Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA 40 ára María Erla er fædd í Keflavík en uppalin í Reykjavík. Hún býr nú í Garða- bæ. Hún starfar sem félagsliði á hjúkr- unarheimilinu Hrafn- istu. Hún er menntað- ur félagsliði. Sonur: Róbert Ingi Maríuson, f. 24. janúar 2017. Foreldrar: Hjónin Karítas Harðardóttir, húsmóðir úr Reykjavík, f. 1944, og Ólafur Ingi Rósmundsson endurskoð- andi, f. 1941, d. 2016, búsett í Reykja- vík. Systkini: Alda Rós Ólafsdóttir, f. 1964, d. 2016, og Ólafur Már Ólafsson, f. 1968. María Erla Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki láta telja þig á að gera eitt- hvað gegn vilja þínum. Láttu ekki hugfall- ast, þetta óveðursský sem er yfir núna leysist upp á sólarhring. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þér finnst uppástungur þínar fá treglegar undirtektir skaltu bara nálgast hlutina úr annarri átt. Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar því hann sér málið öðr- um augum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur ekki lengur horft fram hjá efasemdum þínum varðandi vinnuna. Arf eða fyrirgreiðslu einhvers konar rekur á fjörur þínar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að berja höfðinu við steininn, sættu þig við orðinn hlut. Rómantíkin blómstrar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að sinna þörfum ættingja í dag. Skynsemi og hagsýni eru þínar sterku hliðar í dag. Einhver sýnir sitt rétta andlit. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu tímann til þess að vera með vinum og kunningjum. Þú getur ekki verið alls staðar, þú neyðist til að velja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt vísan stuðning vinnufélaga þinna, ef þú leitar eftir honum. Ferðalag er í kortunum. Þú hefur unnið baki brotnu og átt skilið að fara í gott frí. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þörf þín fyrir nákvæmni fer í taugarnar á fólki. Framtíðin er óskrifað blað og það gerir þig órólega/n. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leggðu þig sérstaklega fram um að vera liðleg/ur í samskiptum við yngra fólk. Ungviðið stendur fast á sínu og er ekki tilbúið að gefa neitt eftir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Álit annarra á gjörðum þínum skiptir engu máli því þú veist að þú ert að gera rétt. Samband þitt er reist á bjargi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gerðu hvað þú getur til að vekja athygli yfirmanna þinna á verkum þínum. Leitaðu allra leiða til að eignast draumabílinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Í ástum og viðskiptum liggur vald þitt í sjálfstæði þínu. Vertu ekki með áhyggjur – fólk tekur þér bara eins og þú ert. meðfram vinnu. „Ég hef alla tíð notið þess að ferðast um Ísland og er verulega hliðholl náttúruvernd – sérstaklega öræfa og víðerna. Núna í sumar gengum við Gunnar Her- sveinn, maðurinn minn, ásamt vin- um og vinavinum, frá Eskifelli inn á Lónsöræfi, fórum upp á Trölla- króka og inn í Víðidal og klifruðum niður Geithellnadalinn á fimmta degi. Við Gunnar Hersveinn skrif- uðum saman bókina Hugskot, skamm-, fram- og víðsýni og Iðnú gaf út 2016 en í henni er m.a. lögð áhersla á gildi gagnrýninnar og skapandi hugsunar, flokkanir, stað- alímyndir, fordóma, kynjafræði, borgaravitund og friðarmenningu og er bókin eða hluti hennar kenndur víða,“ segir Friðbjörg. Á afmælisdeginum stendur til að ganga á Snæfell ef veður leyfir „en ef ekki þá verður skrifað,“ segir Friðbjörg. „Við erum í bústað við Egilsstaði. Um daginn gengum við inn í Stórurð undir Dyrfjöllum og grunnskólakennari til 1996 en flutti þá ásamt fjölskyldu til Jótlands og lærði þar fullorðinsfræðslu, inn- flytjendafræði og dönsku. 