Morgunblaðið - 12.08.2019, Síða 17
að föðurafi minn, Árni Eiríksson,
hafði verið einn af stofnendum
þess og forystumaður um skeið.
Burðarásar kaldastríðsáranna
í Sjálfstæðisflokknum hverfa nú
óðum á braut. Baldvin var einn
þeirra og annar, Ásgeir Péturs-
son, lést fyrir skömmu. Það var
lærdómsríkt fyrir ungan mann á
þeim tíma að kynnast þessum
mönnum öllum. Þeir áttu þátt í
farsælli vegferð ungs lýðveldis.
Þessum gamla vini mínum
þakka ég allt gamalt og gott.
Styrmir Gunnarsson.
Með Baldvini Tryggvasyni er
genginn einstakur samferðamað-
ur og góður vinur. Hann stýrði
Sparisjóði Reykjavíkur og ná-
grennis í tvo áratugi og vegna
stjórnarsetu minnar í sjóðnum
allan þann tíma kynntist ég vel
mannkostum hans og fann hvern
mann hann hafði að geyma.
Starfsferill hans er til vitnis um
að hann naut mikils trausts.
Tímabil Baldvins sem fram-
kvæmdastjóra Sparisjóðsins má
með réttu nefna blómaskeið
sjóðsins. Starfið var vandasamt
og flókið og ekki á allra færi að
leysa það vel af hendi. Fljótlega
kom í ljós að hann var miklum
hæfileikum gæddur til starfsins
og alls staðar vel metinn. Hann
átti að baki ríflega hálfs annars
áratugar starf sem forstjóri Al-
menna bókafélagsins auk hinna
fjölmörgu trúnaðarstarfa sem
honum höfðu verið falin á vegum
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjavíkurborg og ríkið. Öll sú
reynsla reyndist honum afar vel í
störfum hans fyrir sjóðinn. Hvar-
vetna naut hann trausts og ótalið
er hversu menningarlega hann
var sinnaður og í eðli sínu hjálp-
legur í hvívetna og tók öllum vel
sem til hans leituðu. Samtök
sparisjóða áttu hug hans og verða
öll þau störf seint fullþökkuð.
Baldvin var frá Ólafsfirði og
var trúr uppruna sínum og æsku-
slóðum. Það duldist engum sem
honum kynntust hvaðan hann var
og oft var á það minnst.
SPRON var undir styrkri
stjórn Baldvins. Þetta var sam-
heldinn hópur sem bar hag sjóðs-
ins fyrir brjósti. Frá upphafi var
lögð áhersla á að samhugur ríkti
meðal starfsmanna og sjóðnum
hélst vel á góðu starfsfólki sem
ílengdist í starfi. Það leiddi til
þess að starfsandinn þróaðist á
löngum tíma og var afar góður og
metnaðarfullur. Það er ekki síst
að þakka Baldvini sem var sívak-
andi yfir velferð allra. Sú hefð
skapaðist að SPRON veitti fjöl-
mörgum samfélagsmálum og
menningarmálum víðtækan
stuðning svo að til fyrirmyndar
var. Viðfangsefnin voru mörg ná-
tengd helstu framfaramálum
þjóðarinnar sem hann var í for-
ystu um að leggja lið.
Samskipti við Baldvin voru góð
og uppbyggjandi. Hann hafði
áhuga á þjóðmálum, sögu og sí-
gildri menningu og bætti stöðugt
við þekkingu sína á því sviði og
áhugamálin voru fjölmörg.
Mér er efst í huga söknuður og
þakklæti þegar ég hugsa til baka
til okkar langa og farsæla sam-
starfs. Hann og Halldóra voru
höfðingjar heim að sækja og eig-
um við yndislegar minningar af
þeim vinafundum. Hann var unn-
andi bókmennta og tónlistar og
bækur og klassísk tónlist aldrei
langt undan þegar þau Halldóra
voru annars vegar.
Ég minnist með þakklæti í
huga áratuga langrar traustrar
vináttu Baldvins Tryggvasonar
og þakka fyrir liðnar samveru-
stundir. Við Sigríður sendum
Halldóru innilegar samúðar-
kveðjur svo og sonum hans,
Sveinbirni og Tryggva, og fjöl-
skyldunni allri.
Hjalti Geir Kristjánsson.
Fleiri minningargreinar
um Baldvin Tryggvason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
✝ RagnheiðurGuðmunds-
dóttir, Ragna,
fæddist á Álafossi
18 mars 1924. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hömrum
í Mosfellsbæ 2.
ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Finnbogason járn-
smiður, f. 18. ágúst
1900, d. 30. maí 1987, og Lilja
Magnúsdóttir, f. 6. febrúar 1898,
d. 9. desember 1972.
Systkini Rögnu eru Sigurlaug,
f. 16. júní 1926, d. 16. september
2010, Jensína Kristín, f. 14. októ-
ber 1928, d. 14. apríl 1991, Finn-
bogi, f. 3. október 1930, d. 28.
apríl 1978, Helga Perla, f. 3. des-
ember 1939, og Hrafnhildur
Petra, f. 13. ágúst 1941, d. 8.
nóvember 2017.
Ragna giftist Evert William
Olson, Swede, f. í New York 24.
október 1925, d. 29. júní 1990,
sem síðan tók upp nafn föður
síns. Foreldrar hans voru Karl
Johann Olson og Emmy Claudia,
sænskir innflytjendur.
Börn Rögnu og Karls eru fjög-
ber 1958, börn hennar: a) Max-
ime Smári, f. 11. mars 1991 b)
Eva Sóley, f. 14 mars 1997, henn-
ar sonur og Alexanders Guð-
laugssonar er Gabriel William. 5)
Eva Karlsdóttir, f. 27. desember
1960, gift Ellert A. Ingimund-
arsyni, f. 17. ágúst 1957. Þeirra
synir eru a) Evert Austmann, f.
25. júní 1987, giftur Helenu
Hrund Ingimundardóttur, f. 2.
desember 1985, börn þeirra eru
Leonard Ben, Rebekka Rós,
Maron Logi og Grétar Nóel. 2)
Aron Austmann, f. 28. maí 1994,
sambýliskona hans er Arnfríður
Ósk Jónsdóttir.
Ragna og Swede giftu sig 15.
febrúar 1952 og hófu búskap á
Kjartansgötu, þaðan lá leiðin á
Bergstaðastræti en lengst af
bjuggu þau í Skaftahlíð.
Ragna vann sem veður-
athugunarmaður hjá Veðurstofu
Íslands frá 1946-1956, en eftir
því sem börnunum fjölgaði gerð-
ist hún heimavinnandi húsmóðir
og meðal annarra verkefna
prjónaði hún lopapeysur fyrir
Holton og hannaði sín eigin
munstur.
Seinni árin vann hún á skrif-
stofu fjölskyldufyrirtækisins Ís-
lenska pökkunarfélagsins fram
til áttræðisaldurs.
Ragna var í leikfimi hjá Báru í
40 ár.
Útför Rögnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. ágúst
2019, klukkan 15.
ur en fyrir átti
Ragna einn son með
Haraldi Gottfreð
Kristjónssyni, f. 28.
janúar 1924, d. 13.
ágúst 1968. Börn
hennar eru því alls
fimm.
1) Kristjón Har-
aldsson, f. 26
september 1945, d.
8. janúar 2011, dæt-
ur hans a) Agnes
Amalía, f. 19 maí 1965, börn
hennar eru Haraldur Ari og
Kristín Amalía. b) Ragnheiður
Margrét, f. 5. apríl 1972, sonur
hennar er Andri Pétur. c) Áslaug
Perla, f. 4. janúar 1979, d. 27.
maí 2000. 2) Karl Friðrik Karls-
son, f. 11. mars 1954, giftur Sig-
ríði Jóhannsdóttur, f. 19. maí
1953, börn þeirra eru: a) Vil-
hjálmur, f. 3. janúar 1977 b)
Birta f. 22. október 1978, hennar
sonur er Elís Breiðfjörð. 3) Lilja
Britta Karlsdóttir, f. 28. júní
1957, börn hennar eru a)Jóhann
Haukur, f. 5. mars 1990, b)
Ragna Líza, f. 8. janúar 1993, c)
Elías Thor, f. 5. október 1995 d)
Bjarki Gabríel, f. 22. júlí 1998. 4)
Kristine Erla Olson f. 27. desem-
Elsku mamma, hvað þetta hef-
ur verið dýrmætt fyrir mig að
fylgja þér síðasta spölinn. Svo
ótrúlega þungbært og erfitt, en
samt varstu svo æðrulaus og
tókst á við þetta verkefni af svo
ótrúlegri yfirvegun að ég get
ekki annað en dáðst að þér fyrir
það. Ég get bara vonað og óskað
að þessi bjartsýni og gleði fylgi
mér allt til enda.
Ég ætla ekki að mæra þig, það
er óþarfi, þú ert, varst og verður
ætíð besta mamma sem hægt er
að hugsa sér. Bið að heilsa mót-
tökunefndinni sem án efa verður
til að taka á móti þér.
