Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 184. tölublað 107. árgangur
HITAÐ UPP
FYRIR KOMU
ED SHEERAN
HELTEKINN
AF VIÐFANGS-
EFNINU
BYRJUNIN
LOFAR GÓÐU
HJÁ BLIKUNUM
NÝ SKÁLDSAGA 28 EVRÓPUMÓTIÐ ÍÞRÓTTIRSTJÖRNUTÓNLEIKAR 4, 19
Baldur Arnarson
Þóra Sigurðardóttir
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir fækkun ferðamanna
helstu skýringuna á erfiðum rekstri
margra veitingahúsa í Reykjavík.
Dæmi eru um að hundruð milljóna
hafi tapast á gjaldþroti veitingahúsa
í miðborginni að undanförnu. Hvergi
var til sparað og vitnar marmari og
látún um stórhug veitingamanna.
Fram kemur í Morgunblaðinu í
dag að síðasta árið hafa samtals um
40 staðir hætt eða hafið starfsemi.
Eru þá meðtaldir níu staðir í Granda
mathöll sem opnuð var í fyrrasumar.
Nú síðast var veitingastaðnum Dill
lokað en markmið starfsmanna var
að endurheimta Michelin-stjörnu
staðarins. Dill er eini staðurinn á Ís-
landi sem hefur fengið slíka stjörnu.
Sérfræðingur í veitingamarkaði
borgarinnar sagði bandaríska mat-
gæðinga hafa gagngert komið til
Samtímis því að veitingahúsum
fækkar í miðborginni er áformað að
opna fjölda veitingahúsa á næstunni.
Með því skapast ný störf á móti þeim
sem tapast í greininni.
Fjöldi auðra rýma
Vísbendingar eru um að framboð
atvinnuhúsnæðis í miðborginni sé
umfram eftirspurn. Samkvæmt
heimildum blaðsins eru nú minnst 25
auð atvinnurými við Laugaveg. Við
það bætast ný rými á þéttingar-
reitum sem eru langt komnir.
Annar sérfræðingur í ferðaþjón-
ustu í miðborginni sagði tekjur ekki
lengur fylgja útgjöldum hjá mörgum
veitingahúsanna. Laun ættu að jafn-
aði að vera um 30% af útgjöldum
veitingahúsanna. Hins vegar sagði
eigandi veitingahúss í miðborginni
að launakostnaður í júlí hefði numið
60% af tekjum. Hlutfall launa hafi
aldrei verið svo hátt.
Uppstokkun hjá veit-
ingahúsum í borginni
Um 40 staðir hafa hætt eða hafið starfsemi á rúmu ári
MSviptingar í veitingarekstri 10-11
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Blíðviðri Á kaffihúsi í borginni.
Reykjavíkur til að borða á Dilli.
Brotthvarf staðarins vitni um þá
öfugþróun að fínni veitingahús séu
að hverfa úr miðborginni. Með því
lækki þjónustustigið á Íslandi.
Kostar mikla fjármuni
Veitingamaður sagði orðið mjög
erfitt að reka stað eins og Dill á Ís-
landi. Það þurfi enda svo marga
starfsmenn að baki hverjum diski.
Þá sé ekki hægt að skila hækkandi
hráefnisverði út í verðlagið.
Tveir myndarlegir rykþyrlar stóðu upp frá jörðinni og hring-
snerust í dágóða stund þegar ljósmyndari Morgunblaðsins
flaug yfir norðanverðan Mýrdalsjökul í gær og beindi linsunni
í norður. Hvirflar sem þessir sjást að jafnaði ekki nema þegar
vindurinn í þeim grípur eitthvað með sér, og geta þá minnt á
ógnarlega skýstrokka sem Bandaríkjamenn þekkja allt of vel.
Morgunblaðið/RAX
Rykþyrlar við rætur Mýrdalsjökuls
Egill Jóhannsson, forstjóri bílaum-
boðsins Brimborgar veltir því fyrir
sér hvort um raunverulega vaxta-
lækkun bílalána hjá BL, án breyt-
inga á kaupverði bíla, sé að ræða en
fjallað var um nýja bílafjármögn-
unarleið BL á forsíðu Morgunblaðs-
ins í gær.
Viðskiptavinum BL býðst nú að
taka lán á föstum 3,95% óverð-
tryggðum vöxtum þegar keyptar eru
bifreiðar frá umboðinu. Sé það til-
fellið er að sögn Egils um að ræða
undirliggjandi breytingu hjá fjár-
mögnunarfyrirtækjum sem geta
boðið helmingi lægri vexti. „Ef þetta
er grundvallarbreyting þá er engin
spurning að Brimborg mun bjóða
sambærileg vaxtakjör,“ segir Egill.
„Ef þetta er hins vegar aðeins til-
færsla frá kaupverði yfir í lækkun á
vöxtum þá veit ég ekki hversu mikill
ávinningur þetta er fyrir neytand-
ann þegar uppi er staðið,“ segir for-
stjóri Brimborgar. »12
Hugsi yfir
nýjum
bílalánum
Forstjóri óviss um
ávinning neytandans
Forn tískuvara
fannst í landi
Auðkúlu í Arn-
arfirði síðastlið-
inn þriðjudag
þegar grafið var
í stærsta skála
sem grafið hefur
verið í á Vest-
fjörðum.
Um er að ræða
hluta af brjóst-
nælu frá víkingaöld. Í skálanum
hafa áður fundist ýmsar gersemar
og rennir fundur nælunnar því
frekari stoðum undir kenningu
fornleifafræðingsins Margrétar
Hrannar Hallmundsdóttur sem lýt-
ur að því að í skálanum hafi búið
auðugt fólk.
Margrét er umsjónarmaður verk-
efnisins Arnarfjörður á miðöldum
sem hófst árið 2011 og stendur enn
yfir.
„Þetta er hluti af brjóstnælu, vík-
inganælu. Þær voru tvær og voru
algengt skart kvenna á vík-
ingaöld,“ segir Margrét.
Með uppgreftrinum fá fornleifa-
fræðingarnir góða innsýn í líf
þeirra sem bjuggu í skálanum. »6
Fundu hluta
af brjóstnælu
frá 10. öld
Næla Brotið af
umræddri nælu.