Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Viðhald þarf að vera jafnt og þétt, en í tilfelli Skálholtsdómkirkju hafði viðhaldsþörfin safnast upp yfir mjög langan tíma,“ segir Erlendur Hjalta- son, þriðji formaður Skálholtsfélags- ins hins nýja. Félagið var stofnað af áhugamönnum og velunnurum Skál- holtsstaðar fyrir um sex árum á grunni eldra félagsins, sem Sigur- björn Einarsson leiddi, með það að markmiði að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Skálholti. Erlendur segir stóran hluta starfs- ins, í samstarfi við Verndarsjóð Skál- holtsdómkirkju sem stofnaður var vegna viðgerða á gluggum Gerðar, hafa verið helgaðan umræddum við- gerðum sem lauk síðasta sumar. „Þá voru allir steindu gluggar Gerðar teknir úr og fluttir til Þýska- lands þar sem Oidtmann-verkstæðið sá um að hreinsa þá og lagfæra. Síð- an voru þeir settir í aftur og þess gætt að það lofti um gluggana svo þeir verði ekki aftur fyrir skemmd- um vegna hitamismunar sem mynd- aðist milli steindu glugganna og venjulega glersins að utan. Frágang- urinn núna þýðir að gluggarnir verða í fínu formi næstu 100 árin,“ segir Erlendur og bendir á að altaristafla Nínu Tryggvadóttur hafi einnig verið löguð og pússuð eftir sprungu- viðgerðir. Áhugi fyrir fleiri gluggum „Fyrir liggur að það þarf að mála Skálholtskirkju og fara í múrvið- gerðir,“ segir Erlendur og tekur fram að til að fjármagna þær við- gerðir hafi félagið, í samstarfi við Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju, látið framleiða eftirprent af einum glugga Gerðar. Gripurinn er 10x21 cm, en ljósmynd af upprunalega glugganum er prentuð á bæði gler og plexígler sem stendur á þar til gerð- um stöpli. Gripirnir verða seldir í Skálholti, í Gerðarsafni og Kirkju- húsinu. Jafnframt hefur félagið látið útbúa bækling um myndglugga Gerðar í Skálholti með texta eftir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands á árunum 1998-2012. „Myndgluggar Skálholtsdóm- kirkju eru þjóðargersemi, einhver fegurstu og dýrmætustu listaverk sem er að finna í íslenskri kirkju. Það er von okkar að fólk hafa áhuga á að eignast smærri útgáfu af þessum listaverkum til eignar,“ segir Erlend- ur og rifjar upp að myndgluggarnir hafi á sínum tíma verið rausnarleg gjöf þeirra Edvards og Ludvigs Storr og Svends Lois Foght. Glugginn sem varð fyrir valinu til framleiðslu er annar glugginn á norðurhlið sem er andspænis glugga sem helgaður er Gissuri Ísleifssyni biskupi. „Þetta er afskaplega fal- legur gluggi þar sem krossmarkið sést vel. Það hefði hver einasti gluggi getað farið í framleiðslu,“ segir Erlendur og bendir á að umræddur gluggi sé helgaður brauði lífsins. „Ef viðtökur verða góðar höfum við í hyggju að láta framleiða eftirprent af fleiri gluggum, enda er þetta tilvalið til gjafa.“ Af öðrum verkefnum fé- lagsins segir Erlendur stefnt að því að færa bókasafn Skálholts- dómkirkju úr turninum og niður í gamla biskupshúsið sem verður útbúið sem móttökuhús fyrir gesti í Skálholti. „Draumur okkar er að þar verði kaffihús og móttökusvæði fyrir Skálholt með sýningum á þeim merku munum sem tengjast staðn- um,“ segir Erlendur og bendir á að markmiðið sé einnig að gera forn- minjar staðarins aðgengilegri. „Allar tekjur af sölu glugganna munu renna í áframhaldandi uppbyggingu í Skál- holti,“ segir Erlendur að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gluggarnir eru þjóðargersemi  Skálholtsfélagið hið nýja gefur út bækling um myndglugga Gerðar Helga- dóttur í Skálholtsdómkirkju  Hafa látið framleiða eftirprent af einum glugga Kross Karl Sigurbjörnsson og Erlendur Hjaltason hér að ofan. Til hliðar er eftirprent af glugga Gerðar Helgadóttur. Um hann segir í bæklingnum: „Bjart, ávalt form umhverfis krossinn blandast dökkrauðum lit á jöðrum gluggans og hornum og táknar heilagt sakramenti, brauðið og vínið.