Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 ✝ SigurðurMagnason fæddist í Reykjavík 1. maí 1969. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 21. júlí 2019. Foreldrar hans eru Anna Lilja Sig- urðardóttir kennari frá Akureyri og Magni Hjálmarsson kennari frá Akur- eyri. Seinni kona Magna er Anna Þóra Karlsdóttir myndlistar- kona frá Reykjavík. Bróðir Sig- urðar er Borgar Magnason tón- listarmaður. Árið 2001 kynntist Sigurður Signýju Sæmundsen hjúkrunar- fræðingi úr Kópavogi og hófu þau fljótlega búskap. Þau eiga saman dæturnar Lilju Sig- urðardóttur, f. 13. desember 2005, og Maríu Sigurðardóttur, f. 25. febrúar 2011. Foreldrar Sigurðar fóru nýútskrifaðir „Spítalasýkingar á gjörgæslu- deild“, sem hann hafði unnið samhliða námi og starfi. Því næst lagði hann stund á sér- fræðinám í barnalækningum við Barnekliniken í Bergen og lauk því námi árið 2012. Er heim var komið starfaði Sigurður við heilsugæsluna í Hamraborg í Kópavogi og síðar við Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði. Nú undir lokin var hann við störf á Heilsugæslustöðinni í Hlíðahverfi, en hann hafði hafið nám í heilsugæslulækningum ár- ið 2015 og var langt kominn með það nám. Sem heilsugæslulæknir barðist Sigurður ötullega fyrir aukinni vitundarvakningu um vanda ungra fíkla og var einn af stofnendum samstarfshópsins Allsgáð æska – vímuefna- forvarnir og valdefling foreldra. Útför Sigurðar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 8. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. kennarar að kenna úti á landi þegar hann var eins árs. Fyrst var fjöl- skyldan á Hvamms- tanga í þrjú ár, svo á Þelamörk í Hörg- árdal í sex ár og síð- an á Akureyri. Grunnskólaganga Sigurðar var í Þela- merkurskóla, Hörg- árdal, síðan í Lundarskóla á Akureyri, svo í Trørødskolen á Sjálandi og síð- ast í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Eftir að hafa lokið stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri kenndi hann einn vetur við Verkmenntaskólann á Akur- eyri og innritaðist svo í læknis- fræði við HÍ og útskrifaðist það- an 1997. Sigurður starfaði á Landspítalanum á árunum 1998- 2004. Árið 2004 lauk hann viða- mikilli rannsókn við læknadeild HÍ með ritgerð til meistaraprófs, Sumarið sem við höfum notið í ár er einstakt, ljúft og sólríkt þar sem allt umhverfið blómstrar. Þá kemur reiðarslagið og hér sitjum við að skrifa eftirmæli um kæran mann á besta aldri. Þetta er röng röð á gangi lífsins, söknuðurinn nánast óbærilegur. Það er svo margs góðs að minn- ast. Siggi kom inn í líf okkar sem unnusti Signýjar okkar fyrir 17 árum. Lífið blasti við og framtíðin var björt. Hann var glæsilegur, sviphreinn, glaðlegur og stutt í hlýtt bros. Einnig einkenndi hann alvara, samviskusemi, nákvæmni og nærgætni við alla, fjölskyldu, vini og skjólstæðinga sína sem er kostur fyrir lækna. Sem faðir var Siggi einstakur. Hann leiddi dæturnar af nær- færni á þeirra forsendum í leik og námi. Stundum var vart hægt að fara um stofu eða herbergi þar sem þau léku sér í ævintýraheimi sem þau höfðu skapað saman. Hann studdi þær af alhug í þeirra áhugamálum, Lilju í dansnámi og Maríu í ballett og þverflautunámi, og leiðbeindi Maríu í heimaæfing- um á þverflautuna með frábærum árangri. Við minnumst Sigga einnig sitj- andi við píanóið spilandi sígilda tónlist sem ljúft var að hlusta á. Hann las mikið, tengt vísindum, læknisfræði og var áhugasamur um bókmenntir og þjóðmál og sat löngum yfir þeim fræðum. Hann var einn af