Morgunblaðið - 12.08.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.08.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það styttist íkosningar ínokkrum þýsku ríkjanna sem mynda sam- band þeirra. Það er óneitanlega fróðlegt að sjá þær vísbendingar sem kann- anir gefa núna um pólitísku stöðuna í Sachsen og Brand- enburg, sem eru í austurhluta landsins sem fyrir þremur ára- tugum laut stjórn kommúnista og fjarstýringu frá Kreml. Bera má þær vísbendingar við viðhorfin í vesturhluta landsins, því þótt langt sé liðið frá sameiningu er stemmning- in ennþá ólík. Í fyrrnefndum ríkjum virð- ist AfD (Annar kostur fyrir Þýskaland) mælast flokka stærstur og sýnist geta slegið flokk Kristilegra út á æsku- og þroskaslóðum Merkel kansl- ara. Fréttaskýrendur segja að margt bendi til að AfD muni enn auka fylgið á kostnað Kristilegra og gæti komið stærstur flokka frá kosningum eftir þrjár vikur. Munurinn á milli AfD og Kristilegra er enn aðeins örfá prósentustig, svo óvarlegt að slá neinu föstu. Þegar horft er til kannana í vesturhluta Þýskalands blasir önnur mynd við. Þar er AfD aðeins í fjórða sæti flokka. CDU/CSU mælist með 27 pró- senta fylgi. Græningjar hafa hins vegar skotið þýskum kröt- um (SPD) langt aftur fyrir sig og mælast með 24 prósent en SPD er rétt rúmur hálfdrætt- ingur með 14% fylgi og rétt yfir AfD með sín 12%. En þegar horft er til stöð- unnar í landinu í heild er aug- ljóst að Merkel kanslari og flokkur hennar eru ekki enn að ná vopnum sínum. Hinn stjórn- arflokkurinn skrapar enn botninn í fylgi flokka. Það er mjög umrætt í Þýska- landi að þýskir kratar séu nú mjög órólegir í samsteypu- stjórn „stóru flokkanna“. SPD verðskuldar augljóslega ekki það virðingarheiti lengur og risið er ekki hátt heldur á kristilegu flokkunum tveimur, sem löngum hafa saman verið burðarflokkar landsins. ESB er í uppnámi og ganga ásakanir á víxl á milli burgeisa um hverjir beri mesta ábyrgð á því að viðræðum við Breta var klúðrað. Hræðsluáróðurinn gagnvart Bretum er tekinn að hitta þá sem eftir sitja fyrir og er fleiri þjóðum ESB en Írum orðið mjög órótt. Efnahags- ástandið á meginlandinu er kvikt um þessar mundir og Þýskland sjálft og útflutnings- iðnaður þess horfa þungbúin til næstu missera. Þar ótt- ast margur að at- hygli tístarans í Hvíta húsinu kunni óvænt að beinast þang- að og hann muni ólmur vilja lyfta upp húddinu á burðarvél ESB og sjá hvað leynist undir því, en honum er sagt að þeirri vél sé startað og stýrt úr kanslarhöllinni í Berlín. Verði þessi raunin geta Kínverjar upplýst þá í Brussel og Berlín um að þá geti margt gerst ótrúlega hratt og á öllum tím- um sólarhrings. Nú er sá háttur hafður á, að það eru ekki lengur fjölmenn- ar viðskiptanefndir og kjól- klæddir sendiherrar, með doktorspróf í prúðmennsku, sem senda uppkast að hug- myndum um óþægilegar mixt- úrur með margra missera fyrirvara. Nú sitja menn við morgun- verðarborðið með stírur í aug- um þegar þeim er afhent afrit af tísti, sem sent var af stað klukkan 04 nóttina áður. Þar komi fram að 25% tolli hafi verið skellt á vöruflokka sem eru taldir upp í leyndar- skjölum undir heitinu „rot- högg“ í kanslarahöllinni. Hér skal ekki borið blak af þessum aðferðum. En þær eru brúkaðar og enginn fær gert við því. Verði svona veðrabreyting og bætist við heimatilbúin vandræði ESB í vegna „brex- it“ og það verði til þess að hratt falli á aðalsmerki Þýska- lands: Traust, stöðugt, öflugt og óhagganlegt efnahagslíf, þá mun sjást undir skósóla SPD flýjandi ábyrgð valdsins með ljóshraða, og mun skjálfta- köstum þá fjölga að sama skapi við hitt borð samstarfs- ins. Þá gæti óneitanlega orðið fjörlegt að fylgjast með tölum kannana víðar en í gamla Austur-Þýskalandi. Auðvitað hljóta góðir menn að vona og gera sitt til þess að tryggja að rás atburða verði ekki svona. Því verði hún svona, þá munu flestir fara illa marðir frá þeim dansi en ekki aðeins þeir sem eru á dans- gólfinu miðju. Enginn trúir því að ítalskt efnahagslíf lifi af slettur frá þeim boðaföllum svo að dæmi