Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 1
Komið að
kaflaskilum
Lögin fá annaðyfirbragð
Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson
segir það vera forréttindi að geta lifað á listinni.
Hann boðar tímamót ílistsköpun sinni þegarhann heldur til Evrópuí listnám. 10
4. ÁGÚST 2019
SUNNUDAGUR
Flugan ógurlegaþ g y þhvernig íþrótt þeirra er leikin. 14
Moskítóflugan hefur haftmeiri áhrif á söguna enmargan grunar. 6
Andri Ólafs-son heldur tón-leika með MosesHightower áGljúfrasteini þarsem búast mávið s f
tónl
stem
og n Ein u sinnum koma framí róttamenn sem erbre ta ví
Breyttu leiknum
-to u
eika-
ningu
ánd.
L A U G A R D A G U R 3. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 181. tölublað 107. árgangur
GLUGGAR
GERÐAR ERU
ÞJÓÐARGERSEMI
ÞÁTTTAKAN
ER AÐAL-
ATRIÐIÐ
UNGLINGALANDSMÓT 12SKÁLHOLTSKIRKJA 42
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fram undan er sú óvenjulega staða
í kjölfar kjarasamninga að kaup-
geta launafólks mun aukast vegna
lækkandi húsnæðiskostnaðar.
Þetta er mat Ara Skúlasonar,
sérfræðings hjá Landsbankanum.
Þá er jafnframt óvenjulegt að
samtímis miklu framboði á hús-
næðismarkaði um þessar mundir, í
kjölfar framboðsskorts, skuli vera
lág verðbólga, lækkandi vextir og
mikill stöðugleiki í hagkerfinu.
Sá þriðji hæsti á Íslandi
Greining Landsbankans bendir
til að kostnaður við framfærslu í
Evrópu, að meðtaldri húsaleigu, sé
aðeins hærri í Noregi og Sviss en á
Íslandi. Tölur Eurostat, hagstofu
ESB, benda að sama skapi til að
húsnæðiskostnaður hafi hækkað
mun meira á Íslandi á síðustu árum
en í ríkjum ESB. Það á sinn þátt í
að Ísland er ofarlega á lista yfir hús-
næðiskostnað í Evrópu.
Samkvæmt nýrri spá Analytica
verður samdráttur í hagkerfinu árin
2019 og 2020 en hagvöxtur 2021.
Gangi spáin eftir verða ekki skilyrði
til útgreiðslu hagvaxtarauka fyrr en
í fyrsta lagi á árinu 2022. »10
Styður
kaup-
getuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framboð Fjöldi nýrra íbúða er að
koma á markaðinn á næstunni.
Óvenjuleg staða á
fasteignamarkaðnum
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna grindhvalavöðu í fjörunni
við Útskálakirkju í Garði. Voru hvalirnir um 50-60. Reynt var að smala þeim út
á haf á bátum til að fyrirbyggja að þá ræki upp í fjöru. Grindhvalavöður hafa
verið að leita nærri ströndum Íslands undanfarið í talsvert auknum mæli miðað
við það sem áður tíðkaðist. Síðast var sagt frá grindhvalavöðu í höfninni í
Keflavík fyrir viku. Þeir hvalir leituðu að endingu aftur út á haf.
Óttast um hvali við Garð
Ljósmynd/Víkurfréttir
Margrét Þóra Þórsdóttir
maggath61@simnet.is
„Ég þorði bara alls ekki að vera lengur þarna inni,“
segir Sigurjón Þórsson, bílstjóri hjá Olíudreifingu,
sem varð fyrir því óláni í liðinni viku að olíubíll sem
hann ók valt á þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði, en
fyrstu mönnum á slysvettvang tókst skömmu síðar
að toga hann út úr bílflakinu sem olía lak þá úr.
Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið rifjar Sigur-
jón slysið upp, meðal annars augnablikið þegar
hann áttaði sig á því að ekki yrði komist hjá því að
bíllinn ylti. „Það sem gerðist var að ég dottaði eitt
augnablik undir stýri með þessum afleiðingum,“
segir hann. „Ég man ég hugsaði; þetta verður eitt-
hvað, þegar bíllinn var við það að velta fram af,“
segir hann. Það næsta sem hann man var þegar
hann var lentur utanvegar, hangandi á hvolfi í ör-
yggisbeltinu.