stofnendum og hugmyndasmiður samtakanna Allsgáð æska – vímuefnaforvarnir og valdefling foreldra sem stofnuð voru síðasta haust. Hópurinn hélt mánaðarlega umræðufundi sem voru opnir og sendir út á ljós- miðlum. Það var lýsandi fyrir hug- sjónir hans að vilja láta gott af sér leiða. Að byggja brýr milli mis- munandi aðila sem hver um sig unnu að málstað í vímuefna- vörnum, að sameina krafta þeirra á móti vímuefnavánni. Siggi var ávallt tengdasonur okkar þó svo að sambúð hans og Signýjar lyki fyrir fáeinum árum. Framtíð yndislegra dætra, Lilju og Maríu, var í algjörum forgangi hjá þeim. Þau nutu samverunnar öll saman heima og heiman, ávallt ljúfar og gleðiríkar stundir. Nú síðast í vor þegar Lilja fermdist og fjölskyldan kom saman í fallegri fermingarveislu hennar. Siggi var einnig duglegur að sinna dætrum sínum einn, fara með þær á tón- leika og ýmsa viðburði og eiga þær dýrmætar minningar um þær stundir, ekki síst dvölina á Húsa- felli í vor sem og samveru þeirra áfram í sumarfríinu sem er ný- lokið. Við vottum fjölskyldu Sigga, foreldrum, bróður og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Við kveðjum með söknuði og kær- leika elskulegan tengdason og styðjum yndislegar dæturnar og Signýju í framtíðinni. Hvíldu í friði, góður Guð varð- veiti þig. Fallegar minningar lifa. Einar og Helga. Það var mikið áfall að frétta af því að Sigurður væri fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Sigurði kynntumst við sem ljúfum dreng, sem Signý systir var að kynnast fyrir um tuttugu árum. Sigurður var þá búinn í læknanámi en var alltaf að grúska og lesa. Til sér- fræðináms var svo haldið til Berg- en, Lilja og María komu í heiminn, og svo flutti fjölskyldan heim til Íslands. Siggi eins og hann var alltaf kallaður, var þolinmóður og góður faðir, alltaf tilbúinn að setj- ast niður og leika og spjalla við stelpurnar sínar. Hann var ljúfur vinur barnanna í fjölskyldunni, og átti mörg góð samtöl við þau um alla heima og geima. Það voru ófá kvöldin sem Siggi kom í kvöldmat í Birkigrundina, og stórfjörskyld- an kom saman, að spjallað var um þjóðmálin og annað sem brann á fólki. Hann var allra manna hug- ljúfi, yfirvegaður og fróður. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman, elsku Siggi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Signý, Lilja og María, Borgar og Salvör, Anna Lilja, Magni og Anna Þóra megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita í þessari miklu sorg. Einar Á.E. Sæmundsen, Þor- valdur E. Sæmundsen, Sólrún Sæmundsen, makar og börn. Mikil harmafregn var það að frétta af fráfalli Sigurðar í júlí síðastliðnum. Ég minnist allra góðra sam- verustunda með Sigga frænda, hvort sem þær voru í barnæsku minni í heimsókn hjá honum norð- ur á Akureyri eða í Bergen í Nor- egi árið 2011 en þá heimsóttum við, ég og foreldrar mínir hann og fjölskyldu hans þegar hann starf- aði sem barnalæknir í Bergen. Alltaf var gleðin í forgrunni og á þessum tímamótum hugsa ég til allra þeirra góðu stunda með þakklæti í huga. Sigurður var einstakur maður, maður sem vildi allt gott fyrir aðra gera. