Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Svartsýnustu spár gengu ekki eftir
Iðnaðarmenn segja fínt ástand á markaðnum Ekki merki um sjáanlegan bata á Austurlandi
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Ég myndi ekki kalla þetta bata í at-
vinnulífinu. Nær væri að segja að
svartsýnustu spár hafi ekki gengið
eftir í sambandi við efnahagsmálin.
Ég held að menn hafi verið í miklu
svartsýniskasti þegar kjaraviðræður
stóðu yfir,“ segir Hjördís Þóra Sig-
urþórsdóttir, formaður Afls, starfs-
greinafélags á Austurlandi, innt eftir
viðbrögðum við fréttum Morgun-
blaðsins á laugardag um batamerki á
vinnumarkaði. Í frétt blaðsins sagði
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumað-
ur efnahagssviðs Samtaka atvinnu-
lífsins, að sú dökka mynd sem dregin
hefði verið upp í byrjun árs væri ekki
að raungerast. Karl Sigurðsson, sér-
fræðingur hjá Vinnumálastofnun,
sagðist þokkalega bjartsýnn á að
ekki yrði jafn mikið atvinnuleysi í
haust og óttast var og störfum fjölgi
þrátt fyrir fall WOW air og samdrátt
í ferðaþjónustu. Katrín S. Óladóttir,
framkvæmdastjóri Hagvangs, og
Halldór Þorkelsson, framkvæmda-
stjóri Capacent, voru sammála í
fréttinni um vísbendingar um bata-
merki og viðspyrnu á vinnumarkaði.
Taldi meira vera í stöðunni
Hjördís Þóra segist ekki hafa til-
finningu fyrir bata á vinnumarkaði á
Austurlandi, ferðaþjónustan beri sig
enn aumlega og ekki ólíklegt að svo-
kallaður bati geti allt eins verið árs-
tíðabundar sveiflur.
,,Það er ekkert launungamál að ég
var ekki kát með síðustu kjarasamn-
mönnum og það virðist vera nóg að
gera á markaðnum. Kristján segir að
vel kunni að vera að atvinnurekend-
ur hafi haldið að sér höndum í ráðn-
ingum fram yfir undirskrift kjara-
samninga og á meðan beðið var
afleiðinga þeirra á efnahagslífið.
,,Það er bjartara yfir efnahags-
ástandinu en gert var ráð fyrir og
krónan og verðbólgan hafa haldist
stöðugar,“ segir Þórður sem bendir
á að leitast hefði verið við að ná niður
vaxtastigi og seðlabankinn hefði
lækkað vexti í tvígang. Það sé aug-
ljóst að markmið kjarasamninga að
búa til umhverfi með lægri vöxtum
og stöðugu verðlagi séu að ganga eft-
ir.
inga. Ég taldi meira vera í stöðunni
fyrir okkar fólk. Vaxtalækkanir í
kjölfar samningana og það að verð-
bólgan haldist innan viðmiðunar-
marka er út af fyrir sig gott,“ segir
Hjördís Þóra sem vonar að lágir
vextir og verðbólga haldist áfram.
Hjördís Þóra segir að ekki séu liðnir
nema þrír og hálfur mánuður af
þremur og hálfu ári samningsins og
því sé erfitt að sjá hvernig hlutirnir
þróist en það sé ekkert hægt að gera
annað en að vona það besta.
Stöðugt verðlag og lægri vextir
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambandsins,
segir að ástandið sé fínt hjá iðnaðar-
Hjördís Þóra
Sigurgeirsdóttir
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað þetta gæti ver-
ið taugatrekkjandi. Maður sér svona í sjónvarpinu öðru
hverju, en það er allt annað að upplifa þetta sjálf,“ segir
Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir, íbúi á Gran Canaria,
sem er ein Kanaríeyja, í samtali við mbl.is. Hún var
ásamt spænskum eiginmanni sínum vakin klukkan tvö í
fyrrinótt og gert að yfirgefa bústað sinn vegna mikilla
skógarelda. Um þúsund íbúar á eynni þurftu að forða sér
undan eldinum.
Elín segir að það hafi verið sérstök upplifun „að sjá
eldana og þegar lögreglan kemur með sírenur og segir
öllum að fara út strax. Það er svolítið skrýtið að lýsa
þessu“. Þau hjónin hafa búið á ensku ströndinni á suður-
hluta Gran Canaria í fjörutíu ár.
„Maðurinn minn er héðan og við erum búin að koma
okkur upp hellum uppfrá,“ útskýrir hún og vísar til þess
að hellum í fjalllendi eyjunnar sé umbreytt í sumarbú-
staði. „Við erum búin að vera þarna mikið í sumar og við
vorum þar þegar þetta skeði.“
Elín segir að mágkona hennar hafi komið og barið að
utan hjá þeim. Hjónin hafi þá komið sér út í hvelli og hafi
þurft að skilja tvo ketti, af þremur sem þau eiga, eftir.
„Ég bara fann þá ekki þegar allt var að gerast, en ég tók
aðalprinsinn með mér,“ segir hún og kveðst bjartsýn á að
kettirnir tveir spjari sig. „Þeir eru vanir að vera útigang-
andi, þannig að ég er að vona allt það besta.“
Eiginmaður Elínar, sem er 69 ára, er fæddur og uppal-
inn á Gran Canaria. „Ég spurði hann hvort hann hefði
einhvern tímann upplifað annað eins. Hann sagði nei og
að hann myndi ekki eftir því nokkurn tíma í lífinu að hafa
verið ræstur út og þurfa að yfirgefa heimilið,“ segir Elín.
gso@mbl.is
Lentu í skógareldum á Kanarí
Íslensk kona og eiginmaður
hennar urðu að forða sér
Slökkvistarf Barist við skógarelda á Gran Canaria.
Um 50 björgunarsveitarmenn leit-
uðu allan daginn í gær við sunn-
anvert Þingvallavatn að belgískum
ferðamanni um fertugt, sem er
saknað eftir að lítill bátur sem hann
er talinn hafa verið á fannst á reki á
vatninu síðastliðinn laugardag.
Bakpoki hans fannst þar einnig.
Leitin hófst á laugardaginn og
var þá gengið í nálæga sum-
arbústaði til að spyrja fólk hvort
það þekkti til bátsins eða hefði séð
mannaferðir á svæðinu. Þyrla var
einnig höfð til taks við vatnið um
tíma.
Staðan endurmetin
Leitin í gær, þar sem siglt var á
vatninu og strönd þess gengin, bar
engan árangur. Staðan verður end-
urmetin í dag og í skoðun er að
senda kafara frá sérsveit Ríkislög-
reglustjóra niður að inntaki Stein-
grímsstöðvar við útfall Þingvalla-
vatns, en hugsanlegt er talið að
manninn hafi rekið þangað, segir
lögreglan.
Náðst hefur samband við fjöl-
skyldu mannsins í Belgíu og hún
upplýst um stöðu mála.
Leita
belgísks
ferða-
manns
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Um 50 björgunarsveitarmenn á bátum og gengu ströndina við Þingvallavatn