Elska þig.
Þín dóttir
Eva.
Elsku hjartans Ragna mín,
mín kæra tengdó, það er skrítið
að kveðja þig núna þó að við viss-
um öll að það myndi koma að því.
Margt skemmtilegt höfum við
upplifað saman og rifjað oft sam-
an upp og þakka ég fyrir það,
gleðigjafi sem þú varst. Það má
segja að við höfum kynnst mjög
vel sumarið 1980 þegar komst þú
út til K-hafnar og gistir hjá okkur
Evu. Ég man að ég ætlaði ekki að
trúa að einhver gæti alltaf verið
svona jákvæður og glaður, en
núna 39 árum síðar ert þú löngu
búin að sanna fyrir mér að það er
eina vitið meðan við dveljum hér,
það er að finna alltaf það góða
glaða og fallega í öllu. Þú hélst
því alveg fram í andlátið elsku
Ragna mín og stöðugt gátum við
rifjað upp augnablik og hluti sem
glöddu okkur og við gátum hlegið
að enn þá og alveg undir það síð-
asta.
Ég vil þakka fyrir allar okkar
stundir, boð, veislur og ég veit
ekki hvað. Nokkrum sinnum fór-
um við í löng sumarfrí saman eft-
ir að tengdapabbi hann Swede
dó, blessuð sé minning hans, og
strákarnir okkar Evert og Aron
búa enn þá að þeim dásemdar-
ferðum.
Elsku Ragna, að heimsækja
þig að Hömrum þar sem þú sast
við borðið oft með uppsett hárið,
blasti við manni ljósið sem varst,
og þú tókst á móti öllum geislandi
af gleði og jákvæðni. Ég kveð þig
núna í bili og ég veit að Swede,
Jonni og englaskarar hafa tekið á
móti þér syngjandi og brosandi
af gleði yfir því að hafa loksins
fengið þig til sín og ég veit að guð
er með þér mín kæra.
Þinn ástkæri uppáhalds-
tengdasonur
Ellert.
Það er komið að kveðjustund,
elsku amma mín. Við vorum ald-
eilis frábærir ferðafélagar. Við
eigum góðar minningar saman
síðan við fórum til Svíþjóðar að
hitta Lilju og co. Þú merktir allt-
af töskuna þína með bleikri
slaufu.
Við þurftum að millilenda í
Kaupmannahöfn á leið til Sví-
þjóðar og þú hélst að töskurnar
færu alla leið til Svíþjóðar: „All
the way“ heyrðir þú, en ég heyrði
að beðið var um að sækja tösk-
urnar því við áttum að tékka þær
inn aftur. Þar lærði ég fyrst að ég
hef alltaf rétt fyrir mér, ha ha ha.
Töskurnar okkar voru stopp-
aðar af öryggisgæslunni á leið-
inni heim, þar sem þeir héldu lík-
legast að polka gris
(sleikistangir) væru dínamít.
Mikið gátum við glaðst og hlegið
að þeirri reynslu.
Alltaf var jafn gaman að koma
í pössun til þín í Stigahlíðinni þar
sem þú bauðst mér nú oft upp á
að horfa á Cartoon Network,
ásamt öðrum fínum stöðvum. Þú
komst alltaf með góðar sögur um
hina og þessa leikara frá þinni tíð
og þær klassísku myndir sem þú
hafðir svo gaman af að horfa á.
Nú ertu farin í þitt síðasta
ferðalag og veit ég að þú kemst á
áfangastað þrátt fyrir að þú hafir
gefið mér bleiku slaufuna.
Elska þig alltaf, amma mín.
Aron Austmann Ellertsson.
Nú þegar komið er að því að
kveðja elsku ömmu er fallegt að
fara yfir allar minningarnar. Ég
er elsta barnabarnið og var 14
ára þegar ég fékk að kynnast
henni fyrir alvöru en hafði verið í
samskiptum við hana fyrstu ár
ævinnar. Hún fagnaði mér elsku-
lega, dró hring af fingri sér og
gaf mér. Við vorum í afmæli lang-
afa Guðmundar og ég gleymi
aldrei hvað mér þótti mikið til
þessarar glæsilegu konu koma.
