Morgunblaðið - 12.08.2019, Síða 19
ekkert mál. Þegar búið var að tosa
ullarþræðina af könnustútnum og
tryggja að engar postulínsflísar
leyndust í bollunum var þetta fín-
asta kaffi. Guðbjörg var alltaf úr-
ræðagóð og tók hlutina ekki of al-
varlega.
Bjartur man vel eftir því þegar
hann var í gistingu og amma
Gugga varð uppiskroppa með
bleyjur. Hún dó ekki ráðalaus
heldur útbjó bleyju úr plastpoka
og taustykkjum sem hún fann svo
að drengurinn gæti farið að sofa.
Það var ekki í hennar stíl að gera
veður út af smámunum, hún fann
alltaf lausnir.
Guðbjörg gekk í gegnum meira
en flestir á sinni ævi, bæði í æsku
og á fullorðinsárum. Frá sumu
sagði hún en annað var látið ósagt.
Alltaf hélt hún áfram og alltaf hélt
hún í gleðina.
Nú eru þær báðar farnar,
amma Gugga og amma Kaja, tvær
merkiskonur sem Bjartur minn
var svo heppinn að umgangast
þegar hann var lítill. Við syrgjum
árin sem amma Gugga fékk ekki
að njóta en kveðjum hana með
þakklæti og hlýju í hjarta og vit-
um að amma Kaja tekur vel á móti
henni. Hvíl í friði.
Eyrún Magnúsdóttir.
Nú hefur elsku mágkona mín
og vinkona, Guðbjörg Þórisdóttir,
kvatt þetta jarðlíf og er laus úr
viðjum veikinda. Hún fór allt of
fljótt héðan en skilur eftir sig fal-
lega og góða fjölskyldu og fullt af
minningum.
Það er gaman að ylja sér við og
rifja upp alls konar skemmtileg-
heit sem við Gugga gerðum saman
í gegnum lífið og það er ég þakklát
fyrir.
Við urðum fljótt góðar vinkon-
ur þegar ég kom inn í fjölskylduna
árið 1974 og sérstaklega nánar
þegar við eignuðumst börn á svip-
uðum tíma.
Gugga var mikill gleðigjafi, allt-
af kát og hress og sá jákvæðu hlið-
arnar á hlutunum, gaf mikið af sér
og var með ráð undir hverju rifi.
Hún hugsaði meira um aðra en
sjálfa sig og leysti úr vandmálum,
stórum sem smáum fyrir fólk.
Það var alltaf svo gott að leita
til hennar ef eitthvað bjátaði á sem
ég og gerði fram á síðustu stund.
Við vorum heppnar að hafa hvor
aðra til að hjálpast að bæði and-
lega og verklega.
Gugga tók veikindum sínum af
miklu æðruleysi og kvartaði aldrei
yfir hlutskipti sínu þótt getan
minnkaði. Hún talaði bara um að
„Benson“ væri farinn að stjórna
heldur miklu í hennar lífi en ekki
örlaði á hatri þar. „Úr einhverju
verður maður að deyja,“ sagði
hún.
Nú trúi ég því, kæra mágkona,
að þú baðir þig í sólskini og munir
vaka yfir yndislegu börnunum
þínum og barnabörnum um
ókomna tíð.
Takk fyrir allt og bless í bili,
þín
Guðrún Hafsteins.
„þá er það víst, að bestu blómin gróa
í brjóstum sem að geta fundið til.“
Elsku Gugga frænka, ég sé þig
fyrir mér að syngja þessar línur
Jónasar; af innlifun eins og þér
einni var lagið; við að smyrja
brauð handa mér í eldhúsinu á
Leifsgötunni eða einhverjar álíka
hversdagslegar aðstæður. Þú
þurftir engar guðaveigar til þess.
Seinna áttirðu eftir að grípa til
þess að syngja, þegar þú áttir orð-
ið stundum erfitt með að finna
orðin þín. Þá var þessi satans
hrörnunarsjúkdómur farinn að
ráðast á málstöðvarnar hjá þér.
