Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Viðskiptastríð Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta við Kínverja hef-
ur orðið til þess að hagvöxturinn í
landinu hefur minnkað úr 3% í rúm
2%, að því er fram kemur í forystu-
grein dagblaðsins The Wall Street
Journal sem segir að viðskipta-
stefna forsetans stefni ávinningnum
af skattalækkunum repúblikana og
afnámi reglugerða í hættu. Við-
skiptastríðið hefur m.a. skaðað
bændur og útflutningsfyrirtæki í
Bandaríkjunum og orðið til þess að
stjórnvöld í Kína hafa fellt gengi jú-
ansins niður fyrir 7,0 gagnvart
Bandaríkjadal í fyrsta skipti í ellefu
ár. „Viðskiptastríð hans er nú orðið
að gjaldmiðlastríði sem færir hætt-
una á efnahagstjóni á nýtt stig,“
sagði í forystugrein The Wall Street
Journal.
Getur sjálfum sér um kennt
Trump hóf tollastríðið í mars á
síðasta ári og sagði að mikill afgang-
ur Kínverja í viðskiptum við Banda-
ríkin stafaði m.a. af óheiðarlegum
viðskiptaháttum, ríkisstyrkjum, nið-
urgreiðslum og brotum á höfundar-
rétti. Samið var um vopnahlé í lok
júní sl. en Trump hóf stríðið að nýju
1. ágúst þegar hann tilkynnti að nýir
10% tollar á kínverskar vörur að
andvirði 300 milljarða Bandaríkja-
dala ættu að taka gildi 1. september.
Gangi þetta eftir ná tollar Trumps
til nær alls kínversks varnings sem
fluttur er til Bandaríkjanna. Kín-
verjar svöruðu ákvörðun forsetans
með því að fresta kaupum á banda-
rískum landbúnaðarvörum og seðla-
banki Kína felldi gengi júansins sem
hefur ekki verið jafnlágt frá árinu
2008.
Trump sakaði stjórnvöld í Kína
um að hafa hagrætt gengi gjaldmið-
ilsins með óeðlilegum hætti til að
bæta samkeppnisstöðu kínverskra
útflutningsfyrirtækja en leiðarahöf-
undar The Wall Street Journal
segja að forsetinn geti sjálfum sér
um kennt. Kínverjar séu ekki aðeins
að hefna sín heldur einnig að við-
urkenna að minnkandi viðskipti við
Bandaríkin og minni hagvöxtur í
Kína hafi orðið til þess að eftir-
spurnin í heiminum eftir júaninu
hafi minnkað. „Með tollum sínum er
Trump höfundurinn að veikara jú-
ani sem hann segist ekki vilja.“
Mikið áfall fyrir bændur
Zippy Duvall, formaður banda-
rísku bændasamtakanna AFBF,
segir að sú ákvörðun Kínverja að
fresta kaupum á bandarískum land-
búnaðarafurðum sé mikið áfall fyrir
bændur í Bandaríkjunum sem hafa
hingað til notið góðs af vaxandi
spurn Kínverja eftir matvælum.
Kína hefur verið á meðal þriggja
stærstu markaðanna fyrir útflutn-
ing á bandarískum landbúnaðarvör-
um, ásamt Kanada og Mexíkó. Út-
flutningurinn til Kína á afurðum
bandarískra bænda nam 19,5 millj-
örðum dala (2.400 milljarða króna)
árið 2017 en minnkaði í 9,1 milljarð
(1.100 milljarða króna) á síðasta ári
vegna nýrra tolla Kínverja. Á fyrri
helmingi þessa árs var útflutning-
urinn 20% minni en á sama tíma á
síðasta ári.
Stjórn Trumps tilkynnti í júlí að
hún hygðist verja 16 milljörðum
dala, jafnvirði tæpra 2.000 milljarða
króna, í aðstoð við bændur sem hafa
orðið fyrir tjóni vegna tollastríðsins.
Nýjustu hagtölur benda hins vegar
til þess að tjónið einskorðist ekki við
landbúnaðinn. Hagvöxturinn
minnkaði í 2,1% á öðrum fjórðungi
ársins vegna minni fjárfestinga
fyrirtækja og samdráttar í útflutn-
ingi. Hagvöxturinn var þó meiri en
búist var við vegna þess að neyslu-
útgjöld heimilanna jukust um 4,3%
og ráðstöfunartekjurnar um 4,9%.
Búa sig undir langvinnt stríð
Viðskiptastríðið hefur einnig
skaðað Kínverja. Hagvöxturinn í
Kína minnkaði í 6,2% á öðrum fjórð-
ungi ársins og hefur ekki verið
minni í þrjá áratugi, að sögn frétta-
veitunnar AFP.
Stjórnmálaskýrendur telja að út-
lit sé fyrir að viðskiptastríðið drag-
ist á langinn. Þeir segja að ráða-
mennirnir í Kína séu að undirbúa
mikla hátíð í október í tilefni af 70
ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína
og búist sé við að þeir nýti þá tæki-
færið til að hampa Xi Jinping sem
öflugum leiðtoga. Forsetinn er tal-
inn hafa lítið svigrúm til að fallast á
tilslakanir í rimmunni við Trump
fyrir hátíðina því að þær gætu graf-
ið undan ímynd hans sem hins
sterka leiðtoga.