1999- 2006 starfaði Friðbjörg sem kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur en á þeim uppgangstíma fjölgaði inn- flytjendabörnum verulega og mála- flokkurinn þurfti mikils við og sá Friðbjörg um námskeið og samdi fræðsluefni fyrir skóla og foreldra. „Þá var ég í stjórn Kvenréttinda- félags Íslands og síðar UNIFEM en árið 2007 stóðum við fyrir mikilli fjáröflun og fengum að halda hátíð- ina í Frímúrarahöllinni sem hafði áður verið lokuð konum, að ég held,“ segir Friðbjörg. Árið 2008 lauk hún MA-gráðu í mennta- og menningarstjórnun, þá orðin framkvæmdastýra Hag- þenkis, félags höfunda og fræðirita, og félagi í ReykjavíkurAkademí- unni. Veturinn 2009-2010 sótti Frið- björg nám í Leiðsöguskólanum F riðbjörg Ingimarsdóttir er fædd 8. ágúst 1959 að Bjargi á Tóm- asarhaga en flutti fimm ára í Álftamýri. „Ég gekk í Álftamýrarskóla til 13 ára aldurs í M-bekk, sem Jónína Þorfinnsdóttir kenndi og Hall- grímur Helgason rithöfundur hefur fjallað um. Frá 8-12 ára var ég í sveit á Ásum í Gnúpverjahreppi og barnapía hjá Birgi Sigurðssyni skólastjóra og rithöfundi, föð- urbróður mínum, og fyrri konu hans, en ég fékk líka að vera með í sveitastörfunum hjá Guðmundi og Stebbu á Ásum. Það var ómet- anlegur tími þar sem við stelpunar gáðum til kinda, náðum í kýrnar, gáfum kálfum og heimalingum og tókum þátt í heyskaparstörfum. Eitt sumarið fengum við að fara ríðandi í reiðskóla í Geldingarholt og annað sumar var sjónvarps- myndin, Sumardagur í sveit, tekin á Ásum. Það var einnig verulega eftirminnilegt þegar Hekla hóf óvænt eldgos sumarið 1970. Vafur- logar léku um himininn og Þjórs- árdalur fylltist af vikri,“ rifjar Frið- björg upp. Árin 1972-1982 átti hún heima í Hafralækjaskóla í Aðaldal þar sem móðir hennar, Ragnheiður Jóns- dóttir, var kennari en hún rak þar hótel í tvö sumur. Þá gaus Krafla og jörð skalf en þær eldhræringar stóðu síðan yfir í mörg ár. Á hót- elinu gistu því jarðfræðingar og einnig starfsmenn landgræðslunnar og var notuð til verksins þessi fræga flugvél, Páll Sveinsson, Dou- glas C-47a. „Ég fékk því að skoða Kröflueldgosið og stundum að fljúga með flugvélinni og fannst það æði. Hæðartakmörk voru oft rofin og vélinni stundum steypt. Á þessum tíma var nútíminn að ryðja sér braut með sjálfvirkum síma, virkjunum, samgöngubótum, ný- tískusveitaböllum og sumargam- ani.“ Friðbjörg tók landspróf á Laug- um í Reykjadal 1975 og fór síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún lauk B.ed-prófi 1984 sem list- og verkgreinakennari. Hún vann sem eitt kvöldið snæddum við hátíð- arkvöldverð með börnum okkar og fleirum á Skriðuklaustri,“ segir Friðbjörg. Fjölskylda Eiginmaður Friðbjargar er Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, rithöfundur og heimspekingur, f. 28. mars 1960. Foreldrar hans eru Sigursteinn H. Hersveinsson, raf- eindavirkjameistari og kennari, f. 13. desember 1928, d. 27. maí 2010, og Ingibjörg Kolbeinsdóttir hús- móðir, f. 1. október 1929, d. 3. apríl 2012. Þau voru búsett í Reykjavík. Fyrri maki Friðbjargar er Eyj- ólfur Eyjólfsson f. 14. maí 1960, byggingafræðingur og húsasmíða- meistari. Börn Friðbjargar eru 1) Ragn- heiður Eyjólfsdóttir, f. 26. febrúar 1984, rithöfundur og arkitekt, til- nefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ungmenna- bókina Rotturnar. Maki hennar er Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis – 60 ára Skriðuklaustur Friðbjörg Ingimarsdóttir ásamt fjölskyldu og tengdabörnum á Skriðuklaustri í sumar. Frá vinstri eru Styrmir Kári, Heiðdís, Sigursteinn, Særós, Gunnar Hersveinn, Friðbjörg sjálf, Ragnheiður og Eyjólfur Ingi. Annaðhvort gengið eða skrifað Guðmundur Torfason, sjó- maður og verkamaður, og Elsa Friðdís Kristjáns- dóttir, verkakona og hús- móðir, búsett í Lækjargötu 30, Hafnarfirði, fagna í dag 60 ára brúðkaups- afmæli. Þau giftu sig 8. ágúst 1959 í Kirkjuhvoli á Akranesi. Prestur var Jón M. Guðjónsson. Demantsbrúðkaup Árnað heilla 60 ára Gunnar er fæddur á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1959. Hann ólst upp á Kleppsveginum í Reykjavík og er nú búsettur þar í borg. Hann lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og kennslufræði við LHÍ og HÍ. Hann starfar sem kennari. Börn: Viðar Máni, f. 1990, Ólöf, f. 1992, Svava, f. 1997. Fósturdóttir Gunnars er Camilla Guðbjörg, f. 1991. Foreldrar: Andrés Þórarinn Magn- ússon, f. 1924, d. 2006, og Jóhanna Svava Jónsdóttir, f. 1927. Systkini: Jóna, f. 1947, og Edda, f. 1952. Gunnar Magnús Andrésson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.