Við Angantýr og Dýri fengum að
njóta þess að heyra þig syngja oft
og mörgum sinnum þegar ég var
með þá í fæðingarorlofi vorið 2017
og við hittum þig oft annaðhvort á
Drafnarstígnum eða á rölti saman
um miðbæinn. Aravísur voru mik-
ið teknar hjá þessari kankvísu afa-
systur og alltaf stutt í hláturinn.
Af svölunum okkar á Drafnar-
stígnum gastu horft yfir í garðinn
þar sem einu sinni stóð húsið
Mörk, sem mótaði þig svo mikið. Í
öðru og sorglegra fæðingarorlofi
árið 2014 sat ég með þér á Leifs-
götunni og las upphátt fyrir þig úr
handritinu hennar Þóru Karítasar
sem átti eftir að verða bókin
Mörk. Þú varst farin að sjá illa. Ég
man eftir að hafa lesið eina setn-
ingu sem mér fannst mjög erfitt
að lesa upphátt fyrir þig og roðn-
aði við. En þú varst komin lengra
en svo að það hefði nokkur áhrif á
þig. Þar var mikið heilunarferli að
baki. Þú varst svo sterk.
Önnur minning úr seinna fæð-
ingarorlofinu var þegar þú lygndir
aftur augunum og barst fram
gælunafn sonar míns: „Áá-
ánnnngi“ með þannig framburði
að ég sá orðið ljóslifandi fyrir mér
skrifað með sama letri og Lax-
nessbækurnar sem ég fékk að lesa
hjá þér sem krakki. Þar áttirðu
góðan vin sem kunni að elska bæði
það fallega og ljóta í lífinu; að láta
ástina og mennskuna trompa allt
hitt.
Það gerðir þú svo sannarlega
sjálf. Og mennskan og ástin varð
einhvern veginn svo miklu stærra
en allt það sára sem var lagt á þig í
lífinu og þessi sjúkdómur sem
smám saman tók meira frá þér.
Ég hélt reyndar að þú fengir
lengri tíma með okkur, en passaði
samt að hitta þig í hvert einasta
skipti sem ég kom til Íslands frá
flutningunum til Brussel sumarið
2017. Við sáumst síðast að kvöld-
lagi í júní og það var bæði gott og
erfitt. Kannski var gott að þú
fékkst að sofna.
En mikið hræðilega á ég eftir
að sakna þín. Okkur hefur oft ver-
ið líkt saman og ég er mikið stolt
af því. Ég veit að þú hafðir áhrif á
líf margra – ekki bara okkar sem
stóðu þér nálægt – með lífsgleð-
inni og frískandi gustinum í kring-
um þig. Þú gafst þér alltaf tíma til
að reyna að bæta líf annarra.
Þú gast fundið til.
Þín bróðurdóttir,
Anna Pála Sverrisdóttir.
Elsku æskuvinkona mín hún
Guðbjörg, Gugga, er laus úr viðj-
um sjúkdóms sem rænir allri getu
til verks og æðis og gerir fólk upp
á aðra komið með allt.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
gamla Stýrimannaskólanum, síð-
an Melaskóla, fluttum 12 ára í
Álftamýrina vorum heimagangar
hjá hvor annarri. Frumkvöðlar
fyrstu tvö árin í Álftamýrarskóla á
framhaldsskólastigi, síðan Haga-
skóla, fylgdumst að öll skóla-
skylduárin.
Gugga var sú dóttir sem allar
mæður óska sér, þau voru fimm
systkini. Hún var dugleg að gæta
þeirra yngri og hjálpa til við heim-
ilisstörfin. Mér er minnisstæð
tekkolíulyktin sem borin var á
stofuborðið á föstudögum, allt svo
snyrtilegt og fínt. Gugga var
hörkudugleg, lagði sig fram við
námið og hafði metnað. Við fermd-
umst saman í Neskirkju hjá séra
Frank M. Halldórssyni, okkur
fannst hann svo sætur. Fengum
eins fermingarkjóla sem mæður
okkar saumuðu. Á þessum árum
vorum við oft í eins fötum, heima-
gerðum.
