Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 22

Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019 Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir 20 ára Sigurbergur er fæddur í Vesturbæ, fluttist í Laugardal 5 ára og ólst þar upp. Hann býr þar nú hjá for- eldrum sínum. Sig- urbergur varð stúdent úr MR í vor. Í haust tek- ur hann sér hlé frá skóla og starfar í bygg- ingariðnaði. Sigurbergur lék Óliver Twist í Þjóðleikhúsinu 2009-2011 og enn er ekki loku fyrir skotið að hann leitist við að gera þá iðju að ævistarfi. Maki: Áslaug Lárusdóttir, einnig leikkona, f. 2000. Foreldrar: Hjónin Hákon Guðbjartsson, f. 1966, framkvæmdastjóri hjá WuXi Next- Code, og Magnea Árnadóttir flautuleikari, f. 1969. Sigurbergur er þá dótturson- arsonur Sigurbjörns Einarssonar biskups. Sigurbergur Hákonarson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu ósmeyk/ur við að sækja það sem þú vilt og er þitt að réttu lagi. Hitt er svo annað mál hvort þú þarft þetta. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er að færast meiri hraði í líf þitt og þú munt því hafa nóg að gera bæði heima við og í vinnunni. Vandaðu vinaval. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun og skalt ekki óttast að gera ein- hverjar breytingar. Samskiptahæfni þín er mikil og því er lítil hætta á að þú troðir öðrum um tær. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki gott að láta tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur. Þú ættir að líta vel í kringum þig þegar þú ferð í veislu á næstunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gerðu ekki meira úr hlutunum en nauðsynlegt er áður en þú veist alla mála- vöxtu. Ekki láta aðra notfæra sér góðsemi þína og láta þig fá samviskubit. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Árekstrar og valdabarátta halda þér við efnið í dag. Kærkomið frí er hand- an við hornið. Njóttu þess að gera ekki neitt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Upplagður dagur til að gleðjast með fólki á öllum aldri. Söðlaðu um og gættu hófs í hvívetna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að það er ekki bara það sem sagt er sem skiptir máli heldur líka hvernig það er sagt. Opnaðu fyrir þann möguleika að leyfa öðrum að segja sína skoðun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir til þess að vinna málstað þínum brautar- gengi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skjót viðbrögð hafa komið þér í góðar aðstæður. Farðu sérstaklega var- lega í umferðinni næstu daga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki pína fjölskyldumeðlimi til þess að vera þér sammála eða lúta vilja þínum. Vertu þakklát/ur og mundu að sönn vinátta snýst um að gefa og þiggja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú hefur ekki stuðningslið í kringum þig, þá er núna tíminn til að fá sér eitt. Ekki hafa áhyggjur af morgun- deginum, hann mun sjá um sig sjálfur. skipta eflaust hundruðum og síðast þegar ég vissi voru forsíðurnar orðn- ar að minnsta kosti 40,“ segir Ásdís. Sú tölfræði rímar fullkomlega við tímamótin sem hún fagnar í dag. Á löngum ferli segir Ásdís að störfin fyrir Playboy standi upp úr. „Á engan er hallað þó að ég segi að það hafi verið toppurinn,“ segir Ás- dís. Árið 2010 sat hún nakin fyrir á forsíðu tímaritsins í Búlgaríu og í tólf að vinna, þó að einnig hafi hún af- greitt á börum þegar hún var ung. Hún hefur verið fastagestur á síðum íslenskra blaða og tímarita, prýtt for- síður þeirra ófárra, og það sem víðar hefur borið hennar hróður eru störf hennar fyrir erlenda miðla, Playboy, Maxim, Max, FHM, GQ og svo mætti halda lengi áfram. „Það er ógerning- ur fyrir mig að halda utan um þetta allt, þetta er orðið svo mikið. Viðtölin Á sdís Rán Gunnarsdóttir er fædd 12. ágúst 1979 á Egilsstöðum. Þar elst hún upp, flytur nokk- urra ára gömul á Höfn í Hornafirði þar sem hún býr fram í sjöunda bekk í grunnskóla. „Ég er mikil sveitastelpa og ólst meira og minna upp úti á túni kringum dýr og náttúru. Ég var mikið á sveitabæjum enda umkringd þeim þar sem ég bjó og svo bjuggu stjúpafi og -amma á Melum í Hrútafirði, þangað sem ég fór mikið. Mér líður enn best þar sem ég er umkringd náttúru, dýrum og helst þarf ég að sjá fjöll og sjó,“ segir Ásdís. Fjölskylda hennar flyst til Reykja- víkur frá Höfn í upphafi 10. áratug- arins. Ásdís fer í Breiðholtsskóla þegar þangað er komið og klárar skyldunám þar. „Ég var alger Breið- holtsvillingur. Ég var meira að segja send á heimavist á Eiðum, þar sem ég var víst ekkert allt of auðveld. Það lagaðist reyndar ekki með tím- anum,“ segir Ásdís glettin. Hún lauk 10. bekk í Breiðholti og flutti þá að heiman. „Ég var enda og hef aldrei verið mikil námsmanneskja þó að ég rúlli því yfirleitt upp sem ég einset mér að klára. Ég hef bara ekki þol- inmæðina í langt nám, þó að síðar hafi ég lært hárgreiðslu, við- skiptafræði, einkaþjálfun og þyrlu- flugmanninn,“ segir hún. Það er ekki lítið. 14 ára var Ásdís byrjuð að sitja fyrir, áhugamál sem átti eftir að verða lífsævistarf hennar. „Í sveit- inni var ég varla farin að hugsa um hvernig ég leit út en þegar ég flutti til Reykjavík varð ég borgarskvísa í stað sveitastelpu og þá fóru hlutirnir að gerast. Ég byrja fljótt að vekja at- hygli fyrir módelstörf og um tvítugt var ég byrjuð með mína eigin skrif- stofu. Ég var með umboð fyrir ýms- um keppnum hér á landi, súpermód- elakeppni Ford, Hawaiian Tropic og fleiri. Ég flutti út 24 ára og vann þar áfram þar til ferillinn sprakk út. Þá bjuggum við víða í Evrópu, áður en ég settist að í Búlgaríu, til dæmis í Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki,“ segir Ásdís. Ásdís hefur þannig starfað sem fyrirsæta frá því hún hafði aldur til síðna myndaþætti innblaðs. Það efni var síðar selt til Þýskalands og Aust- urríkis og það af upplaginu sem rat- aði til Íslands seldist að vonum allt upp á svipstundu. En þetta var ekki alltaf óumdeilt. „Ég valdi nátt- úrulega að vera í þessu og allri frægð fylgir bæði gott og slæmt. Það getur tekið á en ég er samt orðin öllu vön og flestir í kringum mig líka. Ég hefði aldrei komist svona langt ef enginn hefði áhuga á að tala um mig eða gagnrýna mig,“ segir Ásdís. Ásdís var gift knattspyrnumann- inum Garðari Gunnlaugssyni og á með honum tvö börn. „Þau fæddust í þessu og eru alin upp í þessu um- hverfi ásamt fótboltaferlinum hjá Garðari. Ég get ekki séð að þetta hafi verið eitthvað verra en að búa alltaf bara í einu landi með venjulega mömmu og pabba,“ segir Ásdís. „Börnin mín eru öll einstaklega vel heppnuð, heilbrigð, klár, kurteis og góð. Þetta gekk því vel, og er vel samræmanlegt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Ásdís. Enn starfar hún sem módel við og við: „Það er erfitt að hætta því eftir svona langan feril,“ segir hún. Hún býr í miðbænum með dóttur sinni og syni að hluta til, 12 og 14 ára. Meðfram fyrirsætustörf- unum fæst Ásdís við hvaðeina, rit- störf, sjálfsstyrkingarnámskeið og ferðast um allan heim, einkum til Búlgaríu, þar sem hún á annað heim- ili. Og ekki er nema von að hún fagni afmælinu einmitt þar, búin að fljúga með alla fjölskylduna út. Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta – 40 ára Fjölskyldan Ásdís og börnin, Viktoría Rán, Hektor og Róbert Andri. Forsíðurnar 40 og fyrirsætan líka Mary Carmen Ásdís á langan feril að baki, verkefnin skipta hundruðum, en hún er hvergi nærri hætt: myndin er afurð nýlegs verkefnis fyrir nærfatalínu. Sport Ásdís í viðtali í síðustu viku við búlgarskt íþróttablað. Búlgaría er hennar annað heimili. Ljósmynd/Pálmi hjá Litmynd 30 ára Elsa er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún býr á Akureyri núna. Elsa vinnur við liðveislu og kennir skák. Hún kláraði Hólabrekkuskóla á sínum tíma og hefur búið á Akureyri síðan 2015. Eiginmaður: Hilmir Vilhjálmsson, starfar hjá Póstinum, f. 1989, og hann er úr Reykjavík. Börn: Alexía Lív Hilmisdóttir, f. 2011, og Jasmín Lóa Hilmisdóttir, f. 2012. Foreldrar: Guðbjörg Kristín Valdimars- dóttir leikskólakennari úr Reykjavík, f. 1964, og Kristján Þór Franklínsson bíl- stjóri úr Reykjavík, f. 1969. Þau búa bæði á Akureyri. Elsa María Kristínardóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.