Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Tónlistarkvöld Ja Ja Ja tónlistar- klúbbsins og vefsíðunnar, Jajaja Nordic, verða haldin bæði í Berlín og í London í september næstkom- andi og í samstarfi við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina. Fyrra kvöldið verður í Berlín 12. septem- ber og verða þar kynntar til sög- unnar íslenska tónlistarkonan Rokky, Lydmor frá Danmörku og Detalji frá Finnlandi og í London, 26. september, verður íslenska sveitin Warmland með flytjenda sem og The Holy frá Finnlandi og Pink Milk frá Svíþjóð. 6. nóvember munu svo allar sveitirnar sex koma fram á Iceland Airwaves sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur að vanda. Markmiðið með kvöldunum er að kynna bestu nýju sveitirnar frá Norðurlöndunum að því er fram kemur í tilkynningu. Ja Ja Ja í samstarf við Airwaves Rokky Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á Mokka við Skóla- vörðustíg í dag, fimmtudag, klukkan 17. Sýninguna kallar hún Á fleka- skilum – verðandi heimsálfa og henni eru sjö málverk, olíuverk mál- uð á striga á árunum 2016 til 17. Auk þess sýnir Erla eitt nýtt fjölfeldi. Í hugleiðingum listakonunnar sem fylgja verkunum úr hlaði segir með- al annars: „Við lifum á flekaskilum Evrasíu og Ameríku. Flekarnir fylgja streymi möttuls jarðar, í eilíf- um árekstri eða gliðnun. Hér glenn- ist Atlantshaf, Miðgarðsormur rak upp hrygg í huga gamla norð- urheims […] Með sinn fót í hvorri álfu á glitormi Miðgarðs er flúið á vit lita. Bak við augnlok búa þeir skín- andi skýrir. Fest er á striga og gefið augum sem nenna að sjá. Málverkið tekur yfir og eitt gefur annað. Söng- ur kerfa tauga, ónæmis og innkirtla spilar lag lífs á orkustöðvarnar sjö.“ Erla sýnir á Mokka Á flekaskilum Eitt málverka Erlu Þórarinsdóttur á sýningunni. Ragnheiður Káradóttir myndlistarkona verður með leið- sögn um sýningu sína sem nú stendur yfir í D- sal Listasafns Reyjavíkur- Hafnarhúss í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20. Sýn- inguna kallar hún míní-míní múltí- versa og í tilkynningu segir að Ragnheiður kanni í verkunum „mörkin á milli hins manngerða og hins náttúrulega. Sérstaklega lítur hún til staða sem hannaðir hafa verið til afþreyingar, líkt og míní- golfvalla, lystigarða, íþrótta- leikvanga og skemmtigarða.“ Segir frá míní- míní múltíversa Ragnheiður Káradóttir Björk Guðmundsdóttir hefur til- kynnt að hin viðamikla tónlistar- og margmiðlunarsýning hennar, Cornucopia, sem sett var upp við mikið lof í The Shed í New York í vor, verði sýnd í nokkrum evrópsk- um borgum í haust. Fyrst verða fjórar sýningar í Par- que Bicentenario í Mexíkóborg nú síðar í mánuðinum en í nóvember verður aftur haldið af stað og verður Cornucopia sett upp á eftirtöldum stöðum: Forest National í Brussel 13. nóvember; den Atelier í Lúxem- burg 16. nóvember; O2 í London 19 nóvember; The SSE Hydro í Glas- gow 25. nóvember; og loks í 3Arena í Dublin 28. nóvember. Miðasala á sýningarnar í Evrópu hefst, sam- kvæmt fréttatilkynningu, á morgun, föstudaginn 9. ágúst. Með Björk koma fram íslenski flautuseptettinn viibra, ásláttarleik- arinn Manu Delago, hörpuleikarinn Katie Buckley, Bergur Þórisson sem stýrir tölvum og leikur á ýmis hljóð- færi, að ónefndum kór sem leikur stór hlutverk. Í New York kom Hamrahlíðarkórinn fram í sýning- unum en í samtali við Morgunblaðið á þeim tíma sagði Björk að annar kór myndi koma við sögu á sýning- unum í Mexíkóborg. Ekki hefur ver- ið kynnt hver tilhögunin verði í Evr- ópuuppfærslunum. Samtímis tilkynningunni gaf Björk út nýtt myndband við lagið „Loss“ af síðustu plötu hennar, Ut- opia. Tobias Gremmler, sem Björk hefur áður unnið með, er leikstjóri myndbandsins en það var skapað sérstaklega fyrir Cornucopia- sýninguna. Í því má sjá andlitshreyf- ingar umbreytast á ævintýralegan hátt í skepnur sem minna á djúp- sjávarplöntur og skeldýr. Blaðamaður Morgunblaðsins sem fjallaði um tónleikasýningu Bjarkar í New York skrifaði: „Cornucopia eða Gnægtahorn er sýning engu lík, hreint makalaus upplifun …“ Cornucopia í Evrópu  Björk kynnir sýningar í sjö borgum í haust Ljósmynd/Santiago Felipe Glæsisýning Björk umkringd íslensku flautuleikurunum sjö í septettinum Viibra á einni sýninganna á Cornucopia í The Shed í New York-borg. Vegfarandi gengur hjá stórri ljósmyndainnsetningu eftir franska ljósmyndarann og myndlistarmanninn JR sem sett hefur verið upp á bakhlið Hudson-leikhússins við Broadway í New York en þar er verið að sýna verk- ið Sea Wall/A Life með hinum kunnu leikurum Jake Gyllenhaal og Tom Sturridge. Þetta verk JR er hluti viðamikils verkefnis sem hann kallar „Inside Out Proj- ect“ og hann hefur myndað í víða um lönd. JR er kunn- astur fyrir flennistórar ljósmyndir sem hann hefur komið fyrir á óvæntum stöðum, til að mynda á þökum fátækrahverfa í Suður-Ameríku, en viðfangsefni verka hans er ævinlega maðurinn og hlutskipti hans. AFP Ásjónur manna á leikhúsvegg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.