“ Sigurður Atli Sigurðsson mynd- listarmaður opnar í dag, laugar- dag, kl. 17 sýningu á nýjum mynd- verkum í Kjallaranum í Geysi Heima að Skólavörðustíg 12. Sýn- inguna kallar hann Lágmyndir. Sigurður Atli lauk meistaranámi í myndlist í Marseille árið 2013. Hann hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga víða um Evrópu og haldið einkasýningar í Prag, Mílanó, Ham- borg, Leipzig, Reykjavík og á Seyðisfirði. Sigurður Atli hefur til- einkað sér ýmsar aðferðir prent- listarinnar en einnig unnið með teikningu, málverk, skúlptúr og ljósmyndun ásamt innsetningum. Ljósmynd/Owen Fiene Listamaðruinn Sigurður Atli sýnir ný verk á sýningunni í Geysi Heima. Nýjar lágmyndir Sigurðar Atla Harold „Hal“ Prince, einn áhrifamesti leik- stjóri og fram- leiðandi söng- leikja á Broad- way áratugum saman, er látinn 91 árs að aldri. Að sögn kynn- ingarfulltrúa hans lést Prince í Reykjavík á mið- vikudaginn var eftir skammvinn veikindi. Í fréttum stórblaða er Prince sagður hafa þanið út möguleika stórra söngleikjasýninga en hann hreppti alls 21 Tony-verðlaun fyrir uppsetningu sýninga á borð við The Phantom of the Opera, Cabaret, Company og Sweeney Todd. Goðsögn í söng- leikjaheimi látin Harold Prince Sýningin Lítils háttar væta – Staf- ræn öld Vatnsberans verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, laugardag, klukkan 14. Á sýning- unni eru verk eftir listamennina Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur, Eygló Harðardóttur, Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar, Lee Lor- enzo Lynch, Dan deMarre, Ólöfu Helgu Helgadóttur, Pál Hauk Björnsson, Pétur Má Gunnarsson og Þorbjörgu Jónsdóttur. Sýning- arstjóri er Erin Honeycutt. Í tilkynningu segir að sýningin kanni „samskipti vatns sem mynd- hverfingar undirmeðvitundarinnar og flæði stafrænna upplýsinga sem nútímasamfélag byggist á og minnir á að upplýsingar eru grundvöllur konseptlistar“. Listamennirnir vinna í ýmsa miðla. Páll Haukur sýnir til að mynda þriggja rása myndbands- verk, Geirþrúður innsetningu þrí- víðra verka og Pétur notar verk- smiðjuna til að ramma inn skúlptúra. Sýningin stendur til 8. september. Opið er alla daga vikunnar nema mánudaga, frá kl. 14 til 17. Stafræn öld Vatnsberans á Hjalteyri Myndverk Listamennirnir sem sýna á Hjalteyri vinna fjölbreytileg verk. Saksóknari í Sví- þjóð fór í gær, á lokadegi réttar- haldanna yfir bandaríska rapp- aranum A$AP Rocky, fram á að hann yrði ásamt félögum sínum tveimur dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás í Stokkhólmi 30. júní. Verjandi A$AP Rocky krafðist þess hins veg- ar að tekið yrði mið af nýlegu dómafordæmi, en 2016 var 15 ára einstaklingi gert að afplána refsi- dóm í formi 30 daga samfélagsþjón- ustu. Þetta kemur fram á vef SVT. Í frétt Politiken kemur fram að A$AP Rocky hafi á lokadegi rétt- arhaldanna lýst sig viljugan til að sinna samfélagsþjónustu. „Þið vitið hvar ég bý og hafið allar upplýs- ingar til að ná sambandi við mig og verjanda minn. Ég vinn að velgjörð- armálum, svo ég hef ekkert á móti því að sinna slíku um helgar. Ég er auðveldur,“ sagði A$AP Rocky í rétttarsalnum. Vill gjarnan sinna samfélagsþjónustu A$AP Rocky

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.