sé nefnt. Og hætt er við að lítið hald verði í draumsýninni fögru um að þeir sem enn séu „langt frá heimsins vígaslóð“ fái að horfa á slíkt efnahagsleg jarðarstríð duna, og látið eins og þeir séu að horfa á Downton Abbey og geti kveikt og slökkt að vild. Það eru víða sýndargóðæri um þessar mundir} Volgnar undir og versnar hratt B rátt hefst að nýju umræða á Al- þingi um þriðja orkupakkann, sem hefur þegar verið ræddur meira en nokkurt annað þingmál í sögunni, en málinu lýkur með at- kvæðagreiðslu í þinginu 2. september. Þó að málið hafi verið í vinnslu hjá stjórnvöldum og Alþingi í mörg ár er það fyrst nú upp á síðkast- ið sem andstaða við það hefur sprottið upp og stórar fullyrðingar settar fram um meintar skelfilegar afleiðingar þess. Oft hefur verið haldið fram röngum og vill- andi fullyrðingum um málið, meðal annars í bláa bæklingnum sem fylgdi Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar var gefið í skyn að markmið þriðja orku- pakkans fæli í sér að Íslendingum væri skylt að leggja sæstreng til Evrópu. Markmið orku- pakkans er vissulega að efla innri markaðinn sem við höfum verið partur af síðan 1993 en breytir engu um að endanlegt vald um millilandatengingar er hjá hverju landi fyrir sig. Það er margstaðfest af helstu sér- fræðingum um EES-samninginn og einnig fram- kvæmdastjóra orkumála hjá ESB. Þá er fullyrt að með innleiðingunni komi samræmd evrópsk löggjöf í stað ís- lenskrar. Það er alrangt því að við ákváðum árið 1999 að taka upp evrópska löggjöf í orkumálum og innleiddum hana fjórum árum síðar. Þriðji orkupakkinn er því ekki frávik heldur framhald á áratugalangri stefnu Íslands. Það er alfarið á hendi Íslands að taka ákvörðun um lagn- ingu sæstrengs eins og fram kom í samdóma áliti fræði- manna sem komu fyrir utanríkismálanefnd. En til þess að taka af öll tvímæli hefur verið lagt fram lagafrumvarp þar sem kveðið er á um að ekki verði ráðist í tengingu með sæ- streng nema að undangengnu samþykki Al- þingis. Í orkupakkanum felst ekki afsal á forræði yfir auðlindinni. Takmarkað og afmarkað valdaframsal á einungis við um tiltekin af- mörkuð málefni ef Ísland ákveður að tengjast sæstreng til Evrópu. Rétt eins og segir í minn- isblaði frá utanríkisráðuneyti þegar Gunnar Bragi Sveinsson gegndi embætti utanrík- isráðherra: „Rétt er að hafa í huga varðandi stofnunina ACER og valdheimildir hennar, að á meðan að Ísland er einangrað raforkukerfi, þ.e. ekki með tengingu í nein önnur raf- orkukerfi t.d. með sæstreng, þá getur ACER ekki tekið ákvörðun gegn Íslandi.“ En ef Al- þingi tæki ákvörðun um að tengjast landi innan ESB, sem Bretland verður til dæmis ólíklega innan skamms, myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulagið þannig að Eftirlits- stofnun EFTA tæki ákvörðunina en ekki ACER. Því er í engu tilviki um að ræða framsal til stofnana Evrópusam- bandsins, hvort sem við tengjumst eða ekki. Margt af því sem rætt hefur verið síðustu misserin mun nýtast vel við vinnu við gerð orkustefnu fyrir Ísland en alltof mikið af því á ekki við um þriðja orkupakkann og er til þess fallið að afvegaleiða umræðuna. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Bábiljur um orkupakka Formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Öllum þeim 4.077 nem-endum sem sóttu umskólavist í framhaldsskólaí haust hefur verið tryggð skólavist en það eru 95% af nem- endum sem luku skólavist í grunn- skólum í vor. Þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar. Þar kemur einnig fram að 67% nemenda sóttu um á bóknámsbrautum til stúdents- prófs en það hlutfall var 64% árið 2018. 15% fengu skólavist á starfs- námsbrautum á móti 165 árinu áður. 14% nemenda sóttu um skólavist á almennum framhaldsskólabrautum en 15% árið 2018. 