Morgunblaðið - 12.08.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Örn Óskarsson líffræðingur og
framhaldsskólakennari á Selfossi
fékk umhverfisverðlaun Sveitarfé-
lagsins Árborgar, sem voru í fyrsta
sinn veitt á bæjarhátíðinni Sumar á
Selfossi um helgina. Margt var til-
tekið í rökstuðningi bæjarstjórnar
fyrir afhendingu verðlaunanna.
Þar má nefna kennslustörf hans,
vinnu við skógræktarsvæði bæj-
arins í Hellisskógi og margvíslegar
framkvæmdir þegar hann sá um
vinnuskólann á Selfossi. Einnig hef-
ur Örn verið ötull sem nátt-
úruljósmyndari - og heldur meðal
annars úti síðu með myndum af
fuglum. Einnig er hann umsjón-
armaður heimasíðu um Veiðivötn;
náttúrufar þar, aflabrögð og fleira
slíkt. sbs@mbl.is
Örn fékk Umhverfis-
verðlaun Árborgar
Umhverfismál Örn Óskarsson hér með
verðlaunagrip sem honum var afhentur.
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Það var auðvitað sjokk að heyra að
meðgöngueitrun geti stytt líf þeirra
sem fá hana um tíu ár. Það hefur lítil
sem engin umræða verið um þessar
staðreyndir undanfarin ár né heldur
tengsl meðgöngueitrunar og heilabil-
unar eins og fram kemur í rannsókn
sem birt er á síðunni okkar. Fyrstu
viðbrögð voru því að setja af stað fés-
bókarhópinn Meðgöngueitrun - um-
ræður, og deila á honum rannsóknum
og sögum kvenna sem fengið hafa
meðgöngueitrun,“ segir Dóra Magn-
úsdóttir sem stofnaði hópinn ásamt
vinkonu sinni Elínu Eiríksdóttur. Á
sunnudag höfðu þegar yfir 280 konur
skráð sig í hópinn. Bæði Dóra og Elín
hafa fengið meðgöngueitrun en hvor-
ug heyrt talað um fylgikvilla með-
göngueitrunar að meðgöngu lokinni
út allt lífið fyrr en í viðtali við Svein-
björn Gizurarson, prófessor í lyfja-
fræði við Háskóla Íslands, í morg-
unútvarpi RÚV í síðustu viku. Dóra
segir að í ljós hafi komið í umræðum á
fésbókarhópnum að margar konur
deili þeirri reynslu að meðgöngueitr-
un hafi breytt heilsu þeirra var-
anlega.
Meðgöngueitrun stórmál
,,Meðgöngueitrun er vanmetinn
sjúkdómur og það er stórmál að kon-
ur sem fá meðgöngueitrun séu í allt
að tólffalt meiri hættu á að fá hjarta-
og æðasjúkdóma og sykursýki og
hugsanlega börn þeirra líka,“ segir
Sveinbjörn Gizurarson, lyfjafræð-
ingur sem rannsakað hefur ásamt
fleirum hvernig hægt sé að þróa lyf til
þess að auka magn tiltekins prótíns
sem eingöngu er framleitt í fylgjunni.
Ef prótínframleiðsla er ekki næg
reynir líkaminn allt til þess að koma
meira blóði í gegnum fylgjuna með
tilheyrandi hækkun blóðþrýstings,
próteina í þvagi og öðru því sem fylgir
meðgöngueitrun. Sveinbjörn segir að
ekki hafi skort á rannsóknir á með-
göngueitrun og afleiðingum hennar.
Það hafi hins vegar skort mikið á um-
ræðu og eftirfylgni með konum sem
fá meðgöngueitrun og búa við afleið-
ingar hennar út ævina. Sveinbjörn
segir að konur sem fengið hafa með-
göngueitrun ættu að vera í stöðugu
eftirliti hjá Hjartavernd eða hjarta-
lækni.
Sveinbjörn vonast til þess að innan
10 til 15 ára verði komin lyf sem hjálpi
til við að undirbúa æðarkerfið í kring-
um legið fyrir meðgöngu. Hann segir
að hann hafi í sjö til átta ár unnið að
rannsóknum á prótíninu og það hjálpi
mikið til að Tækniþróunarsjóður hafi
sett fé í lyfjarannsóknina. Að sögn
Sveinbjarnar hefur Karólínska
sjúkrahúsið í Stokkhólmi skoðað
langtímaafleiðingar meðgöngueitr-
unar og hann telur nauðsynlegt að
upplýsa konur sem fengið hafa með-
göngueitrun um afleiðingar hennar.