Amma er ein litríkasta,
skemmtilegasta og óvenjulegasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Það var aldrei neitt vesen, allir
máttu bara vera nákvæmlega
eins og þeir vildu. „It takes all
kinds“ var hennar frægasta setn-
ing; dæmdi aldrei neinn, en elsk-
aði að segja sögur, syngja og dilla
sér og var svo dásamlega ánægð
með fjölskylduna. Fallega klædd,
gjarnan í bleiku með lakkaðar
neglur, hárið lagt og í háum hæl-
um. Það glitraði allt í kringum
hana og hún vakti athygli með
fallegu brosi og dillandi hlátri.
Algjör drottning.
Sögurnar hennar ömmu voru
eitt það allra skemmtilegasta,
enda amma sannkölluð Reykja-
víkurmær, fædd á Bergstaða-
stræti, alin upp á Laugavegi og
síðar á Grettisgötu 20b þar sem
pabbi fæddist í risinu og langafi
var með járnsmiðju í kjallar-
anum. Seinna bjó ég í húsinu
með son minn Harald Ara. Það
var skemmtilegur tími.
Amma gekk í Austó, átti
dásamlegan vinahóp úr mið-
bænum, m.a. afa minn, Harald
Gottfreð Kristjónsson. Leiðir
þeirra skildi en amma talaði
alltaf fallega um afa. Hún kunni
svo sannarlega að segja sögur,
s.s. af því þegar hún var
barnapía fyrir ameríska sendi-
herrann sem bjó á Hótel Borg;
þegar hún pakkaði Royal-búð-
ingum í risi á Hverfisgötu; skott-
aðist með rósir sem langamma
Lilja ræktaði; hannaði kjóla sem
„tvíbó“ í Skólastræti saumuðu á
hana; sögur af sólböðum í Naut-
hólsvík með barnahópinn í
leigubíl; þegar hún var í sveit í
Dölunum og hve pabbi hennar
var mikill sjarmör með harmón-
ikkuna og dansaði vel. Ég veit
ekki hvað hún sagði oft söguna
af því þegar pabbi var orðinn
fluglæs í vöggu og ekki má
gleyma sögum af Veðurstofunni
þar sem hún vann þegar hún
kynntist afa Swede, ástinni
sinni. Hún litaði ljósmyndir fyrir
fólk og prjónaði lopapeysur á
nóttunni.
Þau pabbi áttu einstaklega
fallegt samband sem gaman var
að fylgjast með. Amma var góð
fyrirmynd. Hún kunni listina að
vera ein og njóta eftir að hún var
orðin ekkja, ferðaðist á sólar-
strönd ef svo bar undir til að
liggja í sólinni og lesa. Hún var í
líkamsrækt í JSB, fór í splitt og
spígat og hittist í boðum með
stelpunum, elskaði að horfa á bíó
og var með alla leikarana á
hreinu. Þreyttist ekki á að tala
um hvað pabbi og leikarinn
Leonardo di Caprio væru líkir,
bara alveg eins.
Amma var ekkert feimin við
að hafa hlutina eins og hún vildi.
Og hún vildi kveðja. Sveif burt
með blóm í hárinu, umvafin fjöl-
skyldunni með Dínó sinn (Dean
Martin) og söng með lögunum.
Rósir í vösum frá Siggu hans
Kalla frænda sem hugsaði svo
fallega um hana. Amma besta,
amma gull, ég gleymi þér aldrei.
Takk fyrir allt sem þú gafst mér,
Haraldi Ara og Kristínu Amalíu.
Þín
Agnes Kristjónsdóttir.
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
✝ Bylgja RuthAðalsteins-
dóttir fæddist í
Gnúpufelli í Eyja-
firði 4. október
1943. Hún lést á
sjúkrahúsinu á
Akureyri 28. júlí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Aðalsteinn
Ólafsson, f. 1920,
d. 1994, og Þórey
Bryndís Magnúsdóttir, f.
1922, d. 2008. Alsystkini
hennar eru Aðalsteinn, f.
1942, d. 1942. Hermann Ægir,
f.1945. Ólafur Magnús, f.
1947. Sjöfn Aðalbjörg , f.
1949. Fjóla Huld, f. 1952.
Harpa Dröfn, f. 1956, og
Tryggvi Gestur, f. 1957.
Eiginmaður Bylgju var Sig-
urður Anton Friðþjófsson, f.
1942, d. 1980, gift 1967 og
skildu 1969. Synir
þeirra eru Frið-
þjófur Ísfeld, f.
1967. Maki Ásta
Hafberg, f. 1971.
Barnsmóðir Frið-
þjófs er Kolbrún
Gerður Kjart-
ansdóttir, f. 1968.
Börn Friðþjófs og
Kolbrúnar eru
Bjarndís Líf, f.
