Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Málverk Málverk eftir Karólínu Lárusdóttur Listaverk eftir Karólínu Lárusdóttur; Dansað í tunglsljósinu. Vatnslitir, 75x55. Tilboð óskast á listaverk123@gmail.com Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Bókhald NP Þjónusta Sé um að annast bókhaldslausnir o.þ.h. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hamarsgata 14, Fjarðabyggð, fnr. 217-7922, þingl. eig. Eðvarð Þór Grétarsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Samskip hf. og Fjarðabyggð og Olíuverzlun Íslands ehf., þriðjudaginn 13. ágúst nk. kl. 09:00. Hátún 11, Fjarðabyggð, fnr. 217-0235, þingl. eig. Aleksandra Monika Macieja, gerðarbeiðandi Fjarðabyggð, þriðjudaginn 13. ágúst nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Austurlandi 7. ágúst 2019 Tilkynningar Leyfi til veiða á sæbjúgum fiskveiðiárið 2019/2020 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum fiskveiðiárið 2019/2020, sbr. reglugerð nr. 795, 30. ágúst 2013, um veiðar á sæbjúgum, með síðari breytingum. Sækja skal um veiðileyfi í UGGA, upplýs- ingagátt Fiskistofu og skulu fylgja umsókn- inni upplýsingar um veiðar umsækjenda á sæbjúgum þrjú síðustu fiskveiðiár og samn- ingur um vinnslu á sæbjúgum í landi eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða. Umsóknarfrestur er frá 09. ágúst til og með 15. ágúst 2019. Auglýsing um skráningu og próf til viðurkenningar bókara Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara 2019 sem hér segir: • Prófhluti I: Reikningshald og upplýsingatækni 10. október 2019 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 1. október 2019. • Prófhluti II: Skattskil 21. nóvember 2019 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 7. nóvember 2019. • Prófhluti III: Raunhæft verkefni 14. desember 2019 – prófið hefst kl. 12 og stendur til kl. 17. Eindagi greiðslu prófgjalds er 2. desember 2019. Skráningu í öll próf fer fram samtímis (allir prófhlutar) og lýkur þann 9. september 2019. Skiptir ekki máli hvort próftaki ætlar að taka eitt próf eða öll. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfresti lýkur. Próftakar bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 686/2015 um próf til viðurkenningar bókara og til prófefnislýsingar prófnefndar viðurkenndra bókara. Í henni er jafnframt útlistað hvaða hjálpargögn eru leyfi- leg í einstökum prófum. Prófefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar viðurkenndra bókara á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/vidurkenndir-bokarar/ Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0-10. Lágmarkseinkunn til að standast einstaka prófhluta er 5,0. Til þess að standast fullnaðarpróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í vegna meðaleinkunn (lokaeinkunn) úr öllum prófhlutum. Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 37.500. Eigi er skylt að standa fyrir prófi nema a.m.k. 30 þátttakendur hafi skráð sig í próf. Ef próftökugjald er ekki greitt á eindaga þá fellur niður próftökuréttur. Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé skilyrðum 43. gr. laga nr. 145/1994 um að próftaki sé lögráða og hafi forræði á búi sínu (að búið hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta). Væntanlegir próftakar skulu skrá sig til prófs á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins www.anr.is eða á heimasíðu framkvæmdaraðila prófanna www.promennt.is Reykjavík, 9. júlí 2019 Prófnefnd viðurkenndra bókara Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9- 16. Gönguhópur með göngustjóra kl. 10. Opin handavinnustofa kl. 9- 16. Söngstund með Marý kl. 13.45. Opið fyrir innipútt og 18 holu úti- púttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Söngur kl. 13.30. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Núvitund í handverkstofu kl. 10.30. Göngutúr um hverfið kl. 13. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegis- matur kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar, kaffi kl. 14.30-15.30 alla virka daga. Opin handverkstofa alla virka daga. Verið velkomin á Vitatorg. Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna. Gullsmári Handavinnuhópur kl. 9-11.30 og frá kl. 13-14.30. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um á Skólabraut frá kl. 10.30. Félagsvist verður í salnum á Skólabraut í dag kl. 13.30. Allir velkomnir. fasteignir ✝ Harpa Hjör-leifsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 4. jan- úar 1953. Hún lést á heimili sínu 19. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Hjör- leifur Már Erlends- son, f. í Vest- mannaeyjum 13.10. 1927, d. 3.10. 1999. og Ástrós Eyja Kristinsdóttir, f. í Vest- mannaeyjum 7.11. 1933, d. 31.3. 2012. Systkini hennar eru: Þröstur Elfar Hjörleifsson, f. 2.11. 1954, Hrönn Hjörleifsdóttir, f. 1.12. 1955, Hlíf Hjörleifdóttir, f. 28.1. 1957, d. 30.12. 2009. Sóley Vaka Hjörleifsdóttir, f. 27.7. 1963, Bylgja Dögg Hjörleifsdóttir, f. 30.7. 1970. Systkini samfeðra: Ómar Hjörleifsson, f. 16.7. 1947, Hulda Hjörleifsdóttir, f. 10.9. 1948, Alma Hjörleifsdóttir, f. 26.12. 1949. Eiginmaður Hörpu er Þórður Haraldsson, f. 11.3. 1948. Sonur þeirra er Svanur Þórð- arson, f. 24.7. 1981. Unnusta hans er Heiðrún Þorvalds- dóttir, f. 9.8. 1989. Saman eiga þau soninn Emil Mána Svansson, f. 1.11. 2018. Fyrir átti Svanur Daníel Má Svansson, f. 8.3. 2005, og Helgu Rós Svans- dóttur, f. 18.9. 2010. Harpa lauk gagnfræðaprófi í Vestmannaeyjum vorið 1970. Hún stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni 1971 til 1972. Þá lauk hún námi sem leikskólaliði 18.5. 2010. Harpa starfaði m.a. á sauma- stofum, við sótthreinsunarfyr- irtæki þeirra hjóna og sem skóla- og leikskólaliði til fjölda ára. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 8. ágúst 2019, kl. 13. Það er svo sárt og erfitt að trúa því að þú sért farin, elsku systir. Söknuðurinn er svo sár og mikill og tilhugsunin um að fá ekki að knúsa þig aftur er óbærileg. En allar yndislegu minning- arnar um stundirnar sem við átt- um saman lifa og þær ylja manni svo sannarlega og gefa okkur sem eftir stöndum hlýju og gleði í sálina. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér; Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sigurbjörn Einarsson) Elsku Doddi, Svanur og Heiða, Daníel Már, Helga Rós og Emil Máni, megi Guð gefa ykkur styrk í gegnum þessa erfiðu tíma. Þín systir, Sóley Vaka. Elsku Harpa okkar. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Orð fá ekki lýst hve mikið við söknum þín og hversu mikið við vildum geta spólað til baka og hafa náð að eyða meiri tíma með þér í veik- indunum, sem enginn gerði sér grein fyrir að væru jafn alvarleg og þau voru. En því verður ekki breytt sem orðið er og það sem við eigum og enginn getur tekið frá okkur eru yndislegar minn- ingar. Það er svo gaman að hugsa til baka til þín elsku Harpa, því hvert einasta augnablik sem maður átti með þér einkenndist af gleði! Hlátur og fíflalæti voru undirstaða hvers einasta hittings hjá okkur og tíminn og tíðarfarið einhvern veginn stóð í stað og skipti ekki máli. Þegar maður var í þinni nærveru var bara gaman. Þegar við bræðurnir vorum litlir var farið reglulega í Reykja- víkurferðir eins og gengur hjá okkur Keflvíkingunum, en Reykjavíkurferðir voru ekki bara Reykjavíkurferðir – ef það var komið við í Grafarvoginum, þá var sko gaman. Fá að leika við hana Snotru og spennan við að sjá hvað Svanur frændi var búinn að fá af nýju dóti. Svo var það alltaf sérstakt móment þegar Freyr bróðir fékk að kíkja í nammiskápinn og ná sér í smá nesti fyrir heimferðina. Í seinni tíð hittumst við oftar þegar þú komst til Keflavíkur með henni Bylgju okkar, í afmæl- in, partíin og aðra hittinga. Alltaf var hún Harpa okkar mætt með sinn ómissandi smitandi hlátur og alla gleðina sem alltaf fylgdi þér og einkenndi þig. Það var svo gaman að þú mættir oftar en ekki í einhverri nýrri flík sem þú varst svo spennt að sýna okkur og auð- vitað hrósuðum við þér í bak og fyrir þannig að þú sperrtist öll upp af gleði. Já, elsku Harpa, það er varla til minning hjá okkur með þér öðruvísi en hlæjandi og sprellandi og jafnvel svo innilega hlæjandi að það voru flestir nán- ast að pissa á sig. Börn voru þitt líf og yndi. Eins barngóða konu og þig var varla hægt að finna. Þú varst svo ein- staklega blíð, ljúf og einlæg að jafnvel hin virkustu og fyrirferð- armestu börn urðu ljúf sem lömb í kringum þig. Svo sástu auðvitað ekki sólina fyrir barnabörnunum þínum og fylgdist með hverju sporinu sem þau tóku í lífinu og dáðist að öllum þeirra afrekum og varst svo stolt af þeim. Ynd- islegri ömmu held ég að hafi ekki verið hægt að hugsa sér. Við elskum þig, elsku Harpa okkar, og söknum þín svo sárt. Megi Guð og allir hans englar vaka yfir Dodda, Svani, Heiðu og elsku barnabörnunum þínum. Hugur okkar er hjá ykkur elsku fjölskylda. Megi allar góðar vætt- ir standa með ykkur og styrkja ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. En minningin um yndislega konu mun lifa með okkur alla tíð. Þinn frændi, Hjörleifur Már, Linda og fjölskylda. Harpa Hjörleifsdóttir Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.