4% nemenda sóttu um listnámsbrautir til stúdentsprófs í ár á meðan hlutfallið var 5% í fyrra. Almennar námsbrautir og fram- haldsskólabrautir eru einkum ætl- aðar þeim sem eru óvissir um náms- val eða uppfylla ekki inntökuskilyrði beint inn á aðrar brautir. Verzlunarskólinn vinsælastur Sem fyrr er Verzlunarskóli Ís- lands vinsælastur en 518 nemendur sóttu um skólavist sem fyrsta val í 330 nýnemapláss. Árið 2018 sóttu 488 um 325 pláss. Menntaskólinn við Sund sem var í þriðja sæti í fyrra var næst vinsælasti skólinn í ár en þar sóttu 305 nemendur um skólavist sem fyrsta val í 234 nýnemapláss. Kvennaskólinn var þriðji vinsælasti skólinn en hann tók við 225 nýnem- um af þeim 256 sem sóttu um sem fyrsta val. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ gat veitt 190 nýnemum skólavist af þeim 237 sem sóttu um sem fyrsta val. Tækniskólinn var í fimmta sæti yfir fyrsta val nýnema og fengu 295 sem völdu hann sem fyrsta val, skólavist. Árinu áður völdu 256 skólann í fyrsta vali. Alls tekur Tækniskólinn við 340 nem- endum. Hildur Ingvarsdóttir, skóla- meistari Tækniskólans, segir aðsókn í skólann aukast ár frá ári. ,,Við erum að sjá 32% aukningu hjá grunnskólanemum sem velja skólann,“ segir Hildur sem er ánægð með þá þróun að fleiri sæki í hefð- bundið verk- og starfsnám. Menntaskólinn í Hamrahlíð sem sat í öðru sæti 2018 yfir fyrsta val lendir nú í sjötta sæti. 226 nemendur völdu hann sem fyrsta val en 310 ný- nemar eru teknir inn í skólann á ári. Af framhaldskólum á lands- byggðinni völdu 194 Menntaskólann á Akureyri sem fyrsta val en ný- nemapláss voru 192. 30 nýnemapláss voru í Verkmenntaskóla Austur- lands og völdu 29 hann sem fyrsta val. Í Framhaldskóla Vest- mannaeyja sóttu 39 um skólavist sem fyrsta val en nýnemaplás í skól- anum voru 48. Í Framhaldskóla A-Skaftafells- sýslu sóttu 18 um skólavist sem fyrsta val þar í 17 nýnemapláss. Námsbrautir með fyrirvörum Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun voru nýnema- pláss 4.383. Á það er bent að ekki sé hægt að draga töluna 4.077 frá ný- nemaplássunum og segja að 306 ný- nemapláss séu ónýtt þar sem skól- arnir gefi upp ákveðið svigrúm fyrir skráningu nýnema, miðað við for- sendur sem t.d. geta verið auglýstar námsbrautir með fyrirvörum um næga þátttöku. Skólarnir aðlaga síð- an starf sitt að fjölda skráðra nem- enda á mismunandi brautum, hætta t.d. við að halda úti tilteknum braut- um vegna ónógrar þátttöku. Það sé mjög algengt að skólar fái ekki jafn marga nemendur og þeir gætu tekið við, einkum á landsbyggðinni. Misjafnt er hvenær framhald- skólarnir hefjast. En þeir verða allir settir á síðustu tveimur vikunum í ágúst. 95% grunnskólanema fara í framhaldsskóla Námsval nýnema í framhaldsskóla Skipting umsókna nýnema um skólavist í framhaldsskóla haustið 2019 Námsval nýnema um skólavist í 6 fjölmennustu skólunum, val 1 og 2 samtals Haustönn 2018 Haustönn 2019 Skipting nemenda milli brauta Bóknámsbrautir til stúdentsprófs Starfsnámsbrautir Almennar framhaldsskólabrautir Listanámsbrautir til stúdentsprófs Menntaskólinn við Hamrahlíð Tækniskólinn Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Kvennaskólinn Menntaskólinn við Sund Verzlunarskóli Íslands 505 608 544512 550524 593 531 641 558 678641 Heimild: Menntamálastofnun 67% 15% 14% 4% ,,Við breyttum öllu, kennslu- skrá, skipulagi og stjórnun í Menntaskólanum við Sund sem fagnar 50 ára afmæli 1. október. Það má segja að við höfum lagt niður gamla skólann árið 2015 og tekið upp nýjan fyrir fjórum árum,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, en fleiri völdu skólann sem fyrsta val í ár. Már segir erfitt að segja til um hvers vegna svo sé en breytingarnar í skólastarfinu hafí sýnt árangur og brottfall úr skólanum verið lægst á landinu í síðustu könnun. Már segir frelsið sem fylgdi styttingu framhaldsskólans og breytingarnar séu að skila sér. Menntaskólinn við Sund sé fyrir nemendur sem vilja leggja hart að sér, fyrir nemendur sem vinna jafnt og þétt en þeir nem- endur sem ætla að læra rétt fyr- ir próf geta verið vissir um að þeir nái ekki árangri. Mennta- skólinn við Sund og Fjölbraut í Garðabæ séu einu framhalds- skólarnir með þriggja anna nám og enga prófatíð. Menntaskól- inn við Sund ENGIN PRÓFATÍÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.