu sinnar
sem sjómaður. Hann hafði gam-
an af því þegar öll fjölskyldan
hittist og naut sín best í fjör-
legum umræðum um landsins
gagns og nauðsynjar. Pabbi var
skemmtilegur á góðri stundu og
hafði gaman af félagsskap
skemmtilegs fólks. Hann var af
gamla skólanum, harkaði af sér
og kvartaði aldrei en var samt
undir niðri viðkvæmur og hlýr
og mátti ekkert aumt sjá. Hann
veitti mörgum hjálparhönd á
ýmsan hátt. Pabbi var sjálf-
stæður, vinnusamur og lagði sig
allan fram við þau verkefni sem
hann vann hverju sinni. Þessi
gildi eru mikilvæg og gott leið-
arljós ef árangur á að nást. Ég
er þakklátur fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum sam-
an. Ég minnist pabba með mik-
illi virðingu og þakklæti.
Þinn sonur,
Albert Þór.
Eftir skammvinn en erfið
veikindi er kær faðir minn fall-
inn frá. Þetta eru ákveðin þátta-
skil í lífinu og þegar maður lítur
um öxl er manni efst í huga
þakklæti fyrir gott uppeldi þar
sem nægjusemi og heiðarleiki
voru höfð að leiðarljósi. Nonni,
eins og hann var oft kallaður,
var vinnusamur maður með en-
demum og hann hætti yfirleitt
ekki í verki fyrr en annaðhvort
var orðið kolniðamyrkur eða
nauðsynlega þurfti að hlaða
tankinn með svefni. Hann
stundaði sjómennsku stóran
hluta af uppvaxtarárum mínum
og var að jafnaði í löngum fjar-
verum frá heimilinu. Eftir að
pabbi hætti sjómennsku og kom
í land kynntist maður honum
enn betur og sá þá betur en
þegar maður var að slíta barns-
skónum hvers konar dugnaðar-
forkur var þar á ferð. Hann var
úrræðagóður og handlaginn og
gat í raun leyst öll verkefni á
sviði viðgerða og framkvæmda
og höfum við öll notið góðs af
því í gegnum tíðina. Pabbi
þurfti alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni og leið honum best
ef hann var að sýsla við eitt-
hvað, hvort sem það var á heim-
ili sínu í Viðjugerði, sumarbú-
staðnum í Vaðnesi eða í trillunni
sinni sem heitir Teistan. Ferða-
lög voru honum hugleikin og
fátt þótti honum skemmtilegra
en að keyra út í buskann og
skoða sig um, hvort sem var
innanlands eða erlendis.
Elsku pabbi minn, þín verður
sárt saknað og heimurinn verð-
ur tómlegri án þín. Eins og þú
sagðir á síðustu metrunum í lífi
þínu varst þú sáttur við lífs-
hlaupið og nú ert þú kominn á
stað þar sem friður og ró hvíla
yfir þér. Takk fyrir lífið sem við
áttum saman.
Þinn sonur,
Hörður.
Elsku besti pabbi minn er
fallinn frá. Það sem ég á eftir að
sakna hans og góðrar nærveru
hans. Pabbi var á alveg sér-
stökum stalli í mínum huga og
hjarta og hef ég alla tíð borið
mikla virðingu fyrir dugnaði
hans, kappsemi, handlagni og
úrræðasemi.
Pabbi kvartaði aldrei og gekk
beint í þau verk sem þurfti að
vinna. Hann kenndi mér að með
réttu viðhorfi væri ekkert verk-
efni of erfitt eða stórt. Hann var
prinsippmaður sem lagði mikla
áherslu á að maður þyrfti að
vera fjárhagslega sjálfstæður,
eiga þak yfir höfuðið og vinna
að því að skulda sem minnst.
Við systkinin vorum alin upp við
mikla nægjusemi og kennt frá
unga aldri að peningarnir yxu
ekki á trjánum.
Pabbi var sérlega hjálpsamur
og kappsamur og vildi allt fyrir
fjölskylduna gera. Hann lagði
mikið á sig við að byggja húsið
sem fjölskyldan bjó í frá því áð-
ur en ég fæddist og sumarbú-
staðinn í sveitinni þar sem
mamma og pabbi eyddu mörg-
Jón Líndal
Bóasson
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁLFHEIÐUR UNNARSDÓTTIR,
sem lést 22. júlí, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju þriðjudaginn 6. ágúst
klukkan 13.
Ingólfur Jóhannsson
Unnur V. Ingólfsdóttir Guðjón Magnússon
Jóhann Ingólfsson Jónína Daníelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA VIGNIS
frá Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn
29. júlí. Útför hennar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju 9. ágúst klukkan 14.
Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir Sveinn Ingi Sveinsson
K. Haraldur Gunnlaugsson Alda María Traustadóttir
Guðný Gunnlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON,
Gummi Dolla,
skipstjóri,
Mörk, Suðurlandsbraut 66,
áður Lækjasmára 64,
lést sunnudaginn 28. júlí.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 8. ágúst
klukkan 13.
Berta Guðný Kjartansdóttir
Grétar Birkir Guðmundsson Svanhildur Bjarnadóttir
Guðrún Erna Sigurðardóttir
G. Vilberg Guðmundsson Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir
Erla P. Guðmundsdóttir Bernhard A. Petersen
Harpa Guðmundsdóttir Jóhann Hafþórsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
HARPA HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Barðastöðum 15,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 19. júlí.
Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 8. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.
Þórður Haraldsson
Svanur Þórðarson Heiðrún Þorvaldsdóttir
Daníel Már Svansson
Helga Rós Svansdóttir
Emil Máni Svansson
og systkini hinnar látnu Ástkær eiginmaður og besti vinur, faðir,
tengdafaðir, bróðir og afi,
SIGURÐUR SÆVAR KETILSSON,
Holtsvegi 27,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 11.
Guðrún Hjálmarsdóttir
Guðmunda D. Sigurðardóttir Árni Möller
Hrafnhildur Sigurðardóttir Eiríkur Sigurðsson
Ásbjörg Ólöf Sigurðardóttir Kristján Másson
Katla Sigurðardóttir Magnús Viðar Heimisson
Sigrún Sigurðardóttir Helgi Stefánsson
Sigurður Sævar Sigurðsson
Jónína R. Ketilsdóttir
og afabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR
frá Bólstaðarhlíð,
dvalarheimilinu Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
lést að morgni þriðjudagsins 30. júlí.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 10. ágúst
klukkan 14.
Elías Björn Angantýsson og fjölskylda
Edda Angantýsdóttir og fjölskylda
Ástkær eiginmaður minn og bróðir okkar,
ÆVAR ÁRMANNSSON
húsasmíðameistari,
Borgargerði 2, Stöðvarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum
miðvikudaginn 31. júlí.
Útförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju
laugardaginn 17. ágúst klukkan 14.
Helena B. Hannesdóttir
og systkini hins látna