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa öðrum. Hann var greindur og yndislegur maður og gerði aðra sem hann hefur umgengist í gegn- um tíðina að betri manneskjum. Hugur minn er hjá dætrum Sigurðar, fjölskyldu og vinum. Votta ég þeim mínar innilegustu samúð. Hvíldu í friði, elsku Siggi minn, megum við varðveita þá góðu eiginleika sem þú hafðir. Ólafur Þórisson. Það voru mikil forréttindi að fá að fylgjast með og kynnast Sigurður Magnason ✝ Ragnar JónJónsson fædd- ist í Reykjavík 22. mars 1929. Hann lést á Vífilsstöðum 23. júlí 2019. Foreldrar hans voru Jón Bjarni Helgason, f. 1893, d. 1984, og Char- lotta Soffía Al- bertsdóttir, f. 1893, d. 1947. Alsystkini Ragnars voru Alrún G. Jóns- dóttir, f. 1921, d. 1993, Sverrir Jónsson, f. 1924, d. 2014, Leifur Jónsson, f. 1927, d. 1995, og samfeðra systir var Guðný K. Jónsdóttir, f. 1942, d. 1993. Fyrsta eiginkona Ragnars var Lára Guðmundsdóttir, f. 1929, gift 1950. Börn Láru og Ragnars eru Hilmar, f. 1948. Börn Hilmars eru Hildur Björk, maki Sveinn Zoëga. Ágústa Erna, maki Gísli Júlíus Sigurðs- son. Birgir, maki María Kjart- ansdóttir. Vera, maki Stefán Már Högnason. Hilmar á fimm barnabörn. Jón Guðmundur, f. 1950. Dóttir Jóns er Lára Rós, maki Daniel Myers og fóst- ursonur Ágúst Ívar, maki Marta Kowalkowska. Jón Guðmundur er kvæntur Guðrúnu Hólmfríði Ágústsdóttur og eiga þau til samans fjögur barnabörn. Ágúst, f. 1952. Börn Ágústar eru Eva Lind, maki Jóhann Ágúst Sigurðarson. Heiða, maki Þorvaldur Stefánsson. Vaka, börn þeirra eru Helena og Theó- dór Helgi. Barnsmóðir Ragnars var Jóna Sigríður Jónatansdóttir, f. 1927, d. 2019. Dóttir þeirra er Soffía Íris, f. 1948. Sonur Írisar er Ólafur Þór Halldórsson, maki Mariya Belan og eiga þau tvö börn. Ragnar ólst upp í Reykjavík að frátöldum árum er hann dvaldi að Svínafelli í Öræfum frá níu til tólf ára aldurs. Snemma lærði hann að teikna og hafði unun af að mála lands- lagsmyndir. Starfsferill hófst hjá Símanum og stundaði radíó- nám í bréfaskóla RCA í BNA. Síðan tók við Flugmálstjórn og í kjölfarið stofnaði hann ásamt fé- laga sínum Hans Kragh Vesturbæjarradíó. Árið 1970 var hann einn stofnenda heild- sölunnar Íselco og starfaði þar fram á eftirlaunaaldur, en þar á undan var hann um skeið sölu- maður hjá G. Þorsteinsson & Johnson. Golfáhugamaður var hann alla tíð og stofnaði ásamt Pétri Björnssyni Golfklúbb Ness árið 1964. Ragnar gekk í Frí- múrararegluna 1974. Ragnar var söngelskur og virkur í kóra- starfi á efri árum. Ættfræði var honum hugleikin frá unga aldri og skilur hann eftir sig safn bóka og upplýsinga fyrir afkom- endur sína. Útför Ragnars fer fram frá Lindakirkju í dag, 8. ágúst 2019, klukkan 13. maki Bragi Dór Hafþórsson. Hlín og Ágúst Elí, maki Þórdís Hrund Þórð- ardóttir. Ágúst er kvæntur Bergljótu Benónýsdóttur og eiga þau til samans 10 barnabörn og barnabarnabarn. Önnur eiginkona Ragnars var Sif Bjarnadóttir, f. 1933, d. 1982, gift 1956. Börn Sifjar og Ragnars eru fóst- ursonur Bjarni Ómar Guð- mundsson, f. 1953 sonur Sifjar. Börn Bjarna eru Þórður, maki Edda Karen Haraldsdóttir. Hjördís Sif, maki Hilmar Þór- arinn Hilmarsson. Fóstursonur Kristján Óttar Clausen, maki Kristrún Brynja Þorsteins- dóttir. Maki Bjarna er Þórdís Katla Einarsdóttir og eiga þau til samans sjö barnabörn. Ólaf- ur, f. 1959. Börn Ólafs eru Guð- laugur Hrafn, Sif, maki Anton Sigurðsson og Sóldís Guðbjörg. Ólafur er kvæntur Guðbjörgu Pétursdóttur og eiga þau tvö barnabörn. Þriðja eiginkona Ragnars var Anna Einarsdóttur, f. 1954, d. 2005, gift 1979. Börn Ragnars og Önnu eru Ragnar Helgi, f. 1978, maki Katrín Ragnarsson, dóttir Ragnars Helga er Ragn- heiður Anna og fósturdóttir Sandra Kaiser. Heiðrún, f. 1979, maki Ragnar F. Magnússon og Nú er pabbi gamli, eða Ronni eins og hann var kallaður, genginn á vit forfeðra sinna 90 ára að aldri. Um miðjan júní fórum við Guð- björg með pabba í bíltúr um Reykjavík