Þetta voru dásamlega góð og
áhyggjulaus ár, margt brallað, allt
svo fyndið og skemmtilegt, hlóg-
um og hlógum. Ekkert mál að fara
með strætó með rúllur í hárinu og
slæðu yfir, seinna fannst okkur
þetta nú svolítið „dlllll“. Farið á
skólaböll, tjúttuðum á torginu á
17. júní í nýjum prjónadressum,
útvíðar buxur og síðar peysur, á
sveitaböllin austur fyrir fjall,
hljómsveit Steina spil í uppáhaldi.
Við töluðum hratt og mikið, það
voru ekki allir að skilja okkur,
bættum oft við „sma“ við öll orðin
og vorum enn óskiljanlegri. Alltaf
svo gaman með Guggu, hún var
svo hugmyndarík og kannski pínu
uppátækjasöm, eitt var að fara
norður á puttanum, aldrei neitt
mál hjá minni, fyrsti bíll stoppað-
ur í Ártúnsbrekkunni. Allt gekk
vel, í lok bílferðar er farið yfir
Fljótsheiðina og stoppað hjá bæn-
um Tjörn. Nú þekkti Gugga sig
vel eða ég hélt það, ekkert mál að
ganga yfir heiðina niður í Rauðu-
skriðu, við á skvísuskóm, auðvitað,
með kók í gleri í nesti, vissum að
það væri engin sjoppa í sveitinni.
Heiðin var drjúg, komin nótt er
við komumst loks á áfangastað, en
móttökurnar hjá Guðnýju ömmu
bættu allt.
Gugga valdi sér kennarastarfið
sem ævistarf. Það átti vel við hana
að kenna og miðla til annarra.
Hafði mikinn áhuga á íslenskri
tungu og bókmenntum.
Gugga mín vildi allt fyrir alla
gera, bar hag annarra fyrir
brjósti, sjálf óspör á brosið og
hafði svo mikla útgeislun, kjörkuð
og áræðin kona. Gugga giftist
Árna Blandon, áttu þau gullmol-
ana Einar og Þóru Karítas, hjóna-
bandið entist stutt. Lífið lék ekki
alltaf við vinkonu mína, sem ein-
stæð móðir og í krefjandi starfi
sem skólastjóri.
Undir það síðasta var Gugga
komin á hjúkrunarheimili.
Kveðjustundin var erfið, við grét-
um báðar, þú vildir koma með mér
norður, ekki vera þar sem þú
varst. 2. ágúst tókst þú daginn
snemma, við sólarupprás, og
hugsa að þú hafir farið fljótlega
norður í Skriðu á ættaróðalið, þar
sem ræturnar liggja.
Takk fyrir allt, elsku vinkona
mín.
Votta öllu þínu elskulega fólki
mína dýpstu samúð.
Magnea (Maggý).
Það var mikið gæfuspor þegar
Ásdís heitin vinkona okkar ákvað
að stofna bókaklúbb með nokkr-
um vinkonum sínum.
Meðlimur númer eitt varð
Gugga okkar og fyrsta bókin sem
við lásum var Sjálfstætt fólk. Eng-
inn þekkti þá bók betur en hún
sem og önnur ritverk HKL.
Hún tók forystuna og tók okkur
hinar á flug við greiningu bókar-
innar. Enda tók lesturinn heilt ár
með viðeigandi leikþáttum, upp-
lestri, frásögnum og alls konar
uppákomum eins og
sumarbústaðaferðum og síðan
sáum við saman leikritið. Í kjölfar-
ið fylgdu svo ómetanleg bók-
menntaverk sem við lásum saman
af áhuga og gleði.
Í bókinni Sjálfstætt fólk stend-
ur: „því hvað er auður og afl og
hús, ef engin jurt vex í þinni krús“.
