Morgunblaðið - 12.08.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 12.08.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019 M A Z D A 2 S U M A R T I L B O Ð ! MAZDA2 NISEKO 1.5 BENSÍN, 90 HESTÖFL, BEINSKIPTUR VERÐLISTAVERÐ 2.470.000 KR. -200.000 KR. AFSLÁTTUR Reykjavík Bíldshöfði 8 515 7000 Akureyri Tryggvabraut 5 515 7050 Komdu núna og nýttu þér þetta frábæra sumartilboð á Mazda2! mazda.is 2.270.000 KR. Einnig fáanlegur sjálfskiptur á sumartilboði. Afsláttur gildir á öllum útfærslum Mazda2. SUMARTILBOÐ Sigurður Ægisson Siglufirði Víxlnefur, norræn finkutegund, sem í fyrsta sinn varð vart á Íslandi 6. ágúst 2009, að því er næst verður komist, hefur verið að skjóta upp kollinum víða um land síðustu daga júlí og það sem af er ágústmánuði þetta árið. Fuglar hafa sést á Stöðvarfirði, Höfn í Hornafirði, Reynivöllum í Suðursveit, Kirkjubæjarklaustri, í Skaftártungu, á Ströndum, Vatns- nesi og Húsavík og þykir ljóst að þá hljóti að vera mun víðar að finna. Binda sumir fuglaáhugamenn vonir við að þetta geti jafnvel orðið upphaf að varpstofni, enda eru víxlnefir harðgerir fuglar sem eiga nátt- úruleg heimkynni í barrskógabelt- inu umhverfis norðurhvel jarðar. Þeir næstu okkur eru í norðaust- anverðri Skandinavíu. Aðrir telja hæpið að þessi tegund muni setjist hér að, því í raun sé þetta einstakur viðburður núna, langstærsta ganga í manna minnum, jafnt hér sem í Færeyjum og Skot- landi. Það sem auðveldað hefur nýjum smáfuglategundum landnám á Ís- landi er m.a. hýnandi veðurfar og aukin skógrækt. Í því sambandi má nefna, að glókollur, sem nú er talinn vera minnsti varpfugl landsins, hóf líklega varp hér árið 1996, í kjölfar stórrar göngu haustið 1995, þótt ekki hafi fengist staðfesting á því fyrr en sumarið 1999. Og fleiri tegundir mætti nefna, s.s. gráþröst, sem verpir í skógum og kjarrlendi í Norður-Evrópu og Asíu og hefur verpt hér óreglulega frá 1950 en er árviss varpfugl á Akureyri, krossnef, náfrænda víxl- nefsins, sem hefur verpt hér reglu- lega frá 2008, og silkitoppu, sem kom í þó nokkrum mæli í lok árs 2010 og verpti á nokkrum stöðum árið 2011 í kjölfarið en svo ekki meira, fyrr en nú í vor að hún kom upp ungum bæði á Austur- og Norð- urlandi. Barrfinkan á erfiðara uppdráttar, einhverra hluta vegna, en það er tegund sem er útbreidd í norð- anverðri Evrópu og í austurhluta Asíu og var lengi fremur sjaldgæfur flækingur á Íslandi, árið 2002 höfðu aðeins 209 slíkir fuglar sést hér á landi svo staðfest væri. Hún fór að verpa hér skömmu fyrir síðustu aldamót, en þrátt fyrir mikla göngu hingað í lok október 2007, sem talið var að hefði að geyma yfir 1.000 barrfinkur, hefur hún einungis fund- ist verpandi á einstaka stað, teljandi á fingrum annarrar handar. Víxlnefur hefur sést víða á landinu á síðustu vikum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Nýr landnemi? Víxlnefur, karlfugl, á Vatnsnesi 31. júlí í sumar. Víxlnefir hafa sést víða á síðustu vikum. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Finka Barrfinkukarl í varpi á Suð- urlandi. Myndin var tekin 30. júlí. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Þónokkuð er um stöðvun innflutn- ings fæðubótarefna þar sem efnin uppfylla ekki kröfur eða innihalda efni sem ekki eru leyfileg, að sögn Baldurs Höskuldssonar, aðstoðaryf- irtollvarðar. Tollstjóri bannaði nýlega inn- flutning á „töfrakaffi“, kaffinu Slim- roast Optimum, ásamt kakóinu Prevail Slimroast frá framleiðand- anum Valentus en báðar vörurnar innihéldu örvandi lyfið Beta-Pheny- lethylamine, sem er amfetamíns- skylt efni og á bannlista Alþjóða- lyfjaeftirlitsins. Spurður segir Baldur í skriflegu svari að ekki sé mögulegt að skoða allar sendingar fæðubótarefna nema í sérstökum tímabundnum átaksverkefnum og því sé notast við áhættugreiningu við val viðfanga „til að ná sem skilvirkastri notkun á tollvörðum við eftirlitið“. „Ef tollverðir sjá við skoðun fæðubótarefna að einhver vafi er á um innihald þá er haft samband við Matvælastofnun og þeir fengnir til að ákvarða um lögmæti til innflutn- ings,“ segir hann og bætir við að MAST sé með markaðseftirlit á fæðubótarefnum í verslunum. Stofnunin hafi samband við toll- gæslu ef grunur liggur fyrir um að ólögleg efni hafi komist á markað. Hættuleg efni sífellt að bætast við Þó MAST gegni eftirlitsskyldu bera framleiðendur eða fyrirtæki sem selja vöruna hér á landi ábyrgð á því að fara með matvöru sína í flokkun og ganga úr skugga um að hún innihaldi engin lyfjavirk né ólögleg efni, að sögn Zulemu Sullca Porta, fagsviðsstjóra hjá neytenda- vernd MAST. Hættuleg efni bætast sífellt á lista MAST, sem embætti tollstjóra starfar eftir. „Í raun og veru er aðalatriðið að stöðva það að hættuleg efni komist á markað en síðan er aldrei hægt að vera hundrað prósent viss um að innflutningur á öllum hættulegum efnum í matvörum sé stöðvaður,“ segir hún. Í febrúar síðastliðnum lést mann- eskja vegna meintrar neyslu á fæðu- bótarefnum sem innihéldu efnið tia- neptine. Í kjölfarið varaði MAST og Lyfjastofnun við neyslu á fæðubót- arvörum sem gengu undir heitinu Nootropics og innihéldu tianeptine. Zulema segir að stofnunin sé vissu- lega á eftir í málum fæðubótarefna, þar sem málaflokkurinn er tiltölu- lega nýr, en þó þurfi ávallt að upp- lýsa neytendur um vörur sem þeir festa kaup á. „Því miður hef ég orðið vitni að því að margir hafa treyst á auglýs- ingar og eru tilbúnir að taka inn efni sem eru ef til vill varasöm. Þess vegna kveða matvælalögin á um það að matvælafyrirtæki eigi að bera ábyrgð á sinni framleiðsluvöru,“ segir hún en ítrekar að MAST standi í ströngu við að upplýsa neyt- endur á heimasíðu stofnunarinnar. Mikið um stöðvun innflutnings á fæðubótarefnum  Margar vörur innihalda óleyfileg efni Morgunblaðið/Ófeigur Innflutningur Oft hefur þurft að stöðva innflutning á fæðubótarefni, að sögn aðstoðaryfirtollvarðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.