Stjórnmálaskýrendurnir segja að
kínversku ráðamennirnir telji sig
geta staðið af sér tollastríð Trumps
og beðið eftir því að það skaði efna-
hag Bandaríkjanna nógu mikið og
valdi svo miklu umróti á hlutabréfa-
markaði Bandaríkjanna að forsetinn
neyðist til að fallast á tilslakanir.
„Besta hefndin felst í því að láta
bandarísku tollana á Kína skaða
efnahag Bandaríkjanna,“ hefur
fréttaskýrandi The Wall Street Jo-
urnal eftir Yu Yongding, hagfræð-
ingi og ráðgjafa kínverskra ráða-
manna. „Aðgerðir Trumps hafa
valdið miklum titringi meðal leið-
toga Kína sem átta sig núna á því að
það er ekki nokkur möguleiki á því
að ná sanngjörnu samkomulagi við
Bandaríkin í náinni framtíð,“ hefur
blaðið eftir Shi Yinhong, prófessor í
alþjóðasamskiptum við Renmin-há-
skóla í Peking. „Kínverjar eru ekki
aðeins að búa sig undir það að við-
skiptastríðið dragist á langinn held-
ur einnig að það magnist.“
Kínverjar eru m.a. taldir geta
hindrað frekar innflutning banda-
rískra fyrirtækja til Kína með nýj-
um reglum og takmarkað útflutning
á jarðmálmum sem eru m.a. nýttir í
snjallsíma. Kínverjar eiga banda-
rísk ríkisskuldabréf að andvirði 1,1
billjónar dala og grípi þeir til þess
ráðs að selja stóran hluta þeirra
myndi það leiða til vaxtahækkana í
Bandaríkjunum. Ólíklegt er þó að
þeir beiti því vopni þar sem það
myndi m.a. verða til þess að gengi
júansins hækkaði – eins og Trump
vill en Kínverjar ekki.
Tollar Trumps skaða efnahaginn
Hagvöxturinn í Bandaríkjunum minnkaði úr 3% í 2% vegna minni fjárfestinga fyrirtækja og
samdráttar í útflutningi Útflutningur á bandarískum landbúnaðarafurðum til Kína snarminnkaði
8. mars 2018
Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína
Trump tilkynnti 25%
tolla á innflutt stál
og 10% tolla á
innflutt ál
22. mars 19. maí 6. júlí
23. ágúst10. maí 2019
May 9
Bandaríkin Kína
Nokkur lönd voru undan-
þegin þessum tollum
en ekki Kína
Stjórn Kína svaraði með
15-25% tollum á 125
vörutegundir
Drög að samkomu-
lagi um að minnka
viðskiptahalla
Bandaríkjanna
Bandarikin lögðu 25%
tolla á kínverskar vélar
og rafeindatæki að
andvirði 34 milljarða $
Kína svaraði með
svipuðum tollum
Nýir tolla á kínv.
varning að andvirði
16 milljarða $
25% tollar á banda-
rískar vörur að
andvirði 16 ma. $
24. september
10% tollar á kín-
verskan varning að
andvirði 200 ma. $
Kínverjar lögðu tolla
á varning að andvirði
60 milljarða $
Trump og Xi
Jinping sömdu
um nýtt hlé á
tollastríðinu
Stjórn Trumps batt enda
á vopnahléið. Tollar
hækkaðir úr 10 í 25% á
kínverskan varning að
andvirði 200 milljarða $
1. desember
Trump og Xi Jinping sömdu um
3ja mánaða hlé á tollastríðinu
Fjármálastjóri kínverska fjar-
skiptarisans Huawei handtekinn
í Kanada, sakaður um að hafa
brotið viðskiptabann á Íran
29. júní 5. ágúst
Kína lagði
5-25% tolla á
bandarískar vörur
að andvirði
60 ma. $
1. júní 1. ágúst
Nýir 10% tollar á
kínverskar vörur að
andvirði 300 ma. $
frá 1. september
Kínverjar leyfðu gengi
júansins að falla niður fyrir
7,0 gagnvart dollaranum í
fyrsta skipti í 11 ár
Helstu atburðir
Hamast gegn
seðlabankanum
» Donald Trump gagnrýndi
Seðlabanka Bandaríkjanna
harkalega á Twitter í gær og
krafðist meiri vaxtalækkana til
að örva efnahaginn.
» Seðlabankinn lækkaði vext-
ina í vikunni sem leið í fyrsta
skipti í ellefu ár.
» Trump krafðist þess að vext-
irnir yrðu lækkaðir „meira og
hraðar“. Hann sagði að vaxta-
stefna bankans væri „fárán-
leg“, stjórn hans væri „van-
hæf“ og bankinn væri meiri
ógn en Kína við efnahag
Bandaríkjanna.