Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 1

Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 1
M Á N U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  187. tölublað  107. árgangur  PARIÐ ÁTTI SVIÐIÐ Í GRAFARHOLTI ER MIKIL SVEITA- STELPA „ÞETTA ER EITTHVERT HEILUNARFORM“ FERTUG FYRIRSÆTA 22 VINSÆLT LJÓÐSKÁLD 28ÍSLANDSMEISTARAR 24 Úr 7,2% í 2% » Hlutfall Norðurlands vestra af íbúafjöldanum var 7,2% 1950. Með sama áframhaldi fer það undir 2% í haust. » Hlutfall Vestfjarða hefur far- ið úr 7,8% í 1,9% á tímabilinu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þau tímamót eru að verða í sögu landsins að um 80% íbúanna búa á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mikill að- flutningur erlendra ríkisborgara síð- ustu ár á þátt í þessari þróun. Með sama áframhaldi munu tveir af þremur íbúum landsins búa á höfuðborgarsvæðinu, án nágranna- sveitarfélaga, innan fárra ára. Til samanburðar var hlutfall íbúa höfuð- borgarsvæðisins af íbúafjölda lands- ins um 20% fyrir rúmri öld. Hröð íbúafjölgun mun kalla á mikla fjárfestingu í innviðum. Má þar nefna vegakerfið sem mun þurfa að anna mun meiri íbúafjölda. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa greint þróunina. Niðurstaðan er að búferlaflutningar frá landsbyggð skýri íbúafjölgun svæðisins á 20. öld. Nú skýri búferla- flutningar frá útlöndum íbúafjölg- unina. Með þessari íbúafjölgun breytast íbúahlutföll í landinu. Til dæmis búa nú álíka margir samanlagt í Kópa- vogi og Garðabæ og búa á Vestfjörð- um, Norðurlandi vestra, Norður- landi eystra og Austurlandi samanlagt. Um 55 þúsund manns búa í þessum fjórum landshlutum. Kallar á uppbyggingu innviða  Nær 80% búa á stórhöfuðborgarsvæðinu  Aðflutningur á þátt í íbúafjölguninni  Vægi fámennustu landsfjórðunganna í íbúafjöldanum minnkar með hverju ári MÖr íbúafjölgun á … »4 Stofnfrumumeðferð við blóðþurrð- arheilablóðfalli hefur sýnt árangur í Bandaríkjunum og á Bretlandi, að því er breska blaðið The Telegraph greinir frá. Meðferðin, sem er á til- raunastigi, hefur fengið flýtimeð- ferð hjá lyfjayfirvöldum í Banda- ríkjunum svo umfangsmeiri rann- sóknir geti hafist fyrr. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir að meðferðin gæti orðið til þess að færri sjúklingar en áður þurfi að upplifa varanlegar afleið- ingar heilablóðfalls, batahorfur verði betri og fötlun í kjölfar heila- blóðfalls sjaldgæfari. Hann segir að verði sýnt fram á að stofnfrumu- meðferð af þessu tagi sé gagnleg megi líta á það sem byltingu í með- ferð heilablóðfalls. Hann tók þó fram að ýmiskonar frekari prófanir þyrfti að gera til að staðfesta að meðferðin bæri árangur og að hún væri án teljandi áhættu fyrir sjúk- linginn. Þó er mikilvægt að sjúklingar gangist undir segaleysandi meðferð fjórum tímum eftir heilablóðfall, til þess að koma í veg fyrir að heila- vefur skemmist. »13 Ný meðferð við heilablóðfalli  Stofnfrumumeðferð gæti aukið batalíkur sjúklinga Sjöundi hluti þjóðarinnar mætti á Laugardalsvöll um helgina til að berja augum og njóta tónlistar hins heimsfræga tónlist- armanns Ed Sheeran. kvöldið sem margir hverjir þurftu að bíða lengi í biðröð. Sheeran hefur fengið góðar umsagnir þeirra sem hittu hann; sagður alþýðlegur og skemmtilegur. »29 20.000 gestir seinni tónleikanna, sem haldnir voru í gær- kvöldi, nutu þeirra og komust klakklaust inn á Laugardalsvöll en sama var ekki að segja um tónleikagesti á laugardags- Ed Sheeran gladdi íslenska aðdáendur um helgina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Verðugt markmið er að öll þjón- usta heilsugæslunnar verði gjald- frjáls í náinni framtíð. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra. Hún fundar nú með heil- brigðisstarfsfólki, sveitarstjórn- armönnum og fleirum um nýja heilbrigðisstefnu sem Alþingi sam- þykkti í vor. Stefnan nær til ársins 2030, en á skemmri tíma áætlun, sem gildir næstu fimm árin, er efld þjónusta við aldraða og stefna mót- uð um fólk með heilabilun. »6 Heilsugæsluþjón- usta sé gjaldfrjáls  Innflutningur á fæðubótarefni er gjarnan stöðvaður að sögn að- stoðaryfirtollvarðar, Baldurs Höskuldssonar. Þá uppfylla vör- urnar ekki kröfur tollstjóra eða innihalda óleyfileg efni. Þá bætast sífellt hættuleg efni á lista MAST, sem tollstjóri starfar eftir, að sögn Zulemu Sullca Porta, fagsviðsstjóra hjá neyt- endavernd MAST. Sagði hún í samtali við Morgunblaðið að ómögulegt væri að ganga úr skugga um að innflutningur á öll- um hættulegum efnum í mat- vörum væri stöðvaður, en aðal- atriðið væri að hindra það að efnin kæmust á markað. »13 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Matvælastofnun Stofnunin varaði ný- lega við neyslu á tilteknu fæðubótarefni. Fæðubótarvörur oft stöðvaðar í tolli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.