Sigurjón hafði að verið undir vinnuálagi dagana
fyrir slysið. „Þegar ég fer yfir þetta hef ég eflaust
verið þreyttur, en hundsað það, ég hafði unnið mik-
ið dagana á undan, en mér fannst ég alveg hress
þegar ég mætti til vinnu um morguninn,“ segir
hann.
Hugsar framtíðina upp á nýtt í rólegheitum
Á vettvangi slyssins lak skipagasolía úr bílnum
eftir bílveltuna og talið var að um 8 þúsund lítrar
hefðu lekið út. Dren var grafið kringum bílinn og
olíugildrur settar upp. Þær munu hafa virkað vel
samkvæmt upplýsingum blaðsins.
Sigurjón hlaut margvíslega áverka í slysinu. Sex
rifbein brotnuðu aftan til í baki, loftbrjóst mynd-
aðist á vinstra lunga og vökvasöfnun. Þá hruflaðist
hann umtalsvert og er mikið marinn, einkum á
vinstri hlið líkamans. Þá er styrkur vinstri handar
skertur og í vikunni þurfti að flytja hann á Land-
spítala með sjúkraflugi sökum þess að æðar í milta
höfðu myndað slagæðagúlp. Hann segir ekki ólík-
legt að hann muni dveljast á Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri út mánuðinn eða fram í þann næsta.
Áform Sigurjóns um að verða leiðbeinandi við
framhaldsskóla eru „fokin út í veður og vind“ að
hans sögn og hann kveðst þurfa að hugsa framtíð-
ina upp á nýtt í rólegheitum. Þegar slysið varð hafði
hann innritað sig í fjarnám til kennsluréttinda við
Háskólann á Akureyri.
Sigurjón lýsir miklu álagi og áföllum sem hann
hefur þurft að glíma við, einkum síðastliðið ár, en á
erfiðum stundum hafa synir hans þrír, níu, sex og
fjögurra ára, verið hans haldreipi. Hann vill vera til
staðar fyrir drengina.
Hangandi á hvolfi í beltinu
Olíubílstjóri lýsir bílveltu á Öxnadalsheiði Dottaði „í augnablik“ undir stýri
Hafði unnið mikið dagana áður Fortíðin lituð af álagi og erfiðum áföllum
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Bílstjóri Sigurjón kveðst hafa dottað eitt augnablik undir stýri með þeim afleiðingum að bíll hans valt.MÁttaði sig á að velta yrði ekki umflúin »6
Ragnhildur Þrastardóttir
Jón Birgir Eiríksson
Hópmálsókn er til skoðunar á hend-
ur Félagi eldri borgara vegna hækk-
unar á verði 68 íbúða á vegum fé-
lagsins við afhendingu. Félagið
hefur gefið út að vanáætlun fjár-
magnskostnaðar vegna lengri fram-
kvæmdatíma sé ástæðan.
Sigurður Helgi Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Húseigendafélagsins,
segir að sé kaupsamningur á þann
veg að verð sé fast og ákveðið eigi
seljandi að bera kostnaðaraukann.
Fólkinu „stillt upp við vegg“
Þannig er málum háttað í þessu
tilfelli að sögn Georgs Andra Guð-
laugssonar, lögfræðings, fasteigna-
sala og tengdasonar hjóna sem
keypt höfðu eign í húsinu, en hann
telur FEB eiga að taka á sig hækk-
að verð sem getur hlaupið á fimm til
sjö milljónum króna fyrir hverja
íbúð.
Heimildir blaðsins herma að Gísli
Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB,
og Þorbergur Halldórsson, formað-
ur byggingarnefndar FEB, séu
meðal kaupenda. Ellert B. Schram,
formaður FEB, staðfesti þetta, en
hann segir framkvæmdastjóra og
nefndina hafa annast úthlutun íbúð-
anna. Ekki fengust upplýsingar um
fyrirkomulag hennar í gær. »2
Íhuga hópmálsókn gegn FEB
Tengdasonur kaupanda hefur haft samband við lögmann
FEB beri ábyrgðina 5-7 milljóna króna hækkun á íbúð