á marga staði sem hann hafði lifað og starfað. Einn stað- urinn var Lokastígur 9, en þar ólst hann upp í steinhúsi sem Jón afi og Charlotta amma byggðu og stendur enn með myndarbrag. Við Lokastíginn benti pabbi á húsin í kring og nefndi nöfn vina og fé- laga sem þar höfðu búið rétt eins og gerst hefði í gær. Hann sagðist hafa verið ákaflega feiminn sem barn og ekki verið allra. Í raun er það góð persónulýsing á pabba gamla, því hann var alla tíð í raun hlédrægur og einrænn að eðlis- fari. Hafði hann unun af lestri, að grúska í ættfræði, teikna og mála myndir eða laga gamalt radíódót. Pabbi var svo heppinn að eiga góða vini og fjölskyldu sem hvöttu hann til félagslífs og Sverrir bróð- ir hans þreyttist aldrei á að taka Ronna bróður með sér, hvort sem það var á frímúrarafundi, til að syngja með ýmsum kórum eða aðrar athafnir. Golfíþróttina stundaði hann af miklum áhuga og stofnaði hann Golfklúbb Ness árið 1964 ásamt félaga sínum Pétri Björnssyni. Á ég margar góðar minningar sem barn þegar verið var að byggja völlinn, þegar við kepptumst við að láta kríurnar sem einkenna svæðið ekki gogga í okkur en í golfklúbbnum var hann heiðursfélagi til æviloka. Pabbi sagði mér sem ungum dreng hvernig maður veit hvort maður hafi lent í hinu efra eða neðra eftir lífið. Munurinn væri sá Ragnar Jón Jónsson Sambýlismaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GLEN RICARDO FAULK, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 24. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. ágúst klukkan 15. Aðalheiður Una Jóhannesdóttir Sigrún Faulk Hrafnhildur Faulk Þóra Laufey Pétursdóttir Arndís Kristjánsdóttir Ólöf Kristjánsdóttir tengdasynir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT HERMANNSSON húsgagnasmíðameistari, dvalarheimilinu Lögmannshlíð, lést á heimili sínu laugardaginn 20. júlí. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. ágúst klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Lögmannshlíð. Lóa Sigurjónsdóttir Sævar Benediktsson Ólöf Kristín Ólafsdóttir Hermann Benediktsson Þórunn Ósk Kristjánsdóttir Rannveig Benediktsdóttir Ómar Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra, BRYNDÍS STEINÞÓRSDÓTTIR hússtjórnarkennari, Dalbraut 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 30. júlí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 13. Hjörtur Þórarinsson J. Ingimar Hansson Snorri Hansson Ásdís Arnardóttir Sigrún Ingibjörg Arnardóttir Erna Arnardóttir Magnús Arnarson Sigrún Hjartardóttir og fjölskyldur Mín góða tvíburasystir og yndisleg móðursystir okkar, HELGA BRYNJÓLFSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. júlí. Jarðsett var í kyrrþey. Bryndís Brynjólfsdóttir Helga Bryndís, Þorbjörn og Brynjólfur Þór Jónsbörn Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR JÓNSSON framhaldsskólakennari, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 1. ágúst. Útförin fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi, mánudaginn 12. ágúst klukkan 15. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeilda Landspítalans fyrir umönnun og góðvild. Guðrún S. Óskarsdóttir Óskar Sigurgeirsson Ragnheiður Þorkelsdóttir Arnar Jón Sigurgeirsson Helena Árnadóttir Harpa, Emma og Orri Óskarsbörn Okkar ástkæri, BALDVIN TRYGGVASON, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 13. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Halldóra J. Rafnar Sveinbjörn I. Baldvinsson Tryggvi M. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.