Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Bergen garðhús eru fáanleg í fjórum stærðum. Frá 5 m2 upp í 14,9 m2. Húsin eru vönduð, sterkbyggð og þola vel íslenska veðrið! Frá kr. 299.900Garðhús Bergen *30% stafestingargjald greiðist við pöntun. Ný sending á leiðinni! 40.000 kr. afsláttur ef pantað er fyrir 15. ágúst nk. * HA PPATALA • D AGSINS ER •4 TIL HAMINGJU - ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Glærir kassar sem innihalda Heinz-tómatsósu og sósu- skál eru nú til sýnis á nokkrum veitingastöðum í Reykja- vík. Eru kassarnir merktir á ensku: „In case of Ed Sheer- an“, sem mætti þýða: „Ef ske kynni að Ed Sheeran mæti“ en aðeins tveir dagar eru í stórtónleika breska tónlistar- mannsins sem haldnir verða á Laugardalsvelli á laug- ardag og sunnudag næstkomandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar Sheeran að taka sér stutt frí fyrir tónleikana og mæta fyrr til landsins. Ed Sheeran er sérlegur aðdáandi Heinz-tómatsós- unnar og hafði frumkvæði að því fyrir skömmu að biðja fyrirtækið, sem fagnar 150 ára afmæli á árinu, um sam- starf. Lovísa Jenný Sigurðardóttir, markaðsstjóri Innnes, sem er umboðsaðili fyrir Heinz á Íslandi, staðfestir að heildverslunin standi á bak við fyrrnefnda Heinz-kassa og segir að Innnes hafi haft samband við nokkra af helstu veitingastöðum í Reykjavík sem séu í nálægð við tón- leikastaðinn. „Ef hann mætir á svæðið eru þeir bara klárir með Heinz-tómatsósu fyrir hann,“ segir Lovísa í samtali við Morgunblaðið. Ellefu veitingastaðir taka þátt í verkefn- inu, m.a. Matarkjallarinn, Reykjavík Meat og Humar- húsið. Stefanía Lára Magnúsdóttir, vaktstjóri á Humarhús- inu, segir að mikil spenna ríki á veitingastaðnum fyrir komu Ed Sheeran til landsins en tómatsósukassanum var stillt upp í síðustu viku. Segir hún að það sé heiður að Humarhúsið hafi verið valið sem einn af þeim veit- ingastöðum sem væru taldir líklegir til að Ed Sheeran myndi velja að borða á. „Við erum „fine dining“-veitingastaður svo við bjóðum venjulega ekki upp á tómatsósu hérna. Þetta var líka gert þannig að við myndum vera með tómatsósu til öryggis ef hann skyldi koma,“ segir Stefanía. „Erum bæði með þessa í kassanum og svo fengum við aðra til að hafa í kæl- inum fyrir hann sérstaklega,“ segir hún og hlær. Segir hún að starfsmenn Humarhússins vonist eftir því að Ed Sheeran velji að snæða á staðnum. „Hann er þekktur fyr- ir að velja öðruvísi staði og öðruvísi matargerð og fá sér tómatsósu með henni. Það er ekki normið að fólk fái sér tómatsósu með humri þannig að við höldum í vonina um að hann komi. Það eru alla vega allir viðbúnir ef hann skyldi koma,“ segir Stefanía. Guðmundur Víðir Víðisson, einn af eigendum Reykja- vík Meat, segir veitingastaðinn hafa fengið nokkur við- brögð vegna kassans. „Við erum með þetta inni í vín- búrinu hjá okkur þannig að fólk sér þetta þegar það kemur inn,“ segir hann. Aðspurður segist hann vonast eftir því að Ed Sheeran velji að snæða á Reykjavík Meat. Segir sérstakt Ed Sheeran-tilboð verða í boði á staðnum um helgina sem verði opnaður fyrr en venjulega fyrir fólk sem vilji fá sér í gogginn fyrir tónleikana. Sjálfur ætlar Guðmundur á aukatónleika Ed Sheeran á sunnudaginn og hlakkar mikið til. „Þetta verður mjög gaman. Þetta er mjög góð tónlist hjá honum,“ segir hann. Veitingastaðir tilbúnir með Heinz fyrir Sheeran  Bjóða venjulega ekki upp á tómatsósu með humri Ljósmynd/Reykjavík Meat Heinz Sheeran mun ekki skorta sósu á landinu. Um 8.400 manns hafa þegar skráð sig á Reykjavíkurmaraþonið sem haldið verður 24. ágúst næstkom- andi. Er þetta 1% fjölgun frá því á sama tíma í fyrra samkvæmt upp- lýsingum frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur sem hefur umsjón með viðburðinum. Mikil fækkun hefur orðið á útlendingum sem eru nú 20% færri en á sama tíma í fyrra en Íslendingum hefur fjölgað um 15%. Eins og áður hafa flestir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið en um 4.000 manns hafa skráð sig til þátt- töku í því. Þegar hafa safnast rúmlega 30 milljónir króna í áheitum sem er 35% meira en á sama tíma í fyrra en þá höfðu safnast 24 milljónir. „Þessar tölur gleðja okkur mikið. Þetta er bara ívið betra en í fyrra,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri íþróttabandalagsins. Hægt er að skrá sig í Reykjavík- urmaraþonið til hádegis hinn 22. ágúst. rosa@mbl.is Hafa safnað 35% meira í maraþonáheitum Morgunblaðið/Eggert Fjöldi Um 8.400 manns hafa þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ellert Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni (FEB), telur ekkert athuga- vert við það að Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félagsins, og Þorbergur Halldórsson, formaður byggingarnefndar félagsins, hafi fengið úthlutað íbúðum í húsi sem Félag eldri borgara byggði fyrir sína félagsmenn að Árskógum. Gísli og Þorbergur voru meðal þeirra sem önnuðust val á umsækj- endum en umsækjendur voru fjöl- margir að sögn Ellerts. „Þeir [Gísli og Þorbergur] eru meðlimir í félaginu eins og aðrir,“ segir Ellert sem getur ekki greint nánar frá því hvernig staðið var að vali á umsækjendum. „Það var bara sett fólk í það og ég fór auðvitað ekki að skipta mér af því,“ segir Ellert. Heimildir Morgunblaðsins herma að bróðir Þorbergs hafi einnig fengið íbúð úthlutað en Ellert gat ekki staðfest það. „Ég treysti bara mínu fólki og við erum ekkert að fara að velja þennan í staðinn fyrir hinn. Fólk í okkar félagi á allt rétt á að sækja þarna um hvort sem það er skylt eða tengt einhverjum eða ekki,“ segir Ellert. FEB hefur áður staðið að bygg- ingu íbúða. Ellert segir að ekki hafi verið stofnað byggingafélag til þess að ráðast í framkvæmdirnar heldur séu þær alfarið ábyrgð FEB. Spurður hvort fleiri fram- kvæmdir séu í kortunum segir Ell- ert: „Við höfum sótt um lóðir hjá Reykjavíkurborg og þær liggja enn hjá þeim. Við höfum fengið vilyrði fyrir lóð fyrir ofan Háteigsveg.“ Engar framkvæmdir eru þó í gangi á vegum félagsins. „Það hefur verið bið á því vegna þess að það hefur ekki verið af- greitt frá borginni enn þá,“ segir Ellert sem segir stöðuna í máli Ár- skóga ekki endilega setja framtíð- arframkvæmdir á vegum FEB úr skorðum. Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um undanfarið varð van- reiknun á verði íbúða á vegum FEB til þess að íbúðirnar hækk- uðu í verði um 4-7 milljónir króna. Kaupendum eru nú settir afarkost- ir, að samþykkja hækkað kaupverð eða falla frá kaupunum. 12 íbúðir mögulega ekki seldar Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lög- fræðistofu Reykjavíkur, er einn af þeim lögmönnum sem hefur fengið málið inn á sitt borð. Hann segir rétt kaupenda augljósan, þeir þurfi ekki að bera aukinn kostnað. „Ég þurfti ekki einu sinni að skoða kaupsamninginn. Bara það að það væri verið að boða til fundar sagði mér að það væri ekki mælt fyrir um þetta í kaupsamningi. Annars hefði ekki verið boðað til fundar. Annars hefðu kaupendur bara fengið bréf þar sem vísað væri í ákvæði í samningi.“ Skjólstæðingur Vilhjálms er að velta sinni stöðu fyrir sér enda geta málaferli verið erfið. Vilhjálm- ur bendir á að Félag eldri borgara sé skráður eigandi tólf íbúða í ann- arri blokkinni sem um ræðir. Kaupsamningi fyrir þær hefur ekki verið þinglýst og því veltir hann fyrir sér hvort enn eigi eftir að selja þær. Spurður hvort málaferli gætu orðið langdregin segir Vilhjálmur: „Aðfararmál væri skjótvirkast. Ég er ekki með öll gögn fyrir framan mig, þ.e. samninga verktaka og FEB. Það kæmi mér stórlega á óvart ef það væri einhvers konar haldsréttur hjá verktakanum sem gæti komið í veg fyrir aðfararmál og tel að þessi leið væri skilvirk- ust.“ Þá segir Vilhjálmur að sam- kvæmt kaupsamningnum liggi fyr- ir yfirlýsing Landsbankans, sem lánaði til framkvæmdanna, sem lýtur að því að veðum verði aflétt gegn greiðslu kaupverðs hverrar og einnar íbúðar. „Verktakinn virð- ist því ekki geta komið í veg fyrir afhendingu eignanna.“ Vilhjálmur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt mál. „Ég hef aldrei heyrt annað eins. Þetta eru bara venjuleg fasteignavið- skipti. Þrátt fyrir að það sé eitt- hvert markmið seljanda að byggja eins ódýrt og unnt er þá skiptir það engu máli. Það er ákveðið kaupverð sem þarf að greiða til að fá eign afhenta.“ Óhagnaðardrifin félög séu ekki undanþegin lögum. „Fasteignavið- skipti fara fram samkvæmt lögum um fasteignaviðskipti.[...] Gegn greiðslu kaupverðs skal afhenda eignina,“ segir Vilhjálmur. Sigurð- ur Kári Kristjánsson, lögmaður annars kaupanda, gaf FEB frest þangað til í gær til að afhenda lykl- ana að íbúð kaupandans. Það varð ekki svo næsta skref er að ákveða hvort leitað verði til dómstóla með málið og aðfarar beiðst. Hann seg- ir réttarstöðu FEB enga. Í gær fundaði FEB með kaup- endum og verður slíkum fundum haldið áfram. Hvorki náðist í Gísla né Þorberg við vinnslu fréttarinn- ar. Segir rétt kaupenda augljósan Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæðið Blokkirnar sem FEB byggði samanstanda af 68 íbúðum.  Formaður telur eðlilegt að starfsmenn FEB fái úthlutun  Virðast ekki geta hindrað afhendingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.