í krúsinni hennar Guggu uxu jurt-
ir sem voru hennar auðæfi, sem
hún deildi með okkur vinum sín-
um, vinarþel, kærleikur, fórnfýsi,
einstök hjálpsemi svo að hægri
höndin hafði oft ekki hugmynd um
hvað sú vinstri gerði. Hún var
glaðlynd, jákvæð og skapgóð og
hafði mannbætandi áhrif á um-
hverfi sitt.
Hún var líka viðkvæm, tilfinn-
ingarík og það sannaðist á henni
að „bestu blómin gróa í brjóstum,
sem að geta fundið til“.
Við áttum frábærar stundir
saman í bókaklúbbnum okkar,
sem þróaðist í árshátíðir, leikhús-
kvöld, ferðalög og þar ber hæst
ferðin okkar til Berlínar, þegar
Gugga okkar var orðin veik af
þeim sjúkdómi sem tók hana frá
okkur. En þar naut hún sín,
borgin var í miklu uppáhaldi hjá
henni og við hinar deildum þeirri
aðdáun með henni. Tíminn var
nýttur til hins ýtrasta og ferðin
var öll hin skemmtilegasta og gát-
um við næstum fram á hennar síð-
asta dag minnst ferðarinnar.
Nú höfum við í klúbbnum okkar
misst ástkærar vinkonur Ásdísi og
Guðbjörgu. Þær voru kjölfestan
en við hinar munum halda minn-
ingu þeirra á lofti með samveru-
stundum fullum af hlátri, gleði,
kærleik og lestri góðra bóka.
Elskulegu börnunum hennar
Þóru og Einari og fjölskyldum
þeirra vottum við okkar dýpstu
samúð.
Lilja Hilmarsdóttir
Guðlaug Ólafsdóttir
Anna Friðriksdóttir
Þórunn Traustadóttir.
Fleiri minningargreinar
um Guðbjörgu Þórisdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
✝ Anton GeirSumarliðason
fæddist á Meið-
astöðum í Garði 14.
apríl 1931. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 3. ágúst
2019.
Anton var sonur
hjónanna Sumar-
liða Eiríkssonar, út-
vegsbónda á Meið-
astöðum, f. 1887, d. 1970 og
Tómasínu Oddsdóttur húsfreyju,
f. 1896, d. 1989. Hann var yngst-
ur átta systkina. Þau voru: Rík-
harður, f. 1916, d. 1998, Anna
Margrét Guðrún, f. 1917, d. 2006,
Oddur Guðbjörn, f. 1920, d. 1986,
Einarína, f. 1922, d. 1987, Guð-
rún, f. 1927, d. 2009 og Hörður f.
1930, d. 2012. Eftirlifandi er
tvíburabróðir Antons, Guð-
laugur Björn, f. 1931. Kona hans
er Sigrún Sigurgestsdóttir, f.
1941 og synir þeirra Guðlaugs
eru Sigurgestur, f. 1975 og Tóm-
as Vignir, f. 1978.
Anton var fjöl-
skyldu þeirra ávallt
mjög nákominn.
Anton bjó alla
sína tíð á Meiða-
stöðum og rak það-
an fiskverkun
ásamt Guðlaugi
bróður sínum. Á
uppvaxtarárum sín-
um vann hann við
búið á Meiðastöðum
en síðar við ýmis störf samhliða
því, meðal annars við uppbygg-
ingu Keflavíkurflugvallar. Um
miðbik síðustu aldar keypti Ant-
on vörubíl og starfaði við rekstur
hans þar til hann keypti fisk-
verkun fjölskyldunnar ásamt
Guðlaugi bróður sínum árið 1970
og ráku þeir hana fram til alda-
móta.
Anton var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Antons fer fram frá Út-
skálakirkju í Garði í dag, 12.
ágúst 2019, klukkan 14.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Minningar æskuára okkar eru
samofnar minningum um móður-
bróður okkar, Adda eins og hann
var jafnan kallaður. Addi ásamt
tvíburabróður sínum Guðlaugi,
eða Gulla eins og hann er kallaður
af okkar fólki, var yngstur í átta
systkina hópi. Samband tvíbura-
bræðranna var náið og kærleiks-
ríkt, einkenndist samband þeirra
af mikilli samheldni og einlægri
væntumþykju. Nöfn þeirra
bræðra voru jafnan nefnd í sömu
andránni enda einkar samrýndir
bræður.
Adda frænda minnumst við
fyrst og fremst sem góðs frænda
sem vildi okkur það allra besta í
lífinu. Hann hafði góða nærveru,
einstaka lund, var alltaf glaður og
stutt í glensið hjá honum auk þess
sem hann kunni að segja
skemmtilega frá.
Þegar við vorum að alast upp
bjuggu þeir Addi og Gulli ásamt
ömmu okkar og afa á Meiðastöð-
um þar sem þau stunduðu fisk-
verkun og búskap, seinna ein-
göngu búskap. Það var alltaf
skemmtilegt að taka þátt í hey-
skapnum með þeim bræðrum.
Daglega fórum við yngstu
systkinin með mömmu okkar að
Meiðastöðum að sækja mjólk.
Frá þessum tíma eigum við ynd-
islegar minningar þar sem alltaf
var jafn vel tekið á móti okkur og
skemmtilegt þótti okkur að hitta
frændur okkar sem slógu jafnan á
létta strengi.
Um tíma keyrði Addi á vöru-
bílastöð á nýja vörubílnum sem
hann hafði þá fest kaup á. Seinna
meir keyptu Addi og Gulli bróðir
hans fiskverkun af Jóni föður-
bróður þeirra. Þar verkuðu þeir
saltfisk og þurrkuðu til útflutn-
ings. Addi vann í fiskinum í mörg
ár. Hann var duglegur og vand-
látur og þótti fiskurinn góður sem
þeir verkuðu bræðurnir. Addi var
handlaginn og útsjónarsamur og
fann oft einfaldar lausnir á því
sem þurfti að laga, fiskhúsin og
íbúðarhúsið báru eigandanum
fagurt vitni um snyrtimennsku.
Mannkostir Adda komu vel í
ljós þegar hann af mikilli natni
annaðist háaldraða ömmu okkar
svo hún gæti búið heima.
Ef eitthvað bjátaði á í stórfjöl-
skyldunni voru bræðurnir alltaf
fyrstir til að koma og rétta hjálp-
arhönd. Addi var sannur vinur, til
hans gátum við leitað og þegið
góð ráð.
Hann var vel á sig kominn alla
tíð, kvikur í hreyfingum og hugs-
un. Þegar hann var kominn vel yf-
ir áttrætt vílaði hann ekki fyrir
sér að fara upp á þak á tveggja
hæða húsinu og laga það sem laga
þurfti.
Addi fylgdist vel með og til-
einkaði sér oft þær tækninýjung-
ar sem í boði voru hverju sinni.
Guð blessi minningu elsku
frænda okkar, veri hann guði fal-
inn með þökk fyrir allt sem hann
var okkur.
Kristjana, Tómas,
Gylfi og Halldór.
Það er einungis hálfur sann-
leikur að Addi, föðurbróðir okkar,
hafi verið barnlaus. Hann var alla
tíð aukapabbi okkar. Við áttum
okkur alltaf samastað heima hjá
Adda og við vorum alltaf strák-
arnir hans líka. Hann kenndi okk-
ur handbrögðin í fiskvinnslunni
og tók okkur með þegar fiskinum
var skipað út í Reykjavík. Hann
horfði með okkur í hundraðasta
skipti á Hetjurnar sjö í kaffi- og
matartímum og varaði okkur við
hættum lífsins með spakmælum
sem hann hafði á reiðum höndum.
Sem strákar fengum við að
prófa að stýra og seinna að keyra
bæði vörubílinn hans og jeppann,
reyndar löngu áður en formleg
réttindi voru fengin, en alltaf inn-
an öruggs ramma. Þá kom sér vel
að hafa gott pláss við fiskverk-
unina og Meiðastaðatúnið til að
spreyta sig á. Bæði Óliver Vignir
og Sigrún Birta fengu einnig að
spreyta sig á stýrinu seinna meir.
Addi var afar nægjusamur
maður og gerði ekki miklar kröf-
ur til umhverfis síns. Grjóna-
grauturinn í hádeginu var eldað-
ur á þeim tíma sem var til stefnu,
en ekki eftir kúnstum matargerð-
arlistarinnar. Samt var hann ein-
hvern veginn betri en aðrir graut-
ar. Kannski bara af því að hann
var jafnan framreiddur með
þeirri yfirlýsingu Adda að hann
væri „delicious“. Jeppinn sem var
keyptur nýr árið 1994 er enn í
góðu standi, enda engin ástæða til
að eyða peningum í bíla þegar
þeir hrapa jafn mikið í virði. Fyrir
Adda var mikilvægt að „fara vel
með“, þá er óþarfi að kaupa nýtt.
Þessa nægjusemi reyndi hann að
innprenta okkur. Þannig átti
Addi alltaf brjóstsykur á vísum
stað í eldhúsinu sem okkur var
velkomið að gæða okkur á. En þá
hófst keppni í því hver gæti látið
brjóstsykurinn duga sem lengst.
Lexían var sú að það væri eitt að
bryðja hann í hvelli, en hitt að
ákveða að láta hann endast á
tungunni. Með því væru fleiri eft-
ir.
Addi var afbragðsmaður til
verka og ávallt tilbúinn að hjálpa
bróður sínum og bróðursonum
við að dytta að hinu og þessu,
hvort sem var á Íslandi eða í
Kaupmannahöfn. Hann var alltaf
til staðar þegar okkur vanhagaði
um eitthvað, jafnvel kominn á ní-
ræðisaldur. Við höfum ekki tölu á
því hversu oft Addi stóð í Leifs-
stöð að taka á móti fjölskyldu-
meðlimum eða kveðja þá á leið-
inni út. Og hvort sem það snérist
um að fara með okkur strákana í
bíó, versla í búðarleik með Anítu
Rós, fylgjast með Sigrúnu Birtu í
fótboltanum eða hlaupa í kapp við
Óliver Vigni var Addi alltaf til.
Minnisstæður er æsispennandi
fótboltaleikur sem fór fram í
garðinum á Meiðastöðum þar
sem yngsta kynslóðin keppti við
foreldra okkar og Adda. Er
skemmst frá því að segja að
krakkarnir unnu leikinn eftir
mjög vafasama túlkun á rang-
stöðureglunni.
Addi lifir áfram í hjarta okkar.
Hann kenndi okkur að meta góð-
mennsku, alúð og umhyggju með
því að sýna hana ávallt í verki.
Okkur hlýnar jafnframt um
hjartarætur þegar við sjáum
áhrifin af fordæmum hans í börn-
um okkar. Við vitum mætavel
hvaðan þau eru komin.
Tómas Vignir og
Sigurgestur.
Anton Geir
Sumarliðason
Okkar ástkæra,
BRYNDÍS STEINÞÓRSDÓTTIR
hússtjórnarkennari,
Dalbraut 14, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 30. júlí. Útför hennar fer
fram frá Áskirkju miðvikudaginn 14. ágúst
klukkan 13.
Hjörtur Þórarinsson
J. Ingimar Hansson Snorri Hansson
Ásdís Arnardóttir Sigrún Ingibjörg Arnardóttir
Erna Arnardóttir Magnús Arnarson
Sigrún Hjartardóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
BYLGJA RUTH AÐALSTEINSDÓTTIR
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 28. júlí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 12. ágúst klukkan 13.30.
Friðþjófur Ísfeld Sigurðsson Ásta Hafberg
Brynjar Aðalsteinn Sigurðs. Agnes Arnardóttir
barnabörn