Afleiðingar meðgöngueitr-
unar vanmetinn sjúkdómur
Tólffalt meiri hætta á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki Lítið rætt
Barnshafandi Meðgöngueitrun getur haft afleiðingar á heilsufar kvenna til langframa. Það gleymist oft þegar fæð-
ingu er lokið að fylgja konum sem fengið hafa meðgöngueitrun á meðgöngu eftir í heilbrigðiskerfinu.
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Loks sér fyrir endann á gerð smá-
bátahafnar í Skagastrandarhöfn því
verið er að leggja lokahönd á að koma
flotbryggjunum fyrir á sínum stað.
Gerð smábátahafnarinnar er um
hálfu ári á eftir áætlun, sem helgast
fyrst og fremst af því að verktakarnir
sem hófu verkið gáfust upp í miðjum
klíðum. Eftir að samningum við frá-
farandi verktaka og við nýja aðila
lauk hefur verkið gengið samkvæmt
áætlun og þessa dagana er verið að
festa flotbryggjurnar.
Alls eru um 30 legurými við nýju
bryggjurnar, sem leysa brýna þörf
því fram að þessu hafa strand-
veiðibátarnir þurft að liggja hver ut-
an á öðrum allt upp í fjóra báta í röð.
Eftir að nýju bryggjurnar verða
teknar í gagnið verður hver bátur á
sínum „bás“ og þar með óháður
öðrum. Jafnframt er verið að leggja
vatn og rafmagn að bryggjunum og
koma fyrir lýsingu við þær. Sandur-
inn og móhellan sem kom upp úr
dokkinni þar sem höfnin er voru not-
uð í uppfyllingu við hana og verður
líklega nýtt sem gámasvæði fyrir út-
gerðarmennina sem nota hana.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Ný smábátahöfn Starfsmenn Króla vinna við að festa flotbryggjurnar með
öflugum keðjum við stóra steypuklumpa sem sökkt var á sjávarbotninn.
Ný smábátahöfn
á Skagaströnd
Jón Pétur Zim-
sen, aðstoð-
armaður Lilju
Alfreðsdóttur,
mennta- og
menningar-
málaráðherra,
lætur af störfum
í ráðuneytinu að
loknu sumarleyfi
á fimmtudag.
Jón Pétur sem
verið hefur í sumarleyfi síðustu vik-
ur segir að hann hafi aldrei ætlað
sér að vera lengur en eitt ár sem
aðstoðarmaður ráðherra en vel geti
komið til greina að hann sinni ein-
staka verkefnum fyrir ráðuneytið í
framhaldinu, það eigi eftir að koma
í ljós. Jón Pétur segist hafa ýtt
ákveðnum verkefnum úr vör og
gangi sáttur frá borði. ge@mbl.is
Aðstoðarmaður Lilju
Alfreðsdóttur hættir
Jón Pétur
Zimsen
Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á meðgöngu- og sæng-
urlegudeild Landspítalans segir æskilegt að koma upp
ferli um hvernig fylgja eigi eftir konum sem fengið hafa
alvarlegar meðgöngueitranir. Slíkt sé ekki fyrir hendi í
dag, þrátt fyrir að langt sé síðan vitað var að með-
göngueitrun, sérstaklega snemmkomin, geti aukið
áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
,,Meðgöngueitrun vill gleymast að lokinni fæðingu og
að sjúkdómurinn geti haft síðkomnar afleiðingar. Það
eru engar einfaldar lausnir þekktar aðrar en þær að
þessar konur hugi að lífsstíl sínum. Hreyfi sig reglulega,
reyni að halda kjörþynd, sleppi reykingum, gæti að mataræði og lifa al-
mennt heilbrigðu lífi til þess að minnka áhættuna á hjarta- og æða-
sjúkdómum“ segir Hulda og bætir við að upplýsingar um meðgöngueitr-
un sem berast á heilsugæsluna eftir fæðingu gætu verið tilefni til frekari
eftirfylgni.
Fylgja þarf konum betur eftir
MEÐGÖNGUEITRUN
Hulda
Hjartardóttir