1985. Sigurður
Anton, f. 1991. Bjartur Elí, f.
1994. Lúkas Ísfeld, f. 2004.
Brynjar Aðalsteinn, f. 1969.
Maki Agnes Arnardóttir, f.
1970. Börn Brynjars og
Agnesar eru Marteinn, f. 1995.
Nanna Rán, f. 1997. Brynjar
Orri, f. 2002. Hugrún Bylgja,
f. 2002. Herdís Ruth, f. 2002.
Útför Bylgju fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 12.
ágúst 2019, klukkan 13.30.
Amma barnanna minna, fyrr-
verandi tengdamóðir og vin-
kona, Bylgja Ruth, hefur kvatt
þennan heim. Ég kynntist
Bylgju þegar ég kom inn á
heimili hennar í ágúst 1984.
Það er fátt fallegra en Akur-
eyri í ágústmánuði en eitt af
því var hún Bylgja mín. Ég
man hvað ég hafði hlakkað mik-
ið til að hitta þessa stórmerki-
legu konu. Ég hafði kynnst syni
hennar og unnið með honum í
fiski á Bakkafirði um sumarið.
Við vorum par og áttum von á
okkar fyrsta barni. Diddi talað
mikið og fallega um mömmu
sína og sagði ótal sögur af
henni og hversu hæfileikarík
hún væri. Þau voru miklir vinir.
Hann var mjög stoltur af henni.
Hún var hetjan hans.
Það urðu mér því engin von-
brigði að kynnast Bylgju. Hún
stóð sko alveg undir öllu því
sem hann hafði sagt mér og
rúmlega það. Við vorum mjög
ólíkar en samt svo líkar. Það
kom fyrir að hún var spurð
hvar hún hefði falið þessa dótt-
ur sína í öll þessi ár. Ég var 16
ára og var þessi fyrsta með-
ganga mér sérstaklega erfið en
Bylgja stóð með mér eins og
hún væri móðir mín. Hún tók
aldrei fram fyrir hendur mínar
og þegar litla prinsessan leit
dagsins ljós sýndi hún mér
mikið traust, fulla virðingu og
fylgdist með úr fjarlægð.
Bylgja hafði sagt skilið við
föður drengja sinna þegar þeir
voru mjög ungir vegna mikillar
óreglu hans og drykkju. Hún
vildi ekki ala drengina sína upp
við slíkar aðstæður heldur valdi
að vinna hörðum höndum og
veita þeim öryggi og kærleika.
Ömmubörn hennar fengu síðar
að kynnast þeim kærleika sem
hún bjó yfir og munu þau búa
að því alla tíð. Bylgja var alltaf
svo róleg og yfirveguð og það
er það sem börn laðast að. Þess
vegna var það þannig að þegar
hún var nálægt þá sáu þau ekki
sólina fyrir henni. Hún varð
hetjan þeirra. Við áttum fallega
og góða vináttu, draumaráðn-
ingar og bollalestur var eitt-
hvað sem við gátum gleymt
okkur í löngum stundum. Þegar
við fjölskyldan bjuggum ekki á
Akureyri þá urðu símtöl okkar
þau lengstu sem sögur fóru af.
Eftir að við Diddi skildum
slitnaði ekki strengurinn á milli
okkar Bylgju.
Ég kveð Bylgju með söknuði
í hjarta þó söknuður minn sé
ekkert á við það sem börnin
minna upplifa á þessari stundu.
Takk Bylgja Ruth fyrir allt
sem þú gafst mér og börnum
mínum.
Kolbrún.
Bylgja Ruth
Aðalsteinsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ELÍNBORG ÁSA INGVARSDÓTTIR,
Víðigerði 21, Grindavík,
lést mánudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram
frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 16. ágúst
klukkan 14.
Guðjón Einarsson
Ingvar Guðjónsson Steinunn Óskarsdóttir
Einar Guðjónsson Ástrún Jónasdóttir
Leifur Guðjónsson Guðrún María Brynjólfsdóttir
Ingólfur Guðjónsson Guðbjörg Þórisdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALBJÖRG ANNA JÓNSDÓTTIR,
Abba,
frá Lindarbrekku, Varmahlíð,
Skagafirði,
lést 26. júlí á gjörgæsludeild FSA.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Steinunn Helga Hallsdóttir Gunnar Randver Ágústsson
Jónas Jón Hallsson Inga Hanna Dagbjartsdóttir
Hafdís Hallsdóttir Bjarni Ingvarsson
Jónína Hallsdóttir Einar Einarsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn