Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019
Laugardalur Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli fyrir tónleika Ed Sheeran um helgina. Þaki stóra
sviðsins var lyft upp í gær og nær svipaðri hæð og aðalstúkan, eins og sjá má. Flatarmál sviðsins er 650 fermetrar
en eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu voru fluttir inn 55 gámar til landsins vegna tónleikanna. Ed Sheeran
hefur verið á tónleikaferðalagi síðan í mars 2017 og er þetta orðinn tekjuhæsti, lengsti og stærsti túr sögunnar.
Hefur Sheeran slegið met U2, Bono og fleiri listamanna. Tónleikaferðinni lýkur síðar í mánuðinum en þá hefur
Sheeran komið fram á 255 tónleikum og fengið til sín um 7,5 milljónir gesta um heim allan.
Hallur Már
Aukin samkeppn-
ishæfni Íslands er
keppikefli fyrir lands-
menn alla þar sem
verðmæti aukast og
meira verður til
skiptanna. Í nýsam-
þykktri stefnu stjórn-
ar Samtaka iðnaðar-
ins er fjallað um
þetta og sem fyrr
áhersla á menntun í
takt við þarfir at-
vinnulífs, trausta inn-
viði, stöðuga nýsköp-
un og hagkvæmt,
stöðugt og skilvirkt
starfsumhverfi. Í
fyrsta sinn fá um-
hverfis- og loftslags-
mál sérstakan sess í
stefnunni enda lætur
íslenskur iðnaður sig
það málefni varða
eins og fjölmörg
dæmi bera vitni um.
Framtíðarsýn stjórnar Samtaka
iðnaðarins felst í því að Ísland sé
fyrirmynd annarra þjóða í um-
hverfismálum sem geti skapað ís-
lenskum iðnaði samkeppn-
isforskot. Leiðin að minni losun
gróðurhúsalofttegunda er eitt af
mikilvægustu verkefnum samtím-
ans. Mikill árangur hefur náðst
hér á landi á síðustu áratugum,
m.a. með nýtingu endurnýjanlegra
orkugjafa til húshitunar og orku-
vinnslu. Því til viðbótar hafa fyrir-
tæki mikinn vilja og metnað til að
gera enn betur og meira og stuðla
þannig að kolefnishlutleysi árið
2040 í samræmi við stefnu stjórn-
valda. Þessi aukna
áhersla mun m.a.
leiða til nýsköpunar
og þróunar í grænni
tækni og snjöllum
samgöngum.
Flutningar á vörum
milli landa hafa sín
áhrif á umhverfið
með losun gróð-
urhúsalofttegunda,
jafnt skipaflutningar
sem og flug. Fram-
leiðsla nær mörk-
uðum er því oftar en
ekki umhverfisvænni
auk jákvæðra sam-
félagslegra áhrifa.
Þessu til viðbótar
nýtur Ísland sérstöðu
því hér á landi er raf-
orka framleidd með
endurnýjanlegum
orkugjöfum og losun
gróðurhúsaloftteg-
unda því með
minnsta móti ólík því
sem gengur og gerist
víðast hvar annars
staðar.
Stjórnvöld hafa skýr markmið í
loftslagsmálum og vinna nú að því
að innleiða sjálfbærni hugsun í
alla opinbera stefnumótun. Þarna
fara áherslur stjórnvalda og iðn-
aðarins saman og ætti þetta að
vera stjórnvöldum hvatning til að
velja innlenda framleiðslu í meira
mæli enda eyðir hið opinbera um
40 krónum af hverjum 100 krón-
um í hagkerfinu. Þannig geta
stjórnvöld haft jákvæð áhrif á
umhverfið og stutt við sjálfbærni.
Eftir Guðrúnu
Hafsteinsdóttur
» Framtíðar-
sýn stjórnar
Samtaka iðn-
aðarins felst í
því að Ísland sé
fyrirmynd ann-
arra þjóða í um-
hverfismálum.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Höfundur er formaður Samtaka
iðnaðarins.
Sjálfbær iðnaður
Fjórum árum eftir
undirritun Parísarsam-
komulagsins um lofts-
lagsmál blasir við sú
dapurlega staðreynd að
í engu aðildarlandanna
195 hefur dregið úr los-
un gróðurhúsalofts sem
veldur hlýnun af
mannavöldum. Það sem
hefur þó breyst er auk-
ið aðgengi að upplýs-
ingum og ört vaxandi meðvitund al-
mennings um þann háska sem að
steðjar. Slíkt ætti að auðvelda ráða-
mönnum, jafnt kjörnum fulltrúum og
drifkröftum efnahagslífsins, að tak-
ast á við vandann, þótt enn sjáist
þess lítil merki. Það er því góðra
gjalda vert að Sameinuðu þjóðirnar
boða til sérstaks fundar 23. sept-
ember næstkomandi um hertar að-
gerðir í loftslagsmálum. Sjónir
manna hljóta þar að beinast að rótum
vandans, ósjálfbæru efnahagskerfi,
sem kyndir undir gífurlegri ofneyslu
og sóun í iðnríkjum, samhliða hömlu-
lausri mannfjölgun á heimsvísu.
„Grænn vöxtur“
leysir ekki vandann
Umhverfisskrifstofa Evrópu,
Europe environmental bureau
(EEB), sem sameinar um 150 um-
hverfisverndarsamtök í yfir 30 lönd-
um, sendi fyrir mánuði frá sér
skýrslu sem vakið hefur mikla at-
hygli (https://eeb.org/library/
decoupling-debunked/ ). Heiti henn-
ar á ensku Decoupling debunked –
Evidence and arguments against
green growth as a sole strategy for
sustainability hljómar nokkuð fram-
andi, en varðar mikið rætt og umdeilt
efni tengt umhverfismálum um ára-
tugi: Er í senn unnt að viðhalda hefð-
bundnum efnahags-
vexti og ná fram
markmiðinu um sjálf-
bæra þróun? Svar
skýrsluhöfundanna er
að fyrir því finnist eng-
in gild rök, litið til
reynslu liðinna ára, og
ósennilegt sé að þau
verði að veruleika í
framtíðinni. Hér er
vegið að kjarna þeirrar
stefnu sem verið hefur
leiðandi í alþjóðlegri
umræðu um sjálfbæra
þróun allt frá Brundtland-skýrslu
Sameinuðu þjóðanna á níunda ára-
tugnum, sem og innan Evrópusam-
bandsins og helstu alþjóðastofnana
eins og OECD, Alþjóðabankans og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en allar
lúta þær forystu gömlu iðnríkjanna.
Niðurstaða skýrslunnar er að þótt
viðleitni til að draga með „grænum
hagvexti“ úr sárustu áhrifum á um-
hverfið sé góðra gjalda verð, þá dugi
hún þrátt fyrir aukna skilvirkni eng-
an veginn til að ná tökum á umhverf-
isháskanum, nema samtímis sé dreg-
ið róttækt úr efnislegri framleiðslu
og neyslu. Ég hvet sem flesta til að
kynna sér efni þessarar úttektar og
þau rök sem þar eru reidd fram.
Hraði manngerðra
loftslagsbreytinga
Það kemur flestum á óvart hvílíkt
skrið hefur verið á veðurfarsbreyt-
ingum af mannavöldum síðustu ára-
tugi og hversu ört áhrifin magnast og
leiða af sér keðjuverkanir. Hitamæl-
ingarnar einar og sér segja sína sögu
og áhrif methita finnur fólk á eigin
skinni. Mælingar slógu met víða í
Evrópu og Bandaríkjunum í síðasta
mánuði, sýndu hæst 45,9°C hjá
Nimes í Frakklandi. Skógareldar
víða um heim tala sínu máli um af-
leiðingar hlýnunar og þurrka sem og
ofsi fellibylja. Það er þessi stigmögn-
un og keðjuverkanir sem sett hafa
loftslagsmálin efst á dagskrá í huga
margra. Sumarið 2003 gekk óvenju-
leg hitabylgja yfir meginland Evr-
ópu. Úttekt breskra veðurfræðinga á
henni gaf þá til kynna tvisvar sinnum
meiri líkur á slíkum aðstæðum vegna
manngerðra loftslagsbreytinga.
Hitabylgjurnar síðustu sumur benda
hins vegar til a.m.k. tíföldunar á tíðni
slíkra fyrirbæra og með vaxandi los-
un CO2 á næstu árum og áratugum
verði þær orðnar hluti af daglegum
og um leið skelfilegum veruleika
meirihluta mannkyns. Markmið
Parísarsamkomulagsins er að bregð-
ast við þessum framtíðarhorfum og
draga úr þeim. Stjórnmálaumræðan
er hins vegar langt á eftir veruleik-
anum, hér sem annars staðar, að ekki
sé talað um rótgróna hagsmuni
eignastétta og alþjóðafjármagns.
Grænlandsjökull tekinn að
bráðna
Undanfarið hafa birst margar
rannsóknaniðurstöður sem sýna ótví-
rætt að íshellan á Grænlandi, sem að
stærð gengur næst Suðurskauts-
jöklum, bráðnar nú margfalt hraðar
en um síðustu aldamót og á sú þróun
þátt í hækkandi sjávarborði heims-
hafanna. Bæði er um að ræða rýrnun
vegna leysinga á yfirborði jöklanna
og aukið skrið íss í sjó fram. Svipuð
þróun er hafin á Suðurskauts-
svæðinu og veldur eðlilega miklum
áhyggjum vegna gífurlegrar hækk-
unar sjávarborðs. Ef Grænlandsjök-
ull hverfur er það talið valda um 7
metra hækkun strandlínu, en bráðn-
un Suðurskautsjökla myndi hækka
yfirborð heimshafanna um röska 60
metra. Flóðvarnir duga skammt
gegn slíkum hamförum og trygg-
ingafélög eru þegar á varðbergi
gagnvart gjörbreyttum horfum.
Sama ætti að gilda um þá sem
ábyrgð bera á skipulagi um veröld
víða.
Draghölt stjórnmálaumræða
Það veldur áhyggjum hversu
stjórnmálaumræða á okkar slóðum á
erfitt með að fóta sig við þessar ger-
breyttu og um margt ógnvænlegu
horfur. Þeim fækkar að vísu ört í
Evrópu sem hafna eða gera lítið úr
vanda af manngerðum loftslags-
breytingum, en eftir sitja Bandaríkin
föst í afneitun sinni og hægri öflin í
Brasilíu keppast við að saxa á frum-
skóga Amazón-svæðisins. Stór hluti
stjórnmálamanna hérlendis virðist
setja sig lítið sem ekkert inn í aug-
ljóst orsakasamhengi þessarar
háskalegu þróunar. Flestir sitja fast-
ir í hefðbundnum hugmyndum um
hagvöxt sem samkvæmt þeim sjón-
armiðum sem hér voru viðruð í upp-
hafi bætir frekar gráu ofan á svart.
Alþjóðleg leit að róttækum lausnum
lætur á sér standa á meðan tíminn til
vitrænna viðbragða styttist óðum þar
til syndaflóðið skellur á af fullum
þunga.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
»Engin gild rök benda
til að „grænn hag-
vöxtur“ leysi loftslags-
vandann segja evrópsk
umhverfisverndarsam-
tök (EEB).
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Syndaflóð efnahagsvaxtar færist nær –
Engar